Dagblaðið - 20.01.1981, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981.
8
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
I
Framvarp í danska þinginu um aukið valdsvið f íknief nalögreglunnar og
herta baráttu gegn eiturlyf janeyzlunni í landinu:
„EG SKAL HAFA UPP Á
ÞEIM SEM GÁFU ÞÉR
SÍDUSTU SPRAUTUNA”
sagði móðir f yrsta f órnarlambs
eiturlyfjaneyzlunnar í Danmörku
á þessu ári við útför sonar síns
„Ég heiti því, Poul Erik, jafnvel
þó það verði það síðasta sem ég geri
að ég skal hafa upp á þeim, sem gáfu
þér síðustu sprautuna. . . ”
Það hafði mikil áhrif á kirkjugesti í
litlu kapellunni í Álborg Almen
Kirkegárd, þegar hin 55 ára gamla
móðir, Jenny Nielsen, stóð upp úr
sæti sínu og gekk ákveðin að fallega
blómum skreyttri kistu, sem hafði að
geyma lík sonar hennar.
Poul Erik, kallaður Polle af vinum
sínum, 26 ára gamall, var fyrsta
fórnarlamb eiturlyfjaneyzlunnar í
Danmörku á þessu ári. Árlega deyr
mikill fjöldi danskra ungmenna af
völdum eiturlyfjaneyzlu og standa
stjórnvöld nánast ráðþrota frammi
fyrir þeim vanda.
Jafnvel þó það
kosti mig lífið
,,Ég tók þessa biblíu með mér,
Poul Erik, sem þú hafðir svo oft með
þér þegar þú komst til mín. Ég sver
við þessa biblíu að ég skal hafa upp á
þeim sem komu þér út i eitulyfjavítið,
jafnvel þó það kosti mig lífið. . . ”
Móðirin Jenny Nielsen, sem rekur
smurbrauðsstofu, hefur heitið því að
ráðast til atlögu gegn eiturlyfja-
hringnum. Hjá syni sínum, sem nú er
látinn, hafði hún fengið vitneskju um
nöfn nokkurra þeirra aðila, sem
græða stórfé á því að selja eiturlyfja-
hungruðum unglingum eitur. Þessir
aðilar eru sjálfir ekki eiturlyfjaneyt-
endur heldur notfæra þeir sér ein-
ungis neyð unglinganna til að græða
á.
Móðirin hefur nöfn
eiturlyfjasalanna
Þessum mönnum ætlar Jenny
Nielsen sér nú að hafa upp á með
aðstoð lögreglunnar. Henni er ljóst
að það er kaldrifjaður flokkur
manna sem hún hyggst nú leggja til
atlögu við til þess að hefna sonar
síns. Þess vegna hefur hún skrifað
nöfnin niður og geymir pappírana
hjá góðum vinum í öryggisskyni þar
til hún fer á fund lögreglunnar.
Hún segir að það verði ekki fyrr en
hún hefur jafnað sig eftir hinn
skyndilega dauöa sonar síns og
athugað vel sinn gang.
„Poul Erik hafði verið í „niður-
talningarmeðferð” i átta mánuði hjá
Hvítasunnusöfnuðinum í Kibæk.
Eitrið var farið úr líkama hans þegar
hann kom heim í jólafrí og lét telja
sig á að fá eitt „skott”, ” segir móðir
hans.
Hann fékk of stóran skammt af
heróíni. Líkami hans, sem heita mátti
laus við eitrið, hefði jafnvel ekki
þolað venjulegan skammt. Hugsan-
legt er einnig að eitthvert sterkara
efni hafi verið blandaö saman við
heróínið í þeirri sprautu, sem varð
hans síðasta.
Á valdi eiturlyfja í
tíu ár
Jenny Nielsen viðurkennir að son-
ur hennar hafi verið á valdi eiturlyfja
síðastliðin tíu ár. Við kistu sonar síns
notaði hún tækifærið og hvatti for-
eldra til að vera vakandi gagnvart
eiturlyfjavandanum:
„Óskandi að foreldrar gerðu sér
grein fyrir því að þeir verða að stöðva
börn sin í tæka tíð. Þau mega aldrei
byrja, ekki einu sinni fá sér hasspípu
til gamans. Það er nefnilega ekki
langur vegur þaðan að sprautunni og
þá er heldur ekki langt í síðustu
stunguna,” sagði hún.
Af tilliti til sonar síns hafði Jenny
Nielsen aðeins geymt þessi nöfn með
sjálfum sér og ekki sagt neinum frá
þeim. Nú þegar sonur hennar hefur
fengið hvíldina vill hún ekki þegja
lengur og hyggur á hefndir.
Lögreglan upplýsir
stórt eiturlyfjamál
En jafnvel án hjálpar Jenny Niel-
sen hefur fikniefnalögreglunni í Ála-
borg orðið talsvert ágengt og er
komin langleiðina með að upplýsa
eitt stærsta eiturlyfjamál sem upp
hefur komið á Norður-Jótlandi.
„Við höfum á síðústu mánuðum
fengið fimmtán menn dæmda í hálfs
árs til tveggja ára fangelsi fyrir eitur-
lyfjaverzlun,” segir aðstoðarrann-
sóknarlögreglustjórinn í Álaborg,
Vagn Kristensen.
Auk þess hefur lögreglan nýverið
handtekið fimm menn og hafið yfir-
heyrslur yfir vegna meintra tengsla
við stóra eiturlyfjamálið á Norður-
Jótlandi.
Þeim er meðal annars gefið að
sök að hafa smyglað miklu magni af
hreinu heróíni frá Amsterdam, sem
lengi hefur verið sölumiðstöð fyrir
eiturlyfjaverzlun í Evrópu.
„Eg skal hafa upp á þeim, sem gáfu þér
sprautuna,” segir móðir fyrsta fórnarlambs
eiturlyfjaneyzlunnar 1 Danmörku á þessu ári.
Frumvarp um auk-
inn stuðning við
fíkniefnalögregluna
Ekstra bladet danska hefur undan-
farnar vikur haldið uppi mikilli
áróðursherferð gegn fíkniefna- og
eiturlyfjaneyzlu, sem er hvort tveggja
komið á það stig í Danmörku, að
stjórnvöld landsins virðast ekki fá við
neitt ráðið. í síðastliðinni viku birti
blaðið til dæmis viðtal við þingmann-
inn Birgith Mogensen, sem hefur
ásamt Niels Bolmann lagt fram frum-
varp í danska þjóðþinginu um aukinn
stuðning við baráttuna gegn eitur-
lyfjaneyzlu og meðferð ungra eitur-
lyfjasjúklinga.
í álitsgerð með frumvarpinu segir
Birgith ■ Mogensen meðal annars:
„Það er sannfæring mín að fíkni-
efnalöggæzlan yrði mun árangursrík-
ari ef við kæmum til móts við óskir
hennar um auknar rannsóknar-
heimildir. Til dæmis ætti að leiða i
lög að fólk, bréf og vörusendingar,
sem koma frá þeim löndum og sölu-
miðstöðvum sem við vitum að eitur-
lyfin koma einkum frá, yrðu rann-
sökuð á mun nákvæmari hátt en
hingað til hefur verið gert.
Ótakmörkuð
símahlerun
Ótakmörkuð símahlerun ætti líka
að vera sjálfsögð. f stuttu máli sagt:
Fíkniefnalögreglan þarf að vera
þannig í stakk búin að hún geti tekizt
á við þau mál sem upp koma áður en
fuglinn er floginn úr hreiðrinu.
Lögreglan hefur einnig mjög brýna
þörf fyrir aukinn mannafla,” segir
Birgith Mogensen.
Um fyrirbyggjandi starf segir
meðal annars í álitsgerðinni: „Fyrir-
byggjandi starf gegn eiturlyfjaneyzl-
unni þarf að hafa í hávegum. Árið
1980 komu i ljós dæmi um eiturlyfja-
neyzlu meðal ellefu og tólf ára barna.
Alla skóla landsins ætti að skylda til
að fræða nemendur þegar í 3..og 4.
bekk grunnskólans um skaðsemi
vímugjafa og þá sérstaklega um þann
óhugnað og dauða sem eiturlyfja-
neyzla hefur í för með sér.”
„Engu að tapa"
Þá leggur Birgith Mogensen til að á
næstu tveimur árum verði byggt upp
lækninga- og endurhæfingarkerfi er
nái til alls landsins. Innan þess kerfis
verði fjörutíu göngudeildir sem hafi
hver um sig rúm fyrir 25—50 eitur-
lyfjasjúklinga.
„Við skulum innleiða þessa endur-
bót í baráttunni gegn eiturlyfjaneyzlu
eins fljótt og mögulegt er. Við höfum
engu að tapa en allt að vinna,” segir
Birgith Mogensen, sem sjálf á son
sem er eiturlyfjasjúklingur.
(Ekstra bladet)
Hcróinneyzla hefur færzt mjög i vöxt f Danmörku að undanförnu.
Ekstra bladet danska hefur að uadanförnu staðið fyrir mikilli herferð
gegn eiturlyfjaneyzlunni I Danmörku undir kjörorðinu: „Vi.
anklager” (Við ákærum). Viðtal blaðsins við Birgith Mogensen þing-
mann er liður í þeirri herferð. Mogensen þekkir vandamálið náið þvf
sonur hennar var eiturlyfjasjúklingur.