Dagblaðið - 15.01.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 15.01.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1981. 2 Bréfritara fannst áramótasúpa sjónvarps I þvnnra lagi, svo ekki sé meira saj>t. Áramótasúpan: Hámark lágkúrunnar —ekki til að hreykja sér af J. S. skrifar: Um síðustu áramót var á gamlárs- kvöld flutt svonefnd áramótasúpa og að flestra dómi — þeirra sem ég þekki — í þynnra lagi, svo ekki sé meira sagt. Það má ef til vill segja sem svo að það sé mál gestgjafans hvað þykkan graut hann framreiðir á tyllidögum, en þá á það líka að vera réttur gest- anna, sem í þessu tilfelli er alþjóð, að neita að kyngja hverju sem er. Nú, sé það hins vegar stefna sjón- varpsins að bera fram ruður á gamlárskvöld þá nær það sjálfsagt ekki lengra, enda hefði ég, og aðrir þeir sem ég hef andlegt samneyti við löngu verið búinn að gleyma þessari áramótanaglasúpu eins og öðru ókræsilegu hefðu síðdegisblöðin ekki verið uppfull af hástemmdum lof- bréfum ónafngreindra aðdáenda þessa áramótagrauts, næstum dag- lega síðan hann var boðinn til neyzlu. Svo mikið virðist hafa legið við að helzt mætti ætla að sjálfir kokkarnir séu með sleifina i lesendadálkapott- um síðdegisblaðanna. Ég er ekki vön þvi að skrifa les- endabréf, hef raunar aldrei gert það, en þegar sjónvarpið leyfði sér í frétt- um á föstudaginn var að fara að hæla sér af áramótasúpunni, þá var mér og mínum nóg boðið. Flestir sem ég hef hitt síðan um áramót telja að áramótagrin sjón- varpsins hafi verið hámark lágkúr- unnar — ef svo má að orði komast — og sjónvarpinu til skammar. Látum vera þótt ekki hafi verið hægt að flagga atvinnuskrípaleikur- um út af einhverju óskiljanlegu verk- falli, því gat sjónvarpið ef til vill ekkert gert að og hefði betur látið ógert að reyna að bjarga málum með því að freista þess að notast við fólk sem ekki kann til verks. Hitt er ef til vill alvarlegra, að hvorki höfundar né tónlistarmenn voru þarna til kvaddir, heldur — að því er virðist eingöngu í auglýsinga- skyni — spilaðar hljómplötur sem aðstandendur þáttarins og platnanna geifluðu sig eftir. Það verður að teljast stórfurðulegt að forráðamenn sjónvarps skuli leyfa sér að láta slíkt viðgangast og enn skritnara að hljómplötuútgefendur skuli ekki brjálast þegar auglýsingum af þessu tagi er lætt inn I sjónvarpið, vitandi að auglýsingamínútan í venjulegum auglýsingatíma kostar víst nær hálfa, gamla milljón. Með svona kúnstum getur sjón- varpið að sjálfsögðu framreitt ódýra andlega fæðu í súpuformi handa landslýð og hreykt sér svo af matseld- inni í eigin fréttatímum eftirá. En ég held að allir landsmenn, sem teljast vitsmunaverur, hljóti að vera á einu máli um það að forráðamenn sjón- varps ættu að bera meiri virðingu fyrir sjálfum sér og landslýð en svo að þeir hlaupi til og sjónvarpi sjálfir lofgerð um matreiðslu af þessu tagi. Víst eru ungl- ingar agalitlir —en hvers vegna? Peppi skrifar: Mikið er ég innilega ósammála þessum gamla unglingi sem skrifar í DB þann 2. jan. sl. Hann sagði að draga ætti úr auraráðum unglinga. Ég tel að unglingar eigi að fá að hafa umráð yfir þeim peningum sem þeir vinna sér inn. Það á ekki að borga þeim vasapening fyrir að liggja inni og hlusta á plötur, eins og margir gera. Það getur verið að unglingar séu agalausir en það er ekki hægt að skella skuldinni á skólakerfið. Ég tel ástæðuna fyrst og fremst liggja hjá uppalendum. Margir foreldrar virðast ekki hafa tíma fyrir börnin. Það er því að mínu áliti engin lausn að draga úr auraráðum unglinganna heldur væri réttara að foreldrar gæfu sér meiri tíma til að annast börn sín. Héreru Utangarðsmenn I umdeildri áramótasúpu sjónvarps, Á siðasta snúningi. Gerið þátt með Utangarðsmönnum Tryggir aðdáendur Utangarðsmanna skrifa: Við erum hér nokkrir aðdáendur rokksins og viljum koma því á fram- færi til sjónvarpsmanna hvort þeir hafi ekki í hyggju að sýna okkur hið frábæra gúanórokk með hinum frá- bæru Utangarðsmönnum en þeir eiga nú mjög tryggan aðdáendahóp hér á landi eins og bezt hefur sannazt á síðastliðnum misserum. Okkar ósk og vissa er að framlag ykkar, hátt- virtu sjónvarpsstjórnendur, verði betra á næstunni í þessum efnum. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. Kjör sjómanna verði bætt —andlegt og líkamlegt álag margfalt Sjómaður frá Patreksfirði vill vekja athygli þeirra sem hafa fast land undir fótum á því andlega og Ifkamlega álagi sem fylgir þvi að sinna störfum um borð I veiðiskipi viö erfiðar og lífshættulegar aðstæður. Myndin er tekin um borð I skuttogara. Búið er að innbyrða trollið, cn það er ekki oft sem pokinn er svona troðinn. Magnús Guðmundsson sjómaður, Patreksfirði, skrifar, staddur á miðunum á 65 gr., 35 min. N og 26 gr. 25 mín. V. Loksins er komið gott veður svo hægt er að stinga niður penna, en það hefur ekki verið hægt lengi vegna þráláts óveðurs sem landsmenn hafa ekki fariðvarhlutaaf. í óveðrum verðúr starf sjómanns- ins tvöfalt, andlegt og líkamlegt álag margfaldast, en sjómaðurinn fær bjJ líklega aldrei greitt- átj er yíst' að núna hjjjj- verið er að reyna að ákveða laun til handa sjómönnum verður þetta atriði ekki tekið með. Sjómenn vinna fyrir sínum launum, oft við erfiðar og lifshættu- legar aðstæður, því er það ólíku við að jafna, störfum alþingismanna en flestir þeirra vinna ekki fyrir launum sínum. Markmið flestra þeirra er að fljóta ofan á eða með. Þrátt fyrir þessa ömurlegu staðreynd hefur kjaradómur hækkað þessa einberu sýndarmennskumenn í launum, sem um munar og má telja þetta undur i stjórnsýslu. Hér er verið að reyna að gera amlóða að manni með kaup- hækkun. Ég get trúað að kjaradómur treysti á að sjómenn hætti ekki að fiska. Ég lít svo á að yfirnefnd verðlags- ráðs sjávarútvegsins ætti að halda fundi sína um nýtt fiskverð úti á sjó, en ekki í landi, en þá kæmist nefndin að réttlátri niðurstöðu um laun sjó- manna. Það eitt gegnir furðu að alltaf skuli sjómaðurinn vera látinn mæta afgangi þegna þessa lands I launa- kjörum. Sjómaðurinn og hans störf við fiskveiðar eru þó undirstaðan að því að fólk lifi á eyjunni. Með því að sniðganga sjómenn og ganga á hlut þeirra erum við að eyðileggja sam- eiginlega hagsmuni allrar þjóðar- innar, þess vegna á sjómaðurinn að uppskera góð laun skattlaus. Það hefur oft verið gripið til þess ráðs af stjórnvöldum að gripa til bráðahirgðalaga til stjórnunar. Ef slíkt er gert er hægt að gefa út lög til réttra stjórnunarathafna í þjóðlífínu til efnahagsbóta með því að koma í veg fyrir að almannafé sé sóað í vit- leysu sem lamar efnahaginn. Ég vil nefna eitt dæmi af mýmörgum um sóun og óráðsíu. Öll dagblöð fá ríkis- styrk, nema Dagblaðið, ég sé enga ástæðu til að styrkja dagblöð, það ætti að fækka þeim, afnema styrkinn með dómi. Ég nefndi hér aðeins eitt atriði sem er bruðl og vitleysa. Það er margt fleira sem væri æskilegt að Þjóðhagsstofnunin gerði úttekt á til grundvallar efnahagsaðgerða. Ég vona að ríkisstjórninni auðnist að ráða við stjórnun landsmála. Ríkisstjórnin, sem núna er við völd, er stjórn samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins íslands, sem sagt lýðræðisstjórn. Ríkisstjórn, sem mynduð yrði af Sjálfstæðisflokknum einum með Alþýðufl. i eftirdragi, bryti gegn lýðræðisþjóðskipulaginu. Er því sá geiri innan Sjálfstæðisflokksins, sem er á móti núverandi ríkisstjórn ekki lýðræðissinnaðir menn heldur einræðisseggir. Að lokum, ég vona að sjómenn hljóti þá kauphækkun isem þeir eiga skilið annars er hætt við að illa fari. Það á ávallt að vera stjórnvöldum hvatning að vera aflgjafi andlegra og efnalegra framfara og vaka yfir sam- eiginlegum hagsmunum samfélags- ins. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.