Dagblaðið - 08.01.1981, Page 13

Dagblaðið - 08.01.1981, Page 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1981. „létta vaxtabyrðina”, o. fl. o. fl. sem mætti verða til þess að opna hlið eða a.m.k. glufu til þeirrar paradísar sem landslýður á heimtingu á, að sögn. Fram til þessa tíma hefur engin ríkisstjórn á íslandi viljað sinna þessu ákalli, nema fyrir kosningar. — Loksins láta stjórnvöld, undir for- ystu dr. Gunnars Thoroddsens, til leiðast og ,,gera ráðstafanir”, að þvi tilskildu og í þeirri von að umbjóðendur, þ.e.a.s. landsmenn, þ.á m. stjómarandstaðan svo- kallaða, taki höndum saman við stjórnvöld og sameinist um að greiða ráðstöfunum leið gegnum áratuga niðurlægingu íslenzks efnahagslífs. Þessar ráðstafanir eru nú öllum kunnar svo mikið sem þær hafa verið ræddar. Hæst ber þó þær ráðstafanir, sem miða að því að festa gengið og minnka vaxtabyrðina og sem hvort tveggja er mikið hags- munamál landsmanna. En þá bregður svo við, að svo- kölluð stjórnarandstaða, eða a.m.k. hluti hennar, „rís upp með fjör” og mótmælir hvers konar ráðstöfunum, sem hún hefur þó sjálf verið að knýja fram að undanförnu og segir nú „það á ekki að gera svona ráðstafanir, heldur öðruvísi ráðstafanir”! Þær þverstæður, sem forystu- menn stjórnarandstöðuflokkanna hafa haft uppi i málflutningi sínum eftir að hinar nýju efnahags- ráðstafanir sáu dagsins ljós, eru brenglaðri en svo, að þær taki að ræða eða hlusta eftir, og er raunar furðulegt, að ekki ógreindari menn en þeir eru sagðir vera skuli láta hafa sig til Bessastaðafarar með klögumálin upp á vasann. Aðeins í þinghléi Það er svo allrar íhugunar vert, hvort svo sé komið í þjóðfélagi okkar, að meiri háttar mál stjórn- málalegs eðlis verði alls ekki leyst á Alþingi í framtíðinni vegna þröng- sýni og þvermóðsku þeirra, er kjörnir eru til þingsetu. Flest bendir til, að ríkisstjórnir hér á landi verði að afgreiða mál milli þinga eða í jóla- og páskaleyfum til þess að hafa starfsfrið og láta semja bráðabirgðalög, sem verða svo samþykkt eða felld, þegar Alþingi kemur saman að nýju. Um þetta eru nokkur nýleg dæmi, auk þeirra bráðabirgðalaga, sem nú hafa verið sett. Þannig má minnast þess frumkvæðis, sem núverandi samgöngu- og sjávarútvegsráðherra, Steingrímur Hermansson, hafði um afnám hinnar víðfrægu miðvikudags- lokunar vínveitingahúsa, þá er hann sem dómsmálaráðherra afnam þennan agnúa úr vínveitingalög- gjöfinni í einu þinghléinu. — Um það urðu engar umræður síðar en hafði verið hitamál á Alþingi. Einnig má minnast frumkvæðis Sighvats fyrrum fjármálaráðherra, er hann nam úr gildi með einu penna- striki, ef svo má segja, þau ólög, að einungis áhöfnum skipa og flugvéla, væri leyfilegt að flytja með sér áfengt öl til landsins.—Þetta hafði verið deilt um í sölum Alþingis, en milli þinga var eini möguleikinn að afnemaþessa augljósu agnúa. Það er því síður en svo óviturlegt af forsætisráðherra að losa Alþingi undan þeirri ábyrgð að fjalla um og draga á langinn þær umræður, sem án efa hefðu spunnizt um þær efna- hagsráðstafanir, sem gera þurfti samhliða gjaldmiðilsbreytingunni, og bráðabirgðalögin voru því meira en réttlætanleg, — þau voru nauðsyn. Um það eru menn almennt sammála nú, meira að segja obbinn af stjórn- arandstæðingum, þótt . einhverjir þeirra muni af „prinsip"-ástæðum og flokksaga kjósa á móti þeim. Þingmenn á ís Fjölmiðlar og þeir, sem um hin óhóflega háar, valdi undirritaður af handahófi 13 notendur, 11 í Hafnar- firði og 2 í Reykjavík, og kannaði viðskipti þeirra við Hitaveitu Reykja- víkur. Var um að ræða eitt stórfyrir- tæki, eitt miðlungs stórt fyrirtæki, tvö sambýlishús, tvær íbúðir í tvíbýlishúsum og sjö einbýlishús. Einhverra hluta vegna búa Hafn- firðingar ekki við sömu kjör og Reykvíkingar og Garðbæingar því áætlunartímabilin í Hafnarfirði á árinu 1980 voru yfirleitt 6 mánuðir og uppgjör eftir 8 mánuði en í Reykjavík og Garðabæ virðist almennt vera áætlað í 10 mánuði og uppgjör fram- kvæmt eftir 12 mánuði. Eins og fram kemur í upphafi greinarinnar koma kostir áætlunar ekki fram, nema hún nái yfir eitt ár. í töflu 1 er sýnd lengd áætlunartímabila og frávik áætlunar frá raunnotkun. Notandi Áætlunartimabil Nr. Dagar 1 180 2 180 3 180 4 180 5 . 180 6 240 7 180 8 210 9 210 10 180 11 180 12 300 13 360 til athugunar, reynist endurspegla ofáætlunina á öllu orkuveitusvæð- inu, hefur Hitaveita Reykjavíkur náð sér aukalega í röskan einn milljarð gamalla króna (10 milljónir nýkr.) á 6 mánuðum. Eins og Hitaveitan síðan framkvæmir uppgjörið og vikið verður nánar að síðar, er þetta auka- rekstrarfé vaxtalaust og óverðtryggt. Miðað við að álestrartímabil séu al- mennt orðin 12 mánuðir nema í Hafnarfirði, er meginhluta þessa fjár haldið í 6 mánuði og nema almennir sparivextir það tímabil um 170 millj- ónum gamalla króna (1,70 millj. nýkr.). Rétt er að vekja athygli á því, að 13 notendur geta varla talist marktækt úrtak og getur ofáætlunin jafnt verið meiri eins og minni heldur en úrtakið gefur til kynna. Framangreindir út- reikningar eru þó settir fram til þess Áætluð meðalnotkun pr. dag. í % af raunnotkun 158.8 120,0 118,1 146.3 112.9 92,6 141.8 134.3 119,0 146.9 145.5 123.6 153,2 Tafla 1. Áætlunartimabil og áætluð meðalnotkun pr. dag i % af raunnotkun. Það vekur athygli, að aðeins einn af 13 notendum er með of lága áætlun en þó innan þeirra marka, sem teljamáeðlileg, þ.e. - 10%. Athugað var, hve mikið samtals var áætlað umfram raunnotkun hjá umræddum 13 notendum á 6 mánaða tímabili, febrúar — júlí. Samtals var áætluð notkun 26.316 tonn en raun- notkun sama tímabil, m.v. meðal- notkun uppgjörstímabils, var 19.374 tonn. Umframáætlunin var þvi að meðaltali 35,8%, sem að öllu jöfnu ætti aðvera um 0%. Eftir þessa 6 mánuði voru um- ræddir 13 notendur búnir að greiða fyrir áætlun umfram raunnotkun rétt liðlega eina milljón gamalla króna eða um 54,05 gkr. (54,05 nýaurar) pr. notað tonn. Áætluð heildarnotkun á orkuveitusvæði Hitaveitu Reykja- víkur 1980 er 38,7 milljónir tonnaeða um 19,1 milljónir tonna í 180 daga. Ef það úrtak 13 notenda, sem hér er að sjá, um hvaða upphæðir geti hugsanlega verið að ræða. Reynt hefur verið að leita skýringa á hinum mjög svo háu áætlunum en án árangurs. Hins vegar má nefna dæmi, þar sem forsendur voru fyrir mun lægri áætlun en framkvæmd var. Við áætlun hjá undirrituðum, sem reyndist 58,8% of há, var miðað við meðalnotkun 3,43 tonn/dag, enda þótt meðalnotkun 1978 sé 2,91 t/d og 1979 3,22 t/d. Er þá þess að gæta, að árið 1979 var óvenju kalt og að um er að ræða áætlun fyrir 8 mánaða upp- gjörstímabil 12. febrúartil 8. október 1980, þar sem í vantaði fjóra vetrar- mánuði. Meðalnotkun árið 1980 reyndist 2,87 t/d. Eftir 6 mánaða áætlun hafði undirritaður greitt 618 tonn af vatni en notkunin í rétt tæpa 8 mánuði reyndist 517 tonn. Annar notandi hóf viðskipti sín við hitaveituna í lok mars 1979. Síðasta nýju bráðabirgðalög hafa fjallað, hafa meir velt því fyrir sér, hvort meirihluti sé á Alþingi fyrir bráða- birgðalögunum, hedur en lögunum sjálfum. Er þetta næsta einkennilegt, svo augljóst sem það er, að meirihiuti Kjaliarinn Geir Andersen þingmanna styður setningu laganna. Varla telst það til tíðinda, þótt einn þingmaður Alþýðubandalagsins til viðbótar vilji slá sig til riddara, er færi gefst. Það hefur nú skeð áður i tvígang með stuttu millibiii. Fyrst ér Flugleiðamálið var til umfjöllunar. Þá var reitt hátt til höggs og stór orð uppi höfð um skilyrði þau, er þessu gjaldþrota fyrirtæki voru sett til þess að ríkisábyrgð kæmi til, m.a. í leiðara í Þjóðviljanum. Siðan ekki söguna meir og hið gjaldþrota fyrir- tæki fékk sina aðstoð umyrðalaust. í annað sinn varð „hækkun-í- hafi”-málið vegna hráefniskaupa Alusuisse sett á forsíðu Þjóðviljans, og hátt var reitt til höggs. En höndin seig á skömmum tíma og úr varð vingjarnlegt vinarklapp. innheimta skv. tveggja mánaða álestri var fyrir tímabilið. 17.10’79 — 13.12. ’79 og reyndist meðalnotkunin það tímabil 3,46 t/d. Síðan er áætlað i 360 daga og áætlunin miðuð við 3,53 t/d. Meðalnotkun ársins er þannig áætluð um 2% hærri en notkunin reyndist 17. október til 13. desember. Við álestur þann 18. desember 1980 reyndist notkunin orðin 855 tonn. Greidd höfðu hins vegar verið 1272 tonn. Notandi þessi átti því við uppgjörið inni 417 tonn eða um hálfs árs notkun. Eftir áætlanir eins og þær, sem hér hefur verið skýrt frá, liggur Hitaveita Reykjavíkur óumflýjanlega undir þeim grun, að ofáætla notkun til þess að ná sér í óverðtryggt og vaxtalaust rekstrarfé, sem þó aðeins næst með röngu uppgjöri. Uppgjör ekki samkvæmt reglugerð Hitaveita Reykjavíkur framkvæm- ir uppgjör á eftirfarandi hátt. Eftir álestur í lok uppgjörstímabils er raunnotkuninni deilt jafnt á allt tíma- bilið og gjöld síðan reiknuð út skv. gildandi gjaldskrá á hverjum tíma. Frá heildargjöldum er síðan dregin sú heildarupphæð, sem greidd hafði verið á áætlunartímabilinu. í 24. grein reglugerðar fyrir Hita- veitu Reykjavíkur nr. 122, 1. mars 1979, segir m.a.: „Reikningur fyrir áætlaða notkun telst fullgildur reikn- ingur á sama hátt og uppgjörsreikn- ingur,. ...” Hafi notandi því greitt á áætlunartímabilinu fyrir 600 tonn af vatni en reynist hins vegar ekki hafa notað nema 500 tonn við upp- gjör, á hann inni 100 tonn af vatni en ekki einhverjar óverðtryggðar krónur. Hins vegar kemur til greiðslu mælaleiga fyrir tímabilið frá lokum áætlunartímabils til uppgjörsdags, en greidd mælaleiga er ávallt rétt, hvort sem notkun er áætluð eða ekki, þar sem hún er í kr /mánuð. Af framansögðu er alveg ljóst, að uppgjörsaðferð Hitaveitu Reykja- víkur er röng. Til fróðleiks skal upplýst, að einn af umræddum 13 notendum átti inni 61 tonn af vatni við uppgjör og átti þvi aðeins að greiða mælaleigu gkr. 7.754 (nýkr. 77,54). Hann var hins vegar talinn skulda gkr. 11.346 (nýkr. 113.46), þ.e. meira en mælaleiguna enda þótt hann væri ekki búinn að nota allt það vatn, sem hitaveitan 'hafði gert honum að kaupa. í töflu 2 eru sýndar umframkröfur Hitaveitu Reykjavíkur vegna rangrar Það erþví ólíklegt, i meira lagi, að „móðir” þeirra bræðra Jóns Odds og Jóns Bjarna fari að láta vegabréfs- lausan liðhlaupa, sem í raun er ekki að flýja annað en skógrækt franska ríkisins, hafa þau áhrif á það, hvort íslendingum opnast glufa, þótt ekki væri nú meira, inn í þá paradís, sem batnandi efnahagslíf er íslendingum. Sneitt skal hjá að tala um heilbrigt efnahagslíf í sömu andrá. Nafn Alberts Guðmundssonar hefur og verið nefnt í sömu andrá og „móður” þeirra Jóns-bræðra, þegar ýjað að óvissu um meirihluta á Álþingi til stuðnings bráða- birgðalögunum. Svo vel ættu fjöl- miðlamenn að þekkja til Alberts og verka hans, að sízt ætti honum að vera brugðið um afturhvarf frá þeim ummælum og yfirlýsingum, sem hann hefur gefið. Albert hefur lýst því yfir, að hann muni „ekki undir neinum kringumstæðum fella ríkis- stjórn þá, er nú situr, nema önnur sé tilbúin til þess að taka við, án kosninga.” Og langt myndi í ríkisstjórn, ef nú yrði rétt einu sinni boðið upp í kosningaslag með prófkjörum og tilheyrandi. En nú skal að lokum vikið að því, sem sérfræðingar fjölmiðla, þeir er um stjórnmál fjalla, hafa ekki virzt sjá, eða ekki viljað sjá. — Á Alþingi situr nefnilega mjög blandað lið í stjórnarandstöðunni svokallaðri. í Sjálfstæðisflokknum voru viðhöfð prófkjör fyrir kosningar og í þeim leik var enginn annars bróðir. f stjórnarandstöðu Sjálfstæðis- flokksins sitja þingmenn, sem ekki sízt nutu til þingsetu svokallaðs Gunnars-fylgis. 1 þessum hópi eru fleiri en einn og fleiri en tveir alþingismenn (fyrir utan Albert Guðmundsson auðvitað). Stuðningsmenn þessara þing- manna, frá því í prófkjörinu sællar minningar myndu telja það misráðið uppgjörsaðferðar. í þeim tilvikum að notandi átti inni vatn, er það reiknað til verðs skv. gjaldskrá, gild- andi við uppgjör, enda kemur það til frádráttar við fyrstu áætlun. Hjá þeim notanda, sem átti inni u.þ.b. hálfs árs notkun, er inneignin van- metin enda þegar komin 10% hækkun. Umframkröfur hitaveitunnar hjá umræddum 13 notendum eru samtals gkr. 255.528 (nýkr. 2.555,28) eða um 9,40 gkr. (9,40 nýaurar) á hvert tonn raunnotkunar. Miðað við þessar forsendur eru heildarumframkröfur á öllu svæðinu m.v. áætlaða notkun 1980 um 360 milljónir gkróna (3,60 millj. nýkr.) á ári.Varðandi fyrirvara um framangreinda hlutfallsreikninga vísast til þess, sem sagt var Notandi Ofreiknað við uppgjör Nr. Gkr. 1 8.274 2 2.641 3 1.797 4 12.353 5 1.459 6 -1.476 7 19.673 8 35.518 9 31.685 10 7.894 11 111.706 12 4.994 13 19.014 Gkr. 255.528 (Nýkr. 2.555,28) Tafla 2. Umframinnheimta við uppgjör. hér að framan um ofáætlunina. Niðurlag Við uppgjör einu sinni á ári á áætlun að geta verið mjög nærri lagi. Hins vegar má segja, að svolítið frá- hjá þessum þingmönnum að greiða atkvæði gegn ráðstöfunum um efna- hagsmál, sem guðfaðir þeirra til þingsetu leggur nú fram? Varla myndu þingmenn, sem launuðu þannig atkvæðafylgið, verða eldri en tvævetur í þingstólum. Naumast þarf þó að leiða að því getum, að hinn margslungni stjórn- málajöfur, sem nú er orðinn for- sætisráðherra, bæði þrátt fyrir og vegna „uppsafnaðs vanda” í Sjálf- stæðisflokknum, hafi haft þá for- sjálni sem ein dugar, þegar á reynir i stórviðri stjórnmálanna. Þannig má telja fullvíst, að á Alþingi, innan þingflokks Sjálf- stæðisflokksins þess er nú telst til stjórnarandstöðu, liggi „atkvæði á ís”, tilbúin til stuðnings forsætis- ráðherra og varaformanni flokksins, ef í nauðirnar rekur með atkvæða- öflun úr röðum yfirlýstra stuðnings- manna ríkisstjórnarinnar, — en aðeins ef slíkt gerðist. Það ætti nú að vera þessum þingmönnum hugar- fró, i bili. Það ætti hins vegar að vera auðvelt fyrir þingmenn, sem ætla sér hlutverk í prófkjörum fram- tiðarinnar, a.m.k. með tilstyrk hins íhaldssama fylgis Sjálfstæðis- flokksins, að velja milli gerviand- stöflu þeirra, sem túlka nýgerða efnahagsráðstafanir einskis virði og þeirra vegvísa, sem núsést móta fyrir. Þeir vegvísar ná ef til vill ekki alla leið til þeirrar paradísar í efnahags- lífi, sem landsmenn hafa hingað til einungis þekkt af afspurn. En paradís verður heldur aldrei gleypt í eitt skipti fyrir öll, sízt ef menn telja sig eiga heimtingu á henni án þess að nokkuð komi á móti. Gluggi hefur þó verið opnaður og til þess að halda honum opnum ræður vilji landsmanna, ekki bara núverandi ríkisstjórnar, þeirrar næstu eða þar næstu. Geir R. Andersen. 111 1 —V vik í áætlun skipti ekki máli, ef upp- gjör fer fram eins og kveðið er á um í reglugerð, þ.e. að áætlunarreikn- ingur sé fullgildur reikningur. Sé not- anda gert að kaupa meira vatn heldur en hann notar, á hann umframvatnið verðtryggt. Á sama hátt er vangreitt vatn verðtryggð eign hitaveitunnar. Meginókosturinn við mikið frávik er hins vegar sá, að stórar sveiflur geta komið í greiðslur við uppgjör. Með örlítillri breytingu á þeim ákvæðum, sem nú gilda um áætlunargerð og uppgjör, má þó koma í veg fyrir snöggar sveiflur við almenn uppgjör. Skal nú gerð grein fyrir því, hvernig æskilegast væri, að mati greinarhöfundar, að framkvæma innheimtu hitaveitugjalda. Álestur og uppgjör fari fram einu sinni á ári. Næsta ár er notkun síðan áætluð sú sama og reyndist árið á undan en þó e.t.v! umreiknuð til ársmeðalhita. Áætluð ársnotkun er síðan lækkuð eða hækkuð um þann mun, sem var á notkun síðastliðins árs og áætlaðri notkun þess árs eftir því á hvorn veginn áætlun vék frá raunnotkun. Þeirri ársnotkun, sem þá fæst, er síðan deilt i 6 jafna hluta, sem koma til greiðslu á tveggja mánaða fresti. Eins og áður greinir getur mælaleiga ávallt verið rétt og kemur því í raun ekki inn í áætlunina. Til skýringar skal tekið dæmi. Notkun sl. ár reyndist 1150 tonn. Áætluð notkun, sem greidd hafði verið, var hins vegar 1100 tonn. Notkun næsta árs er þá áætluð 1150 tonn. Við það bætast vanáætluð 50 tonn. Til greiðslu koma því á næsta ári 1200 tonn, þ.c. 200 tonn á tveggja mánaða fresti auk mælaleigu. í þeim tilvikum, sem uppgjör fer fram vegna flutnings eða vegna þess að notandi hættir viðskiptum, mundi fara fram fullnaðaruppgjör. Inneign eða skuld vatns mundi þá verða gerð upp á því verðlagi, sem gildir á upp- gjörstíma. Gísli Jónsson prófessor A „Eftir áætianir eins og þær, sem hér hefur verið skýrt frá, liggur Hitaveita Reykjavíkur óumflýjanlega undir þeim grun að ofáætla notkun til þess að ná sér í óverðtryggt og vaxtalaust rekstrarfé, sem þó aðeins næst með röngu uppgjöri.”

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.