Dagblaðið - 30.12.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 30.12.1980, Blaðsíða 4
24 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980 ÁRAMÓTABRENNAN Á ÍSLANDI190 ÁRA GÖMUL Á MORGUN Eitt hundrað og níutíu ár eru liðin á morgun frá því að fyrst var kveikt 1 áramótabrennu á tslandi. Þar voru að verki skólapiltar í Hóla- vallaskóla og hlóðu þeir köst sinn á Landakots- hæð. Brennur í Reykjavík verða nú 18 talsins. Hafa þær oft verið fleiri og stærri en nú. Virðist sá fítonsandi, sem einkenndi brennumenn fyrr á árum, nú að mestú rokinn út í veður og vind. Að minnsta kosti hefur ekki verið tilkynnt um hvarf neinnar trillu, eða annarra stórra viðarhluta, eins og vildi brenna við hér fyrr á árum. Kveiktíá mismunandi tímum Nokkuð misjafnt er á hvaða tíma kveikt er t áramótabrennunum eins og endranær. Sumar brennurnar eru ætlaðar börnum og er því kveikt snemma í þeim. Aðrar .i fara ekki að loga al- mennilega fyrr en undir miðnættið. Um undan- farin áramót hefur brennutiminn nokkuð ráðizt af sjónvarpsdagskránni. Áramótaþáttur sjónvarpsins, Á síöasta snúningi, hefst klukkan hálf ellefu og lýkur er klukkuna vantar tuttugu mínútur í tólf. Má því búast við að sumum brennum verði að mestu lokið er skemmtiþátt- urinn hefst og að kveikt verði í öðrum upp úr hálftólf. Þá fara flugeldaskotmenn einnig að færast í aukana. Varlega — eldfimt Rétt er að vekja athygli fólks, sem býr nálægt áramótabrennum á, að loka gluggum sínum vandlega áður en gamanið hefst. Sérstök ástæða er til ýtrustu varkárni ef vindur stendur af brennunni á húsin. Einnig er rétt að minna á að aldrei er of var- lega farið, þegar eldur er annars vegar. öku- mönnum er bent á að fara ekki of nálægt á bílum sínum og fullorðnum að hafa auga með ungviðinu. Neyðarsími slökkviliðsins 1 Reykjavík og Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellssveit er 11100 og 51100 í Hafnarfirði og Garðabæ. Á Akureyri er símanúmer slökkviliðsins 22222. Sömu númer eru fyrir sjúkrabila á öllum stöðunum. Kínverjar og heyrnin Þó að kinverjar og önnur hvelltól hafi verið bönnuð fyrir löngu er ávallt talsvért af slíku í umferð um hver áramót. Heyrnardeild Heilsu- verndarstöðvarinnar hefur oftlega varað við þessum sprengjum og er rétt að endurtaka hér varnaðarorð stofnunarinnar, sem send voru út fyrir nokkrum árum: Munið að heyrnartap, serh sprengingar kunna að valda, er algerlega óbætanlegt. Auk þess geta ýmiss konar önnur slys hlotizt af sprengingum. Foreldrar! Reynið að koma í veg fyrir að börnin séu með kínverja eða aðrar sprengjur og að þau forðist þá sem hafa slíkt um hönd. Athugið að flugeldar geta einnig verið hættulegir. Þeir eiga það til að springa með há- um hvelli í stað þess að fara á loft. Blys, sólir og annað þess háttar hefur einnig valdið alvarlegum slysum, ef fyllstu varúðar er ekki gætt. Fjölmargir, einkum börn og ungling- ar, hafa hlotið varanlegt heilsutjón af sprengjum og öðru slíku um áramót. Látið það ekki endur- taka sig í þetta sinn. Heilsan er fyrir öllu. Gætið fyllstu varúðar. -ÁT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.