Dagblaðið - 15.01.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 15.01.1981, Blaðsíða 6
6 D-19J30 Fundupumjj tnluuuæflinnu Leiðir tölvuvæðingin til atvinnuleysis - styttri vinnutíma - bættra lífskjara. Leysir tölvuvæðingin starfsgreinar af hólmi? FRAMSÖGUERINDI: Magnús L. Sveinsson Pétur H. Blöndal Sigfinnur Sigurfleson Reynir Hugason formaður VR. framkv.st/. Ufeyrissj. VR. hagfræðingur VR. verkfræðingur Hótel Saga, Súlnasalur fimmtudaginn 15. janúar 1981, kl. 20.30 Fundurinn er öllum opinn U’n’Jiinarmaimajelag Reykjavíkur 200 ferm sa/ur til leigu á góðum stað í Borgartúni. Hentugt fyrir alls kyns íþróttastarfsemi og félagsstarfsemi, gæti einnig hentað sem lagerhúsnæði. Upplýsingar hjá auglýsingaþjónustu Dag- blaðsins í síma 27022 eflir kl. 13 merkt „200 ferm”. Chevrolet Malibu Classic station, brúnsanser- aöur (tvílitur), 8 cyl., (307) m/öllu. Ekinn aðeins 3 þ. km. Bíllinn er sem nýr. Verö 125 þús. Mazda 323 station 1979. Rauður, ekinn 17 þ.km. ATH. Sjálfskiptur. Snjódekk + sumar- dekk. útvarp + segulband. Verö 68 þús. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1981. Erlent Erlent Erlent Lögregtan fjarlægði alla mótmælenduma í Alta: Gegn samanhlekkj- uðum mátmælendum —virkjunarframkvæmdir hófust f morgun Peter Sutdíffe var handtekinn fyrir tveimur árum: Eiginkona „Rippers” vehti manni sínum þá fjarvistarsönnun —nú er hann sagjður hafa játað á sigfjórtán morð Mótmælendur virkjunarframkvæmdanna I Alta hafa undanfarna daga hafzt við í tjöldum á svæðinu þar sem kuldinn hefur stundum farið niður i 35 gráður. Í gærdag hóf lögreglan að fjarlægja mótmælendurna af svæðinu. Vörubílstjórinn Peter Sutcliffe, sem játað hefur á sig tólf af þeim þrettán morðum sem skrifuð hafa verið á reikning Y orkshire-Rippersins svokallaða, hefði náðst fyrr og þann- ig hefði verið hægt að koma í veg fyrir síðustu morð hans, ef kona hans hefði ekki gefið honum fjarvistar- sönnun. Árið 1978 var Sutcliffe ásamt vinnufélögum sínum i vörubifreiða- fyrirtækinu T & WH Clark Ltd. tek- inn til yfirheyrslu vegna þess, að pen- ingaseðill er fannst á líki níunda fórnarlambsins var rakinn til vöru- bifreiðafyrirtækisins. En hin tékk- neskættaða eiginkona Peters Sut- cliffe, Sonja, gaf manni sínum fjar- vistarsönnun. „Eiginmaður minn var heima allt kvöldið,” sagði hin 28 ára gamla kennslukona. Sonja er þó ekki grunuð um að hafa verið í vitorði með manni sínum heldur vildi hún einungis forða honum frá vand- Sutcliffe var vingjarnlegur og skyldurækinn maður og engum kom til hugar að hann hefði verið maður- inn sem sendi lögreglunni svphljóð- andi bréf daginn eftir morðið á hinni sextán ára gömlu Jayne MacDonald í Leeds: „Varðandi MacDonald götudrós- ina, þá var mér ekki kunnugt um að hún var ekki hóra. Þið verðið að fyrirgefa að ég breytti um aðferð í nótt.” Það er aðeins morðið á vændis- konunni Joan Harrisson, sem Peter Sutcliffe mun ekki hafa viljað játa á sig. Hún var myrt 20. nóvember 1975 og var það morð talið annað morð Rippersins. í því eina tilfelli var fórnarlambið rænt og því telur lög- reglan nú, að ekki sé ástæða til að efast um sannleiksgildi þeirra orða Peters Sutcliffe, að hann sé saklaus af því morði. Hins vegar er fullyrt að hann hafí I þess stað játað að hafa framið tvö morð á erlendri grund. Aðgerð lögreglunnar hófst klukk- an níu i gærmorgun og hún tók þetta langan tíma fyrst og fremst vegna þess að Iögreglan varð að bera mót- mælendurna af staðnum. Allir mót- mælendurnir voru fluttir niður til Alta þar sem þeir verða, hver og einn, sektaðir um þrjú þúsund norskar krónur. Lögregluframkvæmd þessi þótti takast mjög vel og urðu engin slys á mönnum né heldur kom til átaka. Lögreglan var með vélsleða og bíla til þess að komast upp í fjallið hjáStilla. Um fátt annað hefur verið fjallað í fréttum i Noregi siðastliðna sólar- hringa og þykir rlkisstjórn landsins ekki hafa staðið sig vel I málinu og er henni spáð erfiðleikum í komandi kosningabaráttu. í morgun voru vinnuvélar byrjaðar að vinna á virkjunarsvæðinu undir lögregluvernd. Mótmælendur reyndu í nótt aö komast aftur upp I fjallið en höfðu ekki árangur sem erfiði vegna nærveru lögreglunnar. Stjórnendur mótmælendanna hvetja fólk sitt til að halda baráttunni áfram en útilokaö er að segja, hvert framhaldið verður. Nokkrir tugir mótmælenda voru enn í stjórnunar- og hvíldarbúðum skammt frá virkj- unarsvæðinu og lét lögreglan þá af- skiptalausa. ræðum er hann kvaðst ekki muna hvar hann hefði verið umrætt kvöld. Sonja Sutcllffe kemur tll dómhússlns í Leeds i strangri gæzlu lögreglu- manna. Frá Jóhannesi Reykdal, frétta- manni DBíOsló: Rétt eftir miðnætti síðastliðið tókst lögreglunni að flytja burt síðustu mótmælendurna frá virkjunarsvæð- inu Stilla I Norður-Noregi. Það voru um 360 mótmælendur sem voru flutt- ir í burtu og gekk erfiðlega að flytja þá siðustu vegna þess, að lögreglan hafði í fyrstu ekki ráð til að brjóta sérsmíðaða hlekki, sem mótmæl- endur höfðu fest sig við. En með þvi að taka í notkun vél- knúnar járnklippur tókst lögreglunni loks rétt eftir miönætti að fjarlægja þá síðustu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.