Dagblaðið - 06.03.1981, Side 11

Dagblaðið - 06.03.1981, Side 11
II DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981. Atlanta svona lengi að taka við sér? Camille Bell er ekki i nokkrum vafa: „Þetta er ráðstefnubær,” segir hún. „Menn voru hræddir við að viðurkenna öryggisleysið.” Hún telur einnig að hér komi kynþáttavanda- mál til sögunnar. Borgarstjórinn í Atlanta er blökkumaður. í lögregl- unni eru bæði svartir og hvitir menn, og flestir í bæjarstjórn eru svartir. „Ef þetta hefðu verið hvítir menn eingöngu í þessum stöðum, hefði verið gripið til' aðgerða langtum fyrr,” segir hún, „þar sem þá hefði strax verið viðurkennt að þessi morö væru kynþáttalegs eðlis.” En í bæ sem stjórnað er af blökkumönnum úr miðstétt, er ekki verið að fást við vandamál varðandi kynþáttamisrétti, heldur fyrst og fremst hugsað um fjármál bæjarins. Borgarstjórinn, Maynard Jackson, reyndi að komast hjá umfjöllun fjöl- miðla, er fyrstu morðin áttu sér stað. Hann hefur nú neyðzt til að snúa sér /^Pf\ v£d7 til Washington til þess að fá aðstoð bæði fjárhagslega og sérfræðilega. Hann hefur beðið um fund með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta til að ræða þessimál. Er morðið á Jones var framið, var kallað út sérstakt aukalið til að rann- saka morðið. Þetta var 30 manna lið, sem vann í nánum tengslum við 26 manna lið frá leyniþjónustu Banda- ríkjanna. Blaðamannafundir hafa verið haldnir, skipulagðar hafa verið leitir íbúanna um helgar, sporhundar hafa verið keyptir, sérfræðingar hafa verið kallaðir til aðstoðar úr fjarlæg- um landshlutum og tölvum hefur verið beitt við flokkun upplýsinga. En það virðist sem morðunum fjölgi í svipuðu hlutfalli og lögreglu- mönnunum. Á fyrstu sextán mán- uðum voru þrettán börn myrt eða þeirra er saknað. Eitt morð virtist framið á 18—25 daga fresti. En það sem af er árinu 1981 hefur morðunum fjölgað verulega. Sjö börn hafa verið myrt eða þeirra er Angel Earl Lee Jeffrey Lamar Edward Hope A Ifred James ... . -- » .. r.^Mr /í Clifford Jones, 13 LaTonya Wilson, 7 Christopher Milton Richardson, 11 Harvey, 14 Anthony Eric Patrick Yusef Carter, 9 Middlebrooks, 14 Baltazar, 11 Bell, 9 Fórnarlömbin eru öll svört börn, á aldrinum sjö til Fimmtán ára. Charles Stephens, 12 saknað og í síðustu viku hvarf enn eitt barnið. Tregða lögreglunnar til athafna í upphafi þessarar miklu morðöldu hefur gert það að verkum, að foreldr- arnir hafa vantrú á henni. Camille Bell hefur stofnað samtök, sem fest hafa kaup á sporhundum og ráðið rannsóknarlögreglumenn. Lögreglan telur sig nú hafa fundið út ýmislegt sem tengir að minnsta kosti sum barnanna saman. Sag hefur fundizt við nokkur líkin og þykir það geta bent til, að morðing- inn vinni við trésmíðar. Fjögur barnanna léku í sama blak- liðinu þó þau byggju i mismunandi bæjarhlutum. Flest fórnarlambanna voru börn fráskilinna foreldra og öll höfðu þau reynt að vinna sér inn vasapening með því að taka að sér sendiferðir og ýmis smá þjónustu- störf í verzlunarhverfi borgarinnar. Ýmislegt benti til að fyrstu fórnar- lömbin hefðu verið í haldi morðingj- ans I nokkra daga áður en þau voru myrt. Þetta hefur leitt til kenninga um að einhvers konar óhugnanlegt helgi- siðaform eigi sér stað í tengslum við morðin og að börnin séu geymd í nokkurn tima áður en þau séu myrt, þó sá tími virðist sífellt styttri eftir því sem morðunum fjðlgar. öll börnin hafa verið svört og það þarf þvi ekki að koma á óvart þó ýmsir telji, að kynþáttahatur ráði gerðum morðingjans. „Ef það kemur i ljós, að morðing- inn er hvítur eða félagi í Ku Klux Klan eða Nasistaflokknum þá getur það orðið til þess að allt fari í bál og brand í kynþáttamálum,” segir Camille Bell hugsandi. Lögreglan virðist telja sennilegast, að morðinginn sé svartur maður með nokkur völd. Rannsóknin hefur jafn- vel beinzt að því, hvort hann kunni að vera lögreglumaður þar sem börn- in hafa ekki talið sig þurfa að óttast neitt af hendi slíks manns. Þessari kenningu hefur vaxið fiskur um hrygg þar sem nú er eftir- lýstur maður vegna nauðgunar. Hann klófesti fórnarlömb sin þannig að hann lokaði þau inni I bílnum með aðstoð blás ljóss í mælaborðinu. Spennan vex sífellt í Atlanta. Þeir er mæla lögreglunni bót benda á, að það tók fimm ár að hafa upp á Yorkshire-morðingjanum í Eng- landi, og að fjöldamorð eru algeng í Bandaríkjunum. Camille Bell segir, að geðveiki fjöldamorðingjans í Atlanta aukist nú stig af stigi. Sífellt verður styttra á milli morðanna og skelfing íbúanna vex aðsamaskapi. að það gangi fram af sér, þó þing- menn fái langþráða kjarabót með þessum Kjaradómi, enda kallar einn alþýðuþingmanna þetta réttilega skíts- eyðishátt og formaður þingflokks Geirunga segir þetta ómerkiiega kjarabót. En það er nú heldur ekki von að þeim blöskrí svona tölur í olíumölinni. Nei, þetta er hraksmán eins og Tíma-Jón segir, landsfeður láta djöfla sér út nætur og daga, fundir allar helgar, „störf sem hljóta að vera hjónadjöfull á hverju heimili þessara manna og hljóta að veikja mjög hæfni þeirra til að taka ígrund- aðar ákvarðanir og draga ályktanir í jafnvægi.” Ekki undrar mig að frúrnar séu óánægðar með það að láta sér leiðast í bólinu meðan bónd- inn er í næturverkum á alþingi. Það er mikil missa, þegar slíkur maður yfirgefur ritstjórastól. — En er það ekki furðulegt, að blessaðir menn- irnir skuli sækja það svona fast að komast í þetta voðalega hús við Austurvöll — allt fyrir okkur van- þakkláta og illa innrætta kjósendur? Það er vitaskuld búraháttur að telja eftir þetta ráðherrakaup. Þetta eru umfangsmestu embættin og að auki eru ráðherrar þingmenn og þing- mennskan út af fyrir sig fullt starf með 5 mánaða sumarfrii. Af sjálfu leiðir, að þau ofurmenni sem gegna tveim erfiðustu embættum í kerfinu, auk útréttinga fyrir Flokkinn, eru varla ofsælir af þessum 23—26 þús- und nýkrónum á mánuði. Oft eru ráðherrar á faraldsfæti utan lands og innan og það gefur augaleið, að dýrt er að stjórna landinu gegnum síma frá útlöndum. Alveg er ég með okkar góðu ríkis- stjórn í því, að rétt hafi verið að gefa þingmönnum 40 daga jólafrí heldur en að láta þá flækjast fyrir þegar vilji var aUt sem þurfti. Enda var nú fátt markverðra . tíðinda af þvísa þingi fram að jóla- helgi. Efnahagsráðstafanir voru reyndar í þingljósinu, en engin niður- staða sem vænta mátti. Flugleiðamál- ið var ákjósanlegt skammdegismál, eins konar öryggisventill fyrir þá sem þurftu að blása út, svo má ekki gleyma niðurfellingu opinberra gjalda af börnum og umræðum um fundasókn alþingismanna (var hún nú ekki í lagi?). — En best var þó til- lagan um 180 milljón króna ölmusur til blaðanna, sem samþykkt var ein- róma lýðræðinu tU blessunar og til eflingar „frjálsri skoðanamyndun”. Blöðin eru nefnUega svo leiðinleg að „hinn almenni maður” (ekki fengist skilgreint nánar) vill ekki kaupa þau. Reyndar ber Dagblaðið sig vel og vill ekki þiggja ölmusuna. Svoddan köU- uðu gömlu mennirnir genverðugheit. En gott er að eiga fullan ríkiskassa svo hægt sé að hygla verðugum. En svo ég viki aftur að ástsælli ríkisstjórn, þá verð ég að segja, að okkur almennum atkvæðum og við- styðjendum brá ónotalega þegar það fréttist að hún (stjórnin) hafði verið komin nærri því að setja upp tærnar nokkru eftir nýársbjargráð (kaup- rán). Og því átakanlegri var þessi uppákoma, þar sem um tvö ómerki- leg mál var að ræða, nefnUega Gerva- soni og kók- og karamellumálið. Um Gervasoni nægir að nefna hans fræga nafn, Guðrúnu Helga og Friðjón. Áður fyrr þótti hin mesta skömm að úthýsa farandmönnum en nú er öldin önnur. Þá hefur sýnt sig, að brottrekstur mannsins hefur haft hin heillavæniegustu áhrif á geð- heilsu margra íslandsmanna. Gunnar bjargaði málinu (og stjórninni) sem oft áður og tók að sér að sjá um rétt úrsUt málsins fyrir dönskum dómstólum og jafnvel frönskum. Er nokkur furða þó Þjóð- viljinn, aðalblað Gunnars, dái slíkan mann? „Hreinn tónn" En tæpt stóð það, að ríkisstjórn okkar félli á eigin bragði, eiginlega karamellubragði, öðru nafni sæl- gætisskattinum. Albert sagði nei, Guðm. Þórarins á móti, en sat hjá, hafði fyrr séð köttinn syngja á bók og fann hinn hreina tón, að eigin sögn, var bæði með og móti, og þegar Guð- mundur hafði fundið hinn hreina tón mælti hann: „Menn verða að virða mér það til vorkunnar, þó ég færi ekki að fella ríkisstjórnina á gottirí- inu.” Já, Guðmundi er vorkennt. Eggert Rangæingagoði var á móti tollinum en sagði já. Hann er maður mikill á velli og enginn veifiskati þrátt fyrir allt. Hann hefur sótt fast fram til mannvirðinga og landvinn- inga. Braust undan flokksvaldinu og hrökk hvergi undan þó Geir æki austur og liti agabrot Eggerts afar al- varlegum augum. Eggert er ekki húmoristi til jafns við föður sinn, en kannski missa menn þann hæfileika þegar þeir kom- ast áþing. Nú verður að viðurkenna að Egg- ert var vandi á höndum, innsta kopp í búri Framkvæmdastofnunar og guð- föður Gunnsu. Og sá þann kost vænstan að semja um atkvæðið uppá 1500 milljónir Gitlar krónur) handa Skrapdagar íslenskra veiði- skipa ávísun á gúmmítékka í þættinum Fréttaspegli i sjónvarpi ÆSk föstudag 20/2 fjölluðu fiskifræð- ingar um fiskistofna við ísland. Þar kom fram það sem áður var vitað að nálega enginn af okkar þýðingar- mestu fiskistofnum er staðbundinn við landið allt árið. Sem sagt, flestir fiskistofnarnir, þorskur, ufsi, karfi, lúða, skarkoli, síld og loðna voru inní myndinni. (En einhverra hluta vegna gleymdu fiskifræðingar að fjalla um ýsuna.) Niðurstaða fiskifræðinganna var sú, að allir fiskistofnarnir við landið leita út fyrir okkar 200 mílna land- helgi i meira eða minna mæli. Þegar það er skoðað, hvert fiskurinn leitar helst, kemur í ljós að um mestan samgang er að ræða milli Grænlands og íslands annars vegar og Færeyja og íslands hins vegar. Og að auki loðna og kolmunni við Jan Mayen. Þetta eru slæmir hlutir þegar það blasir við að á öllum þessum haf- svæðum er örtröð af ríkisstyrktum flotum frá EBE og fleiri aðilum með sama rekstrarform. Þetta eru stór tíðind og slæm. Mörg undanfarin ár hafa varnað- arorð fiskifræðinga nær eingöngu snúist um friðun á þorski. (Sildin er ekki inní þessu dæmi) og nú á síðustu mánuðum loðnu. En nú kemur al- deilis hvellur. Karfaaflinn er allt í einu orðinn helmingi of mikill hjá okkur hér á íslandsmiðum. Sá sem hafði með ufsann að gera skilaði ekki áliti um stöðu þess stofns, en undir- ritaður er sannfærður um að þarna er ástandið ekki betra enda gengur sá stofn til Færeyja, Skotlands og Noregs þangað sem allt er drepið.En eitt er það sem ekki kom fram i þessum fróðlega þætti. Hvers vegna koma þessar upplýsingar fram svona seint? Þjóðverjum voru leyfðar veiðar úr þessum stofnum í nærri tvö ár eftir að búið var að reka Breta í burtu. Hefur stofnunin ásamt stjórnmálamönnum með tillögum um leyfi til þeirra og annarra þjóða verið að sjóða þann graut að skrapdagar islenskra skipa séu ávísun á inni- stæðulitla tékka? Þegar rætt er um fiskveiðar við ísland verður ekki hjá því komist að líta á stjórn og skipulag veiðanna við Kjallarinn Auðun Auðunsson landið i heild. Frá Tálkna vestra og norður og austur um að Kambanesi hafa heimamenn kjörið togara sem aðalfisköflunartæki fyrir sína fisk- vinnslu. Frá sömu stöðum suður og austur að Kambanesi er hrærigrautur báta og togara. Ætla mætti að öll skip með troll mættu fiska á þessu svæði á sömu miðum eins ög er með net, nót og línu, þar er veiðisvæðum ekki skipt eftir skipastærðum. Veiði- heimildum á þessu svæði er ekki skipt í tvennt heldur eru þrjú stig eftir skipastærðum með mismunandi hólf innan landhelginnar. Þetta hefur orsakað nokkurs konar kubbaleik sumra útgerðarmanna sem annað hvort eru að lengja báta sina eða stytta eftir því hvað á við hverju sinni. Frá Látrabjargi vestra, norður og austur fyrir land að Papey eru 12 míl- urnar lokaðar fyrir öllum togveiðum nema út af Vopnafirði og Langanesi, þar eru ræmur fyrir undanþáguskip part úr árinu. Það er umhugsunarefni hvort ekki er tímabært að endurskoða alla þessar undanþágukomedíu sem upp- haflega var hugsuð til að hjálpa upp á uppgjafagrútarbáta sem urðu verk- efnalausir þegar síldin hvarf sællar minningar fyrir 14 árum. Auðun Auðunsson skipstjóri Byggðasjóðnum. Hann á því lífið í ríkisstjórninni. Upphófust nú hróp mikil að Eggert bónda úr ölíklegustu átt. „Eggert seldi sannfæringu sína á 1500 millj- ónir,” sagði einn þingbróðir Eggerts og þóttist hneykslaður. „Eggert gerir kaupin með sínum hætti,” sagði Fr. Sóp. flokksbróðir. Og Vísir sagði, að sannfæringarsala „ætti eftir að koma óorði á Alþingi”!!! Svona getur Ell- ert verið gamansamur. Og kratar máttu ekki vatni halda af hneykslan, en þeir eru eins og allir vita hvítþvegnir af hrossakaupum í pólitík. Eða er þessi sextugi flokkur pólitísk afturbatapíka? En ýmsir sjá í gegnum uppgerðina. „Eggert Haukdal er nokkuð gott ein- tak af ærlegum bónda austan úr sveitum. Hann vill alveg eins segja sannleikann um Alþingi þegar svo ber undir,” skrifaði kunnur sjálf- stæðismaður. Pólitiskur kaupskapur og samningamakk hefur einkennt Al- þingi frá fyrstu tíð, þó mest síðustu áratugi. En Eggert svarar ekki eins og þeir æfðu, i véfréttastíl sem enginn skilur — en skilur þó. „Verður að gera fleira en gott þykir í pólitík,” segir Eggert bóndi og telur sig vita, að þeir sem hæst hafa „búi í brot- hættustu glerhúsunum”. Og vel ætlar Eggert að verja þessum krón- um, þ.e. til eflingar innlendum skipa- iðnaði. Það kemur því úr hörðustu átt, að ráðherrar skyldu ætla að „nappa” þessum kíónum úr sjóði Eggerts í útgerðarbrask fyrir norðan. Þeir ættu að vita að Eggert eiga þeir að þakka stólana sína. Varið ykkur, piltar og minnist Sultartanga; Gáið líka að því, að nú er Bensi kominn í biðilsbrækurnar sínar og gerir hosur sínar grænar fyrir gömlu maddömunni. Þó Páll segi þetta „einkennilegt bónorð á enduðum mörsugi”, ættu stjórnarliðar að vera við öllu búnir og Benedikt ætti að hafa í huga, að sígandi lukka er best. Spurningin stóra er: Mun Jónsmessu- næturdraumur Gröndals rætast? Með hækkandi sól fara háttvirtir alþm. vonandi að hugsa til atkvæða sinna með fundi og skemmtiefni eftir harðan vetur. En eins og flestir vita eru menn tregir til að meðtaka boð- skapinn nema trúðar séu með eða aðrir „skemmtikraftar”. Nú er það hvorutveggja, að þing- menn vilja spara peninga okkar og eru sjálfir frambærilegir skemmti- kraftar margir hverjir. f stað Halla og Ladda gæti t.d. komið Karvel, því hann sýndi ótvíræða hæfileika í þessa átt á framboðsfundi fyrir vestan. Þá mundi ekki spilla að hafa Vimma með. Að öðru leyti gæti prógrammið verið eitthvað á þessa leið: Kvartett: Friðjón, Stefán á Syðra- Hóli, Steinþór á Hæli og Helgi Seljan. Sörigstjóri Stefán á Vað- brekku, undirspil Gunnar Thorodd- sen. Leikþáttur: Viðspyrna ’81 (má sjóða upp úr gömlum viðspyrnuþátt- um). Bögglauppboð. Fjöldi félagsmála- pakka (miklar umbúðir, lítið inni- hald). Leyst niðrum nokkra pólitíkusa (Sverrir forseti aðstoði). Lokaþáttur: Bæn til æðri máttar- valda fyrir ÓlaJó og flugskýlahug- sjóninni (Karl Steinar Guðnason). Haraldur Guðnason, Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.