Dagblaðið - 06.03.1981, Page 16

Dagblaðið - 06.03.1981, Page 16
 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981 c Menning Menning Menning Menning A Samskipti kynjanna dansverk Eske Holm íÞjóðleikhúsinu é * • * * f i r r f * Olafía Bjarnleifsdóttir og » Ingólfur Sigurðsson í Upp og niður. DB-mynd Bj. Bj. % 9 t V V -'X ,y/. 4*. Ballett AÐALSTEINN INGÓLFSSON Hjartaknúsarinn fr Vorblót, baRattvark aftlr Eske Holm, Dansarar: (slenski dansflokkurinn og Eske Holm, Tónlist: Ravel, Albinoni, Rossini, Buddy Rich, Stravinsky Frumsýning í Þjóðloikhúsinu 3. marz. Þetla ætlar að verða golt ár fyrir íslenskan balletl og ballett á Islandi. Ekki er Blindisleik fyrr lokið en íslenski dansflokkurinn fær annað verkefni og annan dansahöfund að vinna með, í þetta sinn hinn danska Eske Holm. Og svo er það sjálfur Bolshoi ballettinn með fylgdarliði i næstu viku, svo ekki ætti að væsa um áhugafólk um dans á næstunni. Þetta var annars fremur endasleppl ballettkvöld í Þjóðleikhúsinu, þar sem ekki varð af fyrirhuguðum tvi- dansi þeirra Auðar Bjarnadóttur og mótdansara hennar Dinko Bogdanic. Það voru því sköpunarverk Eske Holm sem báru uppi sýninguna, annars vegar röð atriða sem kallast Hjartaknúsarinn og útsetning hans á Vorblóti eftir Stravinsky. Samskipti kynjanna Um Eske Holm veit ég lítið annað en það sem stendur í leikskrá, en væntanlega hefur hann undirgengisl hefðbundna Bournonville-þjálfun við Konunglega Danska Ballettskól- ann og spurnir hef ég haft af miklum vinsældum hans í hlutverki Rómeós i útsetningu Sir Fredericks Ashton á Rómeó og Júlíu (1963). Síðastliðinn áratug hefur hann verið mest á eigin vegum, rekið eigin dansflokk og danslókal og skrifað margar bækur um sálfræði dansins og beislun sköpunargáfunnar. I seinni tíð hefur athygli hans beinst æ meir að sam- og -tjáskiptum kynjanna í dansi. Svo mikið er víst að þau verk sem dönsuð voru á fjölum Þjóðleikhúss- ins i fyrrakvöld gengu nær öll úl á samskipti kynjanna: afbrýði, daður, losta, kynferðislegt ofbeldi og örvæntingu elskandans. Inn í þetta allt saman fléttuðust svo ígrundanir höfundar um lífsbaráttuna í víðara samhengi, stéttabaráttu eða pólitisk átök. Ófullnægjandi Nú var það örugglega ekki islenska dansflokknum að kenna að margar þessara hugmynda Eske Holm komust aldrei til skila eða virlust ófullnægjandi í þeirri mynd sem þær voru lagðar fram, a.m.k. i fyrri hluta sýningarinnar. Samheldni flokksins var þar einmitt með mestu ágætum, svo og allir leikrænir tilburðir. Það var einfaldlega ekki farið fram á mikið meira. Eiginleg kóreógrafía, hugmyndir i formi dans, var látin víkja fyrir lát- bragðsleik, hálfgildings gjörningum og svona heldur billegum pólitískum vangaveltum. Þó var í öllum atriðum Hjarlaknúsarans kím heillegra dans- verka. Hinar sífelldu endurtekningar fyrsta atriðis, Upp og niður, voru út af fyrir sig efniviður í skemmtilega dansstúdiu á vanmætti og barnslegri örvilnan ungra elskenda, en náði aldrei að þróasl í þá átt. Besta atriði Hjarta- knúsarans var án efa Grand Pas de Deux, mjög svo írónískt tilbrigði um liinn klassíska tvidans, — með dans- meynni i spennitreyju. . . En aftur var eins og höfundur næmi staðar í þann mund sem verkið var að hefja sig til flugs. Samfélag kvenna Um önnur atriði Hjartaknúsarans er lítið hægl að segja og ekki reyndu þau ýkja mikið á einstaka dansara. Þó mæddi talsvert á Ásdisi Magnús- dóttur sem ekki lét sér bregða hætishót. En hafi Eske Holm komið manni ónotalega á óvart í fyrri hluta sýningarinnar, þá barg hann heiðri sinum að mestu með Vorblóti. Það yrði of langt mál að segja sögu þessa fræga balletts sem upphaflega var flultur árið 1913. Þá var það hinn makalausi Vaslav Nijinsky sem samdi dansana við tónlist Stra- vinskys. Samkvæmt Nijinsky gengur dansinn út á frumstæða náltúrudýrk- un og meyjarfórn til að tryggja frjó- semi jarðarinnar. Síðari tíma dans- höfundar hafa í meginatriðum verið trúir þeim skilningi á tónlistinni: Massine, Martha Graham, Béjari Kenneth Macmillano.fi. Að því ég best veit er ballett Eske Holm sá fyrsti til að breyta verulega út af þeirri túlkun. í meðferð hans gengur ballettinn út á samfélag kvenna. Fórnarleikur kynjanna Inn í það félag kemur karlvera, dregur eina konuna á tálar, sem síðan er útskúfuð af kynsystrum sínum. Síðan reynir karlinn að tæla aðrar, hverja af annarri og verður fyrsta ,,ást” hans við það ráðvillt, snýst ýmist gegn honum með hinum kon- unum eða reynir að vernda hann. En að lokum fer svo að konurnar ganga af manninum dauðum og kyn- systur sinni sömuleiðis. Þau láta lífið í „fórnarleik kynjanna” að því er EskeHolm segir í leikskrá. Þetta er út af fyrir sig nýtl og ferskt sjónarmið sem Holm tekst að fylgja eftir allt í gegn á áhrifamikinn hátl, með hæfilegri blöndu af púra dansi og dramatík, — þótt í þeiiíl dansi hafi fátt verið ýkja nýstárlegt. Sjálfur er Holm potturinn og pannan í allri framvindunni, hæfilega púkalegur og fjaðurmagnaður. Tekst honum að magna upp talsverða stemmningu í verkinu, þótl viðbrögð kvennanna hefðu mátt vera ívið ofsafengnari. Skógarlundur í dögun Þarna sýndi Ingibjörg Pálsdóttir að hún hefur engu gleymt síðan Blindisleikur leið og reyndist traust mólvægi karlverunnar í leiknum. Um sviðsbúnað er vart mikið að segja þar sem hann er eins einfaldur og hugsast gelur. Ekki var ég alveg sáttur við lýsingu i Vorblóti. Á köflum gaf hún glöggt til kynna stað og stund: skógarlund i dögun og að kveldi, en þess á milli raskaðist hún svo að áhorfandinn, a.m.k. sá sem þetta skrifar, átti í erfiðleikum með að einbeita sér. Tónlistin kom úr hátölurum, en lét þó ekki illa i eyrum. -AI. MARKL KVARTETTINN Tónleikar Mfírkl kwartettains á vogum Kammermúsikklúbbsins í Bústaðakirkju 2. marz. Efnisskrá: Bóla Bartok: Dúó fyrir tvær fiðlur; Joseph Haydn: Strengjakvartett op. 77 nr. 1 í G-dúr; Ludwig van Boethoven: Strongjakvart- ett op. 59 nr. 1 í F-dúr. í þriðja sinn er Márkl kvartettinn kominn á vegum Kammermúsík- klúbbsins hingað til lands. Að þessu sínni hélt hann tvenna tónleika, hina fyrri laugardagskvöld 28. febrúar. Á fyrri tónleikana náði ég ekki að komast. Þótti mér það miður, og reyndar af töluverðu að missa þar sem kvarleltinn lék auk fyrri hluta fiðludúósins, Mozarl kvarleltinn K 387 og Barlok nr. I. Þeir. Josef Márkl og David .lohn- son hófu leikinn með seinni hlut- anum af dúóum Bartoks. Samleikur þeirra var með ágætum. Bartok sér umaðbáðirfái sinn skamml, svo að litill munur er á hvor röddin kallast fyrsta eða önnur. Dansana léku þeir marga líflega og skemmlilega, en samt fannst mér eins og ögn vantaði á af skerpu, líkt og þegar paprikuna vantar í ungverskan rétt. Sem með einum boga Af nógu er að taka þegar velja á úr strengjakvartettum Haydns, því að rúma átta tugi hristi gamli maðurinn fram úr pennanum. Og allir eru þeir hver öðrum fallegri. Stíll Márkls ein- kennist af mikilli mýkt í leik. Béla Bartok Staccato verður í höndum kvartetts- ins afar þýtt svo músíkin líður fram eins og lygn elfur. Við bætist svo að þeir leika siður en svo taktfast. Þannig reynir leikmátinn mjög á næmi meðlimanna fyrir leik hinna. Samræmi leiksins er einstakt og blæ- brigði öll eins og með einum boga sé strokið. Á gömlum grunni Hraðavalið verkar stundum eilítið skrýtið. Oftast heldur hægara en menn gera sér almennt hugmynd um á okkar tímum. Einkanlega kom þetta fram i Beethoven kvarieltinum og þá hvað mest áberandi í öðrum kaflanum. Einmitt í þessum atriðum birtist hvað Ijósast hin gamla þýska kvartetthefð, sem Márkl kvartettinn fylgir. Márkl kvartettinn finnst mér að líta beri á sem arftaka Stross kvartettsins. Hann er boðberi þeirrar hefðar í kammermúsíkstíl, sem ræktuð . hefur verið í Þýskalandi um aldir. Sem slíkur stendur hann í fremstu röð og því svíður mér að tón- leikum hans skuli ekki hafa verið sýnd meiri athygli en raun ber vitni. En vonandi fá reykvískir áheyrendur tækifæri til að bæta ráð sitt. -EM.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.