Dagblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981.
5
............ ............ “\
Þorbjöm Broddason lektor:
Vantraustsyfir-
lýsing á stjóm-
arandstöðuna
„Það er umtalsvert að sömu að-
ferð er beitt á nokkurra mánaða
millibili og sú breyting sem þar
verður á sýnir að fylgi ríkisstjórnar-
innar er meira en það var. Þó alltaf
séu einhverjir ágallar á svona könnun
gefur hún vísbendingu um vaxandi
fylgi. Hvað veldur því er hins vegar
ekki gott að segja um. Þessi könnun
er gerð skömmu eftir efnahags-
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar og um
svipað leyti og sjónvarpsþáttur var
með fulltrúum flokkanna. Það
verður að segjast eins og er að
stjórnarandstaðan kom ekki sterk
úr þeim þætti,” sagði Þorbjörn
Broddason lektor.
„Þá er einnig ný mynt tekin í
notkun og má kannski tengja það
þessari útkomu þó gjaldmiðilsbreyt-
ingin sé ekki bara þessari stjórn að
þakka heldur hafi verið til umræðu
lengi. Þessi útkoma er vantraustsyfir-
lýsing á stjórnarandstöðuna þar sem
sá þriðjungur sem ekki tjáir sig í
könnuninni í september virðist vera
kominn yfir á stjórnina núna. Þá
virðist fólki vera auðveldara að tjá
Þorbjðm Broddason lektor: Ef til vill
má tengja gjaldmiðilsbreytinguna
við þessaútkomu.
hug sinn núna, þegar aðgerðirnar eru
í fersku minni, og eftir því sem hlut-
fallið er hærra í könnuninni því
marktækari er hún,” sagði Þorbjörn
Broddason.
-ELA.
Kristinn G. Jóhannsson ritstjóri
íslendings á Akureyri:
Ríkisstjómin
ræðurekki
við drauginn
„Ríkisstjórnin er búin að rugla
fólk gersamlega 1 riminu með talna-
leikjum sínum og baráttu við vind-
myllur sem hún býr til sjálf,” sagði
Kristinn G. Jóhannsson ritstjóri
Islendings, málgagns sjálfstæðis-
manna á Norðurlandi.
„Stjórnarandstaðan benti á í fyrra
að verðbólga árið 1981 yrði 70—80%
með óbreyttri stjórnarstefnu. Því
neitaði rikisstjórnin þá en tileinkaði
sér svo málflutning stjórnarandstöð-
unnar og segir núna að verðbólgan
Svanur Kristjúnsson: Ekld viss um að
alllr sem lýsa sig fylgjandi ríkisstjórn-
inni séu ánægðir með hana.
Kristinn G. Jóhannsson: Glámur
verður ofan á þegar upp er staðið.
verði 40% i stað 70—80% vegna
efnahagsaðgerðanna, og það þrátt
fyrir að viðurkennt sé að verðbólgan
verði að minnsta kosti 50% á árinu!
Ríkisstjórnin hefur magnað upp
draug sem hún ekki ræður við en
segist ætla að gera hann viðráðan-
legri með því að spá í fortíðina. Mig
uggir að Glámur verði ofan á þegar
upperstaðið.” -ARH.
ATLI RUNAR
HALLDÓRSSON
er að minnast átakanna í Alþýðu-
flokknum í tengslum við flokksþing
hans. Það má líta svo á að úrslitin
sýni ekki sízt vantrú á Geirsarm Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðuflokkinn.
Mest á óvart kemur að ekki skuli
fleiri telja sig óákveðna í afstöðu til
ríkisstjórnarinnar,” sagði Svanur
Kristjánsson.
-ARH.
Setuverkfall í Hagaskóla:
Ekki nógu þroskuð til
að sjá Pæld’íðí?
Mikil reiði gagntók 9. bekkinga í
Hagaskóla í gær er þeim var tjáð að 7.
bekkingum (sem eru 13 ára) yrði ekki
leyft að sjá sýningu Alþýðuleikhússins,
Pæld’lðí, sem verður í skólanum á
fimmtudag. Nokkrir nemendur 9.
bekkjar tóku sig saman og smöluðu
nemendum 7. og 8. bekkjar fram á
ganga skólans og var haldið setuverk-
fall í á annan tíma. Að sögn eins
nemandans voru krakkarnir mjög
reiðir yfir þessari ákvörðun en skýring-
una sagði hann vera að kennararnir
teldu 7. bekkinga ekki nógu þroskaða
til að sjá leikritið. Nú vona krakkarnir
bara að verkfall þeirra hafi haft ein-
hvern árangur ogaö7. bekkingar fái að
sjá Pæld’iðí eins og 8. og 9. bekkur.
-ELA/DB-mynd Bj. Bj.
Mótmæli gegn skrefatalningu:
„ÞÚSUNDIR”
HAFA SKRIF-
AÐ UNDIR
—söfnunin þó heldur laumuleg
Undanfarna mánuði hefur staðið
yfir söfnun undirskrifta til þess að
mótmæla skrefatalningu símtala á
Reykjavíkursvæðinu. Söfnun þessi
hefur farið heldur hljótt og forsvars-
menn hennar lítt haft sig i frammi. í
fyrradag var þó í Velvakanda
Morgunblaðsins smáklausa frá
ónefndum forsvarsmönnum söfnun-
arinnar þar sem gefin voru upp tvö
símanúmer. Áhugamenn um söfnun-
ina voru beðnir að hafa samband við
þessi númer.
Dagblaðið hafði samband við
annað númerið og leitaði frétta af
söfnuninni. Konan sem svaraði taldi
þetta lítið fréttamál. Hún sagði þó að
söfnunin gengi ágætlega og þegar
hefðu safnazt „þúsundir undir-
skrifta.”
Aðspurð um forgöngumenn
söfnunarinnar sagði hún að um væri
að ræða nokkrar. konur sem hefðu
komið saman til þess að ræða það
óréttlæti sem skrefatalning á síma
væri. Slíkt kæmi í veg fyrir notkun
margraásímanum.
Listar þessir liggja frammi í stöku
verzlunum og efnalaugum og víðar
en þeim hefur ^ekki verið komið
skipulega í verzlanir. Ekki liggur fyrir
hvenær undirskriftir þessar verða
afhentar réttum aðilum.
-JH.
Fáskrúðsfjörður.
Skipu-
lagsleysi
ísnjó-
ruðningi?
Fáskrúðsfirðingar eru ekki par
ánægðir með að fá vikugamlan póst,
eins og gerzt hefur I tvigang að
undanförnu. Gætir í þorpinu tals-
verðrar óánægju með þá tilhögun hjá
Vegagerðinni að ekki skuli rutt á leið-
inni frá Fáskrúðsfirði upp á Hérað
sömu daga og mjólkurblllinn er á
feröinni.
Sem stendur er rutt á milli á þriðju-
dögum og föstudögum en mjólkur-
bíllinn fer þessa leið á mánudögum
og fimmtudögum. Á milli þessa
lokast leiðin iðulega. í gær féll t.d.
niður ferð áætlunarbilsins vegna
ófærðar og er það að sjálfsögðu
mjög bagalegt fyrir alla flutninga.
Tefur þetta fyrir póstsamgöngum.
í gær, mánudag, fengum við póst 1
fyrsta skipti í viku og sömu sögu var
að segja á mánudaginn var. Tilraunir
heimamanna til aö fá samræmdar
mjólkurferðir og opnun leiðarinnar
hafa ekki borið árangur til þessa.
•Ægir, Fáskrúðsfirði.