Dagblaðið - 20.01.1981, Page 27

Dagblaðið - 20.01.1981, Page 27
27 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981. I Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir D Þítturinn i kvöld er um Feþon. FRÁ DÖGUM GODANNA—sjónvarp kl. 20,35: ÓVÆNT ENDALOK - sjónvarp kl. 21,45: KUNNINGIHJÓNANNA HELDUR VIÐ KONUNA — Regnhlífarmaðurínn veldur þáttaskilum ílífi þeirra Óvænt endalok eru á dagskrá sjónvarps í kvöld. Þátturinn fjallar annars vegar um aldraðan mann, regnhllfarmanninn, sem aflar sér peninga með vafasömum hætti. Hins vegar fjallar hann um hinn eilífa ástarþríhyrning, hjón og kunningja þeirra, sem heldur við eiginkonuna. Dag einn fer eiginkonan í hár- greiðslu en á leiðinni heim gerir úr- hellisrigningu. Hún verður því að leita skjóls. Regnhlífarmanninn ber á hennar fund og þau kynnast. Þessi kynni þeirra leiða til óvæntra enda- loka, sem breyta verulega líft konunnar, en ekki er rétt að fara nánar út í það. Þýðandi myndarinnar er Krist- mann Eiðsson. -KMU. KRISTJAN MÁR UNNARSSON Goðsagnimar grísku fyrir unga sem aldna í gær var á dagskrá sjónvarpsins fyrsta myndin af sex í fmnskum klippimyndaflokki þar sem endur- sagðar eru þekktar sagnir úr grískri goðafræði. Hver þáttur er sjálfstæður. 1 kvöld verður annar þáttur um Feþon. Bæði börn og fullorðnir ættu að geta horft á þessar myndir því sögumar eru skemmtilegar og teikningarnar fallegar. Þættirnir verða sýndir á mánudögum og þriðjudögum næstu tvær vikurnar. Þýðandi er Kristín Mántylá en sögumaður Ingi Karl Jóhannesson. -KMU. Á HUÓÐBERGI - útvarp kl. 23,00: Veðsettar landeignir reyndust vera vötn — Lifandi f rásögn af f jársvikara í þætti sínum, Á hljóðbergi, mun Bjöm Th. Björnsson listfræðingur flytja hljóðritun af lestri sænska rit- höfundarins Fritiof Nilsson Piraten á sögu sinni Milljónamæringnum (En millionár). Að sögn Björns þótti Fritiof Nilsson strax í skóla dálítið baldinn og var þar uppnefndur piraten (sjóræninginn). Seinna tók hann sér þelta höfundar- nafn. Hér á landi er hann þekktastur fyrir fyrstu bók sina, Bombi Bitt sem kom út 1932. Þá sögu las Helgi Hjörvar í útvarp við feikna vinsældir og var hún einnig geftn hér út. Siðan hefur hann skrifað mikið af gamansömum bókum og smásögum en oftast haft þann háttinn á að segja þær í sænska útvarpið. Hefur flutningur hans verið lifandi frásögn hans sjálfs. Þaðereinmitt ein slík lifandi frásögn sem við fáum að heyra í kvöld. Sagan fjallar um hlálega fjárpretti. Maður nokkur verður milljónari á því að veðsetja landeignir norður í Svíþjóð. Þegar til kemur reynast þessar land- eignir vera vötn og er margt skoplegt sem gerist í þessari sögu. Höfundurinn gerir söguna mjög trúverðuga og ótrúlega raunverulega Skíðasköfí Sigurðar Jónssonar Skíðakennsla fyrirafía, einka- og hóptímar. Kvöld-, helgar- og dagkennsla. Uppl. og skráning alla virka daga milli kl. 18 og 20 í síma 76740. Fasteignaþjónustan auglýsir — Laust starf — Viljum ráða sölufulltrúa Sérlega lifandi og skemmtilegt starf. „Ráðherralaun" fyrir þann sem er úrræðagóður, lipur, ólatur og fylginn sér. — Vinna og aftur vinna. Viðtalsbeiðnum veitt móttaka í síma 26213 þriðjud. og miðvikud. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN ð© AUSTURSTRÆTI IV - REYKJAVÍK Útboð Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir tilboðum í vikurflutninga vegna aðveitu Seleyri- Akranes. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræði- stofunni Fjarhitun hf., Álftamýri 9 Reykajvík, Verkfræði- og teiknistofunni sf., Heiðarbraut 40 Akranesi og Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen, Berugötu 12 Borgarnesi gegn 200 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, Heiðarbraut 40 Akranesi, þriðjudaginn 10. febrúar 1981 klukkan 15.30. spörum RAFORKU Björn Th. Björasson. með því að lýsa lagahliðum málsins á nákvæman hátt enda er hann lög- fræðingur að mennt. Sjálfur segist Fritiof Nilsson Piraten hafa fengið stílkenndina frá íslendinga- sögunum en hann ólst upp við þær, að sögn BjörnsTh. Björnssonar. -KMU. spörum RAFORKU

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.