Dagblaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981 5 /■" g ............................................................- Hverjir eiga rétt á f ríum leikhúsmiðum: PERSONULEG AKVORDUN ÞJOÐLEIK- HÚSSTJÓRA EDA EIN ALfilLD REGLA? Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri: Vi Regla að viku- blM fái miða á aðra sýningu — en ekki frumsýningu „Dagblöðin hafa fengið miða á frumsýningar en vikublöðin hafa átt þess kost að fá miða á aðra sýningu. Þegar útgáfa Alþýðublaðsins dróst saman og Helgarpósturinn var eins konar helgarútgáfa þess blaðs þótti leðlilegt að þeir fengju þessa leikhús- jmiða. Þegar Alþýðublaðið óskaði 'eftir að fá sina miða aftur varð reglan að gilda,” sagði Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri.” HP getur eftir sem áður fengið miða á aðra sýningu og ég get ekki séð að sú sýning sé eitthvað verri en frumsýn- ing.” — Nú vilja margir tengja þetta við Jón Viðar Jónsson eftir leiklistar- gagnrýni hans á Þjóðleikhúsið? ,,Fólk má tengja það saman sem það vill gera.” — En er ekki óréttlátt að HP sé sviptur sinum miða á meðan útvarpið fær 12 miða? ,,Það er algild regla og siður að út- varpið fái miða fyrir þá menn sem veita forstöðu leiklistardeildum, fyrir fréttadeild og forstöðumenn beggja stofnananna. Síðan er það útvarpsins að ákveða hverjir nýta þessa miða. Gagnrýni útvarpsins hefur breyzt mikið, í staðinn fyrir að vera umsögn er hún hugleikja uppákvæði, auk þess sem gagnrýnin nær ekki jafnt yfir allar listgreinar.” — Nú segja ritstjórar HP að þeir muni leggja niður alla kynningar- starfsemi fyrir Þjóðleikhúsið? „Það er þeirra mál.” — Það skiptir kannski ekki máli fyrir Þjóðleikhúsið? „Ekki skal ég segja það en ég hef ekki orðið var við svo mikla kynningarstarfsemi í þvi blaði,” sagði Sveinn Einarsson. -ELA. Helgarpósturinn, sem er með fast- an listapóst, hefur verið sviptur leik- húsmiðum sínum fyrir gagnrýnendur blaðsins. Vilja margir tengja það því að Jón Viðar Jónsson, sem hart hefur deilt á Þjóðleikhúsið, hefur nú verið ráðinn sem gagnrýnandi á blaðinu. Mörgum finnst það líka undarlegt að á meðan útvarpið fær 12miða, þaraf 10 fyrir yfirmenn fái þáttur Sigmars B. Haukssonar ekki miða, en þar hefur Jón Viðar flutt pistla um leik- list. Er hér um persónulega árás þjóð- leikhússtjóra að ræða eða algilda reglu eins og hann sjálfur segir? DB kannaði álit þeirra manna sem næstir málinustanda. -ELA. Jón ViðarJónsson leiklistar- gagnrýnandi: „í upphafi var það þannig að Þjóðleikhúsið sá sér ekki fært að láta Jón Viðar Jónsson fá leikhúsmiða er hann var hjá okkur í Morgunpósti. Það'sama gilti er Jón Viðar kom yfir í þáttinn minn, Á vettvangi, að þjóðleikhússtjóri sá sér ekki fært að láta okkur fá ókeypis miða eins og aðra fjölmiðla. Það er kannski Óbein tilraun til að losa sigvið gagnrýnanda eðlilegt þar sem útvarpið fær 12 ókeypis miða, þar af fara tveir á fréttastofu og hina miðana fá yfir- menn hjá útvarpi og sjónvarpi,” sagði Sigmar B. Hauksson, stjórn- andi þáttarins Á vettvangi. „Við höfum því bara labbað okkur hérna upp í Þjóðleikhús og keypt miða fyrir Jón Viðar. Við getum engu ráðið um það hvert miðar út- varpsins fara, þótt mér finnist að gagnrýnendur eigi að fá miða. Perónulega tel ég að gagnrýnandi ein- hvers þáttar, hvort sem það er í mínum þætti eða öðrum, eigi að ganga fyrir með að fá leikhúsmiða,” sagði Sigmar. -ELA. Verðum að kaupa okkur leikhúsmiða — þar sem 12 miðar koma til útvarpsins og yf irmenn fá 10 af þeim „Ég held að þetta sé hreinn fyrir- sláttur af hálfu þjóðleikhússstjóra, að hann taki miðana af Helgarpóstin- um vegna þess að Alþýðublaðið er með gagnrýnanda. Og ég held að þetta sé óbein tilraun til að knýja á um að Helgarpósturinn losi sig við mig sem gagnrýnanda. Ég hef heyrt að þjóðleikhússtjóri hafi sagt að það ætti ekki að leyfa mér að sækja leik- hús, en ég mun halda áfram að gagn- rýna fyrir fjölmiðla og þ.á m. Þióð- leikhúsið, svo framarlega sem farið verður fram á það við mig,” sagði Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýn- andi, er blaðamaður DB bar undir hann fregnir af því að leikhússtjóri Þjóöleikhússins væri að klekkja á honum persónulega er hann tók leik- húsmiða af Helgarpóstinum. „Ef þjóðleikhússtjóri er að réyna að klekkja á mér persónulega er það vítavert framferði af embættismanni. Hitt er annað málaðþegar illa gengur í leikhúsi er mjög auðvelt að að kenna öðrum um. Og maður veit það sjálfur að ef eitthvað gengur manni sjálfum í óhag má alltaf koma því á aðra, þó vissulega sé það ekki drengilegt. 1 -ELA. Bjöm Vignir Sigurpálsson: KAUPUM OKKUR BARAINN — til að veita lesendum þjónustu, en sinnum Þjóðleikhúsinu ekki að öðru leyti „Þjóðleikhúsið hefur svipt okkur miðum fyrir gagnrýnanda og rök- styður það með því að Alþýðublaðið og Helgarpósturinn séu eitt og sama útgáfufyrirtækið. Hins vegar kemur þetta upp á sama tíma og Jón Viðar Jónsson byrjar að skrifa fyrir okkur. Þótt hann hafi ekki deilt á Þjóðleik- húsið í Helgarpóstinum hefur hann gert það á öðrunm vettvangi. Margir vilja segja að þetta haldist í hendur, þ.e.a.s. þetta er túlkað þannig af ýmsum þó við viljum ekki bera svo annarlegar hvatir á Þjóðleikhúsið,” sagði Björn Vignir Sigurpálsson, annar ritstjóri Helgarpóstsins, í sam- tali við DB. — Mun Helgarpósturinn þá hætta að gagnrýna verk í Þjóðleikhúsinu? „Nei, við munum bara kaupa okkur miða og halda áfram að veita okkar lesendum þá sjálfsögðu þjón- ustu að fá gagnrýni á leikrit sem sýnd eru á fjölum Þjóðleikhússins. Hins vegar munum við ekki sinna Þjóðleikhúsinu á annan hátt, þá meina ég að við verðum ekki með neina kynningarstarfsemi fyrir það á meðan þetta ástand varir,” sagði Björn Vignir. -ELA. Eyf irðinga vantar brú, Akureyringa vantar heitt vatn fyrir næsta vetur: Verður Hitaveita Akureyrar skrifuð fyrir brúargerð? Hitaveita Akureyrar þarf nauðsyn- lega á því að halda að tengja í sumar borholu i landi Hrafnagils í Eyjafirði við dælustöð sína við Laugaland til að sjá Akureyringum fyrir nægu heitu vatni næsta vetur. Vegalengdin milli borholunnar við Hrafnagil og dælu- stöðvarinnar er 2—3 kílómetrar. Væntanlega vatnsleiðslu þarf að leggja yfir Eyjafjarðarána. Velta menn nú vöngum yfir hvort leiðslan skuli lögð eftir árbotninum eða hvort byggð skuli brú og leiðslan hengd á hana yfir ána. íbúar í Hrafnagils-, Saurbæjar- og Öngulsstaðahreppum í Eyjafirði hafa lengi sótzt eftir að fá brú á þessum slóðum. Spurningin er sú hvort hægt er að sameina þessa hagsmuni með því að ráðast í brúargerðina þegar á sumri komanda til að Hitaveitan geti haft not af mannvirkinu. Málið er bara ekki svo einfalt. Kostnaðaráætlun vegna brúargerðar, og vegalagningar að henni, hljóðar upp á u.þ.b. 7 millj. króna (700 millj. gkr) en engin fjáveiting er á nýsamþykktum fjárlögum ríkisins vegna fram- kvæmdarinnar. Kostnaðaráætlun Hitaveitu Akureyrar vegna fram- kvæmda við að tengja borholur í Hrafnagili veitukerfinu hljóðar upp á 2—3 millj. króna (200—300 milljónir gkr.). Komi til brúargerðar er áætlað að Hitaveitan spari 500—600 þús. kr. (50—60 millj. gkr.). Nauðsynin er hins vegar brýn að fá heita vatnið fyrir næsta vetur og verður ráðizt í fram- kvæmdir á vegum Hitaveitunnar í vor hvort sem brúin rís eður ei. Hitaveita inn á svið Vegagerðarinnar? Sveitastjórnarmenn í hreppunum þremur í Eyjafirði, þingmenn Norður- landskjördæmis eystra (að Ingvari Gíslasyni menntamálaráðherra undan- skildum), Vilhelm Steindórsson hita- veitustjóri á Akureyri og fuUtrúar Vegagerðar ríkissins áttu fund á Akur- eyri í lok fyrri viku til að ræða málið. Þar kom fram að ef Hitaveita Akur- eyrar sækir um fjárveitingu vegna brúar- og vegagerðar á sínu nafni, þáer möguleiki að koma framkvæmdinni inn á lánsfjáráætlun yfirstandandi árs, sem Alþingi hefur enn ekki afgreitt. Þannig yrði Hitaveitan raunverulega komin inn á svið sem annars tilheyrir Vegagerðinni! Stjórn Hitaveitunnar hefur rætt máUð talsvert og mun frem- ur treg til að umræddur málabúnaður verði á hafður. Meðal annars þykir óljóst hvaða trygging sé fyrir því að Hitaveitan tapi ekki fjármunum á þessu fyrirkomulagi. Ljóst er aö taka þarf erlend lán til verksins, á nafni Hitaveitunnar, og eitt af vafaatriðum málsins er hver beri vaxtagreiðslur af lánum o.s.frv. Ingólfur Árnason, stjórnarformaður Hitaveitu Akureyrar, vildi lítið tjá sig um málið þegar Dagblaðið hafði sam- band við hann i gær. Ingólfur, sem jafnframt er bæjarfuUtrúi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna á Akur- eyrik , sagðist vissulega sjá hag í þvi fyrir hönd Hitaveitunnar að fá brú á Eyjafjarðarána við Laugaland. Það myndi auðvelda starfsmönnum að sinna verkum sínum báðum megin ár- innar. Á hinn bóginn bæri að skoða vel allar hliðar málsins áður en Hitaveitan færi inn á verksvið Vegagerðarinnar eins og um er rætt. Leiruveg eða Laugalandsbrú? Lengi hefur verið á dagskrá að byggja veg og brýr yfir Eyjafjörð á Leirunum skammt framan við Akur- eyri. Gömlu brýrnar á Eyjafjarðaránni framan við Akureyrarflugvöll eru löngu orðnar lúnar og því brýnt að endurnýja þær eða láta nýjar brýr leysa þær af hólmi. En sitt sýnist hverjum um ágæti slíkra framkvæmda á Leirun- um. Náttúruverndarmenn eru margir hverjir þeirrar skoðunar að vegagerð þar muni spilla náttúrufari og leggjast gegn henni. Leiruframkvæmdirnar koma við sögu í umræðunum um hugsanlega brúargerð við Laugaland. Þeir sem styðja vegagerð á Leirunum segja að Laugalandsbrú muni verða til að fresta Leiruframkvæmdum um ókomin ár. Síðari kosturinn sé mun betri með tilliti til umferðar austur á land. — þannigværi frekarmögu- leikiað kría útpeninga fyrirbrúnni „Sem bæjarfulltrúi á Akureyri er ég orðinn langeygur eftir Leiruveginum eins og aðrir ibúar bæjarins,” sagði Ingólfur Árnason stjórnarformaður Hitaveitunnar um þetta. Jóhannes Eiríksson oddviti i Hrafna- gilshreppi var hins vegar á þeirri skoð- un, þegar Dagblaðið ræddi við hann, að brúargerð í Eyjafirði „ætti ekki að hafa áhrif á áformin um Leiruveg”. Hann sagði það „ekkert launungarmál að lengi hafi verið áhugi fyrir því í Eyjafirði að fá þarna brú”. Það myndi auðvelda mjög samgöngur og sam- skipti innan sveitarinnar. Meðal annars væri þá hægt að nýta betur húsnæði skólanna á Hrafnagili og Laugalandi. Og einnig mætti nefna að á Hrafnagili væru í byggingu íþróttamannvirki sem fólk handan árinnar ætti mun hægara með að nota ef brú yrði byggð. Málið verður væntanlega rætt betur heima í héraði, bæði af bæjaryfirvöld- um á Akureyri og í hreppunum i Eyja- firði og viðar. Áformuð eru frekari fundarhöld með þingmönnum. Eins og er virðast bæjaryfirvöld á Akureyri, einkum stjórn Hitaveitunnar, frekast ráða framhaldinu, hvort brúarsmíðin komist á dagskrá i sumar eða ekki. Óneitanlega óvenjuleg aðstaða sem hitaveitumenn eru komnir í!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.