Dagblaðið - 30.12.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 30.12.1980, Blaðsíða 7
OAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1980 27 Utvarn um áramótin Ó, það er svo erfitt að hafa fagrar og miklar riddarahugsjónir þegar lífið er eins fullt af ranglæti og raun ber vitni. Teikning: Vilhelm Marstrand RIDDARINN MGD RAUNASVIPINN —útvarpkl. 15,00 áfimmtudagl.jan.: Riddarínn sem barðist við vindmyllur Varla hefur nokkur skáldsaga náð meiri útbreiðslu en skensið um Don Kíkóta, sem barðist við vindmyllurn- ar, og Sancho Panza, trygga og góða skjaldsveininn hans. Hún er skrifuð á Spáni af skáldinu Cervantes fyrir tæpum fjögur hundruð árum, en svo vel hefur hún staðizt tímans tönn að hún er í dag vinsælli en nokkru sinni. Don Klkóta er bláfátækur aðals- maður, kominn fast að fimmtugu, sem erft hefur herklæði langafa síns, ryðgað spjót og brynju. Hann er upp- fullur af riddarasögurómantík og mikill hugsjónamaður. Loks þolir hann ekki lengur mátið og fer út í heiminn, riðandi á húðarklárnum sínum Rósinant, til þess að drýgja hetjudáðir og vinna sér frægð og frama. Til fylgdar fær hann örsnauð- an kotbónda, Sancho Panza, ríðandi á asna, og lofar honum ríkisstjóra- embætti að launum. Don Kíkóta er afskaplega óraunsær og það veitist honum erfltt að skilja draumaheim sinn frá veruleika. En Sancho reynir sífellt að halda honum niðri á jörð- inni og huggar hann eftir allar hrak- farir. Þetta er mikil saga i ótal stuttum köflum. Persónurnar eru um sjö hundruð. Guðbergur Bergsson rit- höfundur hefur unnið þrekvirki með því að þýða þetta sigilda verk á ís- lenzku. En ekki vitum við hvort hann hefur fundið nokkurn útgefanda enri- þá, né hvenær þýðingin verður prentuð. Guðbergur les valda kafla úr bók- inni á nýársdag ásamt Guðrúnu Guð- laugsdóttur, og það er áreiðanlegt að engum mun leiðast á meðan. - IHH Miðvikudagur 31.desember Gamlárskvöld 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Bæn. 7.15 Tónleikar. 7.25 Morgunpósturinn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleik- ar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Grýla gamla, Leppalúði og jóla- sveinarnir”, saga eftir Guðrúnu Sveinsdóttur. Margrét Guð- mundsdóttir Ies (3). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Kirkjutónlist: Frá alþjóðlegu orgelvikunni I Niirnberg I sumar. Flytjendur: Ursula Reinhardt- Kiss, Jon Lauvik og Bach-ein- leikarasveitin í Niirnberg. Stjórn- andi: Werner Jakob. a. „Harm- ljóð Dídóar” eftir Henry Purcell. b. Orgelkonsert nr. 10 í d-moll eftir Georg Friedrich Hándel. 11.00 Áramótaræða, — flutt I út- varp fyrir hálfri öld. Séra Arni Sigurðsson fyrrum fríkirkjuprest- ur I Reykjavík messaði næst- fyrstur í Rikisútvarpið síðdegis 21. des. 1930. Þetta mun vera önnur útvarpsræða hans. Séra Kristján Róbertsson les. 11.25 Morguntónleikar. Clifford Curzon og Medici-kvartettinn leika Píanókvintett í A-dúr eftir Antonin Dvorák. (Hljóðritun frá útvarpinu í Stuttgart). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir., Tilkynningar. Miðvikudagssyrpa — Svavar Gests. 15.00 Nýárskveðjur. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. (Hlé). 18.00 Aftansöngur i safnaðarheimili Langholtsprestakalls. Prestur: Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son. Organleikari: Jón Stefáns- son. 19.00 Fréttir. 19.25 „Þjóðlagakvöld”. Einsöngv- arakórinn syngur með félögum í Sinfóníuhljómsveit íslands þjóð- lög í útsetningu Jóns Ásgeirs- sonar, sem stjórnar flutningnum. 20.00 Ávarp forsætisráðherra, dr. Gunnars Thoroddsens. 20:20 „Ævintýri Hoffmanns”, ópera eftir Jacques Offenbach. Siegfried Jerusalem, Jeanette Scovotti, Dietrich Fischer- Dieskau, Norma Sharp, Kurt Molt, Julia Varaday og fleiri syngja með kór og hljómsveit út- varpsins i Bayern; Heinz Wallberg stjórnar. — Kynnir: Þorsteinn Hannesson. 22.00 „Fari þeir sem fara vilja . . .” Gísli Jónsson menntaskólakennari les íslenzkar þjóðsögur. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjórnandi: Eyjólfur Melsted. 22.50 Sinfóniuhljómsveit íslands leikur valsasyrpur eftir Ziehrer og Stolz. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. 23.30 „Brennið þið vitar”. Karla- kórinn Fóstbræður og Sinfóniu- hljómsveit íslands flytja lag Páls ísólfssonar; Róbert A. Ottósson stjómar. 23.40 Við áramót. Andrés Björnsson útvarpsstjóri flytur hugleiðingu. 23.55 Klukknahringing. Sálmur. Áramótakveðja. Þjóðsöngurinn. (Hlé). 00.10 „Komdu og skoðaðu i kistuna mína . . .” Útvarpsmenn bregðaá leik og blanda á staðnum í tilefni af 50 ára afmælinu. Leitað verður durum og dyngjum á háaloftinu og öllu snúið við í kjallaranum. Höfundar og flytjendur efnis eru óteljandi. Stjórnandinn var enn ófundinn fyrir áramót, en þeir, sem kynnu að hafa orðið hans varir, eru beðnir að láta Félag íslenzkra leikara vita. (01.00 Veðurfregnir). 01.35 Dansinn dunar. 03.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 1. janúar Nýársdagur 10.40 Klukknahringing. Litla lúðra- sveitin leikur nýárssálma. 11.00 Messa í Dómkirkjunni. Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, predikar og þjónar fyrir altari ásamt Hjalta Guðmundssyni. Organleikari: Marteinn H. Friðriksson. 12.10 Dagskráin. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tónleikar. 13.00 Ávarp forseta íslands, Vigdis- ar Finnbogadóttur. — Þjóðsöng- urinn. (Hlé). 13.35 Nýárstónleikar: Níunda hljómkviða Beethovens. Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur og Söng- sveitin Fílharmönia syngur. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquil- lat. Einsöngvarar: Sieglinde Kah- mann, Rut L. Magnússon, Sig- urður Bjömsson og Guðmundur Jónsson. 15.00 Riddarinn með raunasvipinn. Samlestardagbók úr bókinni um Don Kíkóta eftir Miguel de Cervantes. Þýðandi og umsjónar- maður: Guðbergur Bergsson. Les- ari með honum: Guðrún Guðlaugsdóttir. 16.15 Veðurfregnir. 6.20 „Þið þekkið fold. . . ” Dr.. Kristján Eldjárn velur ættjarðar- ljóð og les þau. Einnig verða flutt ættjarðarlög. 17.00 t upphafi árs. Barnatími í umsjá Sigríðar Eyþórsdóttur. Fjögur börn; Haraldur Ólafsson, Stefanía María Þorvarðardóttir, Kári Gislason og Eva María Jóns- dóttir flytja áramótaspjall. Óskar Halldórsson segir þjóðsögur. 18.00 Miðaftanstónleikar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.25 Einar Benediktsson skáld i augum þriggja kvenna. t öðrum þætti talar Björn Th. Björnsson við Gunnfríði Jónsdóttur. Samtalið var hljóðritað á aldar- afmæli Einars 1964 og hefur ekki verið birt fyrr. 20.00 Frá tónleikum Kammersveitar Reykjavikur í Bústaðakirkju i nóvember sí. Einsöngvari: Ölöf Kolbrún Harðardóttir. a. Konsert eftir Antonio Vivaldi. b. „Tu fedel, tu constante?”, kantata eftir Georg Friedrich Hándel. 20.30 Bjarsýni og svartsýni. Finnbogi Guðmundsson les úr „Hugunum” föður síns, Guðmundar Finnbogasonar. 21.00 „Paradisarþátturinn” úr óra- toriunni „Friður á jörðu” eftir Björgvin Guðmundsson. Sigur- veig Hjaltested, Svala Nielsen og Hákon Oddgeirsson flytja ásamt Söngsveitinni Fílharmóníu og Sinfóníuhljómsveit fslands. Stjórnandi: Garðar Cortes. 21.45 Klukkur landsins. Nýárs- hringing. Þulur: Magnús Bjarn- freðsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Orð kvöldsins. Danslög. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 2. janúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Bæn. Séra Sigurður H. Guðmundsson flytur. 7.15 Leikflml. Umsjónarmenn: Valdimar örnólfsson leik- fimikennari og Magnús Pétursson píanóleikari. 7.25 Morgunpósturinn. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Dagskrá. Morgunorð. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Grýla gamla, Leppalúða og ióla- sveinarnir”, saga eftir Guðrúnu Sveinsdóttur. Margrét Guð- mundsdóttir lýkur lestrinum (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 „Kreisleriana”, fantasia op. 16 eftir Robert Schumann. Vladimir Ashkenazý leikur á píanó. 11.00 „Mér eru fornu mlnnin kær”. Einar Kristjánsson frá Hermund- arfelli sér um þáttinn. 11.30 Morguntónleikar. Wolfgang Schneiderhan og Walter Klien leika Sónatínu fyrir fiðlu og píanó í g-moll op. 137 eftir Franz Schubert/Judith Blegen og Frederica von Stade syngja tvísöngva eftir Johannes Brahms; Charles Wadsworth leikur á píanó. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. Á frivaktinni. Margrét Guðmunds- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.00 Innan stokks og utan. Árni Bergur Eiríksson stjórnar þætti fyrir fjölskylduna og heimilið. 15.30 Tónleikar. Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. Tékkneska Filharmóníusveitin leikur „f ríki náttúrunnar”, forleik op. op. 91 eftir Antonín Dvorák; Karel Ancerl stj./ Fílharmóníusveit Berlínar leikur Sinfóníu nr. 3 í a- moll op. 56 eftir Felix Mendelssohn; Herbert von Karajan stj. 17.20 Lagið mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barnanna. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.40 Ávettvangi. 20.05 Nýtt undir nálinni. Gunna Salvarsson kynnir nýjustu popplögin. 20.30 Úr hattabúð i lcikhúsið. Ásdís Skúladóttir ræðir við Áróru Halldórsdóttur leikkonu. Síðari þáttur. 21.00 Frá tónleikum i Norræna húsinu 12. nóvember sl. Erkki og Martti Rautio leika saman á selló og píanó. a. Sónata i a-moll „Arpeggione” eftir Franz Schubert. b. Sónata nr. 1 í e-moll eftir Johannes Brahms. 21.45 „Grýla og fleira fólk”, saga eftir Tryggva Emilsson. Þórarinn Friðjónsson lýkur lestrinum (3). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kvöldsagan: Relsubók Jóns Olafssonar Indiafara. Flosi Ólafs- son leikari les (25). 23.00 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 3. janúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir 7.10 Bæn.7.15 Leikflmi. 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Morgunorð. Tónl. 8.50 Leikfimi. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga: Ása Starfsfólkið bregður á leik f áramótagleði útvarps. Eitthvað koma fréttamenn við sögu. Hér eru fréttamenn útvarps á fundi. Áramótagleði útvarpsins: Starfsfólkið bregður á leik —bæði nýtt og gamalt efni Komdu og skoðaðu kistuna mína . . er nafnið sem áramótagleði útvarpsins hefur fengið. Þar sem enga leikara er að fá í útvarpinu frekar en i sjónvarpinu, tóku út- varpsmenn sig til, klæddust leikara- gervi og ætla sér að bregða á leik með útvarpshlustendum á gamlárskvöld kl. 00.10. í dagskrá segir að í tilefni 50 ára afmælis útvarpsins verði leitað durum og dyngjum á háaloftinu og öllu snúið við í kjallaranum. Höfundar og flytjendur efnis eru óteljandi. Stjórnandinn er enn ófundinn, en þeir sem kynnu að hafa orðið hans varir, eru beðnir að láta félag islenzkra leikara vita. „Við ætlum að draga fram segul- bandsefni, gamalt eða misgamalt úr safninu. Þar kennir ýmissa grasa, bæði tónlistarefni og skemmtiefni af ýmsu tagi. Síðan munum við mat- reiða það með millikynningum á spaugilegan hátt,” sagði Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri sem verður meöal þeirra starfsmanna útvarpsins sem leggja til efni í áramótagleðina. „Þó að leikarar séu í verkfalli, þá getum við spilað ýmislegt efni þar sem leikarar koma fram. Það er eiginlega bara ágætt að leikararnir eru i verkfalli og sérstaklega heppi- legt einmitt núna þar sem útvarpið á 50 ára afmæli. Starfsfólkið hefur verið að hjálpast að við að semja efni. Við viljum ekki nefna nein nöfn því að efnið er ekki allt tilbúið. Við höfum hvatt starfsfólkið til að koma með efni, en þar sem mjög mikið hefur verið að gera í stofnun- inni, bæði vegna jólanna og afmælis- ins, hefur þetta dregizt og við getum ekki tekið þáttinn upp fyrr en í kring- um 29. desember. Óskar Ingimarsson og Klemenz Jónsson hafa verið'að velja gamalt efni, sem síðan á eftir að lagfæra og setja saman á ný. En við vonum bara að þetta verði skemmti- legt og allir hafi gaman af,” sagði HjörturPálsson. -ELA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.