Dagblaðið - 19.02.1981, Síða 14
14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 19.81.
d
Iþróttir
Iþróttir
Eþróttir
iþróttir
Iþró
URVALSDBLDARDRAUMUR
IBK LÍKAST HL FOKINN
Framarar tryggðu sér að likindum
sæti i úrvalsdeildinni næsta vetur er
þeir unnu aðalkeppinauta sína, Kefla-
vik, með 86 stigum gegn 75 i Haga-
skólanum i gærkvöld. Sigur Framara
var öruggur allan siðari hálfleikinn og
Keflvikingar komust aldrei nær þeim
en nam 8 stigum. Þar með verða Kefl-
vikingar likast tll að dúsa einn vetur til i
1. deildinni en lið þeirra myndi þó
sóma sér prýöilega í úrvalsdeildinni —
rétt eins og lið Fram.
Leikurinn var mjög spennandi allan
fyrri hálfleikinn og skiptust liðin á um
að hafa forystu nær allan timann og
munaöi aldrei nema 1—3 stigum með
fáeinum undantekningum þó. Keflavík
leiddi um tíma 16—13, en á næstu
tveimur mín. skoruðu Framarar 8 stig
og komust í 21 —16. Þessi munur var
einnig í hálfleik er liðin gengu til bún-
ingsklefanna, 41—36.
Fram skoraði fyrstu tvær körfur
síðari hálfleiksins og komst síðan mest í
73—58. Á tímabili náðu Keflvíkingar
aö hleypa smáspennu í leikinn en það
var mest fyrir hetjulega baráttu Stefáns
Bjarkasonar. Hittni Framara var svo
miklu betri en Keflvíkinga og þeir voru
mun harðari i fráköstunum enda flestir
mun hærri en mótherjarnir. Þetta
tvennt skipti sköpum og Keflavik náði
ekki að brúa bilið.
Fjórir leikmenn Fram báru af í gær
og þó einkum reyndar þrir. Val Bracey,
Viðar Þorkelsson og Símon Ólafsson.
Þorvaldur Geirsson var ekki eins áber-
andi en átti góðan leik í vöm. Hjá
Keflavík var það Axel Nikulásson, sem
mest kvað að í leiknum. Jón Kr. Gísla-
son náði sér aldrei á strik. Ráðlegt
hefði verið að hvíla hann um tíma, en
Jón lék nær allan leikinn. Terry Read
skoraði 27 stig, en einhvern veginn
fannst manni að hann sæist aldrei.
Stigin. Fram: Val Bracey 29, Simon
Ólafsson 22, Viðar Þorkelsson 17, Þor-
valdur Geirsson 11, Bjöm Magnússon
4, Björn Jónsson 2, Ómar Þráinsson 1.
Keflavik: Terry Read 27, Axel Nikulás-
son 18, Jón Kr. Gíslason 9, Stefán
Bjarkason 8, Björn V. Skúlason 4,
Viðar Vignisson 4, Óskar Nikulásson 3,
Brynjar Jónsson 2.
Dómarar vom þeir Jón Otti Ólafsson
og Kristbjörn Albertsson. -SSv.
sem heita Olafur
Kate Bush
í miðri Viku
För til Kúbu
Jón Baldursson við prentvél þá sem hann vinnur við f
Exeter
Newcas
—Sí&3Öí4-0í5l nnferð
ígærkvöld. LeikurviðTottev
Smáliðið Exeter City úr 3. deild vann stórsigur
á Newcastle f 5. umferð ensku bikarkeppninnar f
gær. Sigraði 4—0 i Exeter og leikur við Totten-
ham i 6. umferð á White Hart Lane i Lundún-
um. Fimmtiu ár eru nákvæmlega siðan Exeter
hefur náð svo góðum árangri i bikarkeppninni.
Komst f sjöttu umferð 1931.
Yfir 18 þúsund áhorfendur vom á leikvellin-
um í Exeter i gærkvöld. Margir komust ekki inn
á völlinn. Allt uppselt og fögnuður áhorfenda
var gífurlegur i leikslok. Reyndar allan timann á
meðan á leiknum stóð. Liðið léku á laugardag í
Newcastle. Þar var jafntefli 1—1.
Það var Peter Hatch, sem lék Newcastle-vörn-
ina öðrum fremur sundur og saman í gærkvöldi.
Á 13. mín. hafði hann reyndar heppnina með
sér, þegar hann skoraði beint úr hornspyrnu. Á
20. min. skoraði Ian Pearson annað mark Exeter
eftir frábæran undirbúning Hatch — og Peter
Rogers skoraði þriðja mark Exeter á 42. min.
Áður hafði Peter Hatch splundrað vörn New-
castle. Leikmenn Newcastle, eins frægasta bikar-
félags Englands, vom algjörlega yfirspilaðir og
hefðu hæglega getað tvöfaldað markatöluna.
Þeir létu sér þó aðeins eitt mark nægja til viðbót-
ar. Martyn Rogers skoraði fjórða markið
tveimur minútum fyrir leikslok. f fjórðu umferð-
inni sló Exeter Leicester City úr 1. deild út.
Sigraði 3—1 á heimavelli eftir að jafntefli varð
fyrst í Leicester. Róðurinn verður erfiðari í
BasláBelg
Landslið Belgiu i knattspymu, sem komst i úr-
slit i Evrópukeppninni sl. sumar, lenti i hinu
mesta basll i HM-leiknum við Kýpur i Briissel i
gær. Sigraði þó 3—2. Leikurinn er i 2. riðll og
þessi úrslit eru mildð áfaU fyrir Belgiumenn þvi
markamismunur gæti ráðið úrslitum i riðlinum.
Frakkar og Írar hafa rótburstað Kýpurbúa i
sinum leikjum.
Lið Belgíu fékk þó fljúgandi start. Skoraði tvö
mörk á fyrstu 11 mínútunum. Fyrst Gerard
Plessers á 6. mín. og síðan Erwin van der Berg á
11. mín. Belgía hafði mikla yfirburði og það
kom eins og köld vatnsgusa á áhorfendur og
leikmenn, þegar Lysandrou minnkaði muninn í
2—1 á 41. mín. og ekki nóg með það. Fivos
Vrahimis jafnaði fyrir Kýpur á 60. mín. Sendi
knöttinn i autt markið hjá Jean-Marie Pfaff,
sem hafði orðið að yfirgefa markið, þegar annar
leikmaður Kýpur haföi komizt frír inn fyrir