Dagblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981. D G Menning Menning Menning Menning Kvikmyndahátíðin 1981: FOGNUÐUR OG VONBRIGÐI Þá er þriðja íslenzka kvikmynda- hátíðin hafin og líkt og áður kennir hér margra grasa. Hátíðin virðist sem betur fer búin að festa sig í sessi hjá landsmönnum, samanber aðsókn fyrstu dagana. Það verður víst seint lofað það þrekvirki að halda hátíð sem þessa, en vonbrigði með mynda- val gleymist þegar um það er hugsað. Kvikmyndahátíð er með svipuðu formi og í fyrra og er í rauninni ekki hægt að hugsa sér annað kvikmynda- hús fyrir hátíðir heldur en Regnbogann. Kvikmyndirnar sem sýndar eru að þessu sinni eru margar hverjar mjög góðar og flestallar at- hyglisverðar. Nægir hér að nefna nýjustu myndir Pólverjanna, Wajda og Zanussi — fagmenn sem aldrei bregðast — og tvær nýjar kvik- myndir frá Tavernier, sem sjónvarps- áhorfendur minnast kannski fyrir myndina „Úrsmiðinn frá Saint- Paul”. Einnig verður sýnd verðlaunamynd eftir Ungverjann Szabó og egypsk kvikmynd sem sýnd hefur verið síðustu árin á flest- um kvikmyndahátíðum við mikla hrifningu almennings. Tvær gamlar kvikmyndir eftir tvo látna meistara, Mizoguchi og Hitchcock, verða sýndar. Myndir, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Svo er náttúrlega Buster Keaton vika í Regnboganum, en með réttu ætti að skylda alla sem kaupa sig inn á hátíðina. til að sjá a.m.k. eina mynd eftir Keaton. Gloppur í kvikmyndavali Áður en ég byrja að gagnrýna kvikmyndaval á hátíðina, vil ég segja, að allflestar kvikmyndirnar sem sýndar eru á hátíðinni eru sjálf- sagðar á kvikmyndahátíðum. Það sem fer fyrst og fremst í taugarnar á mér er hve fáar kvikmyndir eru eftir stórnöfn kvikmyndaheimsins. Til dæmis hefði mörgum þótt fengur í kvikmyndum eftir Joseph Losey („Roads to the South” og „Don Giovanni”) og Alain Resnais. Það segja ef til vill margir: Ja, er ekki Alain Tanner stórt nafn og ég segi jú, en myndin sem sýnd er eftir hann er bara fimm ára gömul. Hefði ekki verið ráð að reyna að ná í nýjustu kvikmynd hans, „Messidor”? Einnig finnst mér vert að geta þess hvað sum lönd verða útundan þegar valið er á kvikmyndahátíðina. Þrátt fyrir að ástralskar kvikmyndir hafi tröllriðið flestum hátíðum erlendis síðastliðin ár og fengið sérdeilis góða dóma, þá sjá aðstandendur íslensku hátíðarinnar engaástæðu til að sýna eina einustu kvikmynd frá Ástralíu í ár frekar en i fyrra. Og önnur lönd eins og ítalia halda áfram að vera úti i kuldanum hvað varðar kvikmyndahátiðina. Myndir eftir snillinga eins og Fellini, Francesco Rosi og Taviani bræðurna sér Listahátíð ekki ástæðu til að sýna. Það er einnig mjög eftirtektarvert að kvikmyndir framleiddar i Englandi og Bandaríkjunum virðast vera bannvara á islenskum kvik- myndahátíðum, nema gildi þeirra hafi verið sannað af frönskum gagn- rýnendum. Hvað veldur t.d. að kvik- mynd eins og ,,Cha-Cha” er sýnd? Myndin inniheldur ferlega tómar lífs skoðanir og ömurlega tónlist. Ef fyrir, aðstandendum 'hátíðarinnarr vakti að sýna pönk-pælingar og trekkja að ungt fólk, af hverju sýndu þeir ekki kvikmynd Sex Pistols, „The Greta Rock and Roll Swindle”? Buster Keaton (1895-1966) Eins og venja er á kvikmyndahá- tíðum er athygli íslenzku kvikmynda- hátíðarinnar beint að ákveðnu málefni, höfundi eða landi. í þetta skipti hefur orðið fyrir valinu þöglumyndasnillingurinn Buster Keaton (persónulega hefði ég gjarnan kosið minningarviku um Hitchcock, en það er blátt áfram skammarlegt Að horfa á málverk þoma: Úr kvikmynd Buster Keatons, „Sherjock Jr”. að sýna aðeins eina slappa mynd eftir hann). Ég ætla ekki að þreyta neinn með ævisögu Keatons, hana geta flestir skoðað í hinu laglega prógrammi sem fylgir aðgöngu- miðunum á kvikmyndahátíðina. Það er hins vegar verðugt viðfangsefni að velta því fyrir sér hvers vegna seinni tíma gagnrýnendur vilja setja Keaton ofar Chaplin sem kvikmyndagerðarmann. í fyrsta lagi má segja, að Keaton er Chaplin fremri sem maður sem kann Kvik myndir að nota kvikmyndavél. Chaplin lagði aldrei mikla áherzlu á kvikmynda- töku, hann lagði meiri áherslu á sviðsleikinn, t.d. voru hreyfingar kvikmyndavéla sjaldgæfar hjá Chaplin. Öfugt við Chaplin hafði Keaton mikla tilfinningu fyrir kvik- myndatöku, myndir Keatons voru tæknilegri og þar af leiðandi senni- lega langlífari. Annar greinilegur munur á þessum gömlu meisturum er persónur þeirra. Chaplin var hinn góðlegi, sentimental flakkari meðan Keaton var nútímamaður í sífelldum erfiðleikum með tæknina. Chaplin var alltaf væminn og staglaðist iðulega á sömu temunum. Keaton var sjaldan væminn og beindi kröftum sinum iðulega að temum sem hafa elst ágætlega. Það er vel við hæfi að kvikmynda- hátíðin heiðri Buster Keaton, og vonandi notfæra sem flestir sér tækifærið að sjá meistaraverk eins og „The General” (þess má geta að „The General” var í lesenda- kosningum Sight and Sound 1972 kosin áttunda bezta kvikmynd allra tíma). af þessu er sniðugt en verður vægast sagt þreytandi til lengdar. Einnig er mjög fúlt að horfa á kvikmynd með jafn fábrotna kvikmyndatöku og Perceval er. Kvikmyndavélin gerir ekkert annað en að vera áhorfandi og þá sjaldan sem hún hreyfist þá er það fagnaðarefni. Eric Rohmer Það er sem sagt ekkert í Perceval fyrir kvikmyndaáhugamanninn. Það er allt tekið í burtu nema textinn og þvi miður skil ég ekki frönsku. „Perceval le Gallois” er kvikmynd fyrir fólk sem vill sjá hvernig hæfur kvikmyndaleikstjóri getur misreikn- að sig. Eric Rohmer hefur lengi verið kall- aður mjög bóklegur leikstjóri, þ.e. hann leitar yfirleitt fanga i bók- menntum. Dæmi um það sáu sjón- varpsáhorfendur í mynd hans um Greifafrúna af O. Þeir sem sáu hins vegar þá kvikmynd og hrifust af ættu ekki að búast við jafn merkilegri kvikmynd nú í Regnboganum. Það eru kvikmyndir eins og „Perceval le Gallois” sem koma slæmu orði á kvikmyndahátíðir. hálkueyðirinn Fljótvirkur og skemmir ekkert Fæst í næstu verzlun eða benzínsölu Heildsölublrgðlr^^^^ BURSTA Q GERDIN Rohner og Perceval Ur Perceval frá Wales eftir Rohmer. Það er ekki alltaf gaman að vera kvikmyndagagnrýnandi hjá dag- blaði. Maður verður að vinna og skila af sér gagnrýni fyrir ákveðinn tíma, annars! Það er hins vegar sjald- an eins leiðinlegt og það var síðastlið- inn laugardag, þegar frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni „Perceval le Gallois” eftir Eric Rohmer. Ég minntist orða Gene Hackman úr „Night Moves” eftir Arthur Penn, ,, . . . að horfa á kvikmynd eftir Eric Rohmer er eins og að horfa á málverk þorna”. Þetta er alveg óvitlaus sam- líking þegar kvikmyndin um Perceval erhöfðíhuga. Það eru ábyggilega margir sem kannast við söguna um imbann Perceval sem verður guðlegasti ridd- ari Arthurs konungs. Þeir sem þekkja söguna vita að hún er bráð- skemmtileg og merkileg fyrir hug- myndina um heilaga kaleikinn, blóð Krists o.s.frv. Því miður tekst Rohmer ekki að koma neinu af af- þreyingu riddarasögunnar til skila. Tilraunir sem mistakast Það fyrsta sem Rohmer eyðileggur er frásögnin. Rohmer hefur ákveðið að láta leikarana segja alla söguna, meira að segja hvað persónurnar eru að hugsa. Þetta er í sjálfu sér sniðugt, en lengir því miður myndina óskap- lega. önnur tilraun sem mistekst að hluta er sviðið. Rohmer hefur ákveðið að láta reyna á texta sögunn- ar um Perceval og lætur hann alla myndina gerast á lokuðu sviði. Margt l

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.