Dagblaðið - 20.01.1981, Side 28
við Stígandafjörð:
Stórsiasað-
ureftir4
metra fall
Fullorðinn maður slasaðist
töluvert um miðnætti í nótt er hann
féll 4 metra af bryggju og niður á
dekk mb Sigurvon er var í höfninni á
Suðureyri. Maðurinn var að mæta til
vinnu er honum skrikaði fótur á
bryggjunni meö fyrrgreindum af-
leiðingum. Maðurinn mun hafa
skaddazt á höfði, fingurbrotnaö og
skaddazt á öxl eftir því sem bezt var
vitað i morgun. Læknir kom þegar á
staðinn og var maðurinn fluttur strax
á sjúkrahúsið á ísafirði. Töluverð
heppni var að vegurinn á milli var
opinn um þetta leyti, en hann
lokaðist vegna ófærðar skömmu
síðar. -ELA.
Undírmenn á farskipum felldu kjarasamning sinn og
viðræður um kjör bátasjómanna í sjálf heldu:
Verkfallsboðun
er næsta skrefíð
Undirmenn á farskipum felldu
kjarasamninginn sem undirritaður
var hjá sáttasemjara 19. desember
með 48 atkvæðum gegn 30. Það kom
í ljós í gærkvöldi þegar talin voru at-
kvæði sem greidd voru um samning-
inn. Ríkissáttasemjari fékk þegar í
stáð tilkynningu um niðurstöðu at-
kvæðagreiðslunnar og er búizt við að
hann boði til fundar deiluaðila í vik-
unni. Stjórn Sjómannafélags Reykja-
víkur kom saman til fundar snemma í
morgun til að ræða stöðuna. Búizt er
viðaðhún taki ákvörðun um að afla
sér heimildar umbjóðenda sinna til
verkfallsboðunar. Fer það þannig
fram í stórum dráttum að sjómönn-
um eru send skeyti og þeir senda
skeyti um hæl og staðfesta síðan af-
stöðu sína með atkvæðagreiðslu
þegar þeir koma í land. í upphafi
næstu viku ætti heimild til verkfalls-
boðunar að liggja fyrir.
Ekki er annað fyrirsjáanlegt en að
verkfall sé yfirvofandi líka hjá sjó-
mönnum þar sem viðræður um
endurnýjun bátakjarasamnings eru i
fullkominni sjálfheldu. Gert er ráð
fyrir að næstu daga boði Sjómanna-
sambandið og Farmanna- og fiski-
mannasambandið til aðgerða til að
þrýsta á útgerðarmenn að ganga til
samninga um kjör sjómanna. Lík-
legast er að gripið verði til verkfalls-
vopnsins og getur svo farið að sam-
tímis boði sjómenn og undirmenn á
farskipumtilverkfalls. '
- ARH
fijálst, úháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 20. JAN. 1981.
Stjórnarmaður ÍF1A:
Ekki í verka-
hring ráðherra
Ég vil minna á þá samninga sem
Flugleiðir gerðu við Félag íslenzkra at-
vinnuflugmanna og Félag Loftleiða-
flugmanna í fyrra, en þá skuldbatt
félagið sig til þess að flugmenn Flug-
leiða flygju þeim vélum sem teknar
yrðu á leigu, þ.e. að félagið tæki ekki á
leigu vélar með flugmönnum,” sagði
Árni Sigurðsson stjórnarmaður í FÍA í
morgun.
Það kom fram í viðtali DB við Stein-
grím Hermannsson samgönguráðherra
i gær að sú hugmynd hefði borið á
góma í viðræðum við stjórn Flugleiða
að skipta e.t.v. einhverjum leiðum milli
Flugleiða og Arnarflugs.
Mun helzt koma til greina að Arnar-
flug fái stærri hluta sólarlandaflugsins
en verið hefur til þessa.
,,Ég get ekki skilið að það sé í verka-
hring ráðherra að skipta sér af því hvað
Flugleiðir gera við sín.dótturfyrirtæki
og hvaða verkefni þau fá. Auk þess
hafa forráðamenn Flugleiða sagt að
samningar félagsins við Arnarflug á
síðasta ári hafi verið Flugleiðum mjög
óhagstæðir.” -JH
Alþýðublaðið og
Helgarpósturínn skilja:
„Ekkiíokkar
verkahring
— aðgefaútblaðsem
verðurflokkn-
um að litlu gagni,
segir rekstrarst jóri
blaðanna
Fullyrt er aö Alþýðublaðið og
Helgarpósturinn leiti nú allra ráða til
að rétta við hallarekstur sinn — og I
því skyni verði rekstur þcirra
aðskilinn að einhverju leyti.
Bjarni P. Magnússon, rekstrar-
stjóri þessara beggja blaða fyrir hönd
Alþýðuflokksins, staðfesti að svo
kynni að fara.
„Samstarfið við Helgarpóstinn
hefur verið gott og við erum ósköp
ánægðir með að hafa getað gefið
hann út,” sagði Bjarni.
„En viö höfum áhyggjur af að
framundan kunni að vera rekstrar-
vandi hjá báðum blöðunum og þvi
þurfum við að athuga alla möguleika
til sparnaðar. Við sjáum ekki að það
sé t okkar verkahring að gefa út Helg-
arpóstinn, sem er Alþýðuflokknum
að litlu pólitisku gagni, enda ritstjórn
Heigarpóstsins óháð vilja flokksins.”
Hann bætti við að i sextíu ár hefði
blaðaútgáfa jafnan verið þaö sem
hefði skapað Alþýðuflokknum mest-
an fjárhagsvanda.
„Nú viljum við skoða alla
kostnaðarliði,” sagði Bjarni
ennfremur. ,,Við óttumst að fram-
undan sé minnkun á auglýsingum,
jafnvel tregða í lausasölu, en á sama
tíma hækkar kaup blaðamanna.”
Bjarni staðfesti, að prentunar-
kostnaður i Blaðaprenti væri orðinn
óhóflega hár, enda hefðu taxtarnir
ekki breytzt að sama skapi og
Alþýðublaðið hefði minnkað að
stærð.
Hann vildi ekki fallast á
fullyrðingu sem fram kom i
Þjóðviljanum í morgun um að rit-
stjóm Alþýðublaðsins undir stjóm
Jóns Baldvins Hannibalssonar væri
óeðlilega dýr. „En auðvitað vill
rekstrarstjórnin ná niður kostnaði
hvar sem hægt er,” sagði hann að
lokum. -IHH.
Metdagur íárekstrum í Reykjavík og Kópavogi: *
UNG KONA TÖLUVERT SLÖSUÐ
EFTIR AÐ EKID VAR Á HANA
— og ungbam slasað eftir harðan árekstur í Kópavogi
Ekið var á unga konu á Hofsvalla-
götu á móts við Melabúðina um kl. 17 í
gærdag. Ekki er vitað með hvaða hætti
slysið varð en konan var flutt
allnokkuð slösuð á slysadeild. Óvenju
mikið var um árekstra í gærdag og var
lögreglan kölluð í 32 umferðaróhöpp
víðs vegar um bæinn.
Þá var einnig metdagur í árekstrum í
Kópavogi að sögn lögreglunnar þar. í
einu tilfelli var um mjðg harðan
árekstur að ræða á Álfhólsvegi. Tveir
bílar fkullu saman og ungbarn í
burðarrúmi, sem var í aftursæti annars
bílsins, mun hafa meiðzt eitthvað.
Bílarnir voru báðir mjög mikið
skemmdir. Alls urðu 12 árekstrar hjá
lögreglunni í Kópavogi í gær, misjafn-
lega harðir.
-ELA.
m
m
Ekið var á unga konu á móts við Melabúðina um fimm leytið i gærdag og mun hún hafa slasazt nokkuð.
nn a. c
Olíuskipíveðurofsasuðuraf íslandi: ^ ^
MISSTI500 ÞUSUND UTRA
AF BÍLABENSÍNI í HAFH)
—talin lítil hætta á mengun, því bensín gufar fljátt upp
Rússneskt olíuskip á leið til lands-
ins missti þann 27. desember sl. 500
þúsund lítra af bensíni í hafið. Var
skipið þá statt um 180 sjómílur suður
af íslandi. Það kom frá borginni
T uapse við Svartahaf.
Olíuskipið hreppti mjög slæmt
veður og var í miklum barningi í þrjá
sólarhringa. Leiddi það m.a. til þess
að mælingalúga sópaðist af einum
geymanna. Sjór komst í geyminn en
þar sem bensín er eðlisléttara.vék það
fyrir sjónum, flæddi upp úr og í
hafið.
Hingað til lands kom skipið 2.'
janúar. Var það mikið laskað, sér-
staklega brúin en einnig hafði sjór
flætt inn á vistarverur. Sjópróf fóru
fram í Hafnarfirði 3. janúar en skipið
hélt af landi brott 6. janúar. Það
heitir Dzerzhinsk og er 7.600 brúttó-
lestir að stærð. Það var á vegum
Skipadeildar Sambandsins en flutti
farm fyrir öll íslenzku olíufélögin.
Að sögn Kára Valvessonar hjá
Skipadeild Sambandsins er lítil hætta
á mengun vegna þessa slyss. Skipið
var statt það langt suður frá íslandi
er óhappið varð, en bensín flýtur
nfan á iíS nc cnfar fliótt UDD. - KMIJ