Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.02.1981, Qupperneq 17

Dagblaðið - 19.02.1981, Qupperneq 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981. 17 I Menning Menning Menning Menning Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Samsýning Guðmundar Armaims og Sigurðar Þóris aðKjarvalsstöðum ,,Það er kominn tími til að mynd- listarmenn snúi sér að einhverju öðru en flatarmálsfræði eða ljóðraenum tilraunum með liti og form,” segja þeir myndlistarmennirnir Sigurður Þórir og Guðmundur Ármann í viðtali hér i DB fyrir skömmu, um sýningu sína að Kjarvalsstöðum (til 22. feb.). Sýninguna kalla þeir ennfremur „Vinnan-Fólkið-Landið” og af henni er ljóst að þeir eru ekki aðeins að berja bumbur fyrir nýju raunsæi í myndlist á íslandi, heldur einnig fyrir ákveðinni afstöðu til þess raunsæis. Myndverkið á að vera nákvæm hlut- læg útlistun á veruleikanum, sem er fyrst og fremst veröld erfiðis- mannsins, líf hans og sveiti, tengsl hans við landið. Ekki til sigurs Nú er vissulega margt til í því sem þeir félagar segja í þessu viðtali. í okkar myndlistarlíf vantar tilfinnanlega magnað fígúratíft raunsæi, a.m.k. raunsæi sem gengur út á annað en íslenskt landslag og sú stefna þyrfti að geta spannað allar hliðar á islenskum veruleika, ekki bara atvinnulifið. Hins vegar eru þeir Sigurður Þórir og Guðmundur Ármann varla menn til að leiða þá hreyfingu til sigurs í íslensku mynd- listarlífi, a.m.k. ekki í bili. Nú skiptir yfírborðsfágun og tæknikunnátta ekki öllu máli í sumum afbrigðum nútíma myndlistar, en þar sem leggja á veruleikann ljóslifandi fyrir dóm al- mennings í formi myndverka, þ.e. í þeirri myndlist, sem þeir félagar aðhyllast, verður að leggja þessi at- riði að einhverju leyti til grundvallar. En útslagið gerir samt hæfileikinn til að búa til list úr hversdagsleikanum, hin listræna útsjónarsemi. Aðal- og aukaatriði Ég segi nú kannski ekki að þeir falli á báðum liðum þessa lokaprófs, þeir Sigurður og Guðmundur, en skelfing eru þeir tæpir. Þó er sjónar- munur á þeim. Guðmundur hefur augljóslega lagt talsverða rækt við teikningu, kann sitthvað fyrir sér í notkun eggtempera og olíu, og hefur stundum auga fyrir dramatiskri uppbyggingu mynda. Þessi kunnátta ber ávöxt í olíumálverki eins og „Móðir og barn”, sem í dul sinni er eitt besta verk sýningarinnar, og „Vel í hendi”, óð til járnaverk- stæðisins. Hins vegar nægir hún ekki til að lyfta obbanum af olíuverkum hans upp úr átakalítilli meðalmennsku, þar sem engin leið er að greina á milli aðal-og aukaatriða. Góð dæmi um þá ávöntun er að finna i landslagsmyndum Guðmund- Guðmundur Ármann ásamt einu málverka sinna. Sigurður Þðrir og „Húsamálarinn” OG KOMINN TÍMITIL ar. Hann vinnur svolítið „að hætti Ásgríms”, í löngum og mjóum myndum, — sú lengsta þenur sig reyndar yfir 8 metra, — en i þeim er hvergi komið fyrir áhersluatriðum, sem augað stoppar við, hvorki í* lit- beitingu né formmyndun. Hrár veruleikinn Mest hefur Guðmundur til málanna að leggja i dúkristum sinum, en þar tekst honum að fá út úr viðfangsefni sinu, einkanlega lands- lagi, hluti sem manni finnst skipta einhverju máli. Og dúkristumappa hans frá Akureyri er lagleg, þótt hún hafi e.t.v meira gildi sem staðarlýsing en list. Sigurði Þóri virðist hins vegar alvee fvrirmunað að skilja að hrár veruleikinn, hvort sem hann er erfiðisvinna eða eitthvað annað, ber ekki endilega í sér kím listar. Lista- maðurinn verður að kafa undir yfir- borðið til að finna þau atriði i uppá- komunni sem hefja hana upp yfir augnablikið og konta til með að hafa varanlega þýðingu, — verða varanlegt innlegg í baráttuna svo notaður sé frasi við hæfi lista- mannsins. Án þessa eiginleika verður hver mynd aðeins lýsing, illustrasjón. Og lýsing þarf líka að vera vönduð. En Sigurðir Þórir virðist lítið spekúlera í svona löguðu. Hann gengur um þar sem menn vinna, tekur af þeim myndir, sem hann siðan yfirfærir beint í teikningar, svo i grafík, loks í olíumálverk. Og alltaf eru þessar útsetningar jafn líflausar. íslensku verkafólki er litill greiði gerður með „hyllingu” af þessu tagi. -Al. Bærínn Hlíðar undir Steinahlíðum að hruni kominn: „Sýslunefnd vill bæinn af yfir- borði iarðar” segirFriðjón Guðröðarson sýslumaður „Sýslunefnd samþykkti síðasta sumar að kaupa ekki bæinn. Þannig að Paradísarheimt hf. á hann og landið sem hann stendur á og það er á valdi félagsins hvað við hann á að gera,” sagði Friðjón Guðröðarson sýslumaður Austur-Skaftafellssýslu um Hlíða- bæinn sem búinn var til þar i sýslu. Bærinn var byggður vorið og sumarið 1979 og þá tekin kvikmyndin Paradisar- heimt við hann. Siðan hefur hann níðzt niður og er orðinn lítill fegurðarauki fyrir umhverfið. Hefur fólk sem leið á hjá haft orð á þvi að bærinn væri ekki sjón að sjá, þakið farið að gefa sig og allt í óreiðu. „Þegar bærinn var byggður fóru Þjóðverjar sem veittu 90% fjár- magnsins fram á fyrirgreiðslu nkkar. Við vildum gjarnan styðja þá og vorum þeim innan handar, lögðum meðál annars undir þá veg. Upphaflega höfðum við lýst yfir áhuga okkar á að kaupa bæinn þegar myndatöku væri lokið enda skuldbundu þeir sig þá til þess að vanda bygginguna og skila henni í góðu ásigkomulagi. Hvorugt var gerl og því kaupunum hafnað. Bærinn er bæði illa byggður og alls ekki i réttum hlutföllum. Hann gefur bvi ekki rétta mynd af gamla íslenzka bænum og er hálfgerð ómynd. Það væri mjög dýrt að konta honum i viðunandi horf. Sýslunefnd vill ekki konta nálægl þessu meira og vill helzt að bærinn verði fjarlægður af yfirborði jarðar. En Paradísarheimt hf. á hann og landið undir honum, þannig að það er á lelagsins valdi hvað gert verður,” sagði Friðjón. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná i neinn af forsvarsntönnum Paradisarheimtar hf. -DS. Eins og sjá má á þessari mynd eru húsin að Steinahlíðum farin að láta á sjá. Smiðjuþakið er orðið götótt, bæjarhúsin opin upp á gátt fyrir veðri og vindum og litill fegurðarauki að öllu saman. DB-mynd: Gunnar Sigtryggsson. Laus staða Staða lektors í ensku i heimspekideild Háskóla islands er laus til um sóknar. Sérstök áhersla er lögðá nútimamál og málvisi. Laun samkvæmt launakerfi starfsntanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilcga skýrslu um vis indastörf sin, ritsmíðar og rannsóknir svo og nántsferil sjnn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu. Hvcrfisgötu 6. 101 Reykjavík fyrir 20. ntars nk. Menntamálaráðuneytið, 16. febrnar 1981

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.