Dagblaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1981
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
S>
Pólland:
Verkamenn sitja
aftur heima
Verkamenn er tilheyra Einingu,
sambandi hinna sjálfstæðu verkalýðs-
félaga í Póllandi, hafa ákveðið að
mæta ekki til vinnu næstkomandi laug-
ardag, annan laugardaginn í röð.
Einingin, sem nú hefur tíu milljónir
félagsmanna innan sinna vébanda,
hefur sakað pólsk stjórnvöld um að
ætla að ganga á bak loforði um
fjörutíu stunda vinnuviku.
Fidel Castro:
Reagan erógnun
við heimsf riðinn
Fidel Castro, forseti Kúbu, sagði í
gær, að hin nýja nkisstjórn Banda-
ríkjanna undir forsæti Ronalds Reagan
væri ógnun við heimsfriðinn og þýðing-
armestu hagsmuni meirihluta banda-
risku þjóðarinnar. Castro sagði að
umstangið í kringum embættistöku
Reagans, þrátt fyrir að milljónir
Bandaríkjamanna væru atvinnulausir,
væri einkennandi fyrir hningnandi
heimsveldi.
Annars voru ummæli leiðtoga
flestra þjóða í gær vinsamleg í garð
Reagans. Brésneff, forseti Sovét-
ríkjanna, óskaði eftir gifturíku
samstarfi við Reagan og Zhao Ziyang,
forsætisráðherra Kína, hvatti til þess
að ágreiningur um Formósu yrði látinn
liggja á milli hluta.
Dönsuðu útiágötu
íhellirigningu
íbúar í írska þorpinu Ballyporeen
dönsuðu á götum úti i gær til að fagna
því að Ronald Reagan hafði tekið við
embætti forseta Bandaríkjanna. Þeir
létu það ekkert á sig fá þó hellirigndi og
hiti væri rétt yfir frostmarki. Ástæðan
var sú að langafi forsetans, Michael
Reagan, ólst upp í Ballyporeen, þar sem
hann var fæddur 1829. Hann flutti. til
Bandarikjanna um miðja öldina vegna
hungursneyðar á írlandi.
Litlu munaði að slys yrði i fallhlffa-
stökksæfingu f Utah i Banda-
rikjunum fyrir skömmu. Fallhlífar
tveggja stökkvara, sem stokkið
höfðu úr 400 metra hæð flæktust
saman og önnur þeirra eyðilagðist.
Til allrar hamingju hélt hin fallhlífin
og skilaði báðum mönnunum heiium
á húfi til jarðar.
Erlendar
fréttir
Lyf sem bönnuð eru í Evrópu og Bandaríkjunum eru send til Afríku:
Fjölþjóða lyfjafyrirtæki nota
>1 friku sem ruslakistu
— Láta í mörgum tHfellum nægja að breyta um nöf n á lyfjunum
Fjölþjóða lyfjafyrirtæki nota
Afríku sem ruslakistu. Lyf sem
bönnuð eru með lögum í Banda-
ríkjunum og Evrópu eru flutt til
Afriku og seld þar mjög víða í
verzlunum.
Framleiðendur notfæra sér það
eftirlitsleysi sem viðgengst í þróunar-
löndunum og látið er nægja að skipta
um nafn á þeim lyfjum, sem bönnuð
hafa verið í hinum vestræna heimi,
áðuren þaueru flutt tilAfríku.
Þetta kemur fram í nýjasta hefti
tímaritsins Africa, sem gefið er út á
ensku.
í Evrópu og Bandaríkjunum er
eftirlit með lyfjum víðast hvar mjög
strangt. Lyf sem hafa skaðlegar
aukaverkanir eða eru á annan hátt
talin hættuleg mannskepnunni eru
umsvifalaust bönnuð. Eftirlit með
því sem sett er á markaðinn er mjög
auðvelt vegna þess, hve góð heil-
brigðisþjónustan er orðin.
í þróunarlöndunum er þessu allt
öðru vísi farið. Þar er i raun ekkert
sem heitið getur lyfjaeftirlit. Flest
þróunarlöndin eiga í erfiðleikum með
að útvega lyf handa íbúunum og hafa
ekkert bolmagn til að kanna áhrif
lyfjanna á sjúklingana.
„Fjölþjóðalyfjafyrirtækin not-
færa sér á mjög grófan hátt þann
eftirlitsskort sem viðgengst í þessum
efnum i þróunarlöndunum,” segir i
tímaritinu.
Ef framleiðslan hefur verið
bönnuð á Vesturlöndum breyta fyrir-
tækin um nafn á lyfjunum og.senda
þau síðan til þróunarlandanna. í
einstaka tilfellum koma þessi
hættulegu lyf i formi aðstoðar frá
Evrópu.
Afríka er með öðrum orðum hrein
sorptunna fyrir framleiðslu sem íbúar
á Vesturlöndum geta ekki notað
sjálfir, en viljá ekki eyðileggja þar
sem of miklu hefur verið kostað til
við framleiðslu vörunnar.
í greininni er fjöldi lyfjategunda
nefndur. Lyfið „Dalkon Shield” sem
bannað var í Bandaríkjunum árið
1975 er selt fyrir opnum tjöldum í
Afríku. Sama er að segja um lyfið
„Penalba”, sem einnig er selt undir
nafninu „Albamycin T”. Það var
bannaðá Vesturlöndum árið 1970.
Bandaríska lyfið „Impramine” er
aðeins selt þar í landi gegn lyfseðli og
þá sem lyf gegn þunglyndi. Það hefur
hættulegar aukaverkanir, þar á
meðal þær að sjón neytandans
daprast og matarlyst minnkar mjög.
í mörgum þróunarlöndum er lyfið
notað gegn kvefi og öðrum umgangs-
pestum. Svipaða sögu er að segja af
bandaríska lyfinu „Lomitol”, sem
notað er við niðurgangi og er mjög
varhugavert sé það notað i miklum
mæli. Þetta lyf er eingöngu hægt að
fá í Bandaríkjunum gegn lyfseðli. í
Afríku er hins vegar frjáls sala á því
og í auglýsingu fyrir lyfinu er þess
getið að bandariskir geimfarar hafi
notað það á ferðum sínum um
himingeiminn.
Einnig má nefna að getnaðar-
varnalyf sem bönnuð hafa verið í
Bandaríkjunum eru seld á frjálsum
markaði í Afríku. Eitt slíkt lyf
„Depo-Provera” var bannað vegna
hættulegra aukaverkana. Notkun
lyfsins leiddi oft til mikilla blæðinga
hjá neytanda þess og i einstaka
tilfellum varð hann jafnvel ófrjór.
Þetta lyf er selt i Afríku.
(Dagbladet)
Samningaviðræður Bandarikjanna og írans fvrir milligöngu Alsfrsmanna hafa ekki sízt mætt á Warren Christopher,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem dvaldi i Algeirsborg meðan á lokatörn samninganna stóð. Hér sést hann koma i
bandariska sendiráðið þar i borg ásamt sendiráðsritaranum, Christopher Ross.
Nýréttarhöld
— náfrændi Maós
meðal þeirra sem
koma fyrirrétt
Eftir að dómar hafa verið
kveðnir upp yfir fjórmenninga-
klíkunni svonefndu og klíku Lin
Biaos í Beijing-réttarhöldunum er
reiknað með að stjórnvöld muni
standa fyrir miklum fjölda nýrra
réttarhalda.
Meðal þeirra sem þá verður
væntanlega kallaður fyrir rétt er
náfrændi Maós formanns, hinn
fjörutiu ára gamli Mao Yuanxin.
Þetta er haft eftir pólitískum
heimildum í Beijing.
Ekki var þess nákvæmlega
getið, hverjar ákærurnar á
hendur Mao Yuanxin eru en hann
er meðal sextíu manna sem
ákærðir verða í santbandi við
handtökur og ofsóknir á tímum
menningarbyltingarinnar.
Ástæðan til þess að enn hefur
ekki verið kveðinn upp dómur í
máli Jiang Qing, ekkju Maós og
annarra í fjórmenningaklíkunni,
er talin vera ágreiningur um hver
refsingin skuli vera. Einkum
munu skiptar skoðanir um hvort
heppilegt sé að dæma Jiang Qing
til dauða.
444 daga gíslingu lauk á sama tíma og forsetaskiptin urðu:
Margir gíslanna grétu
við komuna til Alsír
— Carter tekur á móti gfslunum í Wiesbaden í dag
Bandaríkjanna, bauð þá velkomna.
Þar munu þeir dvelja á sjúkrahúsi í
fáeina daga og er Carter fyrrverandi
forseti væntanlegur þangað til að
fagna þeim.
Ayatollah Khomeini.
Bandarísku gíslarnir 52, sem lögðu
upp frá Teheran í gær, skömmu eftir
að Ronald Reagan hafði svarið emb-
ættiseið sinn sem fertugasti forseti
Bandaríkjanna, virtust þreytulegir en
vel á sig komnir að öðru leyti við
komuna til Algeirsborgar í nótt þar
sem þeir höfðu um 90 minútna við-
dvöl á leið til Wiesbaden í V-Þýzka-
landi. Þar mun Jimmy Carter, fyrr-
um Bandaríkjaforseti, taka á móti
þeim sem sérlegur sendimaður hins
nýja Bandaríkjaforseta, Ronalds
Reagan.
Bandaríski sendiherrann i Algeirs-
borg, Ulrich Haynes, sagði að honum
þætti mikið til siðferðilegs styrks gísl-
anna koma. Ekki þurfti að koma á
óvart þó þeir væru þreyttir eftir átta
klukkustunda flug frá Teheran þar
sem þeir hafa verið I haldi frá því að
öfgasinnaðir múslimar tóku þanda-
riska sendiráðið 4. nóvember 1979 og
hnepptu starfsmenn þess í gíslingu.
Utanríkisráðherra Alsírs,
Mohamed Benyahia, fiutti stutta
ræðu þar sem hann afhenti Banda-
ríkjamönnum gíslana 52 formlega.
Gíslarnir þágu ávaxtasafa og vatn á
flugvellinum í Algeirsborg. Meðal
þeirra sem tóku á móti þeim þar var
Warren Christopher, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, en það
er ekki sízt talið samningalagni hans
að þakka að tókst að binda enda á
gíslamálið. „Það er mjög gott að
vera kominn hingað,” sagði einn gísl-
anna, og margir þeirra grétu er þeir
heilsuðu þeim er komnir voru til að
taka á móti þeim.
Bandarísku gíslarnir komu í
dögun til Wiesbaden í Þýzkalandi þar
sem Vance, utanríkisráðherra
Warren Christopher.