Dagblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 9
DAGBLÁÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980. f Erlent Erlent Erlent I Nóbelsverð- launahafar- mótmæla Níu nóbelsverðlaunahafar undirnt- uðu í gær skeyti þar sem stjórnvöld í Sovétríkjunum eru hvött til að leyfa stærðfræðingnum Viktor Bernovsky að fara úr landi. Nóbelsverðlaunahafinn í efnafræði, Bandaríkjamaðurinn Walter Gilbert, sagði í viðtali við sænska sjónvarpið í gær að hér væri um „vísindaleg mót- mæli” að ræða, ekki „pólitisk mót- mæli”. Prófessor Gilbert sagði að nóbels- verðlaunahafinn í bókmenntum, Czeslaw Milosz, hefði ekki verið beðinn að undirrita en hann er af pólsku bergi brotinn. Edgar Tekere, vinnumálaráðherra Zimbabwe, var fagnað mjög er hann kom út úr réttarsalnum I sfðustu viku þar sem hann var sýknaður af morði, sem hann hafði þó játað að hafa framið. Það var kaldhæðni örlaganna, að hinn hörundsdökki Tekere var sýknaður á grundvelli laga sem upphaflega voru sett til varnar hvftum ráðamönnum „f baráttu þeirra gegn hryðjuverkamönnum”. Nató-ríkin við- búin hinu versta ráðgera snörp viðbrögð komi til innrásar Sovétmanna í Pólland Utanríkisráðherrar ríkja Atlants- hafsbandalagsins eru staðráðnir i að vera ekki óviðbúnir hugsanlegri innrás Sovétmanna í Pólland eins og þeir voru óviðbúnir innrásinni í Afganistan. Muskie utanríkisráðherra Bandaríkj- anna sagði í gærkvöldi að vonandi yrðu afleiðingar hernaðarlegrar íhlutunar svo augljósar Sovétmönnum að til inn- rásar kæmi ekki. Haft er eftir ítölskum erindrekum hjá Atlantshafsbandalaginu að Muskie hafi lagt fyrir fund utanríkisráðherra bandalagsins áætlun í fjórum liðum um viðbrögð Atlantshafsbandalagsins við hugsanlegri innrás Sovétmanna í Pól- land. „Menn voru mjög sammála um hvernig meta bæri aðstöðuna,” sagði einn fundarmanna og Jean Francois- Poncet, utanrikisráðherra Frakklands, sem þekktur er fyrir annað en að vera sammála Bandaríkjamönnum sagði að umtalsverður skoðanaágreiningur hafi ekki komið fram. Schultz utan- ríkisráðherra? Enn er þess beðið með eftir- væntingu hver verður utanríkis- ráðherra í stjórn Reagans. í gær tilkynnti Reagan um átta ráðherra og kom þar fátt á óvart. Allir ráðherrarnir eru hvítir, karlkyns repúblikanar. Alexander Haig hefur verið talinn líklegastur til að hreppa embætti utanríkisráðherra en því er þó haldið fram að áður en hann verði valinn kunni Reagan að gera loka- tilraun til að fá Georg Schultz, fyrrum fjármálaráðherra, til að taka að sér embættið, þrátt fyrir að hann hafi lýst þvi yfir að hann muni ekki geta tekið sæti í stjórn Reagans. Morðið á Lennon: VERJANDINN GAFSTUPP Herbert Adlerberg, verjandi hins 25 ára gamla Mark David Chapman, sem síðastliðið mánudagskvöld myrti John Lennon, hefur nú lýst því yfir að hann treysti sér ekki til að verja sak- borninginn. Hann sagði að mál þetta hefði reynzt sér of þungur kross að bera og það væri sakborningnum því fyrir beztu að fá annan verjanda. Lögreglan sem vinnur að rannsókn málsins telur að Adlerberg hafi gefizt upp á málinu vegna fjölda morðhót- ana, sem honum höfðu borizt síðan hann tók málið að sér. FaUeg jólagjöf Vönduð jólagjöf í gjafapakka Vrish cojjee postulínsbollamir frá Furstenberg í Þýzkalandi (ein elzta postulínsverksmiðja þeirra) hafa vakið mikla athygli fycir fegurð og vandaða vinnu, hver bolli og undirskál er í göðri gjafapakkningu 18.500. Einnig eigum við IRISH COFFEE kristalsglös með 24 karata gull- mynstri, og eru glösin með hand- fangi og bœði á fœti og án. Verðið á þessum glösum er kr. 8.800 og 10.500. Ennfremur eigum við IRISH COFFEE skeiðar, sem eru gullhúð- aðar, þessar skeiðar eru einnig sogrör. — Það er þess virði að líta inn TEKK* EBISmi Laugavegi 15, sími 14320 HVERAGERÐI Bluðburðarbörn óskast strax í Hvera- gerði. Uppl. í síma 99-4568. WMBUWB ÚR ERLENDUM RITDÓMUM: Hazel segir frá umbúðaleust og frásögnin er oft hörð undir tönn. Mái hermannanna er gróft og kröftugt Á skemmtihúsum eru þeir ekki alltaf að gœla við hlutina og gamanið er grátt Hazel þekkir þetta af eigin raun og veit að svona er striðið. Hann töfrar fram eina brjálæðis- kenndu myndina eftir aðra. Maður les með andann á lofti. ERIK PAGH, B.T. Þetta i öllum sínum hryllingi getur sá einn skrifað sem sjálfur hefur verið i þessu víti. En þó er eitthvað fagurt við samstöðu hinna marg hrjáðu hermanna sem smám saman gefast upp við að finna von og til- gang íþessum brjálæðiskenndu slátrunum. OTTO GELSTED, LAND OG FÓLK Hver ósköpin á höfundur eins og Sven Hazel að hugsa urri sinar ein- stæðu vinsældir? Hann skrifar bækur sem fólk les, ekki aðeins i Dan- mörku heldur um allan heim, og það er vissulega umhugsunarvert HASSE HAVGAARD, ROSKILDE TIDENDE. HERRÉTTUR Hana þarf ekki að kynna — allir þekkja þann heimsfræga höfund Nýbók Sven HazeI Eldrí bækur Hazels í FREMSTU VÍGLÍNU GESTAPO hafa ekki veríð á markaðnum um skeið, en fást nú í öllum bókabúðum Sven Hazei ermest se/di stríðsbókahöfundur á Englandi ÆGISÚTGÁFAN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.