Dagblaðið - 15.01.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 15.01.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1981. Bréfritara finnst forsvarsmenn Alusuisse taka sér langan tfma til að leggja fram gðgn sem sanna sakleysi þeirra. Myndin er af álverinu I Straumsvfk. „ ALUSUISSE VEFUR RÍKIS- STJÓRNINNIUM FINGUR SÉR” —hef ur málið veríð þaggað niður? Ari T. Guðmundsson skrifar: Hvað varð um stórsprengjuna sem Hjörleifur og kó sprengdi fyrir jólin? Milljarða fjársvik auðhringsins í Straumsvík voru talin harla líkleg. Ekki hefur heyrzt stuna né hósti um málið síðan. Og þó spöruðu stjórnarblöðin ekki stríðsfyrirsagn- irnar. Ótrúlegt er að vinnan við efna- hagsráðstafanir stjórnarinnar hafi ýtt málinu til hliðar. Upphæðir í spiinu eru hærri en svo. Mig langar því að vekja athygli á mjög svo líklegri skýringu á þögninni núna. Forsvarsmenn Alusuisse tilkynntu íslenzku ríkisstjórninni að fyrirtækið myndi leggja fram gögn sem sönnuðu sakleysi þess I febrúar. Alusuisse tekur sér borginmannlega þann tíma sem það telur sér henta án þess að rikisstjómin mótmæli eða krefjist styttri biðtíma. Frestur Alusuisse dugir til þess að ganga frá öllum laus- um endum, búa til „hreint” bókhald og kippa í þræðina í Ástralíu. Það hlýtur að vera einsdæmi hvernig Hjörleifur og samstarfsmenn hans láta vaða ofan í sig. Gaman þætti mér að sjá rök rikisstjórnarinnar fyrir því að veita Alusuisse tilkynntan frest. Auðvitað hefði ríkisstjórnin átt að skammta Alusuisse frestinn að viðlagðri uppsögn álsamningsins. Vera má að ríkisstjórnin láti undan þrýstingi og krefji Alusuisse skýringa fyrr en í febrúar, ef menn taka hðnd- um saman. Hvernig væri nú ef allir baráttumenn um skynsamlega stór- iðjustefnu hefja baráttu fyrir því að Alusuisse leggi öll gðgn á borðið undir eins? í leiðinni mætti móta stefnu í stóriðjumálum almennt og ráða í hverju endurskoðun álsamn- ingsins ætti að vera fólgin. Smáauglýsingar mBiABsms Þverholti tl sími 2 7022 13-' r "......... ~ 1 Spurning dagsins ■--------1 Hefurðu lesifl eitthvafl af nýútkomnum bók- um? Sólvdg Baldsndóttir Mari: Ég er búin að lesa eina, Ég lifi, eftir Martin Gray. Annars er ég alltaf að lesa listasögu svo það kemst ekki annað að. Gunnar EBaaaoa nal: Já, ég er búinn aö lesa tvær, bók Snjólaugar Braga- dóttur og bók Sven Hassels Herréttur. Ég ætla að reyna að komast yfir Vítis- veiruna eftir Alistair MacLean. Vigdb Erieadarióttir aeari: Nei, litið. Mig langar helzt til að lesa nýju bókina hans Halldórs Laxness, Grikklands- árið. Sveinbjöm Gaðaiaadfioa Iftgreglu- maflur: ÉR er búinn að lesa Ég lifi eftir Martin Gray. Það eru margar bækur sem ég á eftir að lesa. Arna Elaanrióttk acari: Ég er búin að lesa eina, Pelastikk eftir Guðlaug Ara- son. Slgurjón Magnánoa lifeyrbþegl: Ég er alltaf að lesa. Núna siðast las ég Fjalla- kúnstnerinn Stefán frá Möðrudal og hafði mikið gaman af. i 1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.