Dagblaðið - 20.01.1981, Page 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981.
Kjallarinn
GuðmundurG.
Því er þess freistaö hér aö stöðva
gengissigið einhvern tfma, en af því
leiðir að fella verður gengið upp á
gamla mátann með einhverju milli-
bili.
Að sjálfsögðu er ekki unnt að
halda gengi islensku krónunnar
föstu. Þrátt fyrir þessar efnahagsað-
gerðir er áætlað að verðbólgan hér
verði um 50% frá upphafi til loka
árs. Það þýðir að veröbólgan hér
verður 34—36% hærri en verðbólga f
helstu viðskiptalöndum okkar. Við
slíkar aðstæður fellur Islenska krón-
an. Við því er ekkert að gera, þó
hækkun á útflutningsafurðum okkar
og aukin framleiðni gætu eitthvað
bætt úr. Hér er einungis þess freistað
að breyta um aðferð, hverfa frá
gengissigsstefnunni i von um að það
auðveldi lækninguna. Ailt tal um
fölsun gengis er út 1 hött ( þessu sam-
bandi,
Auðvitað veldur itiiklu í þessu sam-
bandi hvernig til tekst með fiskverðs-
ákvörðun núna í janúar. Sjómenn og
útgerð knýja fram bættan hag sinn,
með hærra fiskverði. Fiskvinnslan er
hins vegar bundin af verðlagi á er-
lendum mörkuðum. Hækki verðlag
fisks innanlands verulega, er ekki
unnt að bæta stöðu fiskvinnslunnar
nema með gengisbreytingu, að hún
fái fleiri islenskar krónur fyrir
erlendu myntina til þess að standa
undir kostnaðarauka.
Þarna Uggur einn aflhvati hring-
rásarinnar. Knúin er fram hækkun
fiskverðs, sem ekki er unnt að mæta
nema með gengisbreytingu. Gengis-
breytingin fer síðan út i verðlagið og
framkallar kröfu um hærra fiskverð
vegna þess að verðlagshækkunin,
sem hún veldur, rýrir hag sjómanna
og útgerðar.
Reyndar er málið flóknara en þetta
og spurningin um orsök og afleiðingu
er erfið viðfangs. Því er eðlilegt að
menn spyrji, gæti einhvers konar tak-
mörkuð, tímabundin millifærsla
dregið úr hraðanum?
Af nnillif œrslum
í efnahagsáætluninni er gert ráð
fyrir, að veröjöfnunarsjóði sjávarút-
vegsins veröi útvegað nokkurt fjár-
magn ef þörf krefur vegna stöðvunar
gengissigs. Akvæði eru einnig um
fjármagn til að tryggja afkomu sam-
keppnisiðnaðar og útflutningsiön-
aðar á svipaðan hátt.
Stjórnarflokkarnir eru sammála
um, að hámark þessarar fjárútvegun-
ar sé lOOm.kr.
Stjórnarandstaðan gerir mikið úr
því að þetta sé slæmt mál. Þarna sé á
ferðinni gengisfölsun, viðamikið
millifærslukerfl og brot á samkomu-
lagi okkar við EFTA og EBE. Þetta
eru fráleitar fullyrðingar. Aðgerð
þessi fellur inn í tilraun til stefnu-
breytingar i gengismálum svo sem
áður segir. Engar hugmyndir eru
uppi um gengisfölsun enda slík að-
gerð ekki framkvæmanleg. Aðeins
verið að reyna að hægja á skrúfunni.
Hér er heldur ekki um neitt milli-
færslukerfi að ræða. Þjóðartekjur
okkar eru áætlaðar 1981 um 18,5
milljarðar króna. Millifærslur upp á
100 m.kr. vega sáralítið i þeirri upp-
hæð. Hefur ekki mikil áhrif á pen-
ingamagn í umferð. Því er hins vegar
ekki að leyna, að framsóknarmenn
eru ekki hrifnir af millifærslum. Þó
þessi upphæð sé takmörkuð og tima-
bundin, kemur hún ofan á há fjárlög
og háa lánsfjáráætlun. Menn mega
samt ekki gleyma aö þessari milli-
færslu er ætlað ákveðið hlutverk I
verðhjöðnuninni.
En hvað með bandalagslönd okkar
I friverslun? Menn telja sumir, að
þau muni ekki geta fallist á þessa aö-
gerð og telji hana samningsbrot.
En lítum nánar á málið. Það eru
bullandi millifærslur I allri V-
Evrópu. Menn eru blindir, ef þeir sjá
það ekki. Hvaö með stuðning þessara
landa við sinn iðnaö? Hvaö er hann
annað en millifærsla?
Ég hef fyrir satt, að Norðmenn
greiði 2,50 norskar krónur með
hverri vinnustund I vefjar- og fata-
iönaði. Hvað er það annað en milli-
færsla?
Sum Norðurlöndin og e.t.v. fleiri
lönd veita iðnfyrirtækjum lán, sem
siðan eru afskrifuö á ákveðnum ára-
fjölda og aldrei borguð. Hvað er það
annað en millifærsla?
Þessi lönd gefa út þykkar bækur,
upplýsingarit til iðnfyrirtækja um
hvaða aðstoð og styrki þau geti
fengið frá hinu opinbera. Hvað er
þetta annað en millifærsla?
Hvernig halda menn að gangi t.d.
með stáliðnaðinn víöa í Evrópu
núna? Það skyldi þó aldrei vera, að
einhverjar millifærslur væru þar.
Hvað er aðstoð Bandaríkjamanna
núna við bílaiðnað sinn annað en
millifærsla?
Hvað með landbúnaðinn í EBE?
Halda menn að þar séu engar milli-
færslur?
Hvað eru menn að tala um? Svo
standa menn hér á landi bláeygir og
saklausir, jafnvél forsvarsmenn iðn-
aðarins segja: ,,Nei, við megumekki
fara í svona millifærslu. Löndin I
kringum okkurgætu reiðst.”
Þessir menn eru kaþólskari en páf-
inn. Heimurinn er ekki svona einfald-
ur. — Ég átta mig alls ekki á þessum
mönnum.
Jafnvel forystumenn bóksala halda
ræður við hátlðleg tækifæri um
nauðsyn frjálsrar verslunar og frjálsa
álagningu. Þeir sem samþykkja ekki
að gefa álagningu alla frjálsa um-
yrðalaust, eru haftamenn. Síðan
byggja þeir sér upp einokunarað-
stöðu. Enginn má selja bækur nema
fá leyfi frá þeim. Þeir sem hafa leyfin
koma sfðan saman og ákveöa verð
bókanna, sem enginn má vikja frá.
Athyglisvert. Næsta hátfðisdag er
síðan ræðan haldin aftur um frjálsa
verslun og frjálsa álagningu. Þannig
mætti lengi telja.
Forystumenn iðnaðarins, sem skel-
egglega hafa barist gegn og bent á
víðtækt millifærslukerfi ýmissa við-
skiptalanda okkar, koma nú og boða
heimsendi vegna þessara litlu aögeröa
hér, s'em nánast ekkert eru.
Var einhver að tala um ósamræmi f
málflutningi stjórnmálamanna?
Um útgreiðslu þessa fjár 1 efna-
hagsáætluninni er það aö segja, að til
sjávarútvegs getur féð farið gegnum
verðjöfnunarsjóð sjávarútvegs og
ætti ekki að valda erfiöleikum, og til
iðnaðaríns má greiða svipaö og gert
var meö uppsafnaðan söluskatt eða
veita hagræðingarstyrki og efla lána-
sjóði iðnaðarins.
Vaxtamálin
Meö efnahagsaðgerðunum er að-
lögunartíminn að jákvæðum vöxtum
lengdur um eitt ár. Elia hefðu vextir
átt að hækka nú um 10% og voru
allir sammála um að það væri ófram-
kvæmanlegt við núverandi aðstæður.
Á undanförnum árum hafa komið
fram fjórar stefnur I vaxtamálum.
1) Frjálsvaxtastefna, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn fylgir.
2) Raunvaxtastefna, sem Alþýðu-
flokkurinn fylgir.
3) Verðtryggingarstefna, sem Fram-
sóknarflokkurinn fylgir.
4) Lágvaxtastefna, sem Alþýðu-
bandalagið að minnsta kosti
fylgdi hér áður.
Meginmunur raunvaxtastefnu og
verðtryggingarstefnu kemur fram í
greiðslubyrði lengri lána. Raunar má
segja að verötryggingarstefnan hafi
orðið ofan á, enda hefur hún marga
kosti. Þó vaxtahækkun sé nú frestað
vegna atvinnulífsins og unga fólksins
sem er að byggja og stofna heimili,
eru jafnframt jjpnaðir 6 mánaða
verðtryggðir innlánareikningar. Þar
með er almenningi opnað hagstæðara
sparnaðarform en hann hefur áður
átt kost á.
Menn geta geymt fé sittjærðtryggt
aö visu bundið i 6 mánuði. Þar með
er mönnum gefin leið til þess að varð-
veita sparifé sitt. Noti almenningur
þetta I verulegum mæli leiöir af sjálfu
sér, að bankarnir verða að lána út
verðtryggt I auknum mæli. Það gæti
flýtt fyrir framgangi verötryggingar-
'stefnunnar.
Vaxtakerflð þarf allt aö taka til
endurskoðunar og samræma þarf út-
lána- og innlánaform,
Ég hefði talið að verðtryggðu inn-
lánareikningarnir ættu ekki aö vera
bundnir lengur en I 3 mánuði.
Bankamenn voru hins vegar hræddir
við svo stórt stökk í einu og 6 mán-
uðir uröu ofaná.
Margt fleira mætti segja um vaxta-
málin, en ekki er færi til þess í stuttri
blaðagrein.
Framhaldið
Mikilvægt er, að ríkisstjórnin nái
sem fyrst samstöðu um framhaldsað-
gerðir I verðbólgumálum.Stjórnar-
flokkarnir eru sammála um þaö
markmið aö ná verðbólgunni niður (
40% á þessu ári, Þessar aðgerðir
duga aðeinsi 50%.
Það er þvi samkomulag um að
grlpa til frekari aðgerða og sam-
kvæmt skoðanakönnun Dagblaðsins
er það I samræmi við vilja þjóðarinn-
ar.
Engan þarf aö undra þó ólikir
stjórnmálaflokkar þurfi nokkurn
tima til þess að ná samkomulagi i svo
margþættu máli. Þvert á móti. Vilji
til samkomulags er fyrir hendi og
þessi ríkisstjórn hefur burði til þess
að takast á við vandann og leysa
hann.
Nýr neyslugrunnur framfærsluvísi-
tölu tekur gildi á þessu ári i framhaldi
og samræmi við neyslukönnun Hag-
stofunnar. Þá gætu opnast möguleik-
ar til lækkunar ýmissa opinberra
gjalda, sem þá vega meira í visitölu-
grunni en nú.
I í efnahagsáætluninni er gert ráð
fyrir samvinnu við aðila vinnumark-
aðarins um mótun samræmdrar
stefnu til tveggja ára, sem vonandi
tekst.
Niðurskurður fjárlaga og lánsfjár-
áætlunar væri skref f rétta átt.
Að mlnu viti gæti ríkisstjórnin
boðið enn frekari skattalækkanir,
þegar kemur fram á árið I skiptum
fyrir t.d. 3 stig i verðbótavísitölu 1.
júní eða 1. sept. Þær skattaiækkanir
væru miðaðar við það að halda
óbreyttum kaupmætti. Ekki skal ég
segja, hvort unnt er að ná samkomu-
lagi um eitthvaö í þeim dúr, en vissu-
lega væri það mjög mikilvægt. Fleiri
og fleiri virðast lika komnir á þá
skoöun, að kaupmátturinn sé aðalat-
riðið en ekki krónutöluhækkunin.
Hér er ekki færi á að fjalla um hin
fjölmörgu atriði I efnahagsáætlun
rikisstjórnarinnar. — Kannski gefst
tækifæri til þess síöar. Aðalatriðið
er, að þessar aðgerðir hrinda frí
þeirri holskeflu sem var að dynja yfir
okkur og gefa okkur viðspyrnu til
raunhæfra framhaldsaðgerða.
GuðmundurG. Þórarinsson
alþingismaður
„Að mínu viti gæti ríkisstjórnin boðið
enn frekari skattalækkanir, þegar kemur
fram á árið, í skiptum fyrir til dæmis 3 stig í
verðbótavísitölu 1. júní eða 1. september.”
Kjallarinn
Aðalheiður
Bjamfreðsdóttir
eyddi lengstum tima í að verja Kjara-
dóm og kvarta undan sínum launum.
Sagðist meðal annars semja um hærri
laun fyrir suma i sínu félagi en hann
hefði sjálfur. Hins vegar lét hann
þess ógetið að sumt af hans launum
er skattfrjálst. Ég get hvergi fundið
þessi háu laun sem hann talaði um I
sínu félagi i launatöxtum Verka-
mannasambandsins, það hlýtur þá að
vera falið og með aðstoð V.S.Í. Nú,
Karvel studdi Karl Steinar í þessu, og
hvorugur vj|di álykta um bráða-
birgðalögin. Þegar svona menn
hlaupa svo I blöð til að hæla sjálfum
sér, gengur yfir þá sem til þekkja.
Það kom mjög fram á þessum
fundi að verkalýðshreyfingin mætti
búast við erfiðum róöri til að verja
kaupmátt launa og bæta lífskjörin,
En það þarf meira tii en að þeir sem
eru í forystu hugi að því. Fólkið I
verkalýðshreyfingunni verður að
fylgjast vel með og gera sér ljóst
hverjir eru að reyna að ná fram
kjarabótum og hverjir eru að æpa til
aðauglýsasjálfasig.
Ég lýk svo þessum línum með
þeirri ósk til þeirra sem telja sig full-
trúa verkafólks á alþingi að þeir beri
fram tillögu um breytta skipan Kjara-
dóms. Það er óhæfa að þar sitji
eingöngu háskólamenn og jafnframt
að hluti af launum alþingismanna sé
skattfrjáls. Ferðakostnaður og uppi-
haidskostnaður eru auðvitað laun, og
ég spyr. Eru lög um að þetta skuli
vera skattfrjálst?
Með bestu ósk um gleðilegt ár.
Aflalhelður Bjarnfreðsdóttir,
formaflur Sóknar.
✓
/