Dagblaðið - 20.01.1981, Qupperneq 12
12
í
BIABIB
frjálsi, úháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf. M “
Framkvœmdaatjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson.
Aðstoðarritstjórí: Haukur Helgason. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson.
Skrífstofustjórí rítstjóman Jóhannos Reykdal.
íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóMsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrít Ásgrímur Pólsson. Hönnun: HUmar Karísson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Adi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
urðsson, Dóra Stefánsdóttir, EBn Albertsdóttir, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga
Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson.
Ljósmyndir: Bja> tleifu. Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson
og Svainn Þormóðsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞoríeHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs-
son. DreHingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeikf, liugtýsingar og skrífstofur Þverholti 11.
Aðatoimi blaðsins er 27022 (10 Hnur).
Setning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf., Skeifunni 10.
ÁskrHtarverð á mánuði kr. 70,00. Verð i lausasölu kr. 4,00.
Óheyrilegt fylgi
Engar fræðilegar skýringar duga á
eindregnum og nánast blindum
stuðningi kjósenda við ríkisstjórn
Gunnars Thoroddsen. Staðreyndin
blasir bara við eins og hvert annað
náttúrufyrirbæri, jafn óhagganlegt og
það er óskiljanlegt.
Ekki er nóg með, að ríkisstjórnin sé vinsæl, heldur
fara vinsældir hennar þar á ofan vaxandi. Fylgi hennar
hefur síðan í haust aukizt úr 41% í 62% meðal kjós-
enda almennt og úr 61% í 75% þeirra, sem afstöðu
taka.
Niðurstöður skoðanakönnunar Dagblaðsins verða
ekki heldur skýrðar með því að benda á hina
óákveðnu. Þeir eru nefnilega furðu fáir að þessu sinni,
aðeins 18% hinna spurðu. Svo lág hlutfallstala er
einkar sjaldgæf.
Freistandi væri að telja þennan hóp fela í sér þann
helming kjósenda Sjálfstæðisflokksins, sem ekki hefur
tekið trú á Gunnar Thoroddsen — og gera jafnframt
ráð fyrir að hinn helmingurinn styðji ríkisstjórnina!
Við það mundi auðvitað vakna spurning um, hvar
sé flokksbrot Geirs Hallgrímssonar. Finnst það tæpast
útan þingflokks og miðstjórnar? Væri þá komin sú
flokksforusta veraldarsögunnar, sem mest er utan
gátta.
Þessar hugleiðingar eru auðvitað ótímabærar, enda
kannski meira settar fram í gamni en alvöru. Framhjá
því verður þó ekki gengið, að niðurstaða skoðana-
könnunarinnar er verulegt áfall fyrir forustu Sjálf-
stæðisflokksins.
Haldið hefur verið fram, að áramótaaðgerðirnar í
efnahagsmálum hafi aukið veg ríkisstjórnarinnar. Á
þeirri kenningu er þó sá hængur, að ráðstafanir þessar
njóta töluvert minna fylgis en ríkisstjórnin nýtur sjálf.
Meðan tveir þriðju kjósenda styðja efnahags-
aðgerðirnar, styðja þrír fjórðu þeirra ríkisstjórnina.
Sennilega felst mismunurinn einkum í kjósendum á
vinstri væng, sem styðja stjórnina almennt, en eru
hlutlausir gagnvart aðgerðunum.
Ef ráðstafanaþáttur og ríkisstjórnarþáttur könnunar
Dagblaðsins eru bornir saman, kemur í ljós, að eðli-
legast er að telja þá, sem efast um aðgerðirnar, vera
fremur á vinstri væng stjórnmálanna en hinum hægri.
Þetta merkilega samhengi stingur í stúf við þá
fullyrðingu Þorsteins Pálssonar hjá vinnuveitendum,
að kjósendur hafi í könnuninni játað aðgerðunum
,,upp við vegg” Hann er þar svo utan gátta, að hann
gæti þess vegna tekið við af Geir!
Markverðari eru þau ummæli Kjartans Jóhanns-
sonar, formanns Alþýðuflokksins, að könnunin sýni
,,allt of mikið fylgi við allt of lélega ríkisstjórn”. í
orðum hans felst nokkur sannleikur, þótt þau séu
öðrum þræði sjálfvirk stjórnarandstaða.
Sannleikurinn er nefnilega sá, að engin ríkisstjórn
er svo góð, að hún eigi skilið stuðning þriggja kjósenda
af hverjum fjórum. Þvílík einstefna er ríkisstjórn og
kjósendum tæpast holl til lengdar.
En kjósendur höfðu orðið. Þeir telja ríkisstjórnina
vera betri en hinar næstu þar á undan og búast ekki við
betri ríkisstjórn á eftir þessari. Þeir telja hana vera að
reyna að stjórna. Og þeir sjá á henni fleiri bjartar
hliðar en dökkar.
Þetta er það, sem lesa má úr ummælum þeirra, sem
spurðir voru í skoðanakönnun Dagblaðsins. Og í um-
mælunum felast vafalaust merkari tíðindi en í hug-
leiðingu þessa blaðs og annarra um hina makalaust
vinsælu ríkisstjórn.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981.
M " ..............................
MIKILVÆGUR
ÁFANGI
Engum blandast hugur um, að við
stefndum inn í óðaverðbólgu á árinu
1981, væri ekkert að gert. Að visu
greindi reiknimeistarana nokkuð á
um, hversu mikil verðbólgan yrði, en
algengasta matið var milli 70 og 80
prósent.
Það var því engum blöðum um það
að fletta, að grípa varð inn í þróun
mála.
Samkvæmt skoðanakönnun Dag-
blaðsins njóta þær aðgerðir, sem
ríkisstjórnin greip til, mikils stuðn-
ings meðal þjóðarinnar. Þessar að-
gerðir lækka verðbólguna úr 70—
80% niður í um 50%. Flestir, sem
spurðir voru, voru sammála yfirlýs-
ingum ráðherra Framsóknarflokks-
ins um að aðgerðirnar væru mikil-
vægt skref, en meira þyrfti að koma
á eftir, ef nægilegur árangur ætti að
nást áárínu.
V-100 aðferðin
Eftir miklar umræður urðu stjórn-
arflokkarnir sammála um áramóta-
aðgerðirnar. Aðgerðirnar saman-
standa af mörgum þáttum. Einn
þeirra er sá, að setja framfærsluvísi-
töluna 100 um áramótin um leið og
nýja krónan tók gildi. Umbúðalaust
þýðir þetta, að hækkanir fram-
færsluvísitölu, frá því hún var reikn-
uð síðast í byrjun nóvember til ára-
móta, reiknast ekki inn í verðbætur
launa 1. mars nk. Hámark er þó sett
á þá skerðingu launa, sem þannig
verður, þ.e. að skerðing verði ekki
meiri en 7%.
Launaskerðingin er síðan bætt
með ýmsum hætti þannig að kaup-
máttur meðallauna og lægri launa
verði nokkurn veginn sá sami og
orðið hefði, ef ekki hefði verið
gripið til aðgerða.
Vörn kaupmáttar felst í eftirfar-
andi atriðum:
1) Skattar verða lækkaðir.
' ...........
2) SkerðingarákvæðiÓlafslaga.nema
ákvæði um vín og tóbak, falla út
á laun 7.250 nýkr. á mánuði og
lægrí laun þrjá útreiknings-
punkta, þ.e. 1. júni, 1. sept. og 1.
des.
3) Lægri verðbólga veldur minni
kaupmáttarrýrnun milli útborg-
ana verðbóta.
Með þessum aðgerðum gera stjórn-
völd sér vonir um að verja megi
kaupmátt lægri launa. Auðvitað er
það aðalatriðið að verja kaupmátt
eftir því sem unnt er. Fleiri útborgað-
ar krónur eða einhvers konar útreikn-
ingsreglur verðbóta skipta minna
máli og eru fremur formsatriði.
Um þetta er annars það að segja,
að Þjóðhagstofnun telur, að kaup-
máttur verði um 1 1/2% lægri að
meðaltali á árinu en orðið hefði, ef
ekki hefði verið gripið til aðgerða.
Mat ofantalinna þriggja atriða
gæti verið:
1) Skattalækkun verður fram-
kvæmd, sem nemur um 1 1/2% í
verðbótum launa.
2) Ekkieralvegeinfaltaðmetaþetta
bráðabirgðaafnám skerðingar-
reglna. Fordæmi fyrir þessari að-
ferð er frá setningu Ólafslaga, en
þá voru bráðabirgðaákvæði um
að skerðingarákvæði næðu ekki
til lægstu launa í fyrstu.
Við þessar aðgerðir þótti eðlilegt
að gripa aftur til slíkra bráðabirgða-
ákvæða.
Skerðingarákvæðin, sem falla út,
eru ákvæði um viðskiptakjaravisitölu
og launalið bóndans.
Menn greinir nokkuð á um,
hvernig ákvæðið um viðskiptakjör
muni virka síðari hluta ársins. Sumir
telja að viðskiptakjör kunni að bama,
er líður á árið, en aðrir að þau muni
verða þvi sem næst óbreytt. Líkur eru
því til, að þetta ákvæði muni ekki
hafa mikil áhrif á verðbætur launa á
þessu tímabili. Líklegt er hins vegar,
að launaliður bónda muni hækka
verðbætur launa um 0,5% á hverjum
útreikningspunkti, þ.e. 1. júní, 1.
sept.og l.des.
Þær raddir heyrast, að eftirgjöf á
skerðingarákvæðunum, þó til bráða-
birgða sé, sé spor aftur á bak. Þeir
hinir sömu telja að þessi ákvæði séu
það skásta, sem gert hafi verið i vísi-
tölumálum á undanförnum árum.
Sjálfsagt má færa að því margvísleg
rök. Ég hefi hins vegar ekki farið dult
með þá skoðun mína, að ákvæði í
lögum um verðbætur launa á þennan
hátt séu óæskileg. Að mínu mati er
ekki unnt að verja lífskjðr í landinu
með lögum án tillits til helstu efna-
hagsstærða. Hversu fegnir sem við
vildum, þá gengur það einfaldlega
ekki upp. Eðlilegra er, að verðbóta-
ákvæðin séu samningsatriði í kjara-
samningum.
3) Aðgerðirnar eiga að færa verð-
bólgu úr 70—80% í um 50%.
Af því er augljós hagur fyrir alla.
Gengissigi hætt
um áramót
í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinn-
ar segir, að gengissigi verði hætt um
áramót og gengi haldið stöðugu
næstu mánuði.
Á undanförnum árum hefur ríkt sú
stefna að láta gengi íslensku krón-
unnar fljóta. Krónan hefur því sigið
meira eða minna í hverri viku eftir
aðstæðum. Margir hagfræðingar eru
þeirrar skoðunar, að í óðaverðbólgu,
eins og er hér á landi, auki gengissigið
á óreiðu í verðlagsmálum. Stöðug
breyting gengis veldur sifelldum
breytingum á verðlagi og stóreykur
vinnu við verðútreikninga í verslun-
um, heildsölum, bönkum o.s.frv.
Jafnframt ruglar gengissigið þann-
ig verðskyn almennings enn meira og
erekkiábætandi.
KJARAMAL
Eins og vant er eru launamálin i
brennidepli þessa dagana. Kannski
meira en venjulega vegna bráða-
birgðalaganna J’að má þó segja aðum
þau hafi verið meiri kyrrð en venja er
undir svipuðum kringumstæðum.
Ein ástæðan er sú að allir bjuggust
við einhverju. Sú baktería er landlæg
i stjórnarráðinu hver sem þar situr að
krukka í kjarasamninga. Það sem
gerir gæfumuninn er að nú er a.m.k.
tæpt á ýmsum loforðum sem eiga að
koma almenningi að gagni og fólk
vill staldra við og sjá hvað setur. Af
því tókum við fyrst og fremst mið í
A. S. f. og engu öðru.
Við lifum í mannlegu samfélagi en
ekki í einangruðum hópum sem
ekkert vita utan sinna vébanda. Við
vitum að vaxtaokrið er að sliga það
fólk sem er að reyna að eignast þak
yfir höfuðið, einkum unga fólkið,
það stritar meira en það þolir.
Skatturinn hirðir arðinn, heimili
sundrast og upplausn og óhamingja
fylgja á eftir. Það er hörmulegt til
þess að vita að nýkratarnir skuli vera
höfundar að hávaxtastefnunni og
verja hana enn 1 líf og blóð. Verður
lausaskuldum þeirra sem eru að berj-
ast við botnlausar skuldir breytt í föst
lán fyrir 1. marz? Og þá ekki síður,
verður það gert af viti þ.e.a.s. miðað
við hæfilegt húsnæði en ekki hallir?
Verður bætt um í atvinnuleysis-
tryggingarsjóði, þannig að þeim sem
eru svo ógæfusamir að verða at-
vinnulausir sé mögulegt að lifa af þvi
sem þeir fá? Við búum ekki við
atvinnuleysi og þó, tímabundið sums
staðar, og eldra fólk sem missir vinnu
á í erfiðleikum með að fá annað
starf. Við búum við hróplega ranglátt
Iífeyrissjóðakerfi. Verður farið í að
leiðrétta það? Og ekki síst, hvað með
gamia fólkið sem er orðið ósjálf-
bjarga? Á að gera eitthvað til að þvo
af okkur þá smán sem meðferðin á
því er? Þar þurfa margir að leggjast á
eitt ef vel á að takast. Margt fleira
mætti nefna en ég læt staðar numið.
Á meðan ég skrifa þessa grein les
ég viðtal sem Tíminn á við Bjarnfríði
Leósdóttur. Þar segir: „Hvaða eðlis-
munur er á því hvort það er hægri
stjórn eða vinstri sem lækkar visi-
tölubætur”. Dagana 8. og 9. des.
1978 var haldinn sambandsstjórnar-
fundur A.S.Í. Þar var samþykkt
ályktun um 5% vísitöluskerðingu þá-
verandi „vinstri” stjórnar.' Þar segir
orðrétt: „Þó aðgerðir ríkisstjórnar-
innar í september og aftur nú i
desember séu bráðabirgðaúrræði en
ekki varanleg Iausn á þeim efnahags-
vanda sem við er að etja, lýsir sam-
bandsstjórnarfundur A.S.I. skilningi
sínum á nauðsyn aðgerðanna.” í
umræðum um þessa tillögu segist
Bjarnfríður samkvæmt fundargerð
gera mikinn greinarmun á þessari
rikisstjórn og þeirri sem var á undan
og vænta mikils af henni. f þessari
stjórn hefði fagleg og pólitísk verka-
lýðshreyfing náð saman. Hún sagði
að verkalýðshreyfingin bæri ábyrgði
á ríkisstjórninni svo sem vera bærí
og það ætti að duga svo henni yrði
langra lífdaga auðið ,,en ýta verður á
að pakkinn verði framkvæmdur”.
(tilvitnun lýkur). Já, þetta var nú þá,
það var nú samt sú stjórn sem kom á
vaxtahækkun og skerðingu á verð-
bótavísitölu. Er ekki best að hver
ríkisstjórn dæmi sig af verkum sinum
og þessi líka?
Ef á að tala um stjórnarandstöðu í
A.S.Í. eru það vist kratarnir. Á mið-
stjórnarfundi fluttu þeir enga tillögu
sem þeir orðuðu sjálfir. Karl Steinar
0 „Það sem gerir gæfumuninn er, að nú er
að minnsta kosti tæpt á ýmsum loforðum,
sem eiga að koma almenningi að gagni, og fólk
vill staldra við og sjá, hvað setur.”