Dagblaðið - 19.02.1981, Page 20

Dagblaðið - 19.02.1981, Page 20
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981. 20 É Menning Menning Menning Menning D Mikilvægt að Noröurlandaþjóðir lesi bókmenntir hver annarrar með mánaðarmillibili, eða svo. Er þetta einn angi þeirrar miklu brósku, sem orðin er á þessum vettvangi. Fyrri hluti tónleikanna var því Björns þáttur Árnasonar öðru fremur.Telemann sónatan verkar eins og svo mörg af verkum hans, i fyrstu hendingu eins og vel unnin andleg leikfimiæfmg fremur en list- rænt átakaverk. Því ber hins vegar ekki að neita að Telemann gleymdi sjaldnast að sjá fyrir því að flytjend- ur hefðu nóg að gera og þyrftu að huga að tæknilegum efnum. Björn lék sónötuna af öryggi og með þokka. Fyrir fyrstu fiðlu Devienne kvartettinn er hið snort- asta verk. Forystuhlutverk fagotts- ins, sem deilir því með fiðlunni er vandmeðfarið. Þau léku kvartettinn lipurlega svo að ekkert virtist eðli- legra en að fagott léki á köflum fyrstu fiðlu í kvartett. Oktett Schuberts finnst mörgum eins og ýms önnur verk hans, bráð- falleg flétta indælla laglína. Hver segir svo sem að fallegt kammerverk þurfi að vera nokkuð annað og meira. Hvort sem svo er, eða ekki, þá verður oktett þessi ekki sómasamlega leikinn nema valinn maður sé í hverju rúmi. Slíkar eru kröfurnar sem hann gerir til samleikshæfileika hvers og eins. Satt að segja var ég ekki alveg ánægður með fyrsta þáttinn. Fiðlurn- ar voru ívið of lágar og leikurinn gekk tæpast nógu snurðulaust fyrir sig. En þegar í öðrum þætti braggað- ist liðið og upp frá því gekk allt eins og í sögu. Það tók sem sé dálítinn tíma að fella leikinn í einn farveg. Atriði sem ekki verður upphafið til fulls nema með löngum samleik sömu manna. En þegar þau höfðu fundið sér farveg var leikurinn hreint frá- bær. Þá var þar á ferð kammer- músíkhópur af fyrstu gráðu. Von- andi sárnar engum þótt ég þakki blás- urunum sérstaklega fyrir og bæti við aukreitis þökkum fyrir hornleikinn. — segir Þórdís Þorvaldsdóttir bókavörður, sem tekur þátt í skipulagningu ráðstef nu um það ef ni í Finnlandi á næstunni MEÐ FAGOTT í FARARBRODDI Dagana 2.—4. marz gengst Norræna lýðfræðslustofnunin (Nordens Folkliga Akademi) fyrir ráðstefnu í finnsku menningarmiðstöðinni Hanahólmi við Helsingfors. Þórdís Þorvaldsdóttir bókavörður skipuleggur ráðstefnuna fyrir hönd lýðfræðslustofnunarinnar, að hálfu móti Finnum, og munu fjórir íslendingar sækja hana. Þar verður fjallað um það hvernig greiða megi fyrir því að Norðurlandaþjóðir lesi bókmenntir hver annarrar. Þórdís er einmitt rétta konan til að styðja slíkar umræður því hún hefur frá 1972 verið bókavörður Norræna hússins. Hún veitir nú um eins árs bil forstöðu bókasafni tveggja stofnana í Kungálv í Svíþjóð, það er að segja lýð- háskólans, sem margir íselndingar hafa sótt og Norrænu lýðfræðslustofnunar- innar, sem gengst fyrir ráðstefnum og námskeiðum um allt sem tengist full- orðinsfræðslu. Þórdís er stödd hér heima i fáa daga til að aðstoða Ann Sandelin við að hefja störf sem for- stjóri Norræna hússins, en Þórdís er þar öllum hnútum kunnug og hefur hlaupið í skarðið sem varaforstjóri þar á stundum. Tilraun sem gafst vel í okkar flókna þjóðfélagi verður æ nauðsynlegra að bæta sífellt við sig fróðleik. „Ævimenntun er fallegra orð en fullorðinsfræðsla,” segir Þórdis og bendir á að hér á landi séu það aðallega Námsflokkar Reykjavíkur og Bréfa- skólinn (rekinn af SÍS, ASÍ og fleiri samtökum). Norræna lýðfræðslustofnunin i Kungálv gengst fyrir hinum fjölbreytt- ustu námskeiðum og kynningum um þetta efni. Hún var upphaflega sett á fót sem tilraun árið 1968, en hefur gefizt svo vel að nú dettur engum í hug að leggja hana niður. Forstjóri hennar nú er Maj-Britt Imnander sem er is- lendingum aö góðu kunn því hún veitti Norræna húsinu forstöðu um skeið. Reynir hún aðgreiða fyrir íslendingum eins og hún getur og ekki veitir af, þvi flestir þurfa að kosta ferðir og þátttöku í ráðstefnum að Kungálv að mestu leyti sjálfir. Þó hefur menntamálaráðuneyt- ið stundum veitt lítils háttar styrki. Af því sem fyrirhugað er að gera þar í sumar má nefna námskeið í júní um þær nýju kröfur sem gerðar eru til Tónleikar aö Kjarvalsstöðum 13. febrúar. Flytjendur: Bjöm Th. Árnoson, Guörún A. Kristinsdóttir, SigurÖur I. Snorrason, Þorkell Jóelsson, Michael Shelton, Mary Jonston, Helga Þórarinsdóttir, Nora Kornblueh, Richard Korn. Verkefni: Georg Philip Telemann: Sónata fyrir fagott og pfanó í f-moll; Francois Devienne: Kvartett fyrir fagott og strengjatríó, op. 23, nr. 1 f C-dúr; Franz Schubert: Oktett ( F-dúr op. 166. ■ í annað sinn á þessum vetri er efnt til tónleika með fagotti í fararbroddi. Þá loksins að fagotttónleikar verða að þekktu fyrirbrigði í tónlistarlífi höfuðborgarinnar er boðið upp á þá kennara um að breytast úr itroðslu- maskínum í örvandi hugmyndabanka fyrir nemendur. í lok júlí verður ráðstefna um það hvernig vopnavæðing hindrar fram- farir i þróunarlöndunum, eða eins og Þórdis orðar það: þeim mun meiri víg- búnaður, þeim mun minni menning. ” Norræn bókadreifing var almennari á 19. öld En ráðstefnan í Finnlandi sem Þórdís skipuleggur að hálfu nú á næstunni snýst semsagt um það hvernig auðvelda megi Norðurlandaþjóðum að lesa bók- menntir hver annarrar. Þótt furðulegt virðist var miklu meira gert að því í lok 19. aldar. Þannig að segja má að Norðurlönd hafi þá haft sameiginlegan bókamarkað. Nú hafa allar samgöngur batnað siðan þá, en í staðinn eru komnir múrar alls konar tolla og að- flutningsgjalda. Við íslendingar vitum hvað bækur frá Norðurlöndum eru dýrar hingað komnar og fyrir Kaup- mannahafnarbúa sem vilja eignast sænskar bækur getur beinlínis borgað sig að taka ferju yfir til Málmeyjar og kaupa þær þar. Per Olof Sundman rithöfundur benti á þetta á Norðurlandaráðsþingi í fyrra. Hann stakk upp á því að leitað yrði leiða til að flytja bækur milli Norðurlanda án opinberra gjalda eða milliliðakostnaðar og ennfremur að reynt yrði að koma upp „norrænum bókalager” í hverju landi. Allt þetta verður rætt á ráðstefnunni á Hanahólmi. Þar verður einnig haldin kynning á verkum Snorra Hjartarsonar sem fær Norðurlandaverðlaunin afhent um sama leyti. - IHH Þórdís Þorvaldsdóttir bókavörður: vinnur nú við Norrænu lýðfræðslu- stofnunina ■ Kungálv. DB-mynd: Einar Ólason. Georg Filippus Telemann, — „vel unnm andleg leikfimiæfing” segir EM 'im verk hans: BMW 728 árg. 1978 Renault 20 TL árg.1978 BMW 525 árg. 1974 Renault 20 TL arg.1977 BMW 520 árg.1978 Renault 12 TL árg.1971 BMW 320 árg.1979 Renault 5 GTL árg. 1980 BMW 320 árg. 1978 Renault 5 TL árg.1975 BMW 318 autom. árg. 1979 Renault4TL árg.1979 BMW316 árg. 1980 Renault 4 VAN F6 árg.1977 BMW 320 árg. 1980 Renault 4 VAN F6 árg. 1978 KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Dvalarheimilið Höfði, Akranesi auglýsir eftir forstöðumanni. Umsóknarfrestur er til 15. marz nk. Uppl. gefur Jóhannes Ingibjarts- son Esjubraut 25, Akranesi, sími 93-1745. Sljórnin.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.