Dagblaðið - 19.02.1981, Side 4

Dagblaðið - 19.02.1981, Side 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981. Vinningshafi nóvembermánaðar: „Fremur hægt að spara á stórum heimilum” — segirþrítug húsmóðir á Akureyri „Ég held nokkuð nákvæmt bók- hald. Þannig reyni ég að skrifa niður fyrirfram hvað ég þarf að eyða í af stórum hlutum og þá hvað er afgangs til matarkaupa,” sagði Sigurlaug Þ. Gunnarsdóttir vinningshafi í heimil- isbókhaldinu fyrir nóvembermánuð. Sigurlaug valdi sér Kenwood Elec- tronic hrærivél í verðlaun. Við þá vél er hægt að tengja hvers konar auka- búnað. Það dróst nokkuð að hægt væri að afhenda vélina þar eð Járn- og glervörudeild KEA sem vélina seldi var lokuð um þessar mundir. Var verið að breyta verzluninni og innréttingar í hana endurnýjaðar. Á meðan þurfti að koma vörunum í geymslu. „Ég byrjaði að halda bókhald í september ’78. Þá flutti ég á milli húsa og fór þáaðkaupa Dagblaðið,” sagði Sigurlaug. Hún er þrítug og hefur búið á Akureyri alla sína ævi.' Hún er einstæð móðir, býr með dótt- ur sinni Hönnu Gunni í Skarðshlíð 27 f. „Ég held að það sé dýrara að kaupa inn fyrir svona lítið heimili. Mér finnst til dæmis að ef einhver borðar hjá okkur þá þurfi litið meira en fyrir okkur tvær. Ég er sjálf frá stóru heimili. Móðir min hélt vel á öllu og gat sparað ótrúlega mikið. Ég Bamasniðblöðin fást aðeins fáa daga á ári —tómt þvaður að þau úreldist, því barnaföt flokkast ekki undir tízkuklæðnað „Ég var að lesa svar við eftir- grennslan minni varðandi það að sniðblöð fengjust ekki. Ég sá þá að ég hafði ekki gert blaðamanni nógu vel grein fyrir máli mínu. Það eru barnasniðblöð, sem ekki fást árið út og árið inn. Tízkublöðin er mun auðveldara að fá, þótt þau séu ekki eins mikið keypt og hin (haft eftir afgreiðslustúlku í bókaverzlun). Það er engum blöðum um það að fletta að barnasniðblöð fást ekki nema nokkra daga á ári. Um það getur jafn afgreiðslufólk í bókaverzl- unum sem og þær fjölmörgu hús- mæður sem einmitt sauma á litlu börnin sín, jafnvel þótt þær saumi ekki á aðra heimilismenn, borið. (Gáið bara sjálf!) Sá sem flytur þessi blöð inn ætti að athuga vel sinn gang. Vonandi fær hann hið fyrsta harðan keppinaut, því við þetta verður ekki unað í okkar neyzluþjóðfélagi. Má benda á að barnasniðblöð geta ekki flokkazt undir tízkublöð. Það er engin afsökun að þau „úreldist” i búðunum! Tómt þvaður. Kona úr Kópavogi. Dýrasta rafmagnið rétt við bæjarvegg orkuveranna M.B. skrifar: „Ég sendi þér nokkrar línur með seðlinum mínum. Ég hef ekki skrifað þér áður, en byrjaði núna um ára- mótin með heimilisbókhaldið. Fyrsti mánuður ársins var bara nokkuð hagstæður held ég, en maður hefur reynt að spara svolitið eftir dýr- asta mánuð ársins (rúml. 125 þús. kr. á mann). Við hömumst við að borða, ef ég má orða það þannig, úr frystikist- unni sem er full matar síðan í haust. Við erum bara tvö í heimili, eða tvö og hálft (við eigum sex mánaða gam- alt barn). Ég kaupi yfirleitt ekki ann- að en mjólk, brauð og annað smáveg- is. Fisk kaupi ég náttúrlega af fisk- sala sem kemur hingað og þá slatta í einu (M.B. er búsett í litlu þorpi úti á landi). f liðnum „annað” er m.a. raf- magnsreikningur sem hljóðaði upp á Raddir neytenda hvorki meira né minna en 1.185,38 kr. fyrir tvo mánuði. Við í þessari sýslu greiðum líka dýrasta rafmagn á landinu, þó við séum í sömu sýslu og aðalorkuverin. Jæja, nóg með það. Kveð ykkur að sinni og óska ykkur alls góðs á nýja árinu.” Húsrúð Við að hreinsa t.d. skúffur sem viö geymum l ýmsa smáhluti er hœgt að festa nœlonsokk framan á ryksugu- stútinn og sjága rykið úr skúffunni. Einstaka smáhlutur sem l henni hefur leynzt festistþá I nteloninu. ★ Setjið leiðbeiningarmiða um meðferð á flíkum nálægt þvottavélinni. Þá má sjá á einu augabragði hvað má fara saman og / hversu heitt vatn. Framleiðandi ekki seljandi Eitt orð í fyrirsögn misritaðist i DB á neytendamarkaði á mánudag. Þar stóð að aðeins söluaðila væri leyfilegt að merkja vöru sem kælivöru eða frystivöru. Eins og þó kemur glöggt fram i texta á þetta að vera fram- leiðsluaðili eða pökkunaraðili. -DS. held að það hljóti að vera auðveldara með stór heimili,” sagði Sigurlaug. Þær mæðgur voru einstaklega ánægðar með nýju hrærivélina. Hanna Gunnur sá fram á kökur og fína rétti og Sigurlaug þægilegri vinnubrögð. DS/GM Akureyri. Sigurlaug Þ. Gunnarsdóttir ásamt Jóhanni Snorrasyni, forstjóra Járn- og gler- vörudeildar KEA, og Hönnu Gunni Sveinsdóttur, dóttur sinni. Nýja hrærivélin er i forgrunni. DB-mynd Guðbrandur Magnússon. Upplýsingaseðill til samanbuiðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskvldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili i i Sími l------ l I Fjöldi heimilisfólks. | Kostnaður í janúarmánuði 1981. i---------------------------- i i Matur og hreinlætisvörur kr.__i i Annaö kr.______________1 i i i Alls kr. , i \m wkiv i

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.