Dagblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981 - 36. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AÚGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022. Beðið eftirgreinargerð frá utanríkisráðherra um Bugskýlin: Framsóknarþingmenn og ráö- herrar vissu ekki um skýiin —framkvæmdireigaaðhefjastísumarogstanda tilhaustsins 1982 Hvorki þingmenn Framsóknar- flokksins né ráðherrar flokksins, aðrir en Ólafur Jóhannesson, vissu um að ákvörðun hefði verið tekin í nóvember sl. um byggingu þriggja flugskýla fyrir bandaríska herinn á Miðnesheiði. Dagblaðið hefur fyrir satt að þingmennirnir og ráðherrarnir hafi fyrst heyrt um málið þegar dag- blaðið Vísir sagði frá skýlunum í frétt, sem utanríkisráðherra staðfesti. Alþýðubandalagsmenn, aðallega fulltrúi þeirra í utanrikismálanefnd, Ólafur Ragnar Grímsson, segir að utanríkisráðherra hafi í sumar neitað að slík flugskýli yrðu byggð. Nú sé það allt í einu ákveðið öllum að óvör- um. Ólafur Jóhannesson vísar þessum fullyrðingum nafna síns Ragnars á bug og segir hann hafa spurt um byggingu neðanjarðarflug- skýla, sem ,,ég svaraði að sjálfsögðu neitandi.” Umrædd skýli, að því er utanríkis- ráðherra upplýsir í Tímanum í morgun, verða 345 fermetrar að flatarmáli hvert, 150 feta löng, 80 feta breið og 30 feta há. Bygging þeirra á að hefjast næsta sumar og ljúka haustið 1982. Ólafur Ragnar Grímsson fór fram á það í gær að utanrikisráðherra legði fram ítarlega greinargerð um málið. Búizt er við greinargerðinni í næstu viku. „Við bíðum eftir greinargerð ráð- herrans, en aðalatriði okkar alþýðu- bandalagsmanna er að skoða ekki flugskýlismálið eitt og sér, heldur í víðtækara samhengi. Að skoða það í ljósi aukinna umsvifa bandaríska hersins hér á landi,” sagði þing- maðurinn í morgun. -ARH. Gunnar Thoroddsen: Hriktir ekki í stjómarsamstarfi ,,Ég tel engar horfur á að hrikti í „Annars vil ég sem minnst um stjórnarsamstarfinu út af flugskýla- málið segja á þessu stigi. Ég er að málinu,” sagði Gunnar Thoroddsen kynna mér það,” sagði forsætisráð- forsætisráðherra í viðtali við DB í herra. morgun. -HH. Bygging f lugskylanna ákveðin í samráði við íslenzk st iómvöld í höfuðstöðvun verkfræðinga- deildar bandaríska flotans á Norður- Atlantshafi, í Norfolk í Virginíuríki, var i nóvember síðastliðnum tekin ákvörðun um að reisa á Keflavikur- flugvelli þrjú flugskýli fyrir Phantom-orrustuþotur. „Ákvörðun þessi var tekin í sam- ráði við íslenzk stjórnvöld”, að sögn Helga Ágústssonar, formanns varnarmálanefndar utanríkisráðu- neytisins. Hann kvað samráð vera haft um allar framkvæmdir varnar- liðsins milli bandarískra og íslenzkra stjórnvalda. Hverju sinni er skipuð viðræðu- nefnd af hálfu íslenzku ríkis- stjórnarinnar en utanríkisráðherra er að sjálfsögðu yfirmaður þeirra mála, samkvæmt lögum um yfirstjórn mála á varnarsvæðunum frá 1954, ef ekki er sérstáklega öðruvísi ákveðið. Formaður varnarmálanefndar fylgist með öllum málum sem rædd eru vegna hugsanlegra fram- kvæmda hér á landi í varnarmálum. Á fundinum í Norfolk í nóvember var viðræðunefnd íslands skipuð nefndarmönnum varnarmálanefnd- ar. Þeir eru: Helgi Ágústsson, for- maður, Hannes Guðmundsson deildarstjóri, Hallgrímur Dalberg ráðuneytisstjóri, Höskuldur Ólafsson bankastjóri og Valtýr Guðjónsson, útibússtjóri Samvinnubankans í Keflavík. íslenzkir aðalverktakar hafa verið samþykktir sem verktakar á Kefla- víkurflugvelli við gerð flugskýlanna samkvæmt tilboði, sem síðan er fjallað um til niðurstöðu við samningaborðið. Ekki tókst að afla upplýsinga um áætlaðan kostnað við gerð flugskýl- anna en hann greiðir bandaríska varnarliðið. -BS. Stjömu- messa '81 íkvöld —fjórar síður í blaðinu á morgun um Vinsældaval ogStjömumessu Stjðrnumessa Dagblaðsins og Vik- unnar 1981 verðu r haldin 1 kvöld. Þar verða kunngerð úrslit í Vinsældavali DB og Vikunnar og sigurvegararnir munu koma frant og flytja gestum í Súlnasal þá tónlist sem mestrar at- hygli naut á nýliðnu ári. í Vinsældavalinu var kosið um átta titla — tónlistarraaður ársins, laga- smiður ársins, hljómsveit áisins, söngvari ársins, söngkona ársins, textasmiður ársins, hljómplata ársins og lag ársins. Að auki kemur fram sérstakur heiðursgestur Stjörnumess- unnar 1981 og veitt verða aukaverð- laun fyrir söluhæstu plötu ársins 1980. Greint verður frá öllum úrslit- um — og einnig úrslitum úr hinum erlenda þætti Vinsældavalsins — i blaðinu á morgun. DB birtir einnig á morgun tveggja síðna myndsjá meö frásögnum frá Stjörnumessunni 1 kvöld, þannig að alls verða 1 blaðinu á morgun fjórar síður um Stjörnu- messuna og Vinsældavalið 1980. Skemmtunin 1 kvöld hefst kl. 19. -ÓV/ÁT. Þjóðleikhúsið sýnir á nœstunni Sölumaður deyr eftir Miller. Bessi Bjarnason var hress í gœr á œfingu enda bakhjarl- amir góðir, Sigríður Þorvalds- dóttir og Edda Þórarinsdóttir. DB-mynd Bjarnleifur. r Niðurstöður skoðanakönnunar DB: Meirihlutinn telur að jafn- rétti nki ekkimilli kynja \ —sjábls.5

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.