Dagblaðið - 08.01.1981, Side 17

Dagblaðið - 08.01.1981, Side 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1981. 17 0MAR VMLDIIVIMrtSSU Margir áhrifamenn í Alþýðu- bandalaginu heyrast nú hugsa upphátt að flokksforystan þurfi að leggjast á árar í tæka tið og koma í veg fyrir að Guðrún Helgadóttir tryggi sér öruggt sæti á fram- boðslistanum í Reykjavik þegar þar að kemur. Guðrún þykir rekast svo Mlla í flokknum. Guðrún flutti í vetur fræga þing- ræðu í kjölfar frétta um nokkurra milljarða króna (gamalla) minningar- gjöf hjónanna Sigurliða og Helgu til menningarstarfsemi í landinu. Hún taldi i beinu framhaldi að fréttin gæfi tilefni til að setja spumingamerki við barlóm forkólfa verzlunarinnar almennt. Enginn Alþýðubandalags- þingmaður kom í pontu og tók undir með Guðrúnu og enginn þeirra svo mikið sem yrti á hana á eftir og allan þann dag. Hún var „fryst” úti. Gervasonimálið fylgdi fast á eftir. Þar hótaði hún rikisstjórnarhróinu öllu illu ef Gervasoni færi. Og í þing- flokki Alþýðubandalagsins fékk hún aðeins stuðning frá einum félaga sínum: Ólafi Ragnari Grimssyni. Um áramótin lenti henni svo enn saman við flokksforystuna, þar á meðal Ólaf Ragnar Grímsson. Tilefnið var bráðabirgðalögin með tilheyrandi kjaraskerðingarákvæðum og öðrum gömlum lummum. Allt þetta eyddi þolinmæði gömlu flokkshestanna í Allaballanum: Hún skal út af þingi. „Áfram Iceland” Anna Halla Kristjánsdóttir, istenzkur lögfræðingur við rikis- skattstofu Bandaríkjanna i Washington, er mikill áhugamaður um langhlaup. Hún hleypur yfir 150 kilómetra á viku og tekur þátt i maraþonhlaupum vestra. Skömmu fyrir áramótin tók hún önnur tveggja kvenna þátt i maraþon- hlaupi landgönguliða, merk ’ Íslandi i bak og fyrir. Hljóp hún vegalengdina á 3 timum 22 minútum og 4 sekúndum, við mikil hvatningarhróp áhorfenda, sem hrópuðu: „Áfram lceland". Matthías vill aftur inn Matthías .iohannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, sagði sig úr Blaða- mannafélagi ísiands sl. haust, eins og sagt var frá í þessum dálki og raunar víðar. Taldi Matthias félag blaða- manna vera á mjög rangri braut með því að hafa veitt ýmsum starfs- mönnum ritstjórna blaðanna, öðrunt en blaðamönnum, aðild að félaginu, t.a.m. simastúlkum og safnvörðum. Á Þorláksmessu sótti Matthías aftur um aðild að Blaðamannafélagi íslands. Ekki er vitað að veruleg stefnubreyting hafi orðið í félaginu varðandi inntökuskilyrði — en grunur leikur á að þeir fari í jóla- köttinn, sem ekki eru í stéttarfélögum um jól. Flokkshest- arnir vilja Guðrúnu burt úr þingsœti Þriðja hljómplata Karlakórsins Goða — Ber nafnið Við Ljósavatn NÚMERINLÆTÉG EKKI Magnús Bjarnfreðsson við frétta- lestur. Magnús les fréttimar úný Magnús Bjarnfreðsson, einn af fyrstu starfsmönnum sjónvarpsins, er byrjaður að lesa fréttirnar á ný. Hann er þó aðeins í þvi starfi til bráðabirgða, leysir af Boga Ágústs- son, sem óskað hefur eftir því að losna undan fréttalestrinum. Fyrir nokkrum árum sagði Magnús upp föstu starfi sínu hjá sjónvarpinu, en hefur unnið þar fjölda þátta í aukastarfi. Hann sér til dasmis um dagskrárliðinn Sjónvarp næstu viku, sem sendur er út á sunnudagskvöldum. Fréttaþulir sjónvarpsins eru nú fjórir. Auk Magnúsar eru það Sonja Diego, Guðmundur Ingi Kristjánsson og Guðrún Skúladóttir. Magnús Bjarnfreðsson sagði í blaðaviðtali að hann hefði verið dá- lítið taugaóstyrkur í fyrsta frétta- timanum sinum á laugardagskvöldið, ,,þó ekki eins og þegar við byrjuðum hérna á árum áður með sjónvarpið,” sagði hann. Þá var Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi frétta- maður með Magnúsi og útsendingar- stjóri frétta var Ólafur Ragnarsson, nýrekinn ritstjóri af Visi. og Illuga Búizt er við að til frekari tíðinda — Allt frá stofnun kórsins hefur hann haft mikla sérstöðu meðal íslenzkra karlakóra, þar sem hann hefur ekki farið troðnar slóðir. En hvað veldur? Jú, — haustið 1972 var fenginn tékkneskur hljómsveitar- stjóri frá Prag, snillingur í verkum gömlu meistaranna, Robert Bezdek að nafni, til að stjóran kórnum. Þessi hæfi tónlistarmaður með mikla menntun og reynslu að baki skynjaði fijótt þá möguleika, sem íslenzkir karlakórar höfðu ekki nýtt sér. Hann leiddi þvi hinn nýstofnaða kór inn á brautir sem litt höfðu verið gengnar áður. Svo segir á umslagi nýrrar plötu karlakórsins Goða, er hefur hlotið nafnið Við Ljósavatn. Á henni syngur kórinn þrettán erlend lög, öll með íslenzkum textum. Robert Bezdek útsetti öll lögin og stjórnar. Undirleikarar eru átta talsins, meðal annars Tómas Tómasson, Ásgeir Óskarsson, Pétur Hjaltested og Sigurður I. Snorrason. Kariakórinn Goöi — fer ekki troðnar slóöir, að þvi er sef>ir ú untslafti nýjustu plötu kórsins. „Ég hafði fullkomin not fyrir peningana og það er öruggt mál að ég læt númerin ekki,” sagði Eggert Garðarsson, þrítugur bifreiðastjóri frá Hvammstanga, í samtali við Fólk- síðuna um mikið lán sitt í happdrættisspili. Ásamt konu sinni, Arndísi Sölvadóttur, á hann tvo nifalda miða í Happdrætti Háskóla íslands, sem á nýliðnu ári gáfu af sé á elleftu milljón króna, gamalla þó. Eggert segist alltaf hafa verið lánsamur i happdrættum og verðlaunakeppnum. „Þegar ég var strákur tók ég stundum þátt i verðlaunagetraunum hjá Æskunni og síðar hjá Vikunni. Iðulega fékk ég verðlaun. Seinna fór ég að spila í happdrættum DAS og SÍBS og kom yfirleitt mjög vel út úr því. Svo keypti ég miða í Happdrætti Há- skólans ’73 og fór strax að vinna á hann.” Hikaði viðað fá sér trompmiða Hann sagðist hafa verið dálitið hikandi þegar Háskólahappdrætt- ið hóf að selja svokallaða „trompmiða” fyrir fimm árum. „Ég var að byggja þá og mér fannst þetta dálítið dýrt. Svo slógum við nú til og fórum strax að vinna ágætar upphæðir. Það varð þó bezt í haust — í september fengum við nífaldan vinning, eða samtals 9.9 milljón krónur. Við eigum aðra samstæðu í samliggjandi númerum, þannig að samtals skiluðu þessir miðar okkur rúmlega 10.2 milljónum.” Vantaði peninga íhúsið Eggert og kona hans höfðu góð not fyrir peningana, eins og hann sagði í upphafi spjallsins við Fólk- síðuna. „Við höfum verið að byggja okkur hús á Hvammstanga undan- farin þrjú ár og vantaði ýmislegt í það, bæði innihurðir, gólfteppi og dragi á ritstjórn Vísis í kjölfar bombunnar, sem útgáfustjórnin varpaði þar inn á gólf um áramótin. Rætt er um að uppsögn Ólafs Ragnarssonar ritstjóra muni fiýta fyrir brottför fleiri ritstjórnarliða. Einkum eru nefndir til sögunnar Sæmundur Guðvinsson, einn af reyndustu fréttamönnum Vísis (og umsækjandi um fréttamannsstöðu á sjónvarpinu fyrir nokkrum vikum), Elías Snæland Jónsson ritstjórnar- fulltrúi og lllugi Jökulsson umsjónar- maður helgarblaðs Vísis. Brottfarar- snið hefur verið á þeim um nokkurt skeið, ekki sízt vegna árekstra rit- stjórnarinnar við útgáfustjórnina. Brottrekstur Ólafs fyllti hins vegar bikarinn og vel það. fleira. Ymsu var komið i verk fyrir jól, en auðvitað er ennþá sitthvað eftir.” Þau hjónin, sem eiga þrjú börn, eru bæði fædd og uppalin á Hvammstanga. — ,,Ég var þó hér í Reykjavík meira og minna í ein fimm ár frá 1970, en þá ákváðum við að fara heim aftur. Fram að þeim tíma hafði yfirleitt verið ríkjandi at- vinnuleysi á vetrum á Hvammstanga, en nú er alltaf nóg að gera og staðurinn er í miklum uppgangi. Það er alveg liðin tíð, að menn fari að heiman til að leita sér að vinnu, eins og var þegar ég var að vaxa úr grasi.” Meðan Eggert bjó syðra stundaði hann sjómennsku og akstur, var m.a. tvö ár hjá BM Vallá og ók einnig strætisvagni í Kópavogi. Nú rekur hann ásamt 3 öðrum verktaka- og fiutningafyrirtæki á Hvamms- tanga og segist hafa meira en nóg að gera. Hann sé því síður en svo á leið aftur á mölina — og hann er ákveðinn í að halda áfram að spila i happdrættinu. -ÓV. Kftftert Garðarsson: „ Varfyrst í vafa um hvort cy cetti að tuku trompið — en það hefur sannarieftu horyuö siy.'' Mynd: Ella. — segir Eggert Garðarsson ú Hvammstanga, sem lúnið leikurvið í Happdrætti Hí 'fÓLK Brottfararsnið a Sæmundi, Elíasi FÓLK

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.