Dagblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1981, 21 Menning Menning Menning Menning Nemendaleikhúslð: PEY8UFATADAQURINN 1937 Höfundur og leHtstJóri: Kjartan Ragnareeon Leikmynd og búnlngar Magnúa Páleson Tónltat FJóla Úlafmdóttk Lýslng: Davifl Watters Er Nemendaleikhúsið besta leikhús í bænum? Það kann nú að reynast torvelt að sanna með gildum rökum. En hver vill afsanna að svo sé? Svo mikið er víst að ég hef ekki fyrir mína parta haft meiri ánægju, betri skemmtun af öðrum leiksýningum í vetur en íslandsklukkunni í haust, Peysufatadeginum núna á mánudags- kvöldið í Nemendaleikhúsinu í Lindarbæ. Það er auðvitað að leikendur í nemendaleikhúsi vinna að sumu leyti við mestu vildarkjör að sýningum sínum. Samt sem áður er alúð og nostursemi um margvísleg smáatríði leiks og sýningar, hlutverkin hvert og eitt, einstök leikatriði allt saman auð- vitað auðkenni sem ætlast má til af hverri einustu leiksýningu í atvinnu- leikhúsi. Það sem nemendur 1 leik- listarskóla hafa umfram aðra leikara, hvað sem hæfilegleikum hvers og eins líður, er væntanlega einkum hrein og bein leikgleði, ánægjan að þreyta óreynda krafta við fullgild viðfangs- efni, neyta þess bóklega og verklega lærdóms sem skólastarfiö átti að miðla. Er markvert að tala um „taugakerfi” i leiksýningu? Á góðri nemendasýningu held ég að áhorf- andi finni eða skynji í fjölmörgum blæbrigðum og hrynjandi leiks þær fínu, næmu taugar, heilt kerfi tauga- boða í mótun og sköpun sem hver leiksýning endanlega þarf á að halda til að hún lifi. Og í atvinnuleikhúsi þarf að vera komið upp í vanda, sjálfgefinn hluti hverrar sýningar sem tekst. BEST í BÆNUM Leiklist ÓLAFUR JÓNSSON Ur sýningu Nemendaleikhússins á Peysufatadeginum eftir Kjartan Ragnarsson. Samifl fyrir nemendur Á meðal annarra fríðinda sem Nemendaleikhúsið nýtur er að fá að starfa í næði að sínum eigin verkefn- um, leikritum sem beinlínis eru samin fyrir það. Peysufatadagurinn virðist ansi haganlega samið verk til þessara nota, tvö hlutverk, býsna frábrugðin sín í milli, handa hverjum leikanda, einföld saga sögðítiltölulega einföld- um, tiltölulega sjálfstæðum leikat- riðum, en á milli fléttað dægursöngv- um og revíuvísum frá sögutímanum. Efnið er að vísu ,,í alvöru” og verður að vera það. Kjartan Ragnars- son á eins og fyrri dag hægt um að draga upp í textanum ljósar mann- gerðir, tjá í skiptum þeirra raunveru- legar andstæður og hagsmuni í sam- félagi þeirra. í leiknum er farið með og tæpt á alvörugefnum frásagnar- efnum: stéttandstæðum á kreppu- tíma, uppgangi nasisma og styrjöld- inni á Spáni jafnharðan og hnyttileg mynd er dregin af unglingum i skóla, borgarastétt í uppvexti fyrir stríð. Fyrr en varir snúast hinar laus- dregnu, skopnæmu svipmyndir hversdagsins upp i raunverulegt drama þar sem öndverðar mann- gerðir og hugmyndir takast á, komm- únistinn og nasistinn, Krístján og Hermann, Karl Ágúst Úlfsson og Guðmundur Ólafsson í hlutverkun- um. Kostuleg skopmynd En það nægir að gefa efnið til kynna, bregða því upp, eins og að slnu leyti tilfinningallf unglinganna í hópnum. Leikurinn er opinn og óráð- inn og gerir enga kröfu um of til leik- endanna í hlutverkunum eða leik- hópsins í heild. Raunar fannst mér leikendur eins og Guðjón Petersen, Jóhann Sigurðsson, Júlíus Hjörleifs- son njóta sin betur í „auka-hlutverk- um” sínum, stilfærðum skopgerving- um tiltekinna manngerða, fullorðna fólksins í leiknum, heldur en „aðal- hlutverkum” unglinganna þar sem atburðirnir verða og átök ske og á þarf að halda raunsæislegri túlkun einstaklinga. En á mörkum raunsæis- legrar persónutúlkunar og stílfærslu manngerðar fannst mér Sigrún Edda Björnsdóttir fara einkar fimlega í hlutverki Hjördísar. Þær Guðbjörg Thoroddsen: móðir Hjördísar drógu upp alveg kostulega skopmynd úr burgeisastétt, mæðgur við spegil í einhverju skemmtilegasta leikatrið- inu. Þannig mætti að vísu nefna mörg dæmi einstakra ánægjuefna úr sýn- ingunni og gefa leikendum einkunnir fyrir frammistöðu þeirra. Það gera aðrir þegar þeir útskrifast úr skóla sinum.Meiraer um hitt vert að hér er leikhópur skipaður mðrgu hæfileika- fólki, leiksýning sem veitir ósvikna ánægju og leyfir hópnum í heild og hverjum þátttakenda að neyta menntunar og krafta sinna. Það er áður komið á daginn að Leiklistar- skólinn er stofnun sem vel hefur tekist og getur reynst áhrifamikill í leiklistarlífi okkar á næstu árum: Peysufatadagurinn er umfram allt sönnunarmark um endurnýjunarmátt sem leiklistin býr að og mikils er vert að fái að koma fram á sjálfum starfs- vettvangi hennar í atvinnu-leikhúsun- c: Þjónusta Þjónusta Þjónusta ) þjónusta j 13847 Húsaviðgerðir 13847 Klæði hús með áli, stáli,,|bárujárni. Geri við þök og skipti um þakrennur. Sprunguviðgerðir. Set harðplast á borð og gluggakistur. Skipti um glugga, fræsi glugga, set í tvöfalt gler og margt fleira. Gjörið svo vel að hringja í síma 13847. C •7T, Wiðtækjaþjóousta LOFTNE Kagmenn annast uppsetningu á TRI AX-loftnetum fyrir sjónvarp — FlVl stereo og AM. Gerum tilboð í loftnetskerfi, endurnýjum eldri lagnir, ársábyrgð á efni og' vinnu. Greiðslu- kiör LITSJÓNVARPSÞJÓNUSTAN DAGSÍMI 27044 - KVÖLDSÍMI 40937. 'Sr Sjón varpsviðgerðir Heima eða á verkstæði. Allar tegundir. 3ja mánaða ábyrgð. Skjárinn, BiTKslaðastrati 38. Dag-, k»úld- og hi'lgarsimi 21940. Sjónvarpsloftnet. Loftnetsviðgerðir. Skipaloftnet, íslenzk framleiðsla. íUppsetningar á sjónvarps- og útvarpsloftnetum. «, Oll vinna unnin af fagmonnum. - m,m Ars ábyrgfl á efni og vinnu. SJONVARPSMIÐSTÖÐII\ Síðumúla 2,105 Reykjavfk. Stmar. 91-3j>090 verzlun — 91-39091 verkstæði. T 4* Loftnetaþjónusta Önnumst uppsetningu og viðgerðir á út- varps- og sjónvarpsloftnetum. Öll vinna unnin af fagmönnum. Árs ábyrgð á efni og vinnu. Dag- og kvöldsímar 83781 og H3°8. Elektrónan sf. Vérzlun VELALEIGA Ármúla 26, Stmi 81565, - 82715, - 44697. {Leigjumút: Hjólsagir Traktorspressur Heftibyssur og loftpressur Gröfur Vfbratora HILTI-naglabyssur Hrærivélar ! HILTI-borvélar Rafsuðuvélar Juflara Dilara Stingsagir HILTI-brotvélar Hostakerrur Slfpirokkar Komir Blikkklippur (nagarar) Steinskurflarvél til afl saga þensluraufar i gólf. miMjrrw HILTÍ Irjm C Jarðvinna - vélaleiga ) Traktorsgrafa snjómoksturs jmjög vel útbúin, til leigu, einnig traktor með loftpressu og framdrifstraktorar með sturtuvögnum. Uppl. í símum 85272 og 30126. s Þ Gröfur - Loftpressur Tek að mér múrbrot, sprengingar og fleygun í húsgrunnum og holræsum, einnig traktorsgröfur í stór og smá verk. Stefán Þorbergsson sími 35948 Kjarnaborun! Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, glugga, loftræstingu og ’ýmiss konar lagnir, 2”, 3”, 4”, 5”, 6”, 7” borar. Hljóðlátt og ryklaust. Fjarlægjum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Förum hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. KJARNBORUN SF. i Símar: 28204—33882. TÆKJA- OG VÉLALEIGA Ragnars Guðjónssonar Skemmuvagi 34 — Símar 77620 — 44508 Loftpressur Hrærivélar Hitablásarar Vatnsdælur Slípirokkar Stingsagir Heftibyssur Höggborvélar Beltavélar Hjólsagir Steinskurðarvél Múrhamrar c Pípulagnir - hreinsanir Er stíflað? Fjarlægi siiflur úr vöskum. wcrörum. baðkcrum og niðurfóllum. nolum n> og fullkomin t*ki. rafmagnssnigla Vanir mcnn Upplýsingar i sima 43879. Stífluþjónustan Anton AAalsteinsson. Er stiflað? Fjarlægi stíflur úr vöskum, WC rörum, baðkerum og niður- föllum Hreinsa og skdla út niðurföll i hila- plönum og aðrar lagnir. Nota til þess tánktýil með háþrýstitækjum, Ioftþrýstitæki, raf magnssnigla o.fl. Vanir menn. ■ Valur Helgason. simi 77028 £3611 HUSAVIÐGERÐIR 23611 ftökum að okkur allar viðgerðir á húseignum, stórum ;sem smáum, svo sem múrverk og trésmfðar, járn- iklæðningar, sprunguþéttingar og málningarvinnu. Girðum og lögum lóðir, steypum heimkeyrslur. HRINGIÐ í SÍMA 23611 heita vatnið. Stillum og breytum hitakerfum. Tökum að jokkur allar tegundir pípulagna. Fljót og góð jafgreiðsla. Sigurjón H. Sigurjónssou) lögg. pípulagningameistari, sími 18672.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.