Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981 - 55. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022. Leitin að Báru VE-141 árangurslaus: TVEGGJA BRÆÐRA FRA EYJUM ER ENN SAKNAÐ —leit \á niðri ínótt og í morgun vegnaslæms veöursá leitarsvæöinu Leitin að Báru VE 141, sem gerður er út frá Sandgerði, hefur enn engan árangur borið. Keflavíkur- radió heyrði síðast til bátsins um fjögurleytið á miðvikudag. Frá honum barst ekki tilkynning um kvöldið og þá var strax hafin leit. í gær leituðu 30 skip og flugvélar árangurslaust. Skipverjar eru tveir bræður frá Vestmannaeyjum, Bjarni Guðmundsson, fæddur 10. ágúst 1938, ókvæntur og Jóel Guðmunds- son, fæddur 1. júlí 1936, kvæntur og fjögurra barna faðir. Ekki var leitað í nótt vegna mjög slæms veðurs. í Reykjavík mældust mest 10—11 vindstig í verstu byljunum og ekki blés minna á leit- arsvæðinu út af Garðskaga. m------------........ ■> Bræðurnir sem saknað er á Báru VE—141, Bjarni og Jóel Guðmunds- synir. „Viðbrógð báta í upphafi leitar voru til fyrirmyndar,” sagði Hannes Hafstein hjá Slysavarnafélaginu í morgun. „Við vissum að spáð var versn- andi veðri og höguðum leit í samræmi við það. En i svo brjáluðu veðri sem nú er, eru okkur allar bjargir bannaðar.” -ARH/-KMU. Vinnuslysvið Laugarnestanga: Bát hvolfdi, þremur naum- legabjargað Þrír menn voru hætt komnir í gær- kvöldi þegar fimm tonna plastbát, Haf- liðaað nafni, hvolfdi við OLÍS-stöðina á• Laugamestanga. Verið var að binda olíuflutningaskipið Kyndil við bauju þegar vírar flæktust í Hafliða og hvolfdu honum. Tveir menn sem voru við vinnu aftur á köstuðust í sjóinn. Annar þeirra komst strax á kjöl en hinn mun hafa fengið lost eða ef til vill högg við óhappið og missti meðvitund. Sá þriðji var lokaður inni í stýrishúsi þegar bátnum hvolfdi en tókst að brjótast út. Menn af lóðsbátnum Haka sáu hvað gerzt hafði og komu til hjálpar. Með- vitundarlausi maðurinn var fyrst tekinn um borð í Haka og síðan hinir tveir. Þeir héldu sér á fioti á Hafliða sem sneri kili upp. Mátti ekki tæpara standa með björgun þeirra, því Hafliði sökk á sömu stundu. Á leið til lands gerði há- seti á Kyndli lífgunartilraunir á meðvit- undarlausa manninum. Hann var, ásamt félögum sínum, þegar í stað fluttur í gjörgæzludeild Borgarspítal- ans og var þar enn í morgun. -ARH Lögreglu- og sjúkraliðsmenn voru 1 Sundahöfn 1 gærkvöldi og tóku við mönnunum þremur þegar lóðsbáturinn Haki kom þangað. DB-mynd S. ........" Skíðadagur fjölskyldunnará morgun: Komum öll á Miklatún njótum hollrar útiveru Þótt veðurguðirnir hafi guðað ótæpilega á glugga í nótt og morg- un þá verðum við að vona að Kári hafi ekki náð að feykja öllum snjó i burtu, því á morgun klukkan tvö ætlar DB að gangast fyrir Skíða- degi fjölskyldunnar á Miklatúni. Lúðrasveit Reykjavikur byrjar að leika við Kjarvalsstaði klukkan tvö en fimmtán mínútur yfir tvö flytur borgarstjórinn í Reykjavík ávarp og klukkan hálfþrjú spenna menn á sig skíði og ganga um Miklatún. Leið- beinendur verða til staðar fyrir þá sem vilja og heitt kakó og kex verður reitt fram úr pylsuvagninum sem verður við Kjarvalsstaði. Á morgun er upplagt tækifæri fyrir fjölskyldurnar að bursta rykið af skíðunum og koma á Skíðadag fjölskyldunnar og njóta hollrar úti- veru stutta dagstund. Við segjum frá Skíðadegi fjöl- skyldunnar i helgardagbókinni á bls. 15 og einnig verður nánar sagt frá skíðadeginum í blaðinu á morg- un. - JR sjáhelgardagbókbls. 15

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.