Dagblaðið - 19.02.1981, Blaðsíða 6
ATVINNUHÚSNÆÐI
TIL LEIGU
Höfum til leigu á Skemmuvegi 6, Kópavogi at-
vinnuhúsnæði 130—170 m2 á 1. hæð. Hentar
vel fyrir hvers konar skrifstofur, léttan iðnað eða
verzlun. Möguleikar á að skipta húsnæðinu
niður í 2 eða 3 sjálfstæða hluta.
Upplýsingar gefur Páll Hannesson í síma 75722
HLAÐBÆR H.F.
IMorrænir
starfsmenntunarstyrkir
Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar
munu á námsárinu 1981—82 veita nokkra styrki handa Islendingum til
náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Er stofnað til styrkveitinga
þessara á grundvelli ályktunar Norðurlandaráðs frá 1968 um ráðstafanir
til að gera íslenskum ungmennum kleift að afla sér sérhæfðrar starfs-
menntunar á Norðurlöndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir:
1. þeim, sem lokið hafa iðnskólaprófi eða hliðstæðri starfsmcnntun á ls-
landi, en óska að stunda framhaldsnám I grein sinni.
2. þeim, sem hafa hug á að búa sig undir kennslu i iðnskólum, eða iðn-
skólakennurum sem vilja leita sér framhaldsmenntunar og
3. þeim, sem óska að leggja stund á iðngreinar sem ekki eru kcnndar á
Íslandi.
Varðandi fyrsta flokkinn hér að framan skal tekið fram, að bæði koma
til greina nokkurra mánaða námskeið og lengra framhaldsnám fyrir þá
sem lokið hafa sveinsprófi eða stundað sérhæfðstörf í verksmiðjuiðnaði,
svo og nám við listiðnaðarskóla og hliðstæðar fræðslustofnanir. Einnig
kemur til álita önnur sérhæfð starfsmenntun sem ekki er unnt að afla hér
á landi.
Styrkir þeir sem i boði eru nema í Danmörku 12.000 d.kr., í Noregi
11.600 n.kr., í Svíþjóð 8.500 s.kr. og í Finnlandi a.m.k. 8.000 mörkum og
er þá miðað við styrk til heils skólaárs. Sé styrkur veittur til skemmri tíma
breytist styrkfjárhæðin í hlutfalli við timalengdina. Til náms í Danmörku
verða væntanlega til ráðstöfunar fjórir fullir styrkir, þrír í Finnlandi, niu í,
Noregi og fimm í Sviþjóð.
Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðu-
neytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. mars n.k. I umsókn skal
m.a. skýrt frá náms- og starfsferli og tekið fram hvers konar nám umsækj-
andi hyggst stunda, hversu lengi og við hvaða námsstofnanir. Fylgja
skulu staðfest afrit prófskírteina og meðmæli. Umsóknareyðublöð fást i
ráðuneytinu. Tekið skal fram, að umsækjendur þurfa sjálfir að tryggja sér
námsvist. Menntamálaráðuneytið
17. febrúar 1981.
Spennum beltin
ALLTAF
eKKi stundum
IFERÐAR
HVERNIG MA
VERJAST STREITU
Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiðs um Hvernig má
verjast streitu og verður það haldið að Hótel Esju dagana
23. og 24. febrúar nk. frá kl. 13:30—18:30 hvorn dag.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er dr. Pétur Guðjónsson, forstöðumaður
Synthesis Institute i New York, en það er stofnun sem sér um fræðslu á
þessu sviði, og hefur Pétur haldið námskeið sem þessi víða í fyrirtækjum
vestanhafs.
Námskeiðið cr byggt upp á eftirtöldum þátt-
úm:
Leiðbeinandi:
Þekking á streitu og einkennum hennar.
Slökunartækni til að minnka streitu í dag-
legu lifi.
Ákvörðun — þaðer einstaklingurinn taki §,
staðfasta ákvörðun um að losa sig við j
streitu.
Grundvallarreglur til að fara eftir, svo
streita myndist ekki. IjM '
Þekking orsaka streitu og vinna bug á -V| •¥./
þessum orsökum. '
Læra kerfi sem hægt er að nota í daglegu
lifi til að þjálfa ofangreind atriði.
\ 1
Dr. Pétur Guðjónsson
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins i síma 82930.
Stjómunarfélag íslands
Slðumúla 23, sími 82930
J3AGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981.
Erlent
Erlent
Bflarnir fóru f eina kös
Það er vfðar en á tslandi sem bfiar lenda hver ofan á öðrum og allir i klessu af völdum óveðurs. Þegar vestur-þýzka bilaferjan
var á leið sinni frá Þýzkalandi til Noregs hreppti hún hið versta veður. Sjór reið yfir skipið, sem fékk mikla slagsfðu og bfl-
arnir f lestum skipsins lentu I einum hrærigraut. Skipið, sem heitir Overbeck, var með 370 nýja vestur-þýzka bfla, sem eig-
endur biðu eftir f Noregi. 300 bilar eru meira og minna skemmdir eftir átökin. Flestir bilarnir voru af Volkswagengerð, en
einnig voru fluttir bflar af gerðinni Audi og BMW. Tjónið á bflunum nemur á fjórðu milljón islenzkra króna, eða á fjórða
hundrað milljóna gamalla króna. Norskir bfleigendur verða að biða þolinmóðir, þvi þetta er ekki fyrsta óhappið, sem nýir
bflar verða fyrir. Nýlega skemmdist heil sending af japönskum Datsunbilum á leið til Noregs.
Haett við lokun 23 brezkra kolanáma:
Kolanámumenn auð-
mýktu ríkisstjóm
Margrétar Thatcher
— námumenn ákveða í dag hvort þeir hætta við
allsherjarverkfall. Versta kreppa sem brezka stjórnin
hefurkomiztí
Leiðtogar 230 þúsund kolanámu-
manna í Bretlandi ákveöa í dag hvort
hætt skuli áformum um allsherjar-
verkfall í námunum eftir að hafa
neytt stjórn Margrétar Thatchers til
mikillar stefnubreytingar í efnahags-
málum og mestu eftirgjafar sinnar
frá upphafi. Brezka kolanámuráðið
ákvað í gærkvöldi aö hætta við fyrir-
hugaða lokun 23 náma.
Stjórn íhaldsflokksins stóð
frammi fyrir vaxandi óróa meðal
námamanna og hótun um allsherjar-
verkfall og lagði því að kolanámu-
ráðinu að hætta við fyrirhugaða lok-
un kolanámanna. í staðinn lofar
stjórnin auknu eftirliti með innflutn-
ingi og frekari ríkisstyrkjum.
Leiðtogi námuverkamanna, Joe
Gormley, sagði i gærkvöldi að
ákvörðun stjórnarinnar kæmi að
sínum dómi í veg fyrir allsherjarverk-
fall. Hann sagði að málið yrði lagt
fyrir 25 manna stjórn samtaka kola-
námumanna og tæki hún endanlega
ákvörðun. Hann taldi stjórnina sama
sinnis varðandi verkfallið.
Námumenn fögnuðu þessum úr-
slitum ákaflega í gærkvöldi, en 20
þúsund manns hefðu misst vinnuna
ef til lokana 23 náma hefði komið.
Þeir uppnefndu frú Thatcher, járn-
frúna svonefndu, og kölluðu 'hana
pappírsfrúna.
Breytt afstaöa rikisstjórnarinnar
kom á óvart enda gengur hún þvert á
boðaða efnahagssteínu og kenningar
um frjálsan markað. Stórar fyrir-
sagnir voru í brezkum blöðum um
málið, þar sem talað var um uppgjöf
stjórnarinnar. Financial Times sagði
til dæmis að rikisstjórnin hefði verið
auðmýkt. Daily Mail sagði að
aðgerðir kolanámumanna væru
mesta hættan, sem stjórn Thatchers
hefði komizt í.
Færeyska skáldið Heinesen
skararfram úr:
Danir verð-
launa skáldið
—fyrir smásögusafnið Það á að dansa
sem kom út
í íslenzkri þýðingu fyrir jólin
Danskir bókmenntagagnrýnendur
veita árlega skáldi eða rithöfundi verð-
laun sem þeir telja að hafi skarað fram
úr það árið. Á dögunum ákváðu þeir
að færeyski rithöfundurinn William
Heinesen skyldi hljóta hnossið. Heine-
sen hlaut verðlaunin fyrir smásögu-
safnið Her Skal Danses, en það kom út
í íslenzkri þýðingu Þorgeirs Þorgeirs-
sonar hjá Máii og menningu fyrir jólin
og nefnist á íslenzku Það á að dansa.
Bókmenntagagnrýnendurnir héldu hóf
í Kaupmannahöfn af þessu tilefni og
afhentu fulltrúa Heinesens verðlauna-
féð, 7.000 danskar krónur. Heinesen
var ekki viðstaddur sjálfur. Hann er
orðinn 81 árs og heilsuveill.
Rithöfundurinn Preben Ranlöv hélt
ræðu í hóflnu og sagði það undarlegt
að færeyski rithöfundurinn skyldi ekki
fá slíka viðurkenningu fyrr. Hann
sagði að smásögusafnið Það áað dansa
væri snilldarverk.
Þessi mynd var tekin af Brigitte
Bardot í Nýfundnalandi.
FERBRIGITTE
BARDOTHL
ALTAÍNOREGI?
Áhugi er á því að fá hina
heimsþekktu leikkonu og um-
hverfisverndarsinna Brigitte
Bardot til Alta í Noregi, þar sem
miklar deilur hafa staðið að und-
anförnu vegna væntanlegrar
virkjunar þar. Franska kyn-
táknið, sem nú er hálffimmtugt,
hefur snúið sér að selavernd og
víðtækri umhverfisvernd undan-
farin ár. Norsku hæstaréttarlög-
mennirnir Alf Nordhus og Tor
Erling Staff stungu upp á því að
Bardot kæmi til Noregs, bæði
sem vitni og til þess að taka þátt í
fundum mótmælenda. Hug-
myndin hefur fengið góðan
hljómgrunn meðal andstæðinga
Altavirkjunarinnar.