Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981.
WEBIABIÐ
írjálst, óháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjöri: Sveinn R. EyjöHsson. Ritstjðri: Jðnas Kristjánsson.
Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson.
Skrif stof ustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal.
Iþróttin Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson
HandHt AsgHmur Pélsson. Hönnun: Hilmar KaHsson.
Blaðanwnn: Anna Bjarrjaaon, AUi flúnmr Halldónaon, Atli Stainarsson, Asgeir TAmasson, Bragi Sig
urflsson, Oflra Stelánadóttlr, Elin Alborudóttir, Qisli Svsn Einarsson, Gunnlaugur A. Jflnsson, lng.i
Huld Hákonardflttir, Kriátján Már Urn srsson, Sigurflur Svorrisson.
Ljósmyndir: Bj^nleif jr ^jamleifsson, Einar Úlason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Porri Sigurflsson
og Svalnn Þonnóðseon.
SkHfstofustjóri: Ólafur EyJóHsson. GjaldkeH: Þráinn ÞorieHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs
son. DreHingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Siðumúla 12. Affgreiösla, áskríftadeild. auglýslngar og skrifstofur ÞverhoW 11.
Aöalsimi blaðsins er 27022 (10 Knur).
Setning og umbrot Dagblaðið hff., Siðumúla 12. Mynd» og plötugerö: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf., SkeHunni 10.
Áskriftarverð áfnánuði kr. 70,00. Verö i lausasöki kr. 4.00.
Vextir eru að hækka
Voru vextir ekki lækkaðir 1. marz?
Þannig kunna menn að spyrja, þegar
þeir sjá fullyrt, að vextir séu að hækka.
Menn kunna að vitna til þess, að ríkis-
stjórnin hafi beitt sér fyrir eitt prósent
lækkun útlánsvaxta að meðaltali um
síðustu mánaðamót. En bankamenn
segja aðra sögu. Vextir fara hækkandi en ekki lækk
andi.
Formlega er allt í lagi með fullyrðingu stjórnvalda
um, að vextir hafi verið lækkaðir á útlánum. Þeir, sem
hafa tekið vbda og hin almennu vaxtaaukalán, verða
varir við lítilsháttar lækkun vaxta á þeim. Reyndin
verður önnur, þegar á heildina er litið.
Almenningur í landinu mun veita því athygli, þegar
leitað er eftir Iáni, að bankakerfið mun í vaxandi
mæli krefjast þess, að fólk taki lán með fullri verð-
tryggingu í stað þeirra lánaforma, sem verið hafa
algengust.
Því mun svo fara, að fólk mun raunverulega greiða
hærri vexti en áður. Vextir hafa verið lækkaðir á lán-
um, sem fólk getur almennt ekki fengið. Vaxtalækkun-
in 1. marz er „núll og nix”.
Ríkisstjórnin hét því í efnahagsáætlun sinni um ára-
mótin, að stefnt skyldi að „almennri” lækkun vaxta
hinn 1. marz.
Þetta átti að vera þáttur í að létta almenningi áhrif
sjö prósent kjaraskerðingar, sem verða skyldi vegna
niðurskurðar verðbótahækkunar á laun.
Ríkisstjórnin ákvað einnig i áramótaráðstöfunum
sínum, að taka skyldi upp sparireikninga með fullri
verðtryggingu, sem aðeins þyrfti að binda til sex
mánaða í stað tveggja ára áður.
Bankamenn sögðu, að búast mætti við, að mikið af
innlánum yrði flutt yfir á hina nýju sparireikninga. Af
því leiddi að sjálfsögðu, að bankarnir yrðu að greiða
hærri innlánsvexti en áður, þegar á heildina væri litið.
Ekki væri til staðar slíkur hagnaður i bankakerfinu,
að unnt væri að greiða sparifjáreigendum mun hærri
vexti en fyrr, án þess að bankarnir fengju einnig meiri
vexti fyrir það fé, sem þeir lánuðu út.
Nú hafa stjórnvöld staðið að annarri aðgerð, sem
einnig leiðir til hækkunar innlánsvaxta. Það er fjölgun
vaxtadaga á vaxtaaukainnlánum. Vegna þess fá
eigendur þeirra reikninga meiri vexti eftir árið.
Ríkisstjórnin var engu að síður staðráðin í að hvika
ekki frá yfirlýstri stefnu um „almenna vaxtalækkun”
1. marz.
Sú vaxtalækkun skyldi framkvæmd í orði, þótt ekki
væri grundvöllur fyrir framkvæmd hennar á borði.
Með málamyndaaðgerðum skyldi fá menn til að
halda, að útlánsvextir hefðu verið lækkaðir 1. marz.
Lýst var yfir, fyrir tilstilli Seðlabankans, að meðal
lækkun útlánsvaxta þann dag hefði verið eitt prósent.
í raun höfðu bankamenn haft sitt fram. Banka-
kerfíð mun einfaldlega í náinni framtíð afla sér auk-
inna tekna til að mæta hækkun vaxta á sparifé með
því að knýja lántakendur til að taka lán með fullri
verðtryggingu.
Sem fyrr stefnir í að verðbólgan í ár verði meiri en
vextir af óverðtryggðum inn- og útlánum.
Því er í raun einnig verið að hækka vexti á útlánum.
Frá Bolungarvik.
í Grunnskóla
Bolungarvíkur
— Dagblaðið „skerst í leikinn”
Þessa dagana er Dagblaðið að
gerast virkur þátttakandi í skóla-
málaumræðu á Íslandi. Svo hefur
reyndar brugðið við áður, að blaðið
hefur séð sig knúið til að leggja orð !
belg þegar sigið hefur á ógæfuhliðina
í menntunarmálum einstakra héraða
og kaupstaða. Hella, Grindavík,
Grundarfjörður, nú er komið að þvi
að leysa vandamálin vestur í
Bolungarvik. Þrátt fyrir hinn mikla
áhuga Dagblaösmanna á skólamála-
umræðu, þá er það aðeins einn þáttur
þeirra mála sem virðist ná nefi þeirra,
það eru svokölluð samskiptavandamál
einkum milli kennara og skólastjóra.
Ég hef aldrei rekist á hlutlæga eða
faglega umræðu um skólamál, enda
er það víst ekki hiutverk blaða á borð
við Dagblaðið að fara i saumana á
þvi sem gæti varðað hag og heilsu
tslands í framtiðinni I þvi sem heitir
fræðsla og uppeldi „unga ísiands”.
En það eru takmörk fyrir öllu og
þrátt fyrir að mestur hluti vinnudags
þeirra Dagblaðsmanna fari í að snapa
slúður viðs vegar um land þá lýtur
slúðríö þó enn einhverjum siða-
reglum með blaðamannastéttinni.
Það fyrsta sem heyrðist af
Bolungarvíkurmálum var hiö hríka-
legasta slúöur eins og I þessum dúr:
Foreldrar segja, sögur ganga um,
altalað er, þaö er á hvers manns
vörum og svo frv. Þar er enginn
borinn fyrir neinu nema annar máls-
aðilinn. Sjöunda febrúar treikvart
síöa um Bolungarvíkurmál og fyrir-
sagnir: „Óþolandi framkoma af
hálfu skólastjóra.” Ekkert nema
rógurog lygi.
Síðan bókanir skólanefndafundar
og bréf annars málsaðila til fræðslu-
stjóra, atriöi sem ekkert hafa I fjöl-
Kjallarinn
Finnbogi
Hermannsson
miðla að gera, allra síst til að höggva
á hnút þann sem þarna hefur verið
riðinn.
Á þennan hátt hefur Dagblaðið
skipað sig sáttasemjara í einni skóla-
deilu á fætur annarri og kennara-
stéttin á orðið um sárt aö binda og
skólaumdæmi hafa séð á eftir hæfu
fólki. Sáð hefur verið fræjum tor-
tryggni og óvildar um ókomin ár á
ýmsum þessum stöðum og drýgsti
sáðmaðurinn er Dagblaðið. Ég sagði
hér að framan, að kennarastéttin
væri farin að bera sig illa undan Dag-
blaðinu og ég hef eitthvað fyrir mér i
því. Þetta kom einmitt til umræðu á
þingi Kennarasambands Vestfjarða
hér á Núpi í haust og getur Dagblaðið
vel við unað.Ekki vegna þess aðþetta
sé vottur um áhrif blaðsins og virð-
ingu í þjóðlífinu, heldur staðfesting á
því að Dagblaðið er orðið verkfæri
og gróðrarstia rógs og illmælgis I
landinu og menn telja sig ekki lengur
óhulta á síðum þess. Þarna er jafnan
slegið á þær tilfinningar mannlegs
eðlis sem hlakka yfir óförum
annarra, Þórðargleði, en þeir sömu
öðlast einatt nokkra sjálfsupphafn-
ingu þá andrá sem lesið er, og
lesningin er ófarir meðbræðra, þeirra
sem skrikað hafa út af braut meðal-
hegðunar í einhverri mynd. Skólinn
hefur þá sérstöðu að hann hefur
tengsl í hlutfalli við nemendafjölda
sinn. Er hann þvi ákjósanlegt
viðfangsefni í þeim gráa leik Dag-
blaðsins þar sem mannorð ereinskis
virði. Ber þar jafnan vel í veiði ef
eitthvað bregður út af, en það hefur
sannarlega ekki háð Dagblaðinu að
kanna þær aðstæður sem kennara-
stéttin býr við all víða af hálfu um-
hverfis og það gæti hugsanlega verið
vatn á myllu einhvers þriðja aðila, að
allt logaði i illdeilum I einum skóla.
En forsendur Dagblaðsútgáfunnar
byggjast ekki á hlutlægri rannsókn
eða könnun í þessu tilfelli á skóla og
umhverfi, heldur á þeim mannlegu
þverbrestum sem einna gleggstir
koma fram í raunsæisskáldsögunni
hjá Gesti Pálssyni: Hræsnin og yfir-
drepsskapurinn situr þar í hásæti og
rær fram í gráð sjálfsupphafningar
yfir óförum litilmagna og óláns-
manna.
Finnbogi Hermannsson
Núpi.
„Ég hef aldrei rekizt á hlutlæga eða fag-
lega umræðu um skólamál...”