Dagblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent J Ronald Reagan 40. forseti Bandaríkjanna tekur við í dag: Mikill efnahagsvandi mætir nýja forsetanum Skiptar skoðanir umy hvort Reagan hafi ráð við vandanum Ronald Reagan, sem í dag tekur við embætti forseta Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir einhverjum al- varlegasta efnahagsvanda sem um getur nú á dögum og eru skoðanir sérfræðinga mjög skiptar um hvort úrræði Reagans séu til þess fallin að ráða bót á vandanum eða hvort þau muni einungis auka á erfiðleikana. Höfuðvandamálið felst í verðbólg- unni, en hraði hennar er nú um þrettán prósent. Atvinnuleysi er einnig mikið, eða um 7,4 prósent og hæstu bankavextir eru um 20 pró- sent. Innfiutningur þjóðarinnar er meiri en útflutningur, halli er á fjárlögum þjóðarinnar tólfta árið i röð, bif- reiðaiðnaðurinn á í gífurlegum erfið- leikum þar sem eitt stærsta fyrirtæk- ið, Chrysler, rambar á barmi gjald- þrots. Stál- og byggingaiðnaður á einnig í miklum erfiðleikum. Reagan hefur lýst þvi yfir að aðal- takmark hans sé að koma lagi á efna- hagsmálin. Hann hefur heitið því að stöðva hallann á fjárlögum ríkisins, lækka skatta, draga úr ríkisútgjöld- um, auka framleiðslu í iðnaði og út- gjöld til varnarmála. Ýmsir sér- fræðingar segja að þessi markmið hljóti að stangast á. Hann mun leggja stefnu sína fyrir þingið innan skamms og á þar hauk í horni því í fyrsta skipti í 25 ár eru demókratar ekki í meirihluta í báðum deildum. Ronald Reagan ásamt fjölskyldu sinni eftir að hafa hlotið útnefningu sem forseta efni Repúblikanaflokksins. Miklir efnahagserflðleikar mæta honum nú er hann tekur við embætti forseta Bandarikjanna. Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum ráðþrota: Fjöldamorðingi gengur laus og veldur mikilli sketfingu —Sextán blökkuböm hafa fallið í valinn —Sumir telja að morðin megi skrifa á reikning Ku Kux Klan hreyfingarinnar 300 milljónir vegna eiturlyfja Dönsku tryggingafélögin segja að um 300 milljónir króna af útgjöldum þeirra á síðasta ári hafi verið vegna eiturlyfjaneyzlunnar í landinu og af- leiðinga hennar. Fjörutíu ára fangelsi fyrirflugrán Tveir Kúbumenn voru í gær dæmdir í fjörutíu ára fangelsi hvor í Kólumbíu fyrir að ræna farþegaflugvél frá flug- félaginu Delta með 115 farþegum og snúa henni til Kúbu í septembermánuði síðastliðnum. Kúbumennirnir tveir, sem báðir eru 26 ára.munuverðaaðsitja tíu ár í fang- elsi áður en þeir geta vænzt náðunar. Þeir voru í hópi 120 þúsund Kúbu- manna sem fluttu til Bandaríkjanna í innflytjendabylgjunni frá Havana á siðastliðnu ári. Járnbrautar- slysíParís Einn maður lét lífið og 71 særðist, þar af þrir rnjög alvarlega, er neðan- jarðarhraðlest rakst á lest sem stóð kyrr á brautarstöð undir óperubyggingunni í miðborg Parísar í gær. Útgjöld Sovét- ríkjanna til hermála meiri en Bandaríkjanna „Sovétríkin eyddu um 50 prósent meira fjármagni til varnarmála á síð- astliðnu ári en Bandaríkin og valda-1 ógnun sem Atlantshafsbandalagið verður að koma til móts við með aukn- um herstyrk,” sagði Harold Brown, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í kveðjuræðu til þingsins. Hann sagði að aðildarlönd Atlants-: hafsbandalagsins í Evrópu yrðu að auka framlag sitt til varnarmála. „Hvorki þingið né bandaríska þjóðin munu lengi geta borið ósann- gjarnan hlut af heildarbyrðinni,” sagði hann. „Við getum ekki gert þetta allt einir,” sagði Harold Brown. Fjöldamorðingi, sem valdið hefur mikilli skelfingu meðal íbúa í Atlanta í Bandaríkjunum, gengur enn laus þrátt 'fyrir mikla leit lögreglu og sjálfboða- | liða. Fórnarlömb morðingjans eru blökkubörn á aldrinum sjö til fimmtán ; ára. Sextán börn hafa horfið á síðustu i átján mánuðum. Ellefu hafa fundizt myrt og fyrir stuttu fundust beina- grindur tveggja í viðbót. Mikil hræðsla hefur gripið um sig meðal blökkumanna í Atlanta. For- eldrar þora ekki að hleypa börnum sínum út af ótta við að sömu örlög kunni að bíða þeirra. Margir þekktir lögreglumenn í Bandarikjunum að- stoða lögregluna í Atlanta við ’að upp- lýsa morðmál þessi. Ekkert er sammerkt með morðunum annað en að fórnarlömbin eru svört börn í öllum tilfellum. Aðferðirnar við morðin eru margvíslegar. Lögreglan gengur þó út frá því að um einn fjölda- morðingja sé að ræða þó ekkert sé hægt um það að fullyrða. Ýmsir blökkumenn hafa látið í ljós þá skoðun að morð þessi megi skrifa á reikning hægri sinnaöra öfgasamtaka eins og Ku Kux Klan en slíkar hreyf- ingar hafa látið til sin taka í auknum mæli að undanförnu og framið ýmis óhæfuverk. Lögreglan virðist þó ekki taka undir þau sjónarmið enda eru blökkumenn mjög óánægðir með frammistöðu hennar í málinu. D’Urso dómari á blaðamannafundi: Var bundinn við rúm í tjaldi inni í íbúð Dómarinn Giovanni d’Urso, sem í síðustu viku var látinn laus úr haldi Rauðu herdeildanna á Italíu, sagði á blaðamannafundi um helgina að traust hans til ítalska ríkisins hefði ekki horfið vegna 34 daga vistar hans hjá hryðjuverkasamtökunum. Á blaðamannafundi þessum kom d’Urso í fyrsta sinn fram opinberlega eftir að hann fannst bundinn og keflaður í bifreið í Róm síðastliðinn fimmtudagsmorgunn. Um 200blaða- menn sóttu fundinn sem d’Urso boðaði til. D’Urso, sem enn er í yfirheyrslum hjá lögreglunni, neitaði að sgja blaðamönnum frá smáatriðum varðandi „alþýðufangelsið” sem hann dvaldi í eða frá ræningjum hans. Dómarinn d’Urso, sem var mjög þreytulegur sagði að trú hans á Guð og innri styrkur hans hefðu hjálpað sér til að lifa fangelsisvistina af. Samkvæmt þeirri lýsingu sem d’Urso gaf lögreglunni eftir að hann var látinn laus var hann bundinn við rúm inni í tjaldi, sem komið var fyrir inni í miðri íbúð meðan á fangavist hans stóð. Tjaldið var það stórt, að hann gat staðið uppréttur en þar var hvorki út- varp né sjónvarp. Tónlist var leikin í herberginu nær látlaust til þess að koma í veg fyrir að hann gæti áttað sig á staðsetningu hússins út frá utan- aðkomandi hljóðum. Lögreglan hefur handtekið náms- mann í sambandi við ránið á d’Urso dómara og víðtæk leit fer enn fram að „fangelsinu” þar sem d’Urso var í haldi. D’Urso dómari var mjög þreytulegur á blaðamannafundinum og neitaði að ræða mörg þau atriði sem hann var spurður um.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.