Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981. 9 Samkomulag pólsku stjórnarinnar og Einingar í hættu? Andótsmaðurinn Kuron handtekinn — Hótað allt að átta ára fangelsi — Ný mótmælaalda vof ir yfir í Póllandi Handtaka helzta andófsmanns Póllands og hótun verkamanna um mótmælaaðgerðir í þremur borgum landsins virðist nú alvarlega ógna samkomulagi Einingar og pólsku stjórnarinnar um þriggja mánaða vinnufrið í landinu. Jacek Kuron, leiðtogi andófs- mannahreyfingarinnar Kor, sem jafnframt er einn helzti ráðgjafi Ein- ingar, var handtekinn af lögreglunni í gær. Honum var haldið i gæzluvarð- haldi í sex klukkustundir og ríkissak- sóknarinn tjáði honum að hann gæti átt yfir höfði sér allt að átta ára fang- elsi. Eining, sem hefur heitið því að veita félögum i Kor fulla vernd, kall- aði stjórn sína þegar saman til fundar og hefst hann í Varsjá á morgun. Svo virðist sem pólsk stjórnvöld séu nú undir auknum þrýstingi frá Sovétmönnum um að sýna aukna hörku gagnvart verkamönnum. í yfirlýsingu sem gefin var út í gær eftir fund Stanislaw Kania, leiðtoga pólska Kommúnistaflokksins, og Leonids Brésnefs, forseta Sovétríkj- anna, var talað um nauðsyn rót- tækrar lausnar á spennunni í Pól- landi. Verkamenn í Siedlce hafa hótað verkföllum vegna handtöku andófs- manna og í Plock og Lodz hefur einnig verið hótað verkföllum vegna deilna sem þar eru komnar upp. Handtaka andófsmannsins Kuron strax eftir fund Kania og IBrésnefs i Moskvu er af ýmsum talinn fyrirboði harðari aðgerða pólskra stjórnvalda á næstunni. Emb- ættismenn I Varsjá hafa hins vegar neitað þvi að nokkurrar stefnubreytingar sé aö vænta hjá pólskum stjórnvöldum. Erl&nt Erlent Erlent I Auschwitz fangavörð- urdæmdur Jósef Schmidt. Jósef Schmidt, fyrrum eftirlits- maður í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz, var dæmdur í átta ura fangelsi nú nýlega fyrir morð á pólskum fanga er dvaldi í búðunum á striðsárunum. Rétturinn tók tillit til þess að Schmidt var aðeins 19 ára gamall er hann framdi morðið. Edmund Muskie ílögmennsku Edmund Muskie, fyrrum utanrikis- ráðherra Bandarikjanna, tilkynnti í gær, að hann hefði ákveðið að snúa sér að lögmennsku og hefði þegar ráðizt til starfa hjá alþjóðlegu lögfræðifyrir- tæki, sem hefur skrifstofur í New York, Washington og Sameinuðu Arabaríkjunum. Muskie sagðist mundu af og til láta til sín heyra um utanríkismál þó lögmennskan yrði nú hans aðalstarf. REUTER 1891-1981 Málefni aldraðra Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur borgarafund um málefni aldraðra að Hótel Sögu, Átthagasal, laugardaginn 7. marz klukkan 14.00. Fundurinn er öllum opinn. Þeirra hlutskipti í dag, verður okkar á morgun. Hvernig búum við að þeim sem arfleiddu okkur að velferðarþjóðfélaginu? Eru kjör þeirra í samræmi við hugmyndir æskunnar um eigið ævikvöld? Frummælendur verða: Skúli Johnsen borgarlæknir. Adda Bára Sigfúsdóttir, formaður heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar. Albert Guðmundsson alþingismaður. Ásthildur Pétursdóttir húsmóðir. Pétur Sigurðsson alþingismaður. C

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.