Dagblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980. sn>ái<iausa „ Atlaga að maiiiiorði Dagblaðinu: Hilmars Helgasonar” Ólafur Hauksson blaðamaður skrif- ar: íslenzk blaðamennska hefur tekið framförum undanfarinn hálfan ára- tug. Tilkoma Dagblaðsins veldur þar mestu. Dagblaðið hefur losað blaða- mennskuna undan flokksviðjunum. Dagblaðið hefur gert blaðamennsku heiðarlegri. En svo bregðast krosstié sem önn- ur tré. Lítil klausa í Dagblaðinu þann 4. þessa mánaðar kann að hafa valdið meiri skaða en nokkurn órar fyrir. Þar brást heiðarleikinn í blaða- mennskunni. Litla klausan birtist í einum mest lesna dálki Dagblaðsins, Fleira fólk. Fjallaði hún um Hilmar Helgason, formann Verndar og formann SÁÁ. Þar sagði að Hilmar hefði verið að kynna sér líf fanga á Litla-Hrauni, en ekki staðið betur að verki en svo að hann svaf á nóttunni á hóteli á Sel- fossi. „Þótti Selfyssingum óliklegt að hann fengi mikla innsýn í líf fanga á Litla-Hrauni þessar nætur á hótelinu á Selfossi,” sagði í klausu Dagblaðs- ins. Vont mál Ekki lék vafi á því, samkvæmt klausu Dagblaðsins, að Hilmar hafði siglt undir fölsku flaggi þegar hann skýrði frá veru sinni á Litla-Hrauni. Þarna var Hilmar kominn í vont mál. Félagasamtökin Vernd eru að safna liði og fé þessa dagana til að byggja upp aðstoð við fanga sem eru að koma út í lífið á nýjan leik. Þegar klausan birtist voru aðeins þrír dagar þar til halda átti Jólakonsert í Há- skólabíói, þar sem allur ágóðinn átti að renna til starfsemi Verndar. Hvernig var hægt að ætlast til að fólk styddi félagsskap þar sem for- maðurinn hafði orðið uppvís að hreinni og beinni lygi, þar sem hann þóttist hafa gert meira en hann hafði gert? Hilmar ekki spurður Hvað hafði Hilmar Helgason um málið að segja? Ekkert. Hvers vegna hafði hann ekkert um það að segja? Vegna þess að Dagblaðið spurði hann ekki! í klausunni þar sem efazt var um heiðarleika Hilmars Helgasonar brást Dagblaðið sjálft heiðarleikanum. Blaðið reyndi ekki einu sinni að hafa samband við Hilmar til að leyfa honum að svara ásökuninni, eða til að kanna réttmæti hennar. Klausan í Dagblaðinu rýrði álit Hilmars Helgasonar meira en marga grunar. Hilmar hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna félagsmálastarfa sinna og aðeins nokkrum dögum áður en klausan birtist hafði Hilmar komið fram í sjónvarpi með forseta jíslands, þar sem forsetinn m.a. lýsti ;yfir ánægju sinni með kynnisferð IHilmars á Litla-Hraun. Það var úr háum söðli að falla fyrir Hilmar, og Dagblaðið leyfði honum að falla. Skýringin Næsta dag birtist skýringin i Dag- V ✓ Ekki fékk Hilmar Helgason að gista á Litla Hrauni. DB-mvnd: Bj. blaðinu. Þá hafði sagan búið um sig í sólarhring og fólk fengið að kjamsa á henni og útlista hana áýmsa vegu. Dagblaðið hafði ekki logið. Það var satt að Hilmar hafði sofið á hóteli á Selfóssi þessar nætur. En hvers vegna? Fangelsisstjórinn á Litla-Hrauni vildi ekki heimila Hilmari að sofa í sjálfu fangelsinu og bauð honum gistingu utan þess. Það varð úr að Hilmar dvaldi á hóteli á Selfossi, fór þangað seint á kvöldin og var mættur aftur á vinnuhælið snemma morg- uns. Vonandi ekki skaði af Hilmar var sem sé ekki sjálfráður um þessa ráðstöfun. Vonandi hefur það ekki skaðað kynni Hilmars af lífi fanganna að fá ekki að sofa meðal þeirra. Hann var meðal þeirra öllum öðrum stundum. En það er nokkuð stórt stökk milli sannleikans í málinu og fyrirsagnarinnar á klausu Dag- blaðsins: „Líf fanga kannað á hótel- herbergi á Selfossi”. Skýring Hilmars birtist í Dag- blaðinu degi síðar, eins og áður er getið. En hún virðist hafa farið fram hjá mörgum. Hún birtist ekki í sama víðlesna dálknum, og hún birtist á vinstri síðu, sem sumir telja minna lesna en hægri síðu. Engin afsökunarbeiðni DB Dagblaðið hefur ekki beðizt afsök- unar á tilræði sinu við mannorð Hilmars Helgasonar. Kannski finnst ritstjórn blaðsins skítt að svona „góð” saga skuli ekki hafa reynzt sönn. Ritstjórnin gerði að visu sitt bezta til að eyðileggja ekki söguna með því að hafa ekki samband við Hilmar. Til marks um það hversu gjör- sneytt Dagblaðið var allri ábyrgðar- tilfinningu i þessu máli er sú stað- reynd að fréttastofa útvarpsins hafði fengið ábendingu um þetta, kannað hana og komizt að þeirri niðurstöðu að hér væri ekki um frétt að ræða. Dagblaðið vissi af aðgerðum útvarps- ins. Samt þótti Dagblaðinu frekar ástæða til að birta söguna að óathug- uðu máli heldur en að kanna t.d. hvers vegna útvarpið hefði ekki birl hana. Kannski hefur Dagblaðinu ekki verið kunnugt um þá staðreynd að sami maðurinn frá Selfossi bar „fréttina” i útvarpið og Dagblaðið. Þegar útvarpið hafði kannað sann- leiksgildi sögunnar og vildi ekkert gera í málinu, þá hafði þessi maður samband við Dagblaðið. Með birtingu sögunnar tók Dag- blaðið þátt í tilraunum þessa manns frá Selfossi til að eyðileggja mannorð Hilmars Helgasonar. Athugasemd DB: Dagblaðið hefur að sjálfsögðu ekki greint neinum frá því hvernig frétt blaðsins er tilkomin. Það er því Ijóst að Ólafur Hauksson veit ekkert um það atriði og skrif hans úr lausu lofti gripin. DB er sömuleiðis ókunn- ugt um „aðgerðir” útvarpsins í mál- inu og heimildir þess. Blaðið fékk það staðfest hjá aðila sem um það vissi, að Hilmar gisti ekki þessar nætur á Litla-Hrauni, eins og þó hafði verið haldið fram i fjölmiðlum. Þaðstendur óhaggað. | : Spurning dagsins Hefur bankaverkfaliið valdið þér óþægindum? Kolbeinn Guðmundsson skipasmiður: Nei, ekki ennþá. Guðmundur Tryggvason, fyrrum skrif- stofumaður: Nei, ég bjó mig undir það, lók út mátulega mikið af pening- um sem endast fram yfiráramót. Svanhildur Þórarinsdóttir, vinnur í Sjóklæðagerðinni: Já, ég hef ekki get- að tekið út peninga. Lovisa Tómasdóttir húsmóðir: Nci, ekki ennþá. Sigurður Kristinsson bílstjóri: Nei, ekki neinum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.