Dagblaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 20
20
1
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981
Menning
Menning
Menning
Menning
I
Skáldið, Ijódin, borgin
AFMÆLISKVEÐJA
tH Tómuar Quðmundssonar
Rltnsfnd: Eirlcur Hrsinn Finnbogason,
Jóhannss Nordal, Krist|án Karfsson
Almanna bókafálagið, 6. Janúar 1981.
Bækur eins og þessi heita „Fest-
schrift”upp á þýsku, og enginn veit
til hvers þær eru nýtilegar. Kannski
næst lagi að líta á slika bók sem ein-
hvers lags afmælisboð þar sem gestir
bera hver af öðrum fram gjafir sínar
til afmæiisbarns, efni bókarinnar,
hver eftir sínum efnum og ástæðum.
Eins og ágæti gestaboðs ræðst af
gestunum sem boðið sækja, eins
helgast gildi afmælisrits af verðleik-
um höfundanna sem til eru kvaddir
að semja ritið og hylla með þeim
hætti þann sem ritið þiggur.
Staða þjóðskólds
þessa. Þegar fræðimaður er annars
vegar, eins og oftast er um afmælis-
rit, má þykja eðlilegt að einbeina efni
rits að einhverju tilteknu fræðasviði,
hylla fræðimanninn með þvi að efna
til og birta markverða umræðu um
hans eigin fræði. Og þegar skáld og
rithöfundur á í hlut má tneð sama
hætti þykja sjálfgert að fjalla í
afmælisriti til hans einkum og sér í
iagi um skáldskap, bókmenntir.
Ég segi fyrir mig: ég las Afmælis-
kveðju til Tómasar Guðmundssonar
fyrst og fremst af forvitni um sjónar-
mið og skoðanir sem þar kynnu að
koma fram á hans eigin skáldskap.
Einhvern veginn finnst mér, með
réttu eða röngu, að Tómas hafi á
seinni árum miklu frekar goldið en
notið stöðu sinnar sem þjóðskálds og
allrar þeirrar opinberu viðurkenn-
ingar sem henni fylgir, að minnsta
kosti á meðal yngri lesenda. Og
fróðlegt held ég að gæti orðið að
kynnast því hvernig ljóð hans eru í
raun og veru lesin nú á dögum, stöðu
þeirra og skáldsins á meðal annarra
samtíma-bókmennta. Auðveldlega
mætti hugsa sér slikar athuganir
á skáldskap hans gerðar í heiðurs-
skyni við höfundinn i afmæiisriti eins
og þessu. Það má til að mynda
imynda sér að til væru kvaddir
fulltrúar skálda og rithöfunda að
fjalla um Tómas og Ijóð hans og
önnur rit og vitna hver um sig um
gildi þeirra fyrir sjálfa þá og skáld-
skap þeirra. Og yrkja til hans og um
hann. Eða að valinn hópur lesenda
Tómasar væri fenginn til að fjalla um
einstök kvæði hans hvert af öðru. Og
þannig mætti vafalaust hugsa sér
fleiri aðferðir að þessu sama
viðfangsefni: stöðu þjóðskáldsins á
meðal lesenda og í bókmenntum sam-
tímans.
Það kemur nú fyrir lítiö að sýta
það sem þessi bók ekki er og ætiar sér
ekki að gera. En ég varð sem sé fyrir
vonbrigðum af flestu því sem hér í
bókinni segir um skáldskap Tómasar
Guðmundssonar. Þeir sem fjalla hér
um ljóð hans — Eiríkur Hreinn Finn-
bogason, Gylfi Þ. Gíslason, Halldór
Laxness, Jóhannes Nordal — finnast
mér einkum og sér i lagi vera aðJýsa
ástúðiegu hugarþeli sem þeir sjálfir
bera til skáldsins og ljóða hans. Sem
er auðvitað gott og gilt enda ekki að
því fundið, en þarf ekki að segja
öðrum mönnunf neitt sem máli skipt-
ir um viöfangsefnið, ljóðin sjálf. Þeir
Gylfi Þ. og Jóhannes tala báðir úr
hópi þeirra lesenda sem fyrst kynnt-
ust ljóðum Tómasar á ungum aldri
sjálfir, lásu Fögru veröld nýútkomna
— og numdu þar sinn eigin veruleika
nýrri skáldlegri sjón og skilningi, sáu
borgina þar sem þeir bjuggu beinlínis
verða til í orðum skáldsins og fundu
sinn eigin hug og tilfinningar í
ljóðum hans. En þessari reynslu
hinna fyrstu lesenda Tómasar hefur
oft verið lýst áður, enda orðin við-
tekin staðreynd um hann í bók-
menntasögu. Nákvæmlega hverjir
sem verðleikar Tómasarljóða eru
fyrir lesendur nú á dögum þá eru þeir
áreiðanlega aðrir en þessir. Næst því
viðfangsefni finnst mér Aðalsteinn
Ingólfsson komast í kvæði, Drög að
sáttbandi, sem vel sómir sér fremst í
bókinni. Ekki veit ég hvort kvæðið er
markverður skáldskapur. En þar eru
allténd orðaðar spurningar um
lestrarlag og skilning ljóðanna sem
ekki koma annarsstaðar fram í
þessari bók:
Sú borg sem þú ortir um og áttir eina
cr einskis manns land lengur,
allra síst
skálda. . .
Var veröldin svona vinsamleg
forðum daga?
Og ástin svo hrein og tær?
Eða var þetta herbragð:
að gefa aldrei eftir, reisa veggi i Ijóði
gegn flóðbylgjum ytra sem innra?
Egill og Tómas
Annars er efnið í þessari bók, ljóð,
sögur og ritgerðir með ýmsu móti
eftir efnum og ástæðum höfund-
anna, en fæst ef því snertir beint eða
óbeint heiðursgestinn í samkvæminu,
Tómas skáld Guðmundsson sjálfan.
Víst er bókin margbreytt og verð-
leikar efnisins ýmislegir, en marklítið
held ég væri að birta hér smekkdóma
um ritsmíðarnar hverja af annarri.
En meðal þess sem ég hafði mesta
ánægju af var ljóðasmælki Kristjáns
Karlssonar, Úr Anecdota pastoralia,
og væri sannarlega fengur að fá að
sjá meira af því, og ritgerð Þorsteins
Gylfasonar, Valdsorðaskak. Þar er
reifuð með einkar áhugaverðu móti
gagnrýni „siðferðislegrar tvíhyggju”
sem svo er nefnd, þeirrar skoðunar
að skarpur greinarmunur sé á stað-
hæfingum um staðreyndir annars-
vegar, staðhæfingum um verðmæti
hinsvegar, og þar með margvíslegra
viðtekinna hugmynda um „hlutleysi
vísindanna” sem svo er nefnt. En að
vtsu finnst mér umræðu Þorsteins
sleppa þar sem hún ætti að verða
skemmtilegust og komið er að áhrif-
um þessarar tvíhyggju, trúarinnar á
staðreyndir og vísindi í þjóðmálum
og pólitík okkár eigin daga.
Sér á parti er ritgerð Sveins Skorra
Höskuldssonar, Borg hinna björtu
Ijósa, sem mér finnst persónulegust
ritsmíð í bókinni, fallega stíluð
endurminning um fyrstu komu
höfundarins til Reykjavíkur, 13 ára
sveitastráks á stríðsárunum. Hann
var i þá daga miklu frekar samtíðar-
maður Egils Skallagrímssonar en
Tómasar Guðmundssonar, segir
Sveinn Skorri. Og hann víkur ekki
nema fáum orðum beinlínis að einu
kvæði eftir Tómas í greininni. En
sjálft frásagnarefni hans, kynni
stráks af bænum eins og hann þá var,
basl hans við stafsetningu og mál-
fræði, fyrstu órar ástarinnar sem að
honum sækja, fer á hinn bóginn
fjarska vel i bók sem helguð er
reykjavíkurskáldinu, ástaskáldinu og
þeim völundi máls sem Tómas
Guðmundsson fyrst og síðast er.
Um íslenska óperu
Og á óvænt kemur að rekast í bók
eins og þessari á beinlínis fréttnæm
frásagnarefni og skoðanir. Sveinn
Einarsson skrifar „dagbókarslitur”
um dagleg viðfangsefni á líðandi
stund sem hann er að skrifa greinina.
Þar er vikið að viðgangi íslenskrar
óperu sem verið hefur á dagskrá í
vetur:
„Eitt blaðanna hringir og spyr
hvað hæft sé í þeim orðrómi, að
skiptaforstjórar milljarðagjafarinnar
sælu hafi haft samband við leikhúsið
og boðið milljarð til húsakaupa til
þess að efla óperufiutning hússins,
svo sem leikhúsið hafi lagt til við
ráðuneytin. Ég segi; sem satt er, að
við okkur hafi aidrei verið talað stakt
orð. . . . Það sem vekur hins vegar
furðu er framgangsmáti skiptafor-
stjóra, að þeir skuli ekki forvitnast
um skoðanir í því húsi, sem í dag er
lögum samkvæmt óperuhús íslend-
inga, hefur reynslu af óperuflutningi
í þrjátíu ár og hefur verið með
ákveðnar tillögur til að leysa þann
vanda, sem þrengslin i Þjóðleikhús-
byggingunni sjálfri valda, þar sem
sjónleikahald, listdans og óperuflutn-
ingur geta ekki eflst og dafnað utan
hvert á annars kostnað — nema til
komi annaðhús.”
Hér er vikið að máli sem margur
leikmaður hefur eflaust velt fyrir sér
þegar fréttir bárust í vetur af stofnun
óperufélags og fyrirhugaðri stofnun
íslenskrar óperu og starfrækslu
óperuhúss, og engin ástæða er til að
liggi í þagnargildi. Er ekki Þjóðleik-
húsið eðiilegur vettvangur slíkrar
starfsemi, að minnsta kosti i upphafi
hennar, eins og annarra listgreina
leiksviðsins. Og ef ekki — hvers
vegna ekki? Forvitinn lesandi spyr
sjálfan sig að þessu yfir grein Sveins
Einarssonar. En svör eru engin þar.
Nú er auðvitað ekkert sem bannar
að koma ritstjórn við bækur eins og
KARLMANNASKOM
Sparískór — götuskór — kuldaskór og
ýmislegt fíeira.
SKÓBÚÐIN LAUGAVEG1100
_ ____ IMýkr. Staðgr.
20" 8.700 8.265
22" 9.450 8.978
26" 11.225 10.660
UX - IU4H
ux Finlux
■ *~**^M^*’ BORGARTÚNI 16
g ■ reykjavík sJmi 27099
lll SJÖNVARPSBÚÖIN
^-i
Aðatfundur
Tuttugasti aðalfundur Stjórnunarfélags íslands verð-
ur haldinn að Hótel Loftleiðum, Kristalssal, fimmtu-
daginn 22. janúar nk. og hefst kl. 12.15.
, Dagskró:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mól.
Að loknum aðalfundarstörfum flytur Jón
Sigurðsson, forstjóri íslenska jórnblendi-
fólagsins, erindi sem hann nefnir Hefur
Stjórnunarf ólagiö gert nokkurt gagn?
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu
Stjórnunarfélagsins í síma 82930.
Stjórnunarfélag íslands.
Jón Sigurðsson
foratjAri iil. JSmblandHél.
!;öé
SÍDUMÚLA 23 105 RÉYKJAVlK SlMI 82930
HEWLETT ihp, PACKARD HEWLETT M PACKARD HEWLETT M PACKARD HEWLETT M PACKARD HEWLETT M PACKARD
Einkaumboð á íslandi fyrir vasa- og borðtölvur — Upplýsingar, sala, þjðnusta STALTÆKI, Banka.træti8 s.mi 27510