Dagblaðið - 08.01.1981, Side 12

Dagblaðið - 08.01.1981, Side 12
12 Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoóarrítstjórí: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri ritstjómar Jóhannos Reykdal. íþróttir Hallur Símonarson. Menning: Aðalstoinn IngóKsson. Aöstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig urðsson, Dóra Stefénsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kriutjén M6r Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bja« tleií- Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorrí Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þoríeifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs son. Dreifingarstjórí: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, augtýsingar og skrifstofur Þvorholtl 11. Aðabimi blaðsins er 27022 (10 Hnur). ________DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1981. PARADÍSAR- HEIMTIR” Kjaradómur á hvorki að vera launsátur skotglaðra stjórnar- andstæðinga né hagsmunaklúbbur há- skólamanna. Allra sízt má hann temja sér úrskurði, sem ríkisstjórn verður síðan að hrinda með bráðabirgða- lögum, svo að ekki fari allt á hvolf. í sumar var með samningum komið á nauðsynlegu samræmi milli launa háskólamanna og manna í háum launaflokkum ríkisstarfsmanna. Þessu samræmi hefur Kjaradómur nú skyndilega spillt með því að úrskurða háskólamönnum 6% hækkun frá 1. desember. Þetta gefur áhorfendum tilefni til að ætla, að ekki sé heilbrigt, að allir dómarar í Kjaradómi séu sjálfír há- skólamenn. Slíkt ástand getur hæglega spillt Kjara- dómi sýn inn í hin víðari samhengi og samræmi stétt- anna í landinu. Á undanförnum misserum hefur ríkt láglauna- stefna. Samningarnir í fyrra báru þess merki, bæði hjá opinberum starfsmönnum og Alþýðusambandinu. Hærri launum var haldið niðri til að unnt yrði að hækka lægri laun þeim mun meira. Margir háskólamenn eru þeirrar skoðunar, að stefnan sé röng. Launamunurinn í þjóðfélaginu sé of lítill. Ekki sé tekið nægilegt tillit til tíma og kostnaðar við öflun menntunar. En þessi skoðun á að vera utan ramma Kjaradóms. Hafí stjórnvöld og öflugustu þrýstihópar launamála með ærinni fyrirhöfn komið sér saman um ákveðnar línur, sem auðvitað eru gallaðar, en eru þó hornsteinn vinnufriðar í landinu, má Kjaradómur ekki hefja skot- hríð úr launsátri. Verkefni dómstólsins er að meta hinar pólitísku aðstæður og kveða upp úrskurði, sem hæfa andrúms- lofti launamála á hverjum tíma. Þetta hefur honum mistekizt í máli háskólamanna. Og þá ekki síður í máli alþingismanna. Kjaradómur hefur ákveðið, að alþingismenn fái þessi sömu 6%, einnig frá 1. desember síðasta árs. Sá úrskurður hefur ekki fótfestu í samningum ársins fremur en hinn fyrrnefndi. Það þýðir ekki að miða við 12% hækkun hjá láglaunafólki. Þá hefur dómstóllinn bætt gráu ofan á svart með því aðafhenda þingmönnum til viðbótar 16,5% launa- hækkun frá 1. maí síðasta árs. Á tíma láglaunastefnu eru laun eins tekjuhæsta hópsins hækkuð mun hraðar en annarra hópa. Kjaradómur afsakar sig með að segja þessi 16,5% vera niðurskurð frá hinni illræmdu 20% hækkun, sem þingmenn kusu sér sjálfír í fyrravor og leiddi til þess, að yfirráð launamála þingmanna féllu dómstólnum i skaut. Málið fólst þó ekki í, að þingmenn hefðu ofmetið einhvern þátt launaþróunar í landinu, sem þeir sjálfír hefðu misst af. Þeir ætluðu hreinlega að krækja sér í þessi 20% umfram aðra. Og dómstóllinn lætur þá haldaþorra þýfisins. Kjaradómur ver sig einnig með, að hann hafi á móti dregið dálítið úr ýmsum hlunnindum alþingismanna. Satt er, að heildarhækkun þingmanna nemur ekki alveg þeim 23,4%, sem dómstóllinn hefur úrskurðað þeim í beina kauphækkun. Hitt er þó alvarlegra, að enn er viðhaldið því spillta tvískinnungskerfi, að þingmenn koma hlunnindum sínum fram hjá skatti, þótt þeir hafi sett lög, sem banna öðrum borgurum, að koma sömu hlunnindum fram hjá skatti. Áramótaúrskurðir Kjaradóms eru eins og köld vatnsgusa. Neðan frá að sjá virðist mönnum, sem gusan komi úr klúbbi fína fólksins í þjóðfélaginu. En vonandi eru dómararnir bara úti að aka, utan þjóðfélagslegs veruleika. Skammdegið á íslandi Ieggst mis- jafnlega illa i fólk, en ávallt illa. Þess vegna eru jólin til fyrir fólkið — ein- mitt í svartasta skammdeginu. Þess vegna eru íslenzk jól allra jóla lengst, ekki skemur en þrettán daga og nægir þó ekki fyrir allar þær „jólatrés- skemmtanir”, sem sérhvert verka- lýðsfélag efnir til fyrir afkomendur félagsmanna sinna, arftaka paradísar á íslandi. Paradís hefur löngum verið ofar- lega í hugum íslendinga, og hver og einn gengur með sinn paradísar- draum í maganum, eða í kollinum, — allt eftir því hvort menn hugsa fremurum aðgleypa eða geyma. Það var því ekki seinna vænna, að landsmenn fengju að sjá þá Paradís- arheimt eigin augum, sem nóbel- skáldið okkar hefur góðfúslega leyft þjóðverskum bókar- og hreyfi- myndahöfundum að teygja á lengd- ina og kynbæta á annan hátt. Þvi er nú sú paradís, sem menn geymdu í stærð og stafrófsröð hálfs annars metra langrar stæðu íslenzkra nóbelsverka, orðin sameigin germanskra og skandinaviskra og þar að auki finnskra og svissneskra hreyfimyndahöfunda. Þannig ber það að á svipuðum tíma og landsmenn heimta aftur lögsögu á flatfiski og bolfiski þeim er íslenzkur er talinn, að gcrmanir ráðast inn í menningarlögsögu íslendinga og heimta þá eina paradís sem landsmenn hafa bréf uppá. Það er því að vonum, að svipazt sé um eftir öðrum paradisum, t.d. þeim, er ekki liggja á glámbekk i bókastæðum til aflestrar fyrir gest og gangandi, heldur þess konar paradis, sem enginn getur séð eða þreifað á, paradís, sem hægt er að gleypa í eitt skipti fyrir öll. — Eða paradís, sem geyma má í kollinum. — Slík paradís er gulli betri, og til hennar má ávallt grípa, ef einhvers þykir I misst af fyrirfram gefnum loforðum lands- feðra. Þversagnir í áratugi hafa landsfeður og al- mennir stjórnmálamenn íslenzkir ver- ið hundeltir af umbjóðendum sinum fyrir að hafa ekki séð til þess að gera Island að þeirri paradis, sem lands- menn halda fram, að þeir eigi heimt- ingu á. í áratugi hafa stjórnmálamenn og landsfeður þráast við að koma til móts við þessa „paradísar- heimtingu” með þeirri einföldu röksemdarfærslu, að baráttuviljann skorti hjá landsmönnum sjálfum, og þegar sá vilji sé fyrir hendi, þá geti þeir. — Og nokkuð er eflaust til i því, sem forsætisráðherra sagði í áramótaávarpi sínu til þjóðarinnar, að ,,vilji er allt sem þarf’. En nú bregður svo við, að sá hluti alþingismanna á yfirstandandi lög- gjafarþingi sem kallast „stjórnarand- staða” heimtar ákafar en áður hefur tíðkast, að „kollegar” þeirra á alþingi, sem skipa stjórnarUðið, geri „ráðstafanir”, sem dugi til þess að „ná niður verðbólgu”, „styrkja gjaldmiðil”, „tryggja kaupmátt”, A „Þannig má telja fullvíst, aö á Alþingi, innan þingflokks Sjálfstæöisflokksins, þess er nú telst til stjórnarandstöðu, liggi „atkvæði á ís”, tilbúin til stuðnings forsætis- ráðherra... ” r V Vafasöm inn- heimta hitaveitu- gjalda á höf uð- borgarsvæðinu Áætlun, kostir og gailar Rafveitur hafa um árabil sent út reikninga skv. áætlaðri notkun. Áætlunin hefur þó verið mjög tak- mörkuð, þ.e.a.s. mælastaða hefur verið áætluð aðeins við aðra hverja reikningsútskrift og uppgjör því farið fram í annað hvert sinn. Nú hafa Hitaveita Reykjavíkur og Rafmagns- veita Reykjavíkur farið út í að lesa á mæla aðeins einu sinni á ári en fengið heimild tU að senda út, þess á mUli, reikninga skv. áætlaðri notkun. Slíkt innheimtufyrirkomulag getur verið til mikilla bóta bæði fyrir notendur og fyrirtækin, ef vel er að því staðið. Mun auðveldara er að áætla raf- orku- og heitavatnsnotkun fyrir heilt ár heldur en hluta af ári, þar sem notkunin er árstíðabundin. Með því að deila áætlaðri ársnotkun jafnt á öll greiðslutímabil verða útgjöld not- enda jöfn allt árið miðað við verð- gildi krónunnar, en ekki mest í kringum áramótin, þegar önnur út- gjöld eru í hámarki. Tekjur fyrir- tækisins verða einnig jafnar allt árið en ekki minnstar yfir sumarmánuð- ina, þegar framkvæmdir eru mestar. Áætlun á ársgrundvelli hefur því ótvíræða kosti bæði fyrir notendur og seljendur. Því hefur verið haldið fram, að erfitt sé að innheimta skv. áætlaðri notkun í þjóðfélagi með jafn mikla verðbólgu og hér ríkir. Sé uppgjörið Kjallarinn GísliJónsson k rétt framkvæmt, hefur verðbólgan engin áhrif, því áætlunin er í sölu- einingum en ekki í krónum. Fram- kvæmdin hefur hins vegar ekki verið rétt en að því verður nánar vikið síðar. Helsti ókosturinn við áætlun er sá, að þegar i húsnæði flyst nýr notandi með aðrar notkunarvenjur en sá, sem fyrir var, er erfitt að gera sæmilega áætlun. Einnig ef um er að ræða notkun i nýju húsnæði. í 24. gr. reglugerðar fyrir Hitaveitu Reykjavíkur nr. 122/1979 segir, að notandi geti krafist aukaálesturs og uppgjörs miðað við staðreynda notk- un gegn aukagjaldi. Eðlilegt er, að notandi, sem vegna einhverrar sér- visku vill fá uppgjör á miðju áætlunartimabili greiði tilkostnað- inn. Hins vegar er jafn eðlilegt, að fyrirtækið annist á eigin kostnað uppgjör vegna flutninga eða vegna þess, að notandi hættir viðskiptum. Um þetta er ekki að finna nein ákvæði i reglugerðinni, sem eins og svo margar aðrar reglugerðir opin- berra stofnana ber þess glögg merki að vera samin af yfirstjórn stofnunarinnar og hennar hagsmuna fyrst og fremst gætt. Einnig má á það benda, að í reglugerðina vantar alveg ákvæði um rétt notenda til að fá leið- rétta áætlun, sem sýnilega er röng. Enda þótt Rafmagnsveitu Reykja- víkur hafi örlitið verið getið hér að framan, verður hér á eftir einungis fjallað um Hitaveitu Reykjavíkur. Það skal þó upplýst, að uppgjör fer alveg eins fram hjá Hitaveitu Reykja- vikur og Rafmagnsveitu Reykja- víkur, sem annast alla reikningsút- skrift og innheimtu fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Öll áætlunargerð og innheimta Rafmagnsveitu Reykja- víkur fyrir Hitaveitu Reykjavíkur er gerð í umboði hitaveitunnar og verður því hér á eftir skrifuð á hennar kostnað. Of háar áætlanir Vegna þráláts orðróms um, að áætlanir Hitaveitu Reykjavíkur væru

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.