Dagblaðið - 20.01.1981, Page 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981.
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Ný vandamál komu upp í gísladeilunni á sídustu stundu:
íranir sögðu brögð vera í
tafíi Bandaríkjamanna
—Muskie segist þó bjartsýnn á að gíslunum verði skilað ídag
Aðstoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, Warren Christopher, hitti
utanríkisráðherra Alsírs, Mohamed
Benyahia, tvivegis í gærkvöldi til þess
að leysa úr þeim nýju vandamálum
sem skyndilega komu upp á siðustu
stundu og þegar ekkert virtist vera
því til fyrirstöðu að bandarísku gísl-
arnir 52 í Teheran yrðu látnir lausir
eftir að hafa verið í haldi i fran í fjór-
tán mánuði. Vandamálin sem upp
eru komin varða inneignir írana i
bandariskum bönkum og segja íranir
nú að Bandaríkjamenn hafi á síðustu
stundu reynt að beita brögðum til að
koma í veg fyrir að þeir þyrftu að
skila öllu fénu.
Alsírskir embættismenn, sem hafa
gegnt hlutverki málamiðlara i deil-
unni að undanförnu, hafa staðfest að
babb sé komið í bátinn varðandi
endanlegt samkomulag írans og
Bandaríkjanna.
íranir segjast hafa fengið í hend-
urnar óvæntan viðauka við sam-
komulagið og sé þar um að ræða
leynilegt kænskubragð Bandaríkj-
anna, sem hljóti að fresta lausn máls-
ins. Alsírskir embættismenn reyndu í
morgun að finna lausn á þessu nýja
vandamáli sem upp er komið.
Edmund Muskie, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, viðurkenndi að
upp væru komnir nýir erfiðleikar
varðandi lausn gíslanna en sagðist
gera sér vonir um að hægt yrði að
greiða úr þeim áður en Carter forseti
lætur af embætti í dag.
Talsmenn eins helzta viðskipta-
banka Bandaríkjanna neituðu því að
bandarísku bankarnir hefðu komið
fram með viðauka við samkomulagið
varðandi hinar frystu inneignir Irana
í bandariskum bönkum, sem átti að
skila í skiptum fyrir gíslana.
Muskie utanrikisráðherni.
Jimmy Carter forseti hefur hætt
við fyrirhugaða ferð sína til V-Þýzka-
lands til að taka á móti gíslunum þar
sem augljóst virðist að honum vinnist
Carter forsetl.
ekki tími til þess áður en hann lætur
af embætti. Ronald Reagan, sem í
dag tekur við forsetaembættinu,
hefur hins vegar beðið Carter um að
Christopher aðstoðarutanrikisráð-
herra.
taka á móti gíslunum þegar þar að
kemur. Ekki þykir ósennilegt að
Reagan víki að gislamálinu í ræðu
sinni við embættistökuna í dag.
Nýjungar í dönskum hegningarlögum:
Núerhægtað
dæma kvenmenn
fyrir nauðgun
Dönsk hegningarlaganefnd, sem
vinnur að endurskoðun á ákvæðum
hegningalaganna um nauðgun, hefur
sett fram það álit að einnig beri að refsa
konum fyrir nauðgun og önnur
skírlífisbrot.
Ennfremur leggur nefndin til að
ákvæðunum verði breytt þar sem
kvennasamtök hafa gagnrýnt gildandi
réttarframkvæmd. Hegningarlaga-
nefndin kveðst sammála sjónarmiðum
kvennasamtakanna. Gagnrýni á gild-
andi réttarframkvæmd hefur einkum
verið fólgin í því að mildari refsi-
ákvæðin hafa verið notuð í stað þeirra
ákvæða sem þyngri refsiramma hafa.
Walesa þeytist
milli ráðamanna
— Verkföll vofa yffir í Póllandi
Lech Walesa, leiðtogi Einingar, sam-
bands hinna sjálfstæðu verkalýðsfélaga
í Póllandi, hitti Jozef Pinkowski for-
sætisráðherra landsins að máli í gær.
Áður hafði hann hitt að máli Wyzinski
kardínála, yfirmann kaþólsku kirkj-
unnar, og skýrði honum þar frá heim-
sókn sinni í páfagarð. Á sama tíma og
Walesa hitti forsætisráðherra að máli
hótuðu verkamenn í fjórum borgum
Póllands verkföllum til að leggja
áherzlu á kröfur sinar um fimm daga
og fjörutíu stunda vinnuviku en stjórn-
völd hafa lýst því yfir, að efnahagur
landsins þoli ekki svo stutta vinnuviku.
SADAT HROSAR
ALEXANDER HAIG
Anwar Sadat, forseti Egyptalands,
lauk lofsorði á Alexander Haig, verð-
andi utanrikisráðherra Bandaríkjanna,
í sjónvarpsviðtali í gærkvöld.
,,Ég bind miklar vonir við útnefn-
ingu Haigs hershöfðingja. Hann býr
yfir herstjórnarlegum hæfileikum og
slíkan mann þurfum við til þess að
fylgjast með því sem er að gerast i
heiminum,” sagði Sadat forseti i við-
tali við franska sjónvarpið.
Aðspurður kvaðst Sadat ekki óttast
að tilraunir Bandaríkjamanna til að
vingast við arabísk olíuframleiðsluríki
myndu bitna á samskiptum Egypta og
Bandaríkjamanna. Þvert á móti kvaðst
hann fagna auknu sambandi Banda-
ríkjanna og olíuframleiðsluríkja.
Anwar Sadat, forseti Egyptalands.
/ m
Alþjóðlegum vitnaleiðslum I máli Svfans Raoul Wallenbergs lauk I Stokkhólmi I siðustu viku. Talið er að hann hafl setið I
rússnesku fangelsi allt frá árinu 1945. t lok vitnaleiðslanna var tilkynnt að ákveðið hefði verið að tilnefna hann til friðarverð-
launaNóbelsiár.
Wallenberg vann mikið starf í þágu gyðinga I siðari heimsstyrjöldinni og er talið að hann hafi forðað 100 þúsund gyðingum
frá því að lenda í útrýmingarbúðum nasista. Hann var handtekinn af Rauöa hernum i Búdapest 1945. Nýjar upplýsingar
benda til að hann sé enn á lífi I fangabúðum i Sovétrikjunum.
Haiggræðir ekki á
nýja embættinu
Alexander Haig, sem tekur nú við
embætti utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, kemur ekki til með að græða á
því fjárhagslega. Laun hans munu
nefnilega lækka átta eða níu sinnum
við starfsskiptin. Árslaun hans verða
þó tæplega 400 þúsund nýkróna sem
utanríkisráðherra en það hrekkur
skammt samanborið við fyrri tekjur
hans, sem voru rúmlega þrjár milljónir
nýkróna á ári í forstjórastarfi því er
hann hefur gegnt.