Dagblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 12.12.1980, Blaðsíða 14
141 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980. I íþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Golfkiúbbur íMosfellssveit — Öm Höskuldsson kjörinn formaöur 7. desember sl. var stofnaður golfklúbbur 1 Mos- fellssveit. Húsfyllir var á stofnfundinum og yfir 50 manns hafa þegar skráð sig í klúbbinn sem stofn- félagar. Klúbburinn hlaut nafnið Golfklúbburinn Kjölur. Á fundinum kom fram að mjög mikill áhugi er fyrir golfiþróttinni í Mosfellssveit og mun stjórnin þegar i stað hefjast handa við að útvega meðlimum klúbbsins aðstöðu til þess að iðka íþrótt sína. í stjórn klúbbsins voru kjörin: Formaður: Örn Höskuldsson, meðstjórnendur: Einar Tryggvason, Hilmar Sigurðsson, Georg Tryggvason, Gisli Árnason, Sigrún Ragnarsdóttir og Valgerður Jakobsdóttir. Ákveðið var að þeir sem ganga í klúbbinn fyrir næstkomandi áramót skuli teijast stofnfélagar og eru þeir sem áhuga hafa beðnir um áð hafa samband við einhvern stjórnarmanna. Real Madrid Maccabi vann Maccabi, Tel Aviv, ísrael, vann sigur á Real Madrid, Spáni, í gærkvöld í Tel Aviv i undanúrslit- um í Evrópukeppni meistaraliða i körfuknattleik. Lokatölur 100-92 eftir að Maccabi hafði náð sex stiga forustu í fyrri hálfleik, 45-39. Punktamót Arnarins íborðtennis Punktamót Amarins I borðtennis var háð um síð- ustu helgi. í meistaraflokki karla sigraði Stefán Kon- ráðsson, Víking, En Susan Zacarian, Gerplu, i kvennaflokki. Úrslit urðu annars þessi: Meistaraflokkur kvenna: 1. Susan Zacharian, Gerplu 2. Ásla Urbancic, Erninum 3. Guðrún Einarsdóttir, Gerplu 4. Kristín Njálsdóttir, UMSB 5. Berglind Steffensen, Erninum Leikið var allar við allar og voru úrslitin í leik Susan og Ástu 21-12,15-21 og 21-17. Meistaraflokkur karla: 1. Stefán Konráðsson, Vikingi 2. Gunnar Finnbjörnsson, Erninum 3. Ragnar Ragnarsson, Erninum 4. Vignir Kristmundsson, Erninum Leikið var allir við alla og úrslitin í leik Stefáns og Gunnars voru: 21-15,16-21 og 21-16. 1. flokkur karla: 1. Jónas Kristjánsson, Erninum 2. Davið Pðlsson, Erninum 4. Kristján Jónasson, Víkingi 5. Bjarki Harðarson, Víkingi 6. Sigurður Guðmundsson, Erninum 7. Kjartan Ingason, Víkingi Leikið var allir við alla og voru úrslitin í leik Jónasar og Davíðs 21-12 og 21-18. Fyrir 1. sæti í kvennaflokki fengust 6 punktar en fyrir 1. sæti í meistaraflokki og 1. flokki karla fengust 9 punktar. Þór-ÍBK á Akureyri Einn leikur í 1. dcildinni i körfu- knattleik verður á Akureyri I kvöld. Þá leika Þór og ÍBK í Skemmunni kl. 20.00. ENN V0N HJA FRAM AÐ HALDA SÆTI í 1. DEILD EFTIR SIGUR Á ÞRÓTTI — Fram sigraði Þrótt 24-21 í æsispennandi leik í 1. deild handknattleiksins „Góð markvar/la ásamt miklu meiri baráttuvilja en áður lagði grunn að sigri okkar gegn Þrótti. Þetta var mjög ánægjulegur sigur og ég vona að framhaldið verði eins. Þá getur Fram komizt hjá falli,” sagði Karl Bene- diktsson, þjálfari Fram, eftir að lið hans hafði sigrað Þrótt 24—21 í æsispennandi leik á fjölum Laugardals- hallarinnar i gærkvöldi í 1. deildinni í handknattleik. Óvæntur sigur neðsta liðsins gegn því næstefsta og Fram hefur vissuiega möguleika að bjarga sér frá falli. Á eftir að ieika viðVal, KR og Hauka. Eftir tapið eru möguleikar Þróttar á íslandsmeisaratitlinum nánast úr sögunni. Liðið hefur tapað fimm stigum meir en efsta liðið, Vík- ingur. Lokakafli leiks Þróttar og Fram í gærkvöld var æsispennandi og þá gekk á ýmsu. Þegar sjö mínútur voru tii leiksloka hafði Fram eins marks forustu en á stuttum tíma var tveimur leikmönnum Þróttar vikið af leiksvelli. Fram tókst að auka muninn í tvö mörk, 22 —20, þegar Axel Axelsson skoraði úr víti. Örskömmu síðar var hann rekinn af velli og Þróttur þá með fullt lið. Samt skoraði Atli Hilmarsson og kom Fram í 23 —20. Hannesi Leifssyni var þá vikið af velli og allt í einu voru Framarar orðnir tveimur færri. Sigurður Seinsson skoraði fyrir Þrótt 23—21 og Þróttur fékk mörg tækifæri til að minnka muninn. En óðagotið var of mikið. Ólafur H. Jónsson átti skot Hellas neðst í Allsvenskan Tíu umferðum er nú lokið í All- svenskan í handknattleiknum. Mjög á óvart hefnr komið frammistaða Stokk- hólms-liðsins Hellas, eins frægasta handknattleiksfélags Sviþjóðar, sem Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari lék með um tíma. Það er í neðsta sætinu. Ystad, sem Víkingur sigraði tvívegis í Evrópukeppninni fyrir tveimur árum, hins vegar í efsta sætinu. Þá hefur frammistaða Warta, nýliðanna í deild- inni, komið verulega á óvart. Liðið hefur jafnmörg stig og Ystad. Staðan eftirlOumferðir: Ystad Warta Vikingarna Frölunda Heim Drott LUGI H 43 VIFGute Krist.st. Redbergslid Hellas 10 7 1 2 216-186 15 10 7 1 2 193-178 15 10 7 0 3 246-226 14 10 5 1 4 194-189 11 10 4 3 3 219-217 11 10 3 3 4 204-198 9 10 3 3 4 191-195 9 10 3 2 5 210-214 8 10 3 2 5 192-199 8 10 3 1 6 172-176 7 10 3 1 6 179-202 7 10 2 2 6 180-216 6 framhjá — Sigurður Þórarinsson várði frá Páli Ólafssyni og síðan Sigurði Sveinssyni. Það gerði gæfumuninn og Hermann Björnsson skoraði síðasta mark leiksins fyrir Fram, 24—21. Sigurður Þórarinsson varði oft vel í leiknum — meðal annars tvö vítaköst frá Sigga Sveins — en það er þó öðrum fremur Björgvin Björgvinsson, sem lagði grunn að sigri Fram með stórkost- legum leik, einkum í síðari hálfleik. Skoraði í þeim hálfleik sjö mörk — átta í allt — hvert öðru glæsilegra. Hann dreif félaga sína til dáða. Barátta hans í vörn og sókn frábær allan leikinn. Siggi Sveins fékk að leika lausum hala allan leikinn. Ekki tekinn úr umferð eins og oftast og hvort sem það var frjálsræðinu að kenna eða einhverju öðru þá átti hann sinn lakasta leik á mótinu. Var ekki sjálfum sér líkur. Skoraði aðeins fimm mörk úr næstum fjórfalt fleiri tilraunum. Var meira að segja tekinn út af um tíma. Öðrum leikmönnum Þróttar tókst ekki að halda uppi merkinu, þegar Siggi Sveins brást. Að visu var heppnin ekki með Þrótti í þessum leik. Sigurður Ragnarsson, markvörður, fékk knöttinn í ökkla og snerist illa í lok fyrri hálfleiksins. Varð að fara út af en þegar varamarkvörður hans, Kristinn Atlason, brást að mestu kom Sigurður aftur í markið. Draghaltur en varði þó mjög vel. Þá lék lánið ekki við Þrótt í fyrri hálfleiknum. Átti nokkur stangar- skot, þegar liðið hafði náð þriggja marka forustu. Þar munaði litlu að Þróttur næði afgerandi forustu í leiknum — forustu, sem erfitt hefði verið fyrir Fram að vinna upþ. En þetta var ekki dagur Þróttar. Þróttur yf ir framan af Framan af leiknum benti fátt til þess, að Fram mundi sigra í leiknum. Eftir jafntefli 1 — 1 og 2—2 komst Þróttur í 4—2, síðan 6—3. Þróttarliðið sterkara og virtist stefna í sigur. Þá komu stangarskotin hjá Þrótti en liðið hélt þó öruggri forustu, 7—4 og 8—5, enda var nóg að hitta Fram-markið fyrsta stundarfjórðunginn. Þá var mark. En svo kom Sigurður Þórarins- son í markið og byrjaði á því að verja víti Sigga Sveins. Þróttur náði þó aftur knettinum og Lárus Lárusson skoraði 8—6. En svo varði Sigurður Þórarinsson fjögur skot á stuttum tima — og sóknarmenn Fram hresstust líka. Skoruðu fjögur mörk i röð. Fram var allt í einu komið yfir, 10—9 og Sigurður Ragnarsson, sem varið hafði mark Þróttar með tilþrifum, farinn úr markinu. Liðin skiptust á að skora lokamínútur hálfleiksins. Staðan í hálf- leik 11—11. Allar jafnteflistölur voru i síðari hálfleiknum upp í 15—15 — Kristinn Atlason varði víti frá Axel og Páll Ólafsson skaut i þverslá Frammarksins úr víti. Axel rekinn af velli og það nýtti Ólafur H. sér vel. Skoraði tvö mörk á meðan en hins vegar réð hann ekkert við Björgvin á línunni, hinum megin. Björgvin fór hreint á kostum. Skoraði sex mörk í röð fyrir Fram af línunni — einmitt frá þeim stöðum, þar sem Þróttar-vörnin er talin sterkust. Fram komst i 17—15 um miðjan hálfleikinn og Sigurður Þórarinsson varði víti frá nafna sínum Sveinssyni. Páll minnkaði hins vegar muninn, 17—16, en Björgvin svaraði strax. Þrótti tókst að jafna í 18—18 þegar 11 mínútur voru til leiksloka. Gísli Óskarsson skoraði átjánda markið. Fékk knöttinn aftur eftir að Sigurður Þór. hafði varið frá honum víti. Jón Viðar kom Þrótti yfir, 19—18, en Björgvin jafnaði. Aftur skoraði Jón Viðar en Björgvin, snillingurinn sá, jafnaði með sjötta marki sínu í röð, 20—20. Síðan kom Hannes Leifsson Fram yfir og sjö mínútur til leiksloka. Gífurlegur darraðardans á fjölum hallarinnar eins og áður er lýst. Ólympíiimeistaiinn ísundi „bremsumaður” —Duncan Goodhew valinn í brezka landsliðið á EM í sleðakeppni Sundmaðurinn heimsfrægi, Duncan Goodhew, Bretlandi, sem sigraði í 100 metra bringusundi á ólympiuleikunum í Moskvu í sumar, er fjölhæfur íþrótta- maður. Ekki við eina fjölina felldur á þeim vettvangi. í gær var Goodhew valinn tii að taka þátt í Evrópu- meistaramótinu i sleðaíþróttum, sem háð verður í Austurríki 4.—5. janúar næstkomandi. Goodhew hefur lagt keppnissund á hilluna. Æft vetraríþróttir frá Moskvu- leikunum. Valinn í brezku sveitina og mun keppa á tveggja manna sleða (bog- sleigh) á Evrópumeistaramótinu. Verður „bremsumaður” sleðans — það er aftari maður hans. Leikmenn Fram stóðu í lokin uppi sem sigurvegarar og fögnuðu mjög. Skiljanlega. Ef þeir hefðu tapað þessum leik var öllu lokið í fallbar- áttunni hjá liðinu — að flestra áliti. Mörk Þróttar i leiknum skoruðu Páll 6, Siggi Sveins 5, Gísli 3, Ólafur H. 3, Lárus 2 og Jón Viðar 2. Mörk Fram skoruðu Björgvin 8, Axel 6/3, Atli Hilmarsson 5, Hannes 3 og Hermann tvö. Dómarar Gunnar Steingrímsson og Hjálmur Sigurðsson. Þróttur fékk fimm víti í leiknum og fór illa með þau. Fram fékk fjögur víti. Axel skoraði úr þremur. Tveimur leikmönnum Þróttar var vikið af velli, Páli og Magnúsi, í fjórar mín. hvorum. Hjá Fram var Axel tvívegis vikið af velli, Hannesi í tværmín. -hsim. Víkingur-Tata- banya í dag Víkingur leikur síðari leik sinn við ungverska liðið Tatabanya I Evrópu- keppni meistaraliða i handknattleik í dag. Leikurinn hefst kl. 18.00 að is- lenzkum tíma og leikið í íþróttahöllinni í Tatabanya, sem hefur reynzt mörgum erlendum liðum erfið. Gólfið hart eins og malbik. Keppni um meistaratitil félagsliða íTókíó Samningar hafa nú tekizt á milli jap- ansks bifreiðafyrirtækis annars vegar og Nottingham Forest og Nacfonal frá Uruguay hins vegar um að liðin mætist í Tókíó í Japan í febrúar og leiki um tit- ilinn bezta félagslið heims. Fyrir vikið munu bæði félögin fá 75.000 pund í sinn hlut og getur hann orðið hærri ef sýnt verður að sjón- varpsstöðvar víða um heim hafa áhuga á leiknum. Fyrirtækið greiðir allan kostnað. „Þessi keppni hefði aldrei komizt á ef bifreiðafyrirtækið hefði ekki komið til sögunnar,” sagði Brian Clough, framkvæmdastjóri Forest. „Við hefðum hvorki haft tíma né fjármuni til að leika heima og að heiman þannig að þetta er góð lausn.” Á miðvikudag lék Forest vináttuleik við Brentford. Trevor Francis lék sinn fyrsta leik i átta mánuði í aðalliði Forest. Skoraði þrjú mörk í s.h. í 6-1 sigri Nottingham-liðsins. Norsk smástelpa með betrí tíma en heimsmet „H jailis” — Björg Eva Jensen hljóp 5000 m skautahlaup á 8:05,00 mín. og setti nýtt heimsmet kvenna Árangur í íþróttum er að verða hreint ótrúlegur. Heimsmetin falla fjölmörg á ári hverju. Alltaf virðist hægt að bæta við. Það, sem þóttu stór- afrek fyrir nokkrum áratugum, eru heinlínis barnaafrek í dag og á mörgum sviðum íþrótta. Fyrir um þrjátíu árum var Hjálmar „Hjallis” Andersen þjóðhetja í Noregi. Langbezti skautahlaupari heims. Setti fjöimörg. heimsmet og hápunkturinn á ferli hans voru vetrar- ólympiuleikarnir í Osló 1952. Hjallis hlaut þá þrenn gullverðlaun. Árið 1951 setti Hjallis nýtt heims- met í 5000 metra skautahlaupi. Hljóp — eða öllu frekar renndi sér — vega- lengdina á 8:07.3 mínútum. Nýlega setti kornung norsk stúlka, Björg Eva Jensen, nýtt heimsmet kvenna í 5000 metra skautahlaupi. Hljóp vegalengdina á 8:05.00, mín. og náði því 2.3 sekúndum betri tíma en Hjallis, þessi mikli afreksmaður, átti bezt. Ótrúlegt— og Björg Eva bætti gildandi heimsmet kvenna á vegalengdinni um næstum tvær sekúndur. Það átti Beth Heiden, Bandaríkjunum — systir mesta skautahlaupara heims nú, Eric Heiden. Eftir methlaupið á dögunum sagði Björg Eva Jensen. „Ég lagði ekki hart að mér — hefði getað náð talsvert betri tíma.” Hún var einasti gullverðlauna- hafi Noregs í skautahlaupum á síðustu ólympíuleikum — vetrar-leikunum í Lake Placid í Bandarikjunum fyrst á þessu ári. -hsím. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1980. 23 íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Siggi Sveins reynir markskot I gærkvöld en varnarmenn Fram vöröu eins og svo oft í ieiknum. DB-mynd S. PRESSULEIKUR í HANDB0LTA — á skemmtikvöldi íþróttafréttamanna á Selfossi Það verður heldur fjör á Selfossi nk. þriðjudagskvöld er íþróttafréttamenn gangast fyrir „stjörnukvöldi” í íþrótta- húsi staðarins. Uppistaðan í skemmt- unum kvöldsins er viðureign landsliðs- ins og pressuliðsins í handknattleik. Auk þess verður boðið upp á skemmti- atriði af ýmsu tagi og er síðast var vitað i gærkvöld var ætlunin að margir frægir kappar létu sjá sig og listir sínar á þriðjudagskvöld. Við munum greina nánar frá þessari skemmtun eftir helg- ina og þá verður jafnframt nákvæm dagskrá kynnt. -SSv. i'-V ‘ Björg Eva eftir heimsmetshlaupið á dögunum Háskólapiltamir tóku Ármann í kennslustund Stúdentar styrktu stöðu sína i Úr- valsdeildinni allverulega í gærkvöld er þeir lögðu Ármenninga að velli, 91-80, eftir að hafa leitt 49-43 í hálfleik. Þrátt fyrir að James Breeler léki með Ár- menningum kom allt fyrir ekki því hann var vægast sagt staður í leiknum. Virtist hann hreinlega vera límdur við sama blettinn i leiknum. Sigur ÍS var aldrei í hættu. Liðið náði strax undir- tökunum og komst í 19 stiga forskot, 37-18, er bezt lét en síðan gáfu leik- menn eftir undir körfunni. Ármenn- ingar fóru að hirða fráköstin af grimmd og munurinn minnkaði ótt og títt. Er blásið var til hlés skildu aðeins sex stig. Upphaf síðari hálfleiksins varð Stúd- entunum notadrjúgt því þeir komust strax 10 stigum yfir og sá munur dugði þeim allan leikinn á enda. Ármenning- um tókst nokkrum sinnum að minnka muninn niður í 6 stig en nær komust þeir ekki. Lokatölurnar endurspegla því réttilega þróunina í leiknum. Stigin: Ármann: James Breeler 26, Kristján Rafnsson 17, Valdimar Guð- laugsson 14, Atli Arason 9, Guð- mundur Sigurðsson 7, Hörður Arnar- son 4, Davið Ó. Arnar 3. ÍS: Mark Coleman 28, Gísli Gíslason 15, Jón Oddsson 15, Bjarni Gunnar Sveinsson 12, Árni Guðmundsson 11, Ingi Stefánsson 9, Gunnar Thors 1. Auk Coleman hjá ÍS átti Gísli stór- leik. Jón Oddsson sannkallaður spút- nik og liðinu geysilegur styrkur. Af Ár- menningum bar mest á þeim Kristjáni og Valdimar auk Breeler, sem lék þó ekki vel. Dómarar voru Kristbjörn Al- bertsson og Sigurður V. Halldórsson ogdæmdulengstafprýðilega. -SSv. Bókin um LIVERPOOL er um leið og hún er frásögn af þekktasta knatt- spyrnuliði Evrópu í dag, saga ensku knattspyrnunnar og alls þess sem hún býður upp á. Hér er lýst uppbyggingu Liverpool, frásagnir eru af keppnistímabilum, ein- stökum leikjum og ekki síst frásagnir af þekktustu knattspyrnusnillingum sögunnar. Enska knattspyrnan er ekki neinn „dúkkuleikur", hún er harðsvíruð keppni bæði utan vallar sem innan. Þeir sem skara fram úr eru snillingar á sínu sviði, bæði þeir sem leika í liðinu á hverjum tíma og hinir, sem þjálfa leik- mennina og stjórna félögunum. LIVERPOOL hóf keppnistímabilið í haust með fjóra meistaratitla á s.l. fimm árum í veganesti. Liðið hefur hafnað í fyrsta eða öðru sæti í 1. deildinni s.l. 8 ár og ekki neðar en í fimmta sæti síðan 1966. Frá því liðið kom upp í 1. deildina 1962 hefur það unnið titilinn sjö sinnum og hafnað í öðru sætinu fjórum sinnum. Liverpool hefur tvívegis unnið bikarinn, árin 1965 og 1974, og að auki leikið til úrslita í honum árin 1971 og 1977. Leikið til úrslita í deildabikarnum 1978, orðið Evrópumeistari tvisvar, 1977 og 1978. Unnið UEFA-bikarinn 1973 og 1976, leikið til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa 1966 og unnið stórbikar (Supercup) Evrópu. Hvernig sem á er litið verður að út- nefna LIVERPOOL liðið í dag sterkasta félagsiið nútímans í sögu enskrar knattspyrnu og ef til vill um víða veröld. Úthald liðsins og þrautseigja eru með eindæmum og enn virðist ekkert lát á. Sagan um LIVERPOOL er bók sem allir unnendur knattspyrnu á islandi vilja fá í bókasafn sitt. HAGPRENT HF.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.