Dagblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981. '17
Nýrödd íMorgunpósti
Nýrödd er nú tekin að hljóma
í Morgunpóstinum. Fyrir nokkru
tók Anna Steinunn Ágóstsdóttir
við af Páli Þorsteinssyni, sem
snýr sér nú óskiptur að
Syrpugerð. — Anna Steinunn
hefur ekki áöur starfað við fjðl-
miðla. Hún lauk stúdentsprófi
árið 1979 og hefur siöan meðal
annars unnið á talsambandi við
útlönd.
— œfirnúí
Sölumaður
deyreftir
ArthurMiUer
Andri Öm Clausen ífyrsta stóra hlutverkinu sínu hjá Þjóöleikhúsinu:
Lauk leiklistamámi
síðastliöið sumar
Kvikmyndin Sesselja:
Tilbúin til sýninga
eftir þrjár vikur
—ekki enn vitaðhvarhún verður sýnd
Ómar Ragnarsson er ágætis
islenzkumaður og einn af þeim
mörgu íslendingum, sem þolir iila
erlend orð í máli okkar. Til dæmis
benti hann á það á árshátíð fyrir
stuttu að orðið bikini væri erlent orð,
þó það hefði tekið sér fastan sess í
máli okkar. Ómar sagöi að mun rétt-
ara væri að kalla bikini þjóðbúning.
Ha, þjóðbúning kann einhver að
spyrja. Já, Ómar skýrði þetta nánar.
Sko, brjóstahaldið gæti heitið
upphlutur og buxurnar skaut-
búningur, sem sagt þjóð-
búningur. . .
Hassan og
Hampiðjan
„Þetta er annað hlutverkið mitt
hjá Þjóðleikhúsinu. Vorið 1978 hljóp
ég í skarðið fyrir Áma Blandon í
öskubusku,” sagði Andri Örn
Clausen leikari í samtali við
blaðamann DB. Andri æfir nú hlut-
verk Happy í Sölumaður deyr eftir
Arthur Miller. Verkið verður
frumsýnt í lok febrúar.
,,Þetta er prýðisgott hlutverk og
skemmtilegir leikarar, sem ég vinn
með,” sagði Andri. „Gunnar
Eyjólfsson fer með hlutverk sölu-
mannsins og Margrét Guðmunds-
dóttir leikur konu hans. Við Hákon
Waage leikum syni þeirra. —
Sölumaður deyr er eitt bezt skrifaða
nútímaverkið í leikbókmenntunum
og má segja að það sé orðið sígilt.
Það var samið að mig minnir stuttu
eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk,
en á allt eins mikið erindi til fólks í
dag og það gerði þá. ”
Nám í London
Andri Clausen lauk leiknámi hjá
Webber Douglas Academy í London
í júlí í fyrra. Hann var að því
spurður, hvers vegna hann hafi kosið
að nema erlendis.
,,Ég reyndi á sínum tíma að
komast að hjá Leiklistarskóla
ríkisins, en fékk ekki inngöngu. í
staðinn fyrir að bíða í heilt ár kaus ég
frekar að reyna fyrir mér á nýjum
slóðum. Ég komst að í þriðju tilraun
og var svo heppinn að fá inni hjá
Webber Douglas Academy, sem er
einn af fimm höfuðleiklistarskólun-
um í London. Þarna var ég í tvö ár og
útskrifaðist í sumar.”
Hlutverk í Gretti
Auk þess að æfa nú af kappi hjá
Þjóðleikhúsinu fer Andri Clausen
„Filman er farin til Ameríku í
kóperingu og við áætlum að hún
verðitilbúin tilsýningar eftir um það
bil þrjár vikur,” sagði Páll Stein-
grímsson kvikmyndageröarmaður er'
Fólk-síðan forvitnaðist um myndina
Sesselju, sem gerð er eftir sviðsverki
Agnars Þórðarsonar, Kona. Myndin
var gerð í ágúst í sumar af PáU
Steingrímssyni og Ernst Kettler. Með
hlutverkin fara Helga Bachmann og
Þorsteinn Gunnarsson. Leikstjóri er
Helgi Skúlason.
„Myndin er klukkustundar löng
og gerð bæði fyrir sjónvarp og kvik-
myndahús,” sagði Páll. ,,Við vitum
hins vegar ekki ennþá hvar hún
kemur til með að verða sýnd.
munum bjóða sjónvarpinu hana til
sýningar og ef það treystir sér til að
greiða fyrir myndina það sem við
setjum upp, sem er undir því verði
sem við þurfum að fá, þá geri ég ráð
fyrir að sá kostur verði ofaná. Ef
sjónvarpið ætlar að kaupa myndina
og við sitjum eftir með 50—60
prósent skuldabagga, þá gæti ekki
orðið af þeirri sölu,” sagði Páll
ennfremur.
,,Það hefur komið i ljós að tvö
kvikmyndahús hafa annað efni til að
sýna með myndinni, svo hún nái
fuUum sýningartíma. Myndin er að
mörgu leyti frábrugðin sviðsverki
Agnars, en er þó byggð á því verki.
Hún segir frá lífsuppbyggingu
tveggja persóna. í kringum sögu-
þráðinn spinnst þjóðsagnakennd um
fjöruna og konuna, sem átti tvo
hami,” sagði Páll.
Myndin var tekin í fjörunni
nálægt Grindavík en inniatriði I
Blað allra landsmanna skýrði frá
þvi i siðustu viku að elzti maður
Færeyja væri látinn. Það minnir á
söguna um landamerkjadeilu í héraði
nokkru úti á landi. Hvorki gekk né
rak í deilunni, svo að ákveðið var að
bera hana undir elztu menn i næstu
sveit. Hreppstjóranum þar var því
skrifað bréf og hann beðinn um að
grennslast fyrir um málið. Svarið
kom eftir nokkra daga. Því miður —
elzti maður sveitarinnar hafði látizt
nokkru áður og því var þar enginn
elzti maður á lífi lengur.
með nokkur hlutverk í söngleiknum
Gretti hjá Leikfélagi Reykjavíkur. —
Grettir er reyndar fyrsta viðfangsefni
Andra síðan hann kom heim frá
námi. — Hann var spurður að því
hvort nóg væri að gera fyrir nýút-
skrifaða leikara um þessar mundir 1
Rey kj avík ur leikhús unum.
„Nei, mér hefur skilizt að svo sé
ekki, sérstaklega ekki hjá nýút-
skrifuðum leikkonum,” svaraði
hann.
,,Ég hlýt að hafa verið á réttum
stað á réttum tíma, þegar ég fékk
fyrst. hlutverkið í Gretti og síðan i
Sölumaður deyr. Sem sagt einstök
heppni. Það er því allt í óvissu um
hvenær mér býðst hlutverk næst.”
T ónlistarf erillinn
Hér áður fyrr fékkst Andri tals-
vert við tónlist og lék meðal annars
inn á eina plötu. Hann var spurður
að því að lokum, hvort hann hefði
alveg sagt skilið við tónlistina.
„Það var nú aldrei nein alvara á
bak við tónlistina,” svaraði hann.
„Við gerðum þessa plötu þegar ég
var ímenntaskóla.Júlíus Agnarsson,
Ásgeir Óskarsson, Ómar Óskarsson,
ég og fleiri. Nú, þeir urðu at-
vinnumenn en ég hélt áfram í skóla.
Það er leiklistin sem er nú efst á
baugi hjá mér og annaðhvort er
maður í henni af heilum hug eða
ekki.” -ÁT-
Árbæ. Ekki vissi Páll hvert heildar-
verð myndarinnar væri, en þeir félag-
ar fengu 8 milljónum gamaila króna
úthlutað frá Kvikmyndasjóði til að
gera myndina. — -ELA.
Frá upptöku á kvikmyndinni Sesselju í fjörunni nálœgt Grindavlk. Á myndinni má sjá þau Helgu Bachmann og Þorstein
Gunnarsson I hlutverkum sínum ásamt Ernst Kettler Mjóöupptökumanni, Páli Steingrlmssyni kvikmyndatökumanni, Helga
Skúlasyni leikstjóra og Þorsteini Úlfari aðstoðarmanni.
Eftirlits-
maður ríkisins
áÞjóðviljann
Eftirlitsmaður ríkisins með rekstri
Flugleiða, Baldur Óskarsson, er nú
orðinn blaðamaður á Þjóðviljanum.
Kemur hann inn á ritstjórnina í stað
Einars Arnar Stefánssonar, sem
ráðinn hefur verið á fréttastofu út-
varpsins eins og frægt er orðið.
Baldur hefur til skamms tima
verið erindreki Alþýðubandaiagsins.
Ekki mun alveg ljóst hvort hann
lætur alveg af því starfi eða hvoft
hann mun eingöngu i framtiðinni
reka erindi flokksins i gegnum
Þjóðviljann.
Nýr
þjóðbúningur...
>
Andri Örn Clausen á tröppum
Þjóðleikhússins. Ungir leikarar hafa
ekki mikið að gera þessa daganafrek-
ar en endranœr.
DB-mynd: Einar Ólason.
Dagblaðið hefur frétt á skot-
spónum að húmoristar á Sauðár-
króki séu liðtækir við uppnefnasmíð-
ar þessa dagana. Lögreglumaður á
staönum, sem grunaður er um
fikniefnabrot, er til dæmis kallaður
Hassan. Og lögreglustöðin. . . hún
er að sjálfsögðu uppnefnd
Hampiðjan.
Elsti karl-
maður Fær-
eyja látinn
ELSTI karlmadur í Fœreyjum.
Andrass Poulsen. lést á jóladag
sl. Hann var 100 ára Kamall er
hann andaðist.