Dagblaðið - 19.02.1981, Page 21

Dagblaðið - 19.02.1981, Page 21
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1981. 21 Strætisvagnar Kópavogs hefja akstur samkvæmt nýju leiðakerfi eftir rúma viku, eða laugardaginn 28. febrúar nk. Að sögn Karls Árnasonar framkvæmdastjóra SVK er helzta breytingin sú, að nú verður ekið samkvæmt fastri áætlun í hið nýja iðnaðarhverfi austast í bænum. ,,Við skiptum bænum i þrjár akstursieiðir og hin fjórða er til Reykjavíkur. Reykjavíkurleiðin verður nr. 20, Vesturbæjarhringur nr. 21, Austurbæjarhringur nr. 22 og Iðnaðarhverfi um Engihjalla nr. 23. Að degi til verður ekið frá kl. 6.40 á morgnana og á 15 mínútna fresti. Nýmæli er að bíll fer í sitt hvora áttina að Nýbýlavegi og einnig í báðar áttir um Túnbrekku: og Hlíðarveg. Þá verður farið um Engihjalla í báðar áttir. Nú verða allir sem ætla til Reykja- víkur að skipta á skiptistöð. Bilarnir verða á innanbæjarhringjunum og síðan tveir bílar i stöðugum ferðum til Reykjavíkur. Fyrir kl. 9 á morgnana verður ekið á Hlemm og síðan niður í Lækjargötu. Eftir kl. 9 er ekið um Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Hringbraut, Sóleyjar- götu, Fríkirkjuveg og Lækjargötu með biðstöð við Menntaskólann í Reykjavík og síðan að Hlemmi, þar sem er tímajöfnunarstöð. Fólk getur því tekið vagn í miðbæinn eftir þessa breytingu, jafnt og á Hlemmi. Síðan stoppar vagninn sem kemur úr Reykjavík við Hamraborgina, þannig að fólk, sem á leið í íbúðahverfið þar Nýtt leiðakerfi Strætisvagna Kópavogs: STYTTA Á SEM MEST FERDATÍMA FARÞEGA — Kópavogsvagnarnir hefja akstur samkvæmt nýja kerfinu laugardaginn 28. febrúar — Leiðakerfið 10% dýrara en hið gamla og miðbæ Kópavogs getur farið þar úr. Vegna þessarar breytingar hafði verið rætt um það að ráða fjóra nýja bílstjóra til starfa hjá SVK. Stjórn Vélamiðstöðvar Kópavogs ákvað þó að fara ekki þá Ieið að sinni, eða meðan verið er að breyta leiða- kerfinu. Nóg væri að kynna hið nýja kerfi fyrir reyndum vagnstjórum. Ráðlegra væri að taka inn afleysinga- bílstjóra, sem sumir hverjir hafa ekið strætisvögnum allt að tíu sumur. Það verða því engir nýir menn fast- ráðnir að sinni. Bílstjórar SVK hafa verið 17—18, en samkvæmt nýja leiðakerfinu þarf 22 bílstjóra. Forsendur fyrir þessu nýja kerfi og þremur innanbæjarhringjum eru þær, að stytta sem mest ferðatíma farþeganna. Það fólk sem ferðast að staðaldri með vögnunum verður fljótt að finna út þær ferðir sem henta bezt og nýta sér á þann hátt þessa sjálfsögðu þjónustu, núá tim- um orkukreppu. En þetta er að sjálf- sögðu engin endanleg lausn á strætis- vagnakerfinu hér í Kópavogi, frekar en annars staðar. Við reiknum með að þetta nýja kerfi sé um 10% dýrara en gamla leiðakerfið. Við teljum þó að með því megi ná allt að 10% fleiri farþegum en áður. Strætisvagnar Kópavogs og Samkvæmt hlnu nýja leiðakerfi Strætisvagna Kópavogs verða þrir innanbæjarhrlngir og siðan stöðugar ferðir milli skiptistöðvar i Kópavogi og Reykjavíkur. DB-mynd: Bj. Bj. Strætisvagnar Reykjavíkur eru með sameiginlegt skiptimiðakerfi, sem verður áfram í gildi. Þetta kerfi er til mikils hagræðis fyrir farþegana, en frá 17—24% af miðum, sem notaðir eru í vögnum SVK eru skiptimiðar frá SVR. Fylgzt er með magni skipti- miða hjá báöum fyrirtækjunum og það er svipað hjá báðum, þótt hlut- fallið sé auðvitað mun lægra hjá SVR. Ég var rétt í þessu að fá tölvuút- skrift um kostnað við Strætisvagna Kópavogs á síðasta ári. Hann nam alls 423 milljónum gkr. Fjárhags- áætlun bæjarsjóðs vegna strætis- vagnanna á þessu ári hijóðar upp á 725 milljónir gkr. Alls eru í notkun 9 vagnar hjá SVK. Þrír þeirra eru af árgerðinni 1968 og því að komast á fermingar- aldur. Pantaðir hafa verið þrír ikarusvagnar í stað þeirra og eru þeir væntanlegir í ágúst-september í haust. Hugmyndin hafði verið sú að fá þá fyrr, en það dróst á langinn. Það kemur þó ekki verulega að sök, því sumarið er léttasti tími ársins í akstrinum. Nauðsynlegt er hins vegar að fá nýju vagnana er haustar og skólar hefja göngu að nýju. Við byrjum akstur eftir nýja Ieiða- kerfinu á laugardegi. Við treystum þar á forna speki um að laugardagar séu til lukku og einnig viljum við hefja aksturinn sem næst afmæli SVK, en fyrirtækið var stofnað 1. .marz árið 1957”, sagði Karl Árna- son. -JH. [ Þjónusta Þjónusta Þjónusta J Verzlun Furuhúsgögn Ný gerð eldhúsborð, stólar og bekkir. einnig hjónarúm, stök rúm, náttborð, sófasett, sófaborð, skrifborð, kommóður. kistlar, vegghúsgögn o. fl. BRAGIEGGERTSSON Smiðshöfða 13. , Sími 85180. HiL-ri HiiLrri HILTI VÉLALEIGA Ármúla 26, Sími 81565, - 82715, - 44697. Leigjum úfc Hjóísagir Rafsuðuvólar Traktorspressur Heftibyssur og loftpressur Juðara Gröfur Víbratora Dílara HILTI-naglabyssur Hrærivélar Stingsagir HILTI-borvélar HILTI-brotvólar Hestakerrur SHpirokkar Kerrur Blikkklippur (nagarar) Steinskurðarvél til að saga þensluraufar í gólf. ri Hiuri Sjónvarpsviðgerðir Heima eda á verkstædi. Allar tegundir. 3ja mánaða ábyrgð. Skjárinn, Bergstaöastr&'ti 38. Dag-. kwild- ug hilgarsimi • 21940. LOFTNE Fagmenn annast uppsetningu á TRI AX-loftnetum fyrir sjónvarp — FIW stereo og AIVI. Gerum tilboö í loftnetskerfi, endurnýjum eldri lagnir, ársábvrgö á efni og* vinnu. Greidslu- kjör LITSJONVARPSÞJONUSTAN DAGSÍMI 27044 - KVÖLDSÍMI 40937. Gerum einnig við sjónvörp i heimahúsum. Loftnetaþjónusta Önnumst uppsetningu og viðgerðir á út- varps- og sjónvarpsloftnetum. Öll vinna unnin af fagmönnum. Árs ábyrgð á efni og vinnu. Dag- og kvöldsímar 83781 og 11308- Elektrónan sf. Sjónvarpsloftnet. Loftnetsviðgerðir. Skipaloftnet, íslenzk framleiösla. : Uppsetningar á sjónvarps- og útvarpsloftnetum. öll vinna unnin af fagmönnum. Árs ábyrgð á efni og vinnu. SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN HF.f Sfðumúla 2,105 Reykjavik. ; Símar: 91-30090 verzlun — 91-39091 verkstæði. þjónusta j Klæðum og gerum við afís konar bó/struð húsgögn. Áklæði í miklu úrvatí. Síðpmúla 31, sími 31780 Húsráðendur — þéttingar Tek að mér að þétta opnanlega glugga og hurðir, jafnt í gömlum sem nýjum húsum með innfræstum þét- tilistum. Fljót og góð þjónusta. Uppl. í síma 39150 milli kl. 9og 18. 13847 Húsaviðgerðir 13847 Klæði hús með áli, stáli,,bárujárni. Geri við þök og skipti ,um þakrennur. Sprunguviðgerðir. Set harðplast á borð og gluggakistur. Skipti um glugga, fræsi glugga, set í tvöfalt gler og margt fleira. Gjörið svo vel að hringja í sima 13847. Jarðvinna-vélaleiga M(IRBROT-FLEYQ€IN MEÐ VÖKVAPRESSU HLJÓÐLÁTT RYKLAUST ! KJARNABORUN! NJ4II harðarson, Válalviga SIMI 77770 BIAÐIÐ frfálst óháð dagblað Traktorsgrafa til snjómoksturs mjög vel útbúin, til leigu, einnig traktor með loftpressu og framdrifstraktorar með sturtuvögnum. Uppl. í símum 85272 og 30126. s Þ Gröfur - Loftpressur Tek að mér múrbrot, sprengingar og fleygun í húsgrunnum og holræsum, einnig traktorsgröfur í stór og smá verk. Stefán Þorbergsson Sími 35948 Kjarnaborun! Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, glugga, loftræstingu og ýmiss konar lagnir, 2”, 3”, 4”, 5”, 6”, 7” borar. Hljóðlátt og ryklaust. Fjarlægjum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Förum hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. KJARNBORUN SF. Símar: 28204-33882. TÆKJA- OG VELALEIGA Ragnars Guðjónssonar Skemmuvegi 34 — Símar 77620 — 44508 G Loftpressur Hrærivélar Hitablásarar Vatnsdælur Slípirokkar Stingsagir Heftibyssur Höggborvélar Beltavélar Hjólsagir Steinskurðarvél Múrhamrar c Pípulagnir - hreinsanir Sparið heita vatnið. Stillum og breytum hitakerfum. Tökum að okkur allar tegundir pípulagna. Fljót og góð afgreiðsla. Sigurjón H. Sigurjónsson lögg. pípulagningameistari, sími 18672 og 20547. ‘ fcr stíflað? Fjarlægi stíflur úr vöskum, WC rörum, baðkerum og nið- urföllum. Hreinsa og skola út niðurföll i bílaplönum og aðrar lagnir. Nota til þess tankbíl með háþrýstitækjum, loftþrýsti- tæki, rafmagnssnigla o.fl. Vanir menn. Valur Helgason, sími 77028. I Er stíflað? Fjarlægi stíflur úr vöskum, WC rörum, baðkerum og niðurföllum, notum ný og fullkomin tæki, rafmagnssnigla. Vanir menn. Upplýsingar í síma 43879. Stífluþjónustan Anton AAalsteinsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.