Dagblaðið - 15.01.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 15.01.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1981. 13 N Sú ömurlega öfugþróun, sem orðiö hefir i herstöövamálinu, eftir skoðanakönnun Dagblaðsins að dæma, ætti að verða öllum her- stöðvaandstæðingum hvatning tii öflugrar sóknar. Það er alveg ótrúlegt, að sá fávís- legi blekkingaráróður, sem hernáms- sinnar hafa beitt, skuli hafa náð slik- um tökum á fólki. — Getur nokkur trúað því, að það sé vörn í því fyrir okkur að hafa hér árásarherstöð? Kannski langar þetta fólk að fórna sér á altari bandariska stríðsguðsins, þegar næsta sláturtíð risaveldanna hefst. Það er býsna margt, sefn hernáms- flokkarnir nota sér til framdráttar. — Allir auglýsa þeir sig mikla verndara kristindómsins. Svo er það hún gamla Rússagrýla þeirra, sem þeir magna upp í hvert skipti, sem þeim sýnist, að þeir í Sovét séu að gera eitt- hvað Ijótt, svo að hún verður marg- föld að vöxtum. Og víst er sterk staðan hjá her- námsflokkunum, með alla sína grýlu- fjölmiðla og Moggann í fararbroddi, kristilegt blað íhaldsins, sem sagt er víðlesnasta blað í landinu. — Hver mundi trúa, að húsbændur á því kær- leiksheimili hefðu dyggilega tileinkað sér boðskap nasistans sáluga, sem sagði: „Segið lygina nógu oft — þangað til allir trúa, að hún sé sann- leikur.” Minnst skil ég í því, að blessaður Mogginn, eins og hann eyðir mikilli prentsvertu á guðleysi þeirra 1 Sovét, skuli aldrei minnast á, hvernig prestar hinna kristnu hervelda fara að, þegar þeir blessa vopnin. — Eða er það ekki örugglega enn til siðs hjá þeim guðelskandi þjóðum? — Eitt- hvað munu þeir þó vera frumstæðari í þessu hinir heiðnu hundar í Rússíá, sem fremja sín manndráp án allra helgiathafna. Trúlega hefur ekkert í heimi hér verið jafn sárt leikið og boðskapur Meistarans frá Nasaret. Er það kann- ski af því, að hann er það fegursta og besta, sem mannkyninu hefir boðist? Þess vegna gat ekki þessi blessuð skepna skaparans, sem teTur sig verð- skulda heitið homo sapiens, sérstakt uppáhald himnaföðurins og kóróna sköpunarverksins, veitt honum við- töku án þess að afskræma hann. — Og þar stendur hún nú, þessi mesta skepna jarðarinnar, stolt yfir því hve vitur og máttug hún sé orðin, að geta á svipstundu gjöreytt þessu hnattkríli, sem drottinn allsherjar hafi verið að dunda við að búa til. — Og hefur sent út í geiminn sína eigin hnetti. Hoppandi á öðrum fæti þenur hún út brjóstkassann oghrópar: ,,Ja, hvers er nú mátturinn og dýrðin?” Hvað mundi Jesús Kristur segja, ef hann stæði hér mitt á meðal okkar í hinum kristna, hervædda, nút'una heimi? Mundi hann segja: Sjá, allt er hér harla gott, á þessu sést, að þér eruð mínir lærisveinar, eða mundi hann segja: Vei, yður falsspámenn og hræsnarar, sem grandið lífi með- bræðra yðar en þykist trúa á mig? Kallaður kommi Víst má það kallast dapurlegt, að þeir menn, sem gerst hafa þjónar kristinnar kirkju, skuli ekki sjá sér fært að taka ákveðna afstöðu gegn her og hernaðarbandalögum. — Þeir sitja reyndar sínar synodus-sam- komur, ráðslaga um alls konar kreddur og kennisetningar, miðalda- helgisiði og messuform, en andstaða gegn NATO eða her í landi okkar er ekki til umræðu. — Aðeins á fyrstu árum hernámsins tók einn maður úr prestastétt ákveðna afstöðu gegn hernum og NATO. — En það stóð ekki lengi. Að honum var veist bæði í ræðu og riti. Að sjálfsögðu var hann kallaður kommi eins og allir aðrir, sem vilja hreinsa burt óværuna af Miðnesheiði og senda hana til síns heima. Sagt var einnig, áð börn hans væru lögð í einelti og æpt á þau um leið og þau kæmu út fyrir húsdyr. Ekki ætla ég að efa, að þau börn, sem fyrir þessum árásum stóðu hafi við fullorðinsaldurinn orðið liðtækir félagar í vestrænni samvinnu. Hernámsflokkamir eða Jýðræðisflokkarnir þrfr" (svo notað sé gælunafn það, er íslensk- ir fasistar hafa valið fyrirbærinu) Við skulum fara þrjátíu ár aftur í tímann, þegar Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur gerðu hernámssamninginn og sam- þykktu aðild fslands að NATO, þrátt Kögursveinar og knimmafætur fyrir áköf andmæli meginhluta þjóðarinnar. Kröfunni um þjóðarat- kvæðagreiðslu svöruðu þeir með því að biðja fólk að koma niður að Alþingishúsi. Þar höfðu þeir öflugt lögreglulið og svokallað varalið, þ.e. heimdellinga, sem notuðu kylfur sínar og táragas. Þá vissu allir að nær einhugur ríkti hjá þjóðinni gegn hernum og NATO. Þá hugsuðu flestir fslendingar á íslensku, þess vegna sáu líka þessir óhappamenn, að þeir yrðu að beita ofbeldi til að berja þetta í gegn. Mikið vatn hefir til sjávar runnið síðan þetta gerðist, og nú eru ýmsir þeir, er þessi afreksverk unnu, búnir að skila erindinu hér. Og svo vel vill til, að úr hvers konar pólitísku sam- sulli, sem þær ríkisstjórnir hafa verið gerðar er þá hafa verið við völd, hafa þær séð svo til, að öldur ljósvakans væru látnar flytja lofsöng prestanna út um allar byggðir landsins og að ríkið fengi þann heiður að koma þeim í gröfina. Og ekki er ástæða til að mögla yfir því. Ýmislegt óskemmtilegra hefir þetta þjóðríki mátt þola. Hvernig skyldi þeim ann- ars verða við ef nýtt landnám tæki við og þar væri hvorld her né hem- aðarbandalag.' Er ekki hugsanlegt, að þeir segðu sem svo, að á plánetunni, sem þeir voru að koma frá hafi hinar kristnu þjóðir komist að þeirri niður- stöðu, að kenning Meistarans frá Nasaret væri úrelt, en herir og hern- aðarbandalög væru það eina, sem skapaði frið og öryggi? — Sumir þeirra manna er stóðu að þessum vinnubrögðum eru hér enn og sagt er að þeir leggi stund á gönguferðir út um holt og hæðir og njóti lífsins í faðmi náttúrunnar. Skyldu þeir þá ekki, þó að kannski séu þeir ekki alltaf að hrósa sér, segja landinu sínu, að þeir hafi elskað það svo heitt að þeir hafi gert það að amerísku víg- hreiðri til að vernda það? Hvort munu þá þær „gullinmura og gleym- mérei” segja þeim það sama og þær eitt sinn sögðu ættjarðarvininum Guðmundi Böðvarssyni. — Ekki er nú vist, að þær tali við hvern sem er. Kannski hafa þeir líka hellu fyrir eyr- unum mennirnir sem fara „hina leið- ina”. Skemmdarverk Hannibals Til þess að fá dálítið gleggri mynd af vinnubrögðum hernámssinna er vert að hugleiða hvernig ástandið var í þjóðmálum í byrjun þessa áratugar, þegar viðreisnarstjórnar-vesalingur- inn féll í valinn. Fyrir alþingiskosningarnar hleypur nýr flokkur af stokkunum, flokkur frjálslyndra og vinstri manna. For- ingi þess liðs, hið furðulega pólitíska fyrirbæri Hannibal Valdimarsson, sá sér nú leik á borði, þ.e. að vinna skemmdarverk á vinstri væng. Bæði Framsóknarflokkur og flokkur Hannibals boðuðu þá stefnu fyrir kosningar, að þeir vildu láta herinn fara úr landi og allt of margir trúðu blekkingum þeirra. Til stjórnarsamstarfs ganga svo þessir flokkar við Alþýðubandalagið. Málefnasamningur er gerður þar sem lofað er að herinn skuli fara burt 1 áföngum á kjörtímabilinu. Vissulega geta þeir herstöðvaand- stæðingar, sem veittu þessum flokk- um brautargengi í kosningunum, sjálfum sér þakkað hvernig málin standa. Á þessum tíma stóð landhelgisdeil- Kjallarinn Áðalheiður Jónsdóttir an sem hæst. Þá gerir Ólafur Jóhann- esson sér lítið fyrir og svikst aftan að samráðherrum sínum í Alþýðu- bandalaginu og bregður sér út til London að semja við Edward Heath. — Nú voru góð ráð dýr, hagsmunir NATO og Breta í veði. Þegar hann fer þykist hann aðeins ætla að kanna málið, en kemur heim með samning upp á vasann og setur Alþýðubanda- laginu úrslitakosti, annaðhvort að samþykkja eða stjórnin sé fallin. — Þá var enn ekkert farið að gera í her- stöðvamálinu og trúlega í von um að takast mætti að ná þar árangri heldur Alþýðubandalagið áfram stjórnar- samstarfi, sem hinir flokkarnir bundu þó enda á áður en kjörtímabil- inu lauk til þess að losna við að standa við loforð sín um að láta her- inn fara. Síðan er Ólafur Jóhannesson sí og æ að stæra sig og sinn vandræða- flokk af þeim árangri sem náðst hefir í landhelgismálinu, eftir öll hans af- glöp, en miklu eðlilegra væri að hann gæti ekki ógrátandi minnst á það mál heldur en stæra sig af þeim árangri sem aðrir gátu náð, þrátt fyrir frum- hlaup hans og erfiða baráttu við alla hernámsflokkana jafnframt þrot- lausri baráttu við erlenda ásælni. — Og vel Veit Ólafur Jóhannesson það, eins og auðvitað allir sem fylgst hafa með í þjóðmálum, að það er Lúðvík Jósepsson en ekki hann, sem allt frá því að fært var út í 12 sjómílur, stóð fremstur í þeirri baráttu ásamt sínum flokki. En það virðist sjúkleg til- hneiging hjá Ólafi Jóhannessyni og sumum félðgum hans að eigna sér svo oft annarra verk. Kannski er það ekki svo undarlegt. Það sýnir raunar, að einhvern skilning hafa þeir á því hvað er vel eða illa unnið og freisting er nú einu sinni freisting. Og eitthvað fleira þurfa þeir þó að segja fólki en að þeir séu svo heiðarlegir. — Ef til vill eru það lika einmitt þessar vinnu- aðferðir, sem orsaka það að Fram- sóknarflokkurinn missir aldrei fylgi, hvernig sem vinnubrögðin eru, að minnsta kosti ekki til lengdar. Margt fólk er líka hreint og beint montið af því að vita ekkert hvað er að gerast í stjórnmálaheiminum. En það ætla ég að vona, ef her- námsflokkunum tekst ekki að koma því til leiðar, að íslenska þjóðin verði ekki framar til sem sjálfstæð þjóð, þá megi hún vitkast það mikið, að hún kunni að skipa til sætis í sögunni á viðeigandi stað þeim mönnum, sem fremst hafa staðið í stjórnmálabar- áttunni þá þrjá áratugi, síðan hún var reyrð í NATO og hernámsfjötra. Þá grunar mig að fáir mundu sækjast eftir því að 'vera sessunautar Ólafs Jóhannessonar eða annarra, er þannig hafa að málunum staðið — og þeir eru því miður hörmuiega margir. Þá er það saga hins nýja flokkks, sem vann þann kosningasigur að fá fimm þingmenn. Hannibai vasaðist í utanríkismálum og var boðið til vesturheimsku herforingjanna. Þar mun honum hafa geflst margt að líta í herbúðum hinnar kristnustu þjóðar veraldar, þar sem flest trúarafbrigði hafa verið fundin upp. Ef til vill hefir hann heyrt lesin blessunarorð yfir sýklunum sem kastað var yfir fátæku bændaþjóðina í Asíu og kannski fengið að borða oblátur og drekka messuvín með herforingjunum á eftir. — En hvað svo sem öllu því líður er eitt víst, að þegar hann kemur heim, telur hann sig ekki lengur þurfa að blekkja í þessu máli. Þá veit hann, að herinn og NATO eru okkur nauð- synleg vörn. Nú fer fyrir alvöru að bera á alls konar undarlegheitum hjá þessari flokkshryggðarmynd. Og fyrr en varir hefst endataflið með öllum þeim ósmekklegu leikfléttum og af- brigðilegu aðferðum, sem notaðar voru. Að ýmsu leyti minnir saga þessara manna þó í öllum sfnum skringileg- heitum á kvæðið um negrastrákana. — Allir sprungu þeir á „limminu”, hver á sinn sérstæða hátt. — Einn þeirra fór norður og n . . . Annar virtist tapa glórunni og hrópaði í sí- fellu: „Ég er litrikur”, hoppaði eins og héri uns hann lenti í kratafeninu og fórst þar ásamt tveimur félögum sínum. Og þá er eftir einn, sem kannsld gæti sagt eins og maðurinn sem sagði: „Ég er hvergi”. Eftir að Framsóknarflokkur og frjálslyndir og vinstri menn höfðu svikið kjósendur sina og rofið stjórnarsamstarfíð, kemur formaður Framsóknarflokks fram í sjónvarpi og lætur drýgindalega yfir því, að málefnasamningur ríkisstjórnarinnar hafi verið þannig útbúinn að ekki sé nú víst að hægt sé að tala um svik — og brosti sínu þjóðkunna brosi — með svip, sem minnti á allar þær smugur og krókaleiðir sem gamall refur hefur fetaðgegnum árin. Hergangan Ýmislegt undarlegt gerðist á þess- um tíma, áður en slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu. Nokkrir menn fengu flog og hófu hergöngu um land- ið þvert og endilangt með undir- skriftasöfnunina frægu, þegar þeir héidu að ríkisstjórnin ætiaði að standa við loforðið um að láta herinn fara. — Um allan þann ófögnuð skal ekki fjölyrt hér. Þó er varla hægt að láta vera að minnast á, að sumir höfðu talið sig vera að skrifa undir stuðning við Vestmannaeyinga, sem orðið höfðu að yfirgefa heimili sín í gosinu, hvernigsvo sem á því hefir nú staðið. Kannski er það ekki svo undarlegt að vesalings hergöngumönnunum yrði þungt í skauti á sínum tíma að heyra talað um „hundflatan skræl- ingjalýð” — og langaði að ná sér í aura út á þess háttar tal, því víst geta réttar mannlýsingar og nákvæmar samlíkingar oft hljómað eins og verstu skammaryrði. Og segir ekki gamall og góður málsháttur: „Sann- leikanum er hver sárreiðastur”? Nú tvívegis hefir Alþýðubandalag- ið tekið þátt í stjórnarsamstarfi, án þess að brottför hersins sé gerð að at- riði. Varla geta herstöðvaand- stæðingar verið hressir yfir þeirri þróun. Segja má, að afsökun mætti finna, ef barist væri fyrir réttlátara þjóðfélagi, en svo virðist því miður ekki vera. Varlá myndi það þá fylgja hinni siðlausu kjaramálastefnu ASf og BSRB þar sem frumskógalög- málið ræður lögum og lofum. Og hvað þá um landsbyggðarpólitíkina, þar sem íbúum á höfuðborgarsvæð- ^ „Eða átti það ef til vill að nægja tii að tryggja sér völdin að fara í klofhá vaðstíg- vél, stinga upp í sig stórsígar og renna fyrir lax?” inu er gert að greiða mikinn hluta raf- magns- og oliugjalds fyrir lands- byggðina, fyrir utan allt það sem landbúnaðurinn þarf að fá o.s.frv.? Þeim háu herrum sem þessu stjórna finnst það ágætt að iáta láglaunafólk hér taka á sig slík gjöid, þó það þurfi ef til vill að borga svo hundruðum þúsunda skiptir i húsaleigu á mánuði. En hvers vegna ekki að láta þá lands- byggðarfólk borga húsaieigu hér að hluta og hvers vegna ekki að láta það taka þátt í þeim kostnaði sem hér er af því að komast til og frá vinnustað, eða er kannski eins dýrt að komast til vinnu í smáþorpi úti á landi eða fyrir bóndann að fara í fjós og fjárhús? Og hver skyldi heildarkostnaður vera á hvorum stað fyrir sig af húsnæð- inu, hvort heldur búið er í eigin hús- næði eða leiguhúsnæði? Hvað um fasteignagjöld? Eru þau kannski eins há úti á landi? Og hvað um öll mögu- leg gjöld sem borgarsamfélagið ieggur á ibúana en eru óþekkt fyrir- bæri úti á landsbyggðinni? Hvernig væri annars að alþingismenn færu að leggja niður lítið eitt af öllum þeim fríðindum sem þeir skammta sjálfum sér, færu t.d. að borga af síma, hús- næðiskostnað o.s.frv. eins og annað fólk? Jafnvel að borga ferðakostnað þegar þeir ferðast út á landsbyggðina til að taka á móti þakklæti kjósend- anna fyrir eignatilfærsluna milli landshluta og taka á móti nýjum kröfum o.s.frv.? Það er alveg ótrúlegt hvað allir flokkar eru samtaka um að vinna gegn hagsmunum Reykvíkinga. Átakanlegast er þó að flokkar sem þykjast vera verkalýðsflokkar skuli stunda slík vinnubrögð. Og alveg er ég undrandi á því að Alþýðubanda- lagið skuli, eftir þann mikla sigur sem það vann hér i síðustu borgar- stjórnarkosningum, þora að haga sér svona. Það virðist svo sannarlega engu likara, ágætu alþýðubanda- lagsmenn, en þið eigið þá einu ósk að afhenda íhaldinu borgina aftur, án þess að það þurfi nokkuð fyrir sigrin- um að hafa. Eða átti það ef til vill að nægja til að tryggja sér völdin að fara í kiofhá vaðstigvél, stinga upp i sig stórsígar og renna fyrir lax? Éða átti sú athöfn kannski að verða til þess að mynda annars fiokks „geislabaug”? Og það vil ég segja að ef þessi landsbyggðarpólitik ykkar á að teljast sósíalismi, þá er sá „ismi” jafnvel enn svívirðilegri en hinn gamli, daunilli, maðksmogni kapítai- ismi. En Aiþýðubandalagið er þá raunar ekki fyrsti islenski stjórnmála- flokkurinn sem lagt hefir upp frá vinstri kanti en lent hægra megin við íhaldið. Hætt er við, ef svo heldur fram sem horfir i herstöðvamálinu, að litið verði hægt að gera, kannski í besta tilfelli að stöðva utanríkisráðherra um stundarsakir, þegar hann rýkur upp með írafári og ætlar að fara að hefja hernaðarframkvæmdir upp á sitt eindæmi eða fá sér hernaðarsér- fræðing. Það skyldi þó aldrei vera að hann sé farinn að sjá sjálfan sig í dýrðarljóma sem fyrsta hermálaráð- herra íslands Víst má segja, að staðan sé dapur- leg í herstöðvamálinu eins og nú standa sakir, en jafnframt eðlileg eins og að því hefir verið staðið. Með lygi og blekkingum hóf það göngu sína og þannig hefir það haldið áfram alla tíð, og varla hafa herstöðvaand- stæðingar, sem kosið hafa hernáms- flokkana til að stjóma þessu máli getað búist við öðru. Og trúlega hefur Rússagrýlan, sem stöðugt hefur verið hægri hönd hernámssinna, átt sinn stóra þátt í því, svo ótrúlegt sem það þó kann að virðast. En sýnilega er hún ekki dauð úr öllum æðum sú gamla fyrst eldfjall á fsiandi má ekki iðka listir sínar í friði án þess að það sé eignað Rússum og gildir þá einu hvort þar er um að ræða fullorðið fólk eða börn. Því stendur ekki ein- hvers staðar: „Svo mæla börn sem fyrir þeimerhaft”? Fyrrverandi herstöðyaandstæðing- um vildi ég mega ráðleggja að biðja um að endursýnt verði leikritið Nas- hyrningar sem Þjóðleikhúsið sýndi fyrir nokkrum árum. Kannski getur það hjálpað þeim að skilja sitt eigið þjóðfélag og átta sig á hvers vegna þeir sjálfir hafa tekið þessum breyt- ingum. Hinir, sem enn halda áttum, ættu að forðast öll mistök og herða baráttuna. Við skulum vona að ísland megi rísa upp úr þeirri niður- ‘lægingu sem það nú er í, losna við öll sníkjudýr og sigra erlenda og inn-- lenda andstæðinga. Aðalheiður Jónsdóttir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.