Dagblaðið - 19.02.1981, Page 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981.
MMBIAÐW
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjölfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjóri ritstjórnar Jóhannos Reykdal.
Iþróttir Hallur Simonarson. Monning: Aðalstoinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig
urðsson, Dóra Stofónsiióttir, Elín Albertsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ing.i
Huld Hákonardóttir, Kijatjón Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson.
LJósmyndir: Bjainleifui Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Siguröur Þorri Sigurðsson
og Svoinn Þormóösson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjórí: Mór E.M. Halldórs-
son. Drerf ingarstjóri: Valgoröur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur).
Grínistar fara á kostum
Ráðamenn þjóðarinnar fara á kost-
um þessa dagana. Pálmi Jónsson land-
búnaðarráðherra tilkynnir, að sam-
drætti landbúnaðar sé lokið. Og stjórn
Framkvæmdastofnunar samþykkir
mótatkvæðalaust að láta kaupa hinn ill-
ræmda Þórshafnartogara.
Löngu er ljóst, að togari þessi er mun dýrari en svo,
að eigendur fái undir staðið. Ennfremur er ljóst, að
ríkisstjórn og Framkvæmdastofnun voru meira eða
minna blekkt til að samþykkja kaupin á öðrum og
lægri forsendum.
Að útgerð skipsins standa gamalreyndir grínistar,
sem virðast staðráðnir í að sannreyna, hve langt sé
hægt að draga stjórnvöld á asnaeyrunum með sjálf-
virkri brennslu peninga út á óútfylltar en undirritaðar
ávísanir.
Einn þriggja ávísanaútgefenda, Sverrir Hermanns-
son kommissar, sá loksins, að hann hafði verið blekkt-
ur, og neitaði að borga meira. Árangurinn er sá, sam-
kvæirít hans orðfæri, að leyst hefur verið niður um
hann.
Þar voru að verki hinir tveir útgefendur óútfylltu
ávísananna, þeir Stefán Valgeirsson, þingmaður grín-
istanna, og Steingrímur Hermannsson sjávarútvegs-
ráðherra. Þeir gáfu bara út nýja ávísun á ríkið, það er
að segja þig og mig.
Með þessa nýju ávísun í höndunum gat stjórn stofn-
unarinnar bælt niður uppreisn skynseminnar. Spilling-
una undirrituðu að lokum þingmennirnir Stefán Guð-
mundsson, Þórarinn Sigurjónsson, Geir Gunnarsson,
Matthías Bjarnason og Ólafur G. Einarsson.
En milljarðarnir fjúka víðar en á Þórshöfn. Þeir
fjúka í Bændahöllinni, þar sem saman er komið Bún-
aðarþing til éins mánaðar uppihalds á kostnað skatt-
greiðenda. Þar er verið að undirbúa nýjar fjárheimtur
á hendur þér og mér.
Þar tilkynnti Pálmi Jónsson þau gleðitíðindi, að
nauðsynlegu samdráttarskeiði landbúnaðarframleiðsl-
unnar væri lokið. Nú yrði að snúa við blaðinu og halda
í horfinu. Kannski til þess, að ekki safnist of mikið fé í
ríkissjóði.
Landbúnaðarráðherrann sagði blákalt, að mjólkur-
framleiðslan væri komin í jafnvægi og að hætta væri á
mjólkurskorti. Samt er vitað, að mjólkurframleiðslan
er tvöfalt meiri en sem nemur neyzlu nýmjólkur í land-
inu.
Hinn helmingur mjólkurinnar er að verulegu leyti
notaður til að búa til smjör, sem er tiu sinnum dýrara
en innflutt smjör, og osta, sem eru fimm sinnum dýrari
en innfluttir og margir hverjir þar að auki ekki forsvar-
anlega framleiddir.
Staðreyndin er nefnilega sú, að mjólkurframleiðslan
þyrfti enn að minnka um nálægt helming til að komast
í það jafnvægi, sem Pálmi talar um. Er þó mjólkur-
neyzlu haldið óeðlilega mikilli með gífurlegum niður-
greiðslum.
Landbúnaðarbölið hefur svo gersamlega sligað fjár-
lög ríkisins, að peningabrennslan fer fram að nokkru
leyti utan þeirra. í fyrra laumaði ríkisstjórnin inn á
lánsfjáráætlun 1,7 gömlum milljörðum umfram út-
flutningsbætur fjárlaga.
Þar á ofan hrósaði ráðherrann sér af að hafa þegar
fyrir síðustu áramót brennt fyrirfram 2,5 gömlum
milljörðum af 12 milljarða útflutningsbótum ársins.
Þetta geta grínistar svo sannarlega. kallað að hafa
komið hlutunum í jafnvægi.
Ekki er minnsta von, að unnt sé að reka íslenzkt
þjóðfélag af skynsemi og hóflega lítilli verðbólgu,
þegar aðrir eins grínistar og milljarðabrennslumenn
eru við völd og þeir, sem getið hefur verið í leiðara
þessum.
FÁTÆKT
Stundum heyrir maður því velt
fyrir sér hvort fátækt sé til á íslandi í
dag. Margir draga það í efa a.m.k. i
Reykjavík. Ég dreg það ekki í efa og'
ég skal nefna nokkur dæmi.
Tökum fyrst fólk sem vinnur á
sléttu mánaðarkaupi og tek ég þá
þau laun sem greidd eru á mínu fé-
lagssvæði. Fastakaupið fyrir 40
stunda vinnuviku er á bilinu 3769
Sóknarkonur á námskeiöi.
þús. til 4164 þús. Enginn sem þarf að
sjá sér fyrir öllu uppihaldi sjálfur er
of sæll af því. Á sumum svæðum
Sóknar má bæta sér þetta upp með
námskeiðum og geta launin þá verið
4455-4622 þús. Það gerir hlutina
bærilegri. Þeir sem vinna vaktavinnu
bera meira úr býtum og fá auk þess
oft gott fæði á sanngjörnu verði. Þeir
sleppa bezt. Nú en ekki geta allir unn-
ið fulla vinnu. Sumir kæra sig reynd-
ar ekki um það, aðrir geta ekki unnið
nema takmarkað vegna barna sinna
og enn aðrir hafa ekki fullt vinnu-
þrek. Þetta Sóknarkaup er þó engan
veginn lakasta kaupið á vinnumark-
aðnum en æ fleiri bæta sér upp kaup-
ið með einhverskonar ákvæðisvinnu.
Ekki þætti þingmönnum þetta há
laun ef þeir þyrftu sjálfir að borga
síma, ferðakostnað, fæði og
húsaleigu. í öllum kjarasamningum
virðist það ófrávíkjanleg regla að þeir
sem eiga að lifa af beinum kauptöxt-
um sitja eftir. Hvað segir næsta
kjaramálaráðstefna ASÍ við því?
En til er fólk sem er fátækara. Við
gætum byrjað á öryrkjunum. Það
væri ágæt regla að hringja öðru
hvoru i tryggingar, a.m.k. meðan
ekki er búið að setja skrefateljara á
HVALFANGARI
Á HÁLUM ÍS
ÞÖGN hvalfangara er rofin.
Sveinn Geir Sigurjónsson skrifar í
DB og Jón nokkur Kr. Guðmunds-
son í Morgunblaðið. Ljóst er af
greinum þessara tveggja manna að
þeim er ekki rótt. Þeim verður mjög
fótaskortur á tungunni enda
hugsunin öll í molum eins og titt er
um hrædda menn. Þeir grípa til á-
stæðulausra upphrópana, segjast
hafa orðið fyrir „óhróðri” og „skít-
kasti” o.s.frv., án þess að geta nefnt
þar eitt einasta dæmi uppá.
Ég fagna samt þessum greinum.
Til þess liggja einkum þrjár ástæður.
í einn stað gefa þær tækifæri til
að fjalla nánar um þessi mál öll og
leiðrétta ýmsan misskilning. í annan
stað leiða þær bert í Ijós hver er
gæðastuðull áhugamanna um hvala-
dráp. Og í þriðja lagi gefa þær mál-
stað okkar hvalverndunarmanna á-
gæta auglýsingu.
Grein Jóns (Jón Kr. Guðmunds-
son: Nokkrar staðreyndir um
hvalveiðar; Morgunbl. 7. febr.) mun
ég svara í Morgunblaðinu.
Þess skal getið að það sem raskaði
ró þeirra félaganna var grein mín í
DB „Hvalurinn og lóan” frá 14. jan.
sl.
Skulum við nú snúa okkur að
Sveini.
Gáta Sveins
Það skal sagt Sveini til lofs, að
hann sýnir tilburði í þá veru að fjalla
um málið af fullri kurt. Engu að
síður hrjóta honum af munni stór-
yrði eins og „mjög ámælisvert”,
„lygi”, „á óþverralegan hátt”,
„skítkast” og „heilaþveginn” án
þess að geta fylgt móðnum eftir með
dæmum eða rökstuðningi. Einnig
leitast hann við að vera málefnalegur,
|>ó fremur af vilja en mætti, enda
snúast flest eða öll vopn í höndum
hans.
í grein Sveins rekst hvað á annars
horn. Það tæki of mikið rúm í
blaðinu að tína nema lítið eitt til,
enda nokkuð þreytandi lesning. Ég
nefni því aðeins nokkur dæmi til.
Sveinn skrifar:
„Hann (þ.e. undirritaður)
fullyrðir að ekki sé hægt að greina kú
Kjallarinn
með kálfi frá öðru (öðrum hval,
væntanlega, aths. SM). Hvers vegna
heyrir þá til undantekninga, að
skotin sé mjólkandi kýr? Þetta er
móðgun við hvalveiðimenn og lýsir
vanþekkingu þeirra sem til nefna.”
Svo mörg voru þau orð.
Menn taki nú fyrst eftir því að
Sveinn hefir ekki einu sinni rétt eftir
mér. Ég talaði um „kálffulla eða
mjólkandi kú”. Nú er munurinn
kannski ekki ýkja mikill — og þó.
Orðalagið „með kálfi” er tvírætt og
síðan er söðlað yfir og talað um
„mjólkandi kú”. Ég vil halda því
fram að maður sem ekki getur eða
hirðir ekki um að taka rétt upp prent-
að mál (þetta hendir Svein viðar i
greininni) sé lítt treystandi til að
fylgjast með heilli kvikmynd — og
hefi þá mynd Grænfriðunga sér-
staklega í huga — eða öðru.
í þessari stuttu klásúlu úir og gúir
af þverstæðum eTgrannt er skoðað.
Og er það aðeins dæmigert fyrir
málatilbúnað Sveins allan.
Hvernig stendur á því að Sveinn
sem að eigin sögn hefir verið 10 ár við
hvalveiðar nefnir ekki til þau kenni-
merki sem greina að mjólkandi kýr
og aðra hvali? Hann ásakar aðra um
þekkingarskort og ætti því að vera
fús að bæta þar úr. Er hann að leggja
einhverjagildru fyrir mig og aðra? Er
hann þá strax svo aðþrengdur i
rökstuðningi að hann finni ekkert
annað til varnar?
Enginn munur er á ytra útliti tarfa
og kúa, nema sá á kviði tarfsins eru
tvær skorur (sú fremrir rúmar
liminn) í stað aðeins einnar skoru á
kviði kýrinnar. Hjá sktðishvölum eru
kýrnar ögn stærri en tarfarnir, en
hvergi nærri sá munur að eftir
honum megi kyngreina hvalina.
Engin leið er að greina kyn hvals sem
stingur upp blástursholunum til að
anda.
Gáta Sveins er samt auðvitað sára
einföld: Þekkja má hvalkú með kálfi
(þ.e. kú sem kálfur fylgir eftir) af
kálfinum. Hvalkálfar fylgja
mæðrum sínum fast eftir. Séu
hvalveiðimenn ekki of veiðibráðir
ættu þeir að verða kálfanna varir.
Þótt Sveinn standi í þeirri meiningu
að hvalveiðimenn séu sakaðir um ein-
hverja sérstaka „drápfýsn” og þótt
hann haldi að ég og aðrir hafi verið
„heilaþvegnir” af Grænfriðungum,
þá kemur mér samt ekki til hugar að
íslenzkir hvalveiðimenn skjóti á kú ef
þeir vita að hún fóstrar kálf. Slíkt
myndi ekki aðeins flokkast undir
„drápfýsn”, heldur væri hrein
heimska frá bæjardyrum hval-
veiðimanna sjálfra séð, því athæfið
myndi kippa grundvellinum undan
þeirra eigin atvinnuvegi.
En Sveini, sem býður fram aðstoð
Hvals h/f við hverskonar
hvalrannsóknir, verður vonandi ekki
skotaskuld úr að fá upplýst hversu
mikill hluti aflans eru kelfdar kýr
tilgreint fráári til árs.
Háhyrningurinn
Jóhanna
Landsmönnum (nema kannski
Sveini) er kunnugt um háhyrninginn
Jóhönnu, sem reyndist karlkyns
kominn til Hollands. Hún eða hann
var ekki aðeins veiddur af íslenzkum
sjómönnum, heldur einnig tekinn um
borð, fluttur til hafnar, hafður þar i
sérstakri kví svo dægrum skípu,
rannsakaður af kafara eða köfurum
(sem reyndar undruðust gáfur
skepnunnar). Það er naumast
s