Dagblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1981. 3 Bilaviðskipti geta verið viðsjárverö, en þau geta lika haft i för með sér skemmtileg kynni eins og dæmið sem bréfritari tekur sannar. Ung ekkja með tvö börn: SEUHBÍLÁ VÍXLUM 2356-4920 skrifar: Ég er alveg í öngum mínum, ég er búin að leita um allan bæ að norsk-ís- lenzkri orðabók, en slik bók er hvergi til og hefur sennilega ekki verið gefin út. Það er til bók á nýnorsku en það gerir frekar lítið gagn, það vantar orðabók á ríkismálinu. Ég er unnandi norskrar tungu og mælist eindregið til þess að einhver taki sig til að semja og gefa út norsk- islenzka og helzt lika íslenzk-norska orðabók. Það er augljós vaxandi áhugi á norskri tungu vegna náinna tengsla landanna, þannig að að þessu þarf að vinda bráðan bug. Hringiöís,rnf sm kl. 13 og15 milliW eðas GÍSLI SVAN EINARSSON Vinsœlu FURUHÚSGÖGNIN em komin aftur GLIT HÖFÐABAKKA 9 SÍMI85411 —eignaðist eiginmann og bömin pabba og bfl þeim sem seldu í gegnum bílasölur”. Þetta segir hann að sé fjarstæða og ég tek undir það og segi að það sé fjarstæða að ætla mér slíkt rugl. í flestum tilfellum eru það sömu víxl- arnir sem boðnir eru í viðskiptum, hvort heldur er í heimahúsi eða á bílasölu, en munurinn er bara sá að erfiðara er að koma slíkum pappírum á framfæri á bílasölum, þar sem van- skilaskrár liggja frammi og bílasalar eiga auðveldara með að verða sér úti um upplýsingar um menn, bæði hjá bönkum og fógetaskrifstofum. Ég hef rekið mig á það að fólk heldur að víxill sé jafngildi peninga, svo fremi sem hann er rétt útfylltur. Þetta er mikill misskilningur. Einn vixill er aldrei betri en greiðsluvilji eða greiðslugeta þess sem á hann ritar. GREIÐSLUKJÚR: Útfoorgun AÐEINS kr. 1.250,- og 1.250,- á mánuði! Halldór Snorrason Aðal Bílasölunni skrifar: „Bílasölur ekkert betri" Þetta er fyrirsögn í Dagblaðinu þann 5. febr. sl. og undirfyrirsögn er „Bílaviðskipti í gegnum bílasölur ekkert öruggari en í gegnum auglýs- ingar.” Þetta segir „Bílamaður”, sem hringdi til blaðsins. Ég vil hér með koma á framfæri þakklæti mínu til „Bílamanns” fyrir að kalla sig ekki „Bifreiðamaður”, en það er að mínu mati æskilegt að útrýma orðinu bifreið og nota heldur orðið bíll. Þegar ég gekk út úr Útvarps- húsinu, um fótaferðatíma, umrædd- an mánudagsmorgun gerði ég mér ljóst hvað vakti fyrir þeim félögum, Birgi og Páli Heiðari með því að ræsa okkur Guðfinn út um miðja Vantar norsk- íslenzka orðabók nótt til þess að ræða um bílaviðskipti í svartasta skammdegi. Sem sé Páll Heiðar þurfti að selja bílinn sinn. En þar sem Páll er prúðmenni og veit sín takmörk varðandi hlutleysi útvarps- ins, þá skrúfaði hann alltaf fyrir þegar hann ræddi um ágæti bílsins síns. Og þá er að ræða við „Bíla- mann”. Hann hefur eftir mér, varðandi viðskipti í gegnum smáauglýsingar blaðanna að „þar væri ekkert nema svindl og brask.” Þetta sagði ég ekki, enda væri fjarstæða að segja svo. Ég var aðeins að vekja athygli á því að vanskilavíxlar vegna bílakaupa væru ekki allir tilkomnir vegna viðskipta við bílasölur. Einnig vakti ég athygli á því, að auðveldara væri að losna við lélegan víxil í heimahúsi, þar sem almenningur hefur ekki tök á að kynna sér greiðsluferil greiðanda, og í mörgum tilfellum kann ekki að fylla út víxilblað. Það eru ekki mörg ár siðan menn komust upp úr háskóla og náðu doktorsgráðu án þess að kunna að fylla út víxilblað. 1 Dagblaðinu 5. febr. sl. þar sem umrædd grein birtist taldi ég fjörutíu og átta bílaauglýsingar (smáaugl.). Ef svo er á hverjum degi þá eru það þrettán þúsund átta hundruð tuttugu og fjórir einstaklingar, sem augl. bíl- inn sinn á ári. (Þ.e. ef prentaraverk- fall skellur ekki á). Hugsum okkur að sami fiöldi auglýsi í Vísi, þá tvö- faldast hópurinn. Að vísu seljast ekki allir bílar sem auglýstir eru í blöðun- um. Margir reyna það fyrst, en snúa sér siðan til bílasölu, þar sem þeim hefur ekki tekist að ná endum saman heima fyrir. Tilefni þess að ég vakti athygli á bilasölum í heimahúsum, var það að ungur maður kom til mín að leita ráða varðandi ónýta vbda sem hann fékk fyrir bílinn sinn, seld- an eftir smáaugl. og að sjálfsögðu veit ég dæmin miklu fleiri. En einnig kann ég fallega sögu, sem upphófst vegna smáaugl. í dagblaði. Ung ekkja með tvö börn auglýsti bílinn sinn tíl sölu, þar sem hún hafði ekki lengur efni á því að eiga bil. Margir skoðuðu bílinn, en ekkjan ákvað að selja hann hæstbjóðanda, gegn tíu víxlum, þar sem mánaðargreiðslur hentuðu henni til framfærslu heimilisins. Sem betur fór þá stóðust allar greiðslur og maðurinn kom heim til ekkjunnar um hver mánaðamót, með greiðslu, þar sem konan hafði ekki sett vixlana í banka. En um það bil sem greiðslum var að ljúka var komið á slíkt sam- band á milli seljanda og kaupanda að hjónaband var ákveðið. Sem sé, seljandinn, ekkjan, eignaðist eigin- mann og börnin pabba og bíl. Að endingu vil ég nota orð „Bíla- manns”, þar sem hann hefur eftir mér að „allir víxlar og pappírar væru miklu óábyggilegri hjá þeim sem seldu gegnum smáauglýsingar en hjá Raddir lesenda Spurning dagsins Hlustarðu á þáttinn í vikulokin? Haflifli Jóasson garöyrkjustjóri: Nei, yfirleitt ekki, ég hef engan áhuga. Mér finnst ég vera orðinn of gamall. Kjartan Amason, er i nfraeðisaldrí: Nei, ég er ekkert fyrir svona efni. Ég hlusta aðallega á fræðandi efni, t.d. fréttir. Alda Marinós húsmóðlr: Mjög sjaldan. Mér finnst hann frekar leiðinlegur og uppsetningin ekki skemmtileg. Sigriður Jónasdóttir húsmóðir: Frekar sjaldan. Ég er yfirleitt upptekin en ég hlusta þegar ég get. Ragnheiður Gunnarsdóttir nemi: Nei, ég hef ekki veriö á landinu. Péley Gestsdóttir nemi: Mjög sjaldan. Ég hef ekki tima og mér finnst hann leiðinlegur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.