Dagblaðið - 15.01.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 15.01.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1981. I DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1981. 15 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Sþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir DANIR KOMAISTAD BELGA íslenzka landsliðið i handknattleik, sem heldur I keppnisferð í mánudaginn mun nokkuð óvænt leika við Dani f ferðinni í stað Belga sem gengu úr skaftinu á siðustu stundu. Verða þvi leiknir tveir leikir við V-Þjóðverja og einn við Dani f ferðinni. Fyrri lelkurinn við Þjóðverjana verður f Hamborg þann 20. en sá siðari i Lúbeck þann 22. Leikurinn við Dani verður svo leikinn 23. Landsliðið er væntanlegt heim annan sunnudag. BREZKUR NALFARITIL ÍA Þjálfaraleit Akurnesinga hefur að likindum tekið enda, þvi þeir eru komnir f samband við mann að nafni Ken Oliver og var hann áður þjálfari hjá Waisall i ensku 3. deildinni. Oliver fékk hins vegar reisupassann fyrir RIBENDAHLSKORAÐI11 Claes Ribendahl, stórskytta Lugi, skoraði 11 mörk gegn Hellas i sænsku 1. deildinni um sl. helgi. Lugi sigraði 24-20 og hefur tekið geysilegan kipp að’ undanförnu eftir slaka byrjun. Er i 4. sæti — fjórum stigum á eftir efsta liðlnu Warta. Ystad og Heim koma i 2. og 3. sæti. nokkru en Walsall er f neðri hluta 3. deildar. Var það George Kirby, sem benti Skagamönnum á Oliver og eru allar likur á að hann taki þjálfun Skagamanna að sér. Upphaflega stóð til að fá þjálfara frá V-Þýzkalandi en þar sem leitin gekk illa var frá þvi horfið. Sömu sögu er að segja um Breiðabliksmenn og þeir hafa nú Breta i sigtinu. Ekki verður langt stopp hjá lands- liðsmönnunum, þvi Frakkar koma hingað fyrir mánaðamótin og leika 3 landsleiki. -SSv. Gunnar ístað Ola Hilmar Björnsson valdi i gær- kvöld þá Gunnar Einarsson, markvörð úr Haukum, og Jó- hannes Stefánsson, Ifnumann úr KR, í landsliðshópinn sem held- ur til V-Þýzkalands á mánudag. Gunnar kemur i stað Óla Ben sem ekki getur farið vegna meiðsla. -SSv. Lárus Karl Ingason hefur hér sloppið framhjá þeim Kristjáni Arasyni og Gunnari Einarssyni f leiknum i gær og skorar af harðfylgi. DB-mynd S. HAUKAR FJARLÆGJ- AST FALLDRAUGINN —umu mikilvægan sigur á FH ígær, 24-23, ífjörugum leik Haukar linuðu verstu fallþrautirnar með sanngjörnum en um leið naumum sigri á FH, 24-23, i geysilega fjörugum en ekki að sama skapi vel leiknum leik i gærkvöld. Haukar höfðu leikinn i hendi sér lengst af en undir lokin mun- aði minnstu að FH tækist að jafna. FH skoraði þrjú siðustu mörkin og greini- lega var tekið að fara um marga áhang- endur Hauka á áhorfendapöllunum. Sigur vannst þó og falldraugurinn er nú fjær en áður. Haukar eru þó ekki úr allri fallhættu ennþá. Meira að segja gæti hæglega farið svo að aukakeppni þyrfti á milli Fram, KR og Hauka um hvert liðanna fylgir Fylki f 2. deildina. FH-ingar léku fyrri hálfleikinn væg- ast sagt hræðilega illa. Var engu líkara en leikmenn leggðu sig alla fram um að gera sem flestar vitleysur og mátti vart á milli sjá hver þeirra stóð sig bezt í því. Misheppnaðar sendingar voru óteljandi og ráðleysið með ólíkindum. Það voru aðeins þeir Þorgils Óttar og Pálmi, sem héldu haus í fyrri hálfleikn- um. Hraðinn var geysilega mikill og mun meiri en liðin réðu við. Knötturinn gekk þvi hratt marka á milli og mörkin hlóðust upp. Um miðjan hálfleikinn var staðan 7-6 Haukum í vil en á skömmum tima breyttu þeir henni í 12- 7. Sá munur hélzt út hálfleikinn og staðan var 17-12 er blásið var til hlés. Það fór eins og marga grunaði er síðari hálfleikurinn hófst. Dæmið snerist algerlega við. Haukar léku eins og börn en FH-ingar tóku sig sáman í andlitinu. Söxuðu ótt og títt á forskotið og eftir 10 mínútna leik var staðan orðin 18-17 Haukum í vil. Aldrei tókst þó FH að jafna þótt tækifærin létu ekki á sér standa. Spennan varð mikil undir lokin er FH-ingar börðust í kapp- hlaupi við tímann en tókst ekki að jafna metin. Varla hefði verið sann- gjarnt ef þeir hefðu náð öðru stiginu. Leikur Haukanna var ákaflega sveiflukenndur í gærkvöld. Fyrri hálf- leikurinn góður en sá siðari dapur — sérstaklega fyrstu 20 min. hans. Espanolsigraði „stóra bróður á Spáni Mikill hasarleikur varð á milli spænsku 1. deildar- liðanna Espanol og Barcelona, sem bæði eru frá stórborginni Barcelona. Espanol sigraði 1-0 og er nú aðeins þremur stigum á eftir ,,stóra bróður”. Atle- tico Madrid náði aðeins jöfnu, 2-2, gegn Las Palmas en heldur engu að sfður 5 stiga forskoti. Úrslitin á Spáni um sl. helgi urðu þessi: Otasuna — Real Sociedad 0-3 Real Betis — Valencia 1-1 Sevilla — Zaragoza 0-0 Sporting Gijon — Hercules 3-1 Atl. Bilbao — Real Madrid 1-1 Alemria — Valladolid 1-1 Murcia — Salamanca 1-1 Staða efstu liða: Atletico Madrid 19 12 6 1 34-18 30 Valencia 19 11 3 5 36-23 25 Real Sociedad 19 10 4 5 30-18 24 Barcelona 19 11 1 7 32-24 23 Real Madrid 19 9 4 6 34-18 22 Crijuff ekki til Chelsea Ekkert verður úr því að Johann Crijuff leiki með Chelsea. Það varð endanlega Ijóst i gærkvöid er Chelsea lék vináttuleik við hollenzka 1. deildarliðið DZ ’79. Lundúnaliðið sigraði 4-2 en á meðal leik- manna DZ ’79 var Crijuff. Em frestað hjá Hammers Enn varð að fresta leik West Ham og Wrexham í bikarnum og er nú áætlað að leikurinn fari fram nk. mánudag ef guð lofar. Þessar frestanir koma sér af- ar illa fyrir West Ham, sem stendur f 'ströngu á toppi 2. deildar, i 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa svo og í undanúrslitum deildabikarsins. Einn leikur fór fram i 3. deild i gærkvöld. Exeter sigraði Portsmouth 2-0. Couthinotil LAAztecs Claudio Couthino, sem var stjóri Brasilfumanna á HM 1978 í Argentinu en hætti störfum fyrir nokkru hefur nú ráðið sig til bandariska iiðsins Los Angeles Aztecs. Tekur hann við af Rinus Michels, sem var landsliðsþjálfari Hollendinga um langt árabU, m.a. í HM-keppnunum 1974 og 1978. Michels er nú hjá Köln. Möguleikar City IrUir —Ray Kemedy tryggði U verpool sigur á Maine Road í gærkvöld Mark Ray Kennedy á 81. minútu dugði til að tryggja Liverpool mikil- vægan sigur á Manchester City á Maine Road i fyrri leik liðanna i undanúrslit- um enska deildabikarsins i gærkvöld. Terry McDermott tók þá aukaspyrnu rétt utan vítateigs og sendi hárná- kvæma sendingu til Kennedy, sem var alls ekki gætt af vamarmönnum City. Hann þurfti litið að hafa fyrir að senda knöttinn í netiö hjá City. Liverpool er þvi næsta öruggt f úrslit keppninnar, en liðin mætast á ný eftir 3 vikur. City hóf leikinn i gær af geysilegum krafti ákaft hvatt af 40.000 áhorf- endum. Strax á 3. mínútu sendi Kevin Reeves knöttinn í netið hjá Ray Clem- ence en markið var dæmt af vegna brots. City var sterkari aðilinn fyrstu 25 mínútur leiksins en síðan tók Liver- pool smám saman völdin. T.d. komst David Fairclough, sem kom í stað David Johnson í gær og lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu í 3 mánuði, í gegn- um vörn City á 29. mínútu en Joe Corrigan varði vel frá honum. Graeme Souness átti skot í stöng í upphafi síðari hálfleiks og sókn Liver- pool þyngdist stöðugt. Sóknarmönnum City gekk afleitlega að finna leið í gegn- um vörn Liverpool þar sem Phil Thompson stjórnaði aðgerðum. Hann lék nú með á ný eftir að hafa misst 11 leiki úr vegna meiðsla. Markið kom síðan eins og fyrr sagði á 81. mínútu. Rétt á eftir komst Sammy Lee í dauða- færi en brenndi af. Liverpool hefur því pálmann í hönd- unum og það styrkir stöðuna enn frek- ar að City hefur ekki unnið á Anfield í 25 ár. Vann síðast 1956. Liverpool hefur nú leikið 85 leiki í röð án taps á Anfield í öllum mótum. Þeir Bobby McDonald, Tommy Hutchison og Gerry Gow gátu ekki leikið með City í gær þar sem þeir höfðu leikið með öðrum liðum í keppninni fyrr í vetur. Liðin. City: Corrigan, Power, Caton, Reed, Henry, Ranson, Tueart, Bennett, Boyer, McKenzie, Reeves. Liverpool: Clemence, Neal, Thomp- son. Irvine, A. Kennedy, Souness, R. Kennedy, Lee, Dalglish, Fairclough, McDermott. -SSv. Gunnar Einarsson var maðurinn á bak við sigur Haukanna. Varði mjög vel þrátt fyrir slaka byrjun. Ámi Sverrlsson lék einnig mjög vel og sóknarleikur Árna H. og Harðar var góður þó svo Árni væri dálítið bráður. Þá var Stefán góður þann tíma, sem hann lék með. FH-ingar eru að koma upp með mjög ungt og skemmtilegt lið. Sá þeirra sem mest kom á óvart í gær var tvímæla- laust Pálmi Jónsson, sem til þessa hefur skapað sér nafn sem hættulegur miðherji í knattspyrnu. Hann er engu að síður stórefnilegur í handboltanum — hættulegur í horninu. Þorgils Óttar Mathiesen og Sveinn Bragason voru einnig atkvæðamiklir. Þorgils Óttar geysilega sterkur á linunni en Svein vantar meiri yfirvegun. Kristján Ara- son lék með að nýju eftir ferðalag með skólafélögum sinum og komst vel frá leiknum þó hann skoraði ekki utan af velli. - Mörkin: Haukar: Hörður Harðarson 6/2, Árni Hermannsson 4, Árni Sverrisson 4, Stefán Jónsson 3, Júlíus Pálsson 3, Lárus Karl Ingason 2, Viðar /2 Ragnhildur erennþábezt! Ragnhildur Sigurðardóttir UMSB sýndi og sannaði i gærkvöld að hún er langbezt i kvennaflokki i borðtennis hérlendis. Fyrri hluti punktamóts Vik- ings fór þá fram og sigraði Ragnhildur örugglega. Önnur i meistaraflokki kvenna varð Guðrún Einarsdóttir, Erninum og þriðja Ásta Urbancic, Erninum. í meistaraflokki karla sigraði Bjarni Kristjánsson, UMFK. Hann sigraði Gunnar Finnbjörnsson, Erninum, sem varð í 2. sæti 13-21, 21-16 og 21-10. Reyndar léku allir við alla. Stefán Konráðsson, Víkingi, sem verið hefur í nokkrum sérflokki í vetur varð að láta sér nægja þriðja sætið að þessu sinni. í 1. flokki kvenna sigraði Erna Sigurðardóttir, UMSB og önnur varð Hafdís Ásgeirsdóttir, KR. -SSv. ÍSogUMFN leika íkvöld í kvöld kl. 20 mætast ÍS og Njarðvík i Úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Sigur 1 kvöld myndi tryggja ÍS sæti í deildinni en liklegra er þó að sigur Njarðvíkinga verði niðurstaðan. Þeir eru langefstir i deildinni og stefna hrað- byri að íslandsmeistaratitlinum i fyrsta sinn. Símonarson 1, Sigurgeir Marteinsson 1. FH: Kristján Arason 5/5, Pálmi Jóns- son 4, Gunnar Einarsson 4, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Sveinn Bragason 3, Guðmundur Magnússon 2, Valgarður Valgarðsson 1, Hans Guðmundsson 1. Dómarar voru þeir Gunnar Kjartans- son og Ólafur Steingrímsson. Þremur úr Haukum, Árna H., Júlíusi og Herði visað út af, en tveimur, Gunnari og Guðmundi, úr FH. Haukar fengu 2 víti — nýttu bæði. FH fékk 5 — nýtti öll. Staðan í 1. deildinni — FyHdr og Valur mætast íkvöld Staðan í 1. deildinni i handknattleik er nú þannig eftir sigur Hauka á FH, 24-23, ígærkvöld. Vikingur 13 12 1 0 273—219 25 Þróttur Valur FH Haukar KR Fram Fylkir 13 12 13 13 12 12 12 0 4 289—268 18 1 5 274—222 13 2 6 283—290 12 1 7 258—274 11 3 6 244—268 9 1 8 254—277 7 1 9 228—285 5 Næsti leikur er í kvöld kl. 20 og mætast þá Fylkir og Valur. Fylkir verður að sigra i kvöld svo og i siðasta leik sinum gegn KR til að eiga mögu- leika á að sleppa við fall. Jafntefli þýðir að Árbæjarliðið er endanlega fallið. Stórleikur Einarsdugði KR-ingumekki Stórleikur Einars Bollasonar kom ekki i veg fyrir að Keflvikingar tryggðu sér sæti i 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ. Þó svo Einar færi á kostum og skoraði 31 stig tókst ÍBK að sigra 82- 74. Ungu strákarnir í ÍBK byrjuðu mun betur og komust í 17-6. KR tókst þó að minnka muninn i 35-42 fyrir hlé en Keflvíkingar náðu strax yfirburðafor- ystu í síðari hálfleiknum er þeir komust í 62-43. KR tókst að saxa verulega á forskotið og vakti þá þáttur Carstens Kristinssonar verulega athygli. Skoraði hann 8 stig á skömmum tíma en hafði ekki komið inn á áður. Þátttöku B-liðs KR er þá lokið að þessu sinni en liðið er sizt lakara en flest 1. deildarfélögin. Stigahæstu menn. ÍBK: Axel Nikulásson 28, Björn V. Skúlason 17, Terry Read 16, Jón Kr. Gíslason 12. KR: Einar Bollason 31, Gunnar Jóakimsson 17, Kristinn Stefánsson 8, Carsten Kristinsson 8. -SSv./emm. VIKINGUR LUGI sunnudaginn 18. janúar kl. 20.00. Tryggið ykkur miða í forsölu, nú seljast allir miðar upp. Forsala þriðjudag — föstudag kl. 16.00-18.00 á eftirtöldum stöðum: Karnabær, hljómtækjadeild, Laugavegi 66 Samvinnuferðir, Austurstræti, Fálkinn, Háaleitisbraut 68.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.