Dagblaðið - 20.01.1981, Page 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981.
3
Sjálf skipaðir menningarpostular
Helgihald
útvarps-
ins
J.G. skrifar:
Setja sig á háan hest
—ætluðu að nota skaupið sem þumalskrúf u
Ríkisútvarpið hefur tekið mikinn
fjörkipp i helgihaldi, þrátt fyrir
margrómað auraleysi. Auk hinnar
hefðbundnu Morgunbænar eru nú
komin á dagskrá Morgunorð og Orð
kvöldsins, með tónlist í bak og fyrir.
Þetta tel ég þarfa ráðstöfun og hefði
raunar mátt meira að gera, t.d. að
við viðbótar kæmu Hádegisorð og
Nónorð. En meðan við biðum eftir
siðasttölu Orðunum, er þó bót í máli
að inn í dagskrá er skotið öðru hvoru
eins konar Litlaskatti, þ.e. Orðum
reykinga(varnar)nefndar, einnig með
tónlist í bak og fyrir.
Rithöfundarnir Jón Trausti og
Halldór Laxness hafa af mikilli
snilld skapað margar ódauðlegar
sögupersónur. Má þar m.a. nefna
Settu í Bollagörðum í Heiðarbýlis-
sögum Jóns Trausta og Toddu
Truntu i Sölku Völku eftir Halldór
Laxness. Þær Setta og Todda
frelsuðust er aldur færðist yfir þær,
og báðar vitnuðu þær á torgum og
gatnamótum að viðhöfðum lúðra-
blæstri og hallelújasöng.
Þegar ég hlusta á Orðin og Litla-
skatt, koma mér oft í hug prédikanir
Settu og Toddu, og er ekki hægt að
segja að á kot sé vísað með sam-
likinguna þar sem aðrir eins snillingar
og Jón Trausti og Halldór Laxness
hafa um vélt.
Steinar Berg ísleifsson, hljómplötu-
útgefandi, skrifar:
Popptónlistarmenn og
hljómplötuútgefendur þeirra hafa oft
goldið þess hversu samtakamáttur
þeirra er lítill og sjaldnast hafa þeir
borið hönd fyrir höfuð sér, þegar
sjálfskipaðir menningarpostular
segja framlag þeirra „drasl” og
tilganginn einungis „skjótfenginn
gróða”.
Ég er ekki sjálfskipaður tals-
maður, fyrir hvorugan hópinn, en ég
gat ómögulega á mér setið að skrifa
þetta, mitt fyrsta lesendabréf, er ég
sá ummæli formanns leikara, er hann
lýsti fyrirlitningu sinni á áramóta-
súpu sjónvarpsins og sagði að þarna
hefði verið popptónlistarfólk sem
geiflaði varirnar eftir hljómplötum,
einungis í auglýsingarskyni fyrir
hljómplötuútgefendur.
Eins og fram hefur komið var
búið að semja handrit að áramóta-
skaupi þar sem félagsbundnir
leikarar voru i öllum aðalhlut-
verkum. Nú, leikarar fóru í verkfall
og kröfðust m.a. 25% kvóta af öllu
efni fluttu i sjónvarpi. Aðstöðu-
munur tónlistarfólks og leikara
kemur gleggst í ljós þegar hugsað er
um þessa kröfu leikara og ég leyfi
mér að fullyrða að ennþá hefur
engum hljómplötuútgefanda né
tónlistarmanni dottið i hug að setja
fram sambærilegar kröfur. En fyrst
leikararnir fengu hugmyndina, væru
þeir þá ekki líka fylgjandi því að
önnur 25% af dagskránni færu i
íslenzka tónlist?
Ég fæ ekki betur séð en að
leikarar hafi ætlað að nota skaupið
sem sérstaka þumalskrúfu á sjón-
varpið. Þjóðin hefði svo sannarlega
tekið eftir því ef léttmeti hefði ekki
verið framreitt á skjánum á sjálft
gamlárskvöld. Tónlistarfólkið sem
sjónvarpið leitaði til var kallað út
Eina kvörtun ætla ég að bera fram
í lokin. Mér finnst tónlistin með
Orðunum og Litlaskatti óttalegt ná-
gaul, og er það von mín að gaul þetta
verði fellt niður með öllu og í staðinn
komi hressilegir hallelújasöngvar,
hvar undir verði þeyttir lúðrar og
bumbur barðar.
með mjög skömmum fyrirvara, þegar
Ijóst var að ekki yrði af áramóta-
skaupi með hefðbundnum hætti.
Auðvitað hefði verið skemmtilegast
að hafa hljómsveit i sjónvarpssal til
undirleiks fyrir tónlistarfólkið en
hinn skammi timi sem til undir-
búnings var sá fyrir þvi.
Ég skil nú ekki hvað liggur að
baki þegar formaðurinn talar um
auglýsingu fyrir hljómplötuútgef-
endur. Til fróðleiks fyrir hann skal
þess getið að á árinu 1980 voru
gefnar út u.þ.b. 50—60 hljómplötur
á tslandi og þar af eru einungis 3 sem
seldust i rétt yfir 5000 eintökum og
5—10 sem seldust i 3000 eintökum.
Yfirleitt þarf sölu upp á 2500 til 3500
eintök til að hver plata standi undir
sér og útgefendur geti farið að raka
saman ágóðanum.
Formanninum finnst kannski að
þeim hljómlistarmönnum, sem gera
hljómplötur ætti að banna að koma
fram í útvarpi og sjónvarpi í einhvern
ákveðinn tíma eftir að platan er
komin út? Og að þá gilti að sjálf-
sögðu slikt hið sama um kynningar á
bókum, leikritum og öðru menning-
ar- og skemmtiefni í t.d. Vöku,
Stundinni okkar og víðar í dag-
skránni.
Það hlýtur eitthvað að standa
Ieikurum nær en hugsunin um að
tryggja sér sem stærstan bás á ríkis-
jötunni.
Oft hefur verið deilt um áramótaskaup sjónvarps. Nú siðast brá svo við að eftir að fólk hafði almennt lýst sig ánægt með
skaupið hófust miklar deilur um réttmæti þeirrar ánægju.
/" " 1
Raddir
lesenda
Spurning
dagsins
Fylgist þú
með pólitfk?
Ólöf Haiöardóttir atagkMa: Nei, ekki
neitt. Ég hef aldrei fylgzt með pólitik.
Jóhanna Karisdóttlr hismóðir: Nei,
frekar litið. Ég bý úti á landi og maður
fær aldrei blöðin fyrr en allt er um garð
gengið.
Þorláknr Kolbeiassoa, bóadi austur i
ölfusi: Já, töluvert. Ég hef alltaf gert
það eftir því sem ég hef getað.
Stefán Ólafseoa bóadi: Já, já. Ég hef
alltaf gert það. Tek samt ekki þátt I
pólitisku starfi.
Guðflnna Karisdóttlr afgreiðalumaður:
Svolitið. Ég veit svona hvað er að
gerast. Maður verður að fylgjast með
því sem verið er að gera.
Lárus Haulusoa húsgagnasmiður: Það
er nú Htið. Það er svona rétt að maður
fylgist með stjórnarskiptum. Maður er
búinn að fá leið á þessum köllum.