Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 1
[vað er á sevöi um hel Sjónvarp næstu vlku Hinir formföstu meðlimir lúðrasveitarinnar verða ekki sérlega hrifnir þegar ungur poppari tekur við af gamla hljómsveitar- stjóranum. BLÁSAR ARNIR — sjónvarp laugardag kl. 21: Lúðrasveit fer f hægagangsverkfall — bráðskemmtileg gamanmynd f yrír alla fjölskylduna Laugardagsmynd sjónvarpsins er að þessu sinni óvenju snemma í dag- skránni. Oftast hefur hún verið síðasti liðurinn en nú hefst sýning hennar kl. 21. Ástæðan er sú að hér er um bráðskemmtilega mynd að ræða sem allir meðlimir fjölskyldunnar ættu að hafa gaman af. Myndin er brezk og óvenju ung miðað við kvikmyndir sem sjónvarpið sýnir, — gerð á síðasta áiri. Aðalleikararnir eru vel þekktir hérlendis, má nefna Robin Nedwell, sem lék i gamanmyndaflokknum um ungu læknana, sem sýndur var hér fyrir nokkrum árum, Trevor Howard og DianeKeen. Söguþráðurinn snýst um lúðra- sveit i smábæ einum. Lúðrasveitar- mennirnir eru formfastir mjög, hafa alltaf spilað af eigin tilfinningu en aldrei náð sérlega langt á lista- brautinni, — reyndar aldrei ætlað sér það. Málefni hljómsveitarinnar eru einn daginn tekin fyrir á fundi í bæjarstjórninni. Þar eru menn sam- mála um að gera þurfi eitthvað rót- tækt í lúðrasveitarmálum bæjarins þvi ástandið sé orðið hörmulegt vegna þess hve ömurleg lúðrasveitin sé. Gamli stjórnandinn er hrakinn frá en hann hefur verið stjórnandi frá upphafi, eða í heilan mannsaldur. Ungur popptónlistarmaður sem nýfluttur er i bæinn er fenginn til að taka við. En gömlu lúðrasveitar- mennirnir eru ekki of hrifnir af þess- ari breytingu og ákveða því að fara í hægagangsverkf all. -KMU. Laugardagur 7. mars 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Leyndardómurinn. Sjötti og siðasti þáttur. Efni fimmta þáttar: Prestinn grunar, að bófarnir hafi ekki enn fundið það sem þeir leita að og að þeir hafi bát til afnota. Það kemur í ljós, að Jaki er gamall „kunningi” prestsins sem dró hann fyrir lög og dóm, meðan hann var lögreglumaður. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Spítalalif. Gamanmynda- flokkur. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. 21.00 Blásararnir. (The Shillingbury Blowers). Bresk sjónvarpsmynd í gamansömum dúr, gerð árið 1980. Aðalhlutverk Trevor Howard, Robin Nedwell og Diane Keen. Ungur popptónlistarmaður, Peter, er orðinn þreyttur á ys og þys Lundúnaborgar og flyst til lítils sveitaþorps. Helsta stolt þorpsbúa er lúðrasveitin þeirra, sem sami maður hefur stjórnað frá upphafi, eða í heilan manns- aldur. En ekki eru allir jafn- hrifnir af tónlistarflutningi lúðra- sveitarinnar, og þar kemur að skipt er um stjórnanda. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.25 Söngvakeppni Sjónvarpsins. Úrslit. Bein útsending. Lokið er fimm þáttum undanúrslita og hafa verið valin tiu lög í úrslita- keppnina. Fimm hunduð manna dómnefnd, eitt hundrað manns í sjónvarpssal og fjögur hundruð víðs vegar um landið, sem eru í beinu símasambandi við Sjónvarpið, greiðir atkvæði um sigurlagið. Tíu manna hljómsveit leikur undir stjórn Magnúsar Ingi- marssonar. Söngvarar Björgvin Halldórsson, Haukur Morthens, Helga Möller, Jóhann Helgason, Pálmi Gunnarsson og Ragnhildur Gísladóttir. Kynnir Egill Ólafs- son. Umsjónarmaður og stjórn- andi útsendingar Rúnar Gunnars- son. 23.55 Dagskrárlok. Sunnudagur 8. mars 16.00 Sunnudagshugvekja. 16.10 Húsið á sléttunni. Sóttkví. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 17.05 Ósýnilegur andstæðingur. Sjötti og siðasti þáttur er um Paul Ehrlich, en hann uppgötvaði salvarsan, sem nefnt hefur verið fyrsta undralyfið. Þýðandi Jón O. Edwald. 18.00 Stundin okkar. Gestir þáttarins eru nemendur úr Reykja- skóla 1 Hrútafirði, sem skemmta með söng og dansi. Fylgst er með tveimur tólf ára blaðaútgefendum að störfum, Kjartani Briem og Valdimar Hannessyni. Árni Johnsen blaðamaður segir þeim frá starfi sinu og býður þeim að skoða tæknideild Morgun- blaðsins. Einnig verður flutt Ævintýri frá æsku eftir Kristján frá Djúpalæk með teikningum eftir Ölöfu Knudsen. Helga Steffensen og Sigríður Hannes- dóttir flytja brúðuleik, sem byggður er á ævintýrinu um Geiturnar þrjár. Binni og Herra Hnerri verða líka í þættinum. Um- sjónarmaður Bryndís Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 18.50 Skíðaæfingar. Níundi þáttur endursýndur. Þýðandi Eiríkur Haraldsson. 19.20 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Tónlistarmenn. Ruth L. Magnússon söngkona. Egill Friðleifsson kynnir Ruth og ræðir við hana og hún syngur m.a. nokkur ný, íslensk lög. Við hljóðfærið Jónas Ingimundarson. Stjórn upptöku Tage Amm- endrup. 21.20 Sveitaaðall. Breskur fram- haldsmyndaflokkur i átta þáttum. Fjórði þáttur. Efni þriðja þáttar: Feður Tonys og Lindu reyna að stía þeim sundur, en að lokum lætur Matt undan dóttur sinni og leyfir ráðahaginn. Linda og Tony ganga í heilagt hjóna- band, þótt Merlin lávarður vari hana við að giftast honum. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 22.10 Jóhannesarriddarar. Bresk heimildamynd. Regla Jóhannesar skírara var stofnuð á timum kross- ferðanna til að berjast við óvini kristninnar, vernda pílagríma og likna sjúkum. Öldum saman stafaði frægðarljómi af nafni hennar, og enn vinna reglubræður að líknarmálum víða um heim. Þýðandi Þórhallur Guttormsson. 23.00 Dagskrárlok. Mánudagur 9. mars 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýslngar og dagskrá. Á mánudag verflur á dagokrá brezk heimildamynd um Júpiter. Á myndinni er eitt af tunglum Júpiters en þessi reikistjarna er 1300 sinnum stœrri en Jörflin. 20.35 Sponni og Sparði. Tékknesk teiknimynd. Þýðandi og sögu- maður Guðni Kolbeinsson. 20.40 íþróttir. Umsjónarmaður Jón B. Stefánsson. 21.15 Það er svo margt í henni ver- öld. Danskt sjónvarpsleikrit eftir Bille August, sem einnig er leik- stjóri. Aðalhlutverk Mikkel Koch, Peter Schröder og Helle Merete Sörensen. Mads litla virðist hvorki skorta ást né umhyggju foreldra sinna. En hann á við þann vanda að etja að hann vætir rúmið sitt, og þar kemur að hann fer á sjúkrahús til rannsóknar. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nord- vision — Danska sjónvarpið). 22.05 Reikistjarnan Júpíter. Júpíter er 1300 sinpum stærri en jörðin. Þar geisa hrikalegir fellibyljir, eld- ingar leiftra ög roða slær á himin- ínn. Þessi breska heimildamynd lýsir þeim margháttuðu upplýsing- um, sem bandarísk geimskip hafa aflað og vísindamenn eru enn að vinna úr. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.55 Dagskrárlok. Þriðjudagur 10. mars 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sponni og Sparði. Tékknesk teiknimynd. Þýðandi og sögu- maður Guðni Kolbeinsson. 20.40 Litið á gamlar Ijósmyndir. Breskur heimildamyndaflokkur um upphaf ljósmyndunar. Annar þáttur. Skyggnst bak við stríð. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. Þulur Hallmar Sigurðsson. Úr læflingi nefnist nýr brezkur sakamálamyndaflokkur sem hefur göngu sina á þrifljudag. 21.10 Úr læðingi (Breakaway). Nýr, breskur sakamálamyndaflokkur í tólf þáttum eftir Francis Dur- bridge. Aðalhlutverk Martin Jarvis. Fyrsti þáttur. Lögreglufor- inginn Sam Harvey reynir að hafa upp á glæpamönnum, sem myrtu roskin hjón. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.40 Byggðin undir björgunum. Undir hrikalegum hömrum Eyja- fjalla er blómleg byggð. Landbún- aður má heita eina atvinnugreinin, en á sumrin er mikill ferðamanna- straumur um sveitina. Fylgst er með heimamönnum að starfi og við skemmtan og hinkrað við á nokkrum merkum sögustöðum. Umsjónarmaður Magnús Bjarn- freðsson. Áður á dagskrá 6. apríl 1980. 22.35 Dagskrárlok. Miðvikudagur 11. mars 18.00 Herramenn. Herra Sterkur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. Lesari Guðni Kolbeinsson. 18.10 Hamarsheimt. Síðari hluti norskrar leikbrúðumyndar um Ása-Þór og hamar hans. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 18.35 Maður norðursins. Mynd um dýravininn A1 Oeming í Norður- Kanada. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veflur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. Húsifl á sléttunni færist nú yfir á miðvikudaga vegna sparnaðar- ráðstafana sjónvarpsins. 20.35 Húsið á sléttunni. Veiðiferðin. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.55 Vaka. Þessi þáttur er um ný- list. Umsjónarmenn Atli Heimir Sveinsson og Magnús Pálsson. Stjórn upptöku Kristín Pálsdóttir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.