Dagblaðið - 10.12.1980, Síða 8

Dagblaðið - 10.12.1980, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980. i Erlent Erlent Erlent Erlent I' Umdeild ákvörðun norskra stjórnvalda varðandi Alexander Kielland borpallirai: VIUA HÆTTA VID BJÖRGUNARAÐGERÐIR % —Aðstandendur hinna látnu mótmæla kröftuglega. — lllar tungur hafa stöðvað okkur, segir stjórnandi björgunaraðgerðanna, Bandaríkjamaðurinn Scot Kobus „Pallurinn heföi verið kominn á réttan kjöl cftir fjórtán daga ef við hefðum fengið vinnufrið,” segir Scot Kobus. Scot Kobus, stjórnandi björgunaraðgerðanna: „Mér finnst eins og við höfum veriö hengdir án réttarhalda.” „Mér finnst eins og við höfum verið hengdir án réttarhalda, að illar tungur hafi gert út af við okkur. Ég er ekki bitur sjálfur, ekki einu sinni vonsvikinn, en ég er mjög hissa á því að norsk stjórnvöld skuli ekki skýra okkur frá hvers vegna við megum ekki halda áfram tilraunum okkar til að snúa Alexander Kielland pallinum við. Eflir fjórtán daga hefði pallurinn verið kominn á réltan kjöl ef ég hefði fengið vinnufrið.” Þetta segir verkstjóri framkvæmdanna við pallinn, kúrekinn frá Texas, Scot Kobus. ,,Ég hef samúð með aðstand- endum þeirra, sem fórust í Kielland slysinu, að þeir skuli ekki fá að jarðsetja ættmenni sin. Ég átti alls ekki von á því að við yrðum stöðvaðir af norskum yfirvöldum sem líta á sig sem verðandi stórveldi í oliuvinnslu," segir Scot Kobus, sem unnið hefur að björgunarstörfum við pallinn i 111 sólarhringa, undanfarið I samvinnu við sérfræðing trygginga- félaganna. „Auðvitað finnst mér það ósanngjarnt að við skulum ekki fá að Ijúka þessu þvi við ráðum yfir þeirri verktækni sem þarf á þessu sviði. Hinn nýi kranaprammi sem ég hef nú til ráðstöfunar hefði gert það að verkum að hægt hefði verið að snúa pallinum 15. desember.” — Af hverju heldur þú að til- kynningin um að framkvæmdirnar skyldu stöðvaðar hafi komið einmitt nú? „Það eru illar tungur sem hafa komið þessu til leiðar, þeir sem buðu í verkið, en fengu það ekki. Talað hefur verið um að kafarar hafi séð sprengjur i pallinum en það er bara kjaftæði. Einnig hafa þær getgálur heyrzt að veggirnir muni falla hver frá öðrum og sökkva þegar krana- afstöðu sinni til björgunar- aðgerðanna eftir það sem á undan er gengið þrátt fyrir það að gefið sé til kynna að endurskoðun þessara mála fari nú fram. Ekki er það minna hneyksli sem gerzt hefur varðandi björgunaraðgerðirnar í Gaudsfjord. í fyrsta lagi stöðvaði hafnamála- stofnunin og sjávarútvegsráðherra Eyvind Bolle fyrir rúmri viku allar björgunaraðgerðir þar án þess að til- kynna ákvörðunina fyrst þeini er vinnaaðbjörguninniogolíutrygginga- félögunum. Eftir þessa ákvörðun hafnarmálastjórnar telja trygginga- félögin þessar björgunaraðgerðir allt of áhættusamar til þess að rétt- lætanlegt séað halda þeim áfram. Þetta bendir til að sérfræðinga tryggingafélaganna og björgunarsér- fræðingana í Stavanger greini á eða þá að olíutryggingafélagið, sem ellefu tryggingafélög í Noregi standa að, hafi litið á tilkynningu stjórn- valda í siðustu viku sem kjörið tækifæri til að losna út úr þessum framkvæmdum, sem alla tíð hafa verið mjög umdeildar. „Hvorki aðstandendur hinna látnu né almenningur í Noregi mun sætta sig við að Alexander Kielland verði sökkt á hafi úti án þess að hinir látnu hafi fundizt. Vinnan við að finna hina látnu verður að halda á- fram þrátt fyrir að það kosti það að pallurinn verði eyðilagður.” Þetta segir lögmaður aðstand- endanna, Per Selmer. Krafa hans er skýr og tilraunir til að sökkva pallinum munu mæta mjög harðri andstöðu. Selmer segist jafnframt munu krefjast svara við þvi hver hafi gefið fyrirmælin um að stöðva björgunaraðgerðirnar og á hvaða forsendu það hafi verið gert. „Við vitum að á fundinum sem haldinn var i viðskiptaráðuneytinu var fólk sem staðið hefur utan við þessar björgunaraðgerðir en álitið er sérfræðingar t slíkum aðgerðum. Stjórnvöld hafa neitað að gefa upplýsingar um hverjir þessir aðilar voru.” — Var þessi ákvörðun stjórnvalda röng? „Ef þeir halda þvi fram að pallurinn sé að sökkva og sé það rétt þá er ákvörðunin rétt,” segir lög- fræðingurinn Selmer en bætir því við að hann efist mjög um réttmæti þeirrar tilgátu. (Dagbladet) Tilraunutn til að bjarga Alexander Kielland hefur nú verið hætt. prammarnir byrja að lyfta pallinum og þeir sem við þetta vinna muni dragast með og drukkna. Þetta er að sjálfsögðu fjarstæða. í hinu gamla villta vestri voru menn hengdir ef þeir gátu ekki sannað á staðnum að þeir ættu þann hest sem þeir riðu. Langt er síðan slíkt réttarfar var lagt af í Banda- ríkjunum. En mér finnst sem þessari aðför að okkur nú svipi til þessara úreltu aðferða,” segir Kobus. Það er nú allt útlit fyrir að enda- lok Alexander Kielland verði þau að honum verði sökkt alveg. Þar með geta aðstandendur hinna 36 sem fórust í slysinu 27. marz síðastliðinn og fundust aldrei gefið upp alla von um að lik hinna látnu finnist nokkurn tíma. Það er ekki líklegt að tryggingafélögin eða yfirvöld breyti

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.