Dagblaðið - 06.03.1981, Side 2

Dagblaðið - 06.03.1981, Side 2
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981. Sjónvarp næstu vika • •• Laugardaginn 14. marz verður sýnd mynd frá rokktónleikum sem haldnir voru til styrktar flótta- mönnum i Kampútseu. Meðal þeirra sem koma fram eru Elvis Costello, Queen, lan Dury, Wings og hljómsveitin Who sem er á myndinni. voru í Lundúnum í árslok 1979 til styrktar flóttamönnum i Kampút- seu. Meðal þeirra sem koma fram eru Elvis Costello, Queen, Ian Dury, The Who og Wings. Peter Ustinov flytur inngangsorð. Þýð- andi Björn Baldursson. 22.20 Það er gaman að lifa (Isn’t Life Wonderful). Bresk bíómynd frá árinu 1952. Leikstjóri Harold French. Aðalhlutverk Donald Wolfit, Eileen Herlie og Cecil Parker. Villi frændi er svarti sauðurinn í sinni fjölskyldu, drykkfelldur úr hófi fram. Ætt- ingjar hans vona innilega, að hann bæti ráð sitt, og öngla saman í reiðhjólaverslun handa honum. Þetta leiðir til þess að hjólreiðar verða vinsæl íþrótt í sveitinni. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.40 Dagskrárlok. Sunnudagur 15. mars 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Sig- urður H. Guðmundsson, prestur i Víðistaðasókn, flytur hugvekjuna. 18.10 Slundin okkar. Meðal efnis: Jón E. Guðmundsson leikbrúðu- smiður tekinn tali á vinnustofu sinni. Nemendur úr Fellaskóla flytja frumsaminn leikþátt, sem nefnist Uppeldismiðstöðin. Sýndur verður brúðuþáttur eftir Helgu Steffensen og Sigríði Hann- esdóttur. Umsjónarmaður Bryn- dís Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 19.00 Skíðaæfingar. Tíundi þáttur endursýndur. Þýðandi Eirikur Haraldsson. 19.30 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á láknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Olympiukeppendur i dýrarík- inu. Daglega setja karlar og konur met í alls konar íþróttum. En dýr- in vinna ekki síður frækin íþrótta- afrek, eins og sést í þessari bresku heimildamynd, sem víða hefur vakið athygli. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.45 Leiftur úr listasögu. Mynd- fræðsluþáttur. Umsjónarmaður Björn Th. Björnsson. Stjórn upp- töku Valdimar Leifsson. 22.10 Sveitaaðall. Fimmti þáttur. Efni fjórða þáttar: Polly giftist Roy Dougdale, sem misst hefur fyrri konu sína, og þau setjast að á Sikiley. Svo virðist sem hjónaband Lindu og Tonys sé að leysast upp. Fanny og Alfred Wincham giftast og setjast að í Oxford. Þýðandi Sonja Diego. 23.00 Dagskrárlok. Föstudagrir 13. mars 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Á döfinni. 20.50 Allt í gamni með Haroid Lloyd s/h. Gamanmyndaflokkur í 26 þáttum, unninn upp úr gömlum Harold Lloyd-myndum, bæði þekktum og öðrum, sem fallið hafa í gleymsku. Fyrsti þáttur. Þessir þættir verða á dagskrá ann- an hvern föstudag. 21.15 Frétaspegill. Þáttur um inn- lend og erlend málefni á líðandi stund. Umsjónarmenn Ingvi Hrafn Jónsson og ögmundur Jónasson. 22.25 Hættumerki (Red Alert). Bandarísk sjónvarpsmynd, byggð á sögu eftir Harold King. Aðal- hlutverk William Devane, Michael Brandon, Ralph Waite og Adri- enne Barbeau. Bilun verður í kjarnorkuveri, og óttast er að allt líf á stóru svæði umhverfis verið eyðist. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. 23.55 Dagskrárlok. Laugardagur 14. mars 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Bláfjöður. Tékknesk teikni- mynd um önd, sem þráir að eign- ast unga, en er hvergi óhult með eggin sin. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 18.55 Enskaknattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Spitalalif. Gamanmynda- flokkur. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. 21.00 Flóttamannatónleikar. Mynd frá rokktónleikum, sem haldnir Lára Ingalls ásamt pabba sinum. HÚSIÐ Á SLÉTTUNNI —sjónvarp sunnudag kl. 16,10: Nágrannabær settur í stranga sóttkví vegna f arsóttar — ótti grfpur um sig meðal fólks Húsið á sléttunni er á sínum stað i dagskfá sjónvarps á sunnudag. Sá þáttur verður þó sá slðasti sem sýndur verður á þessum tíma því á- kveðið hefur verið að fella niður út- sendingu frá kl. 16—18 á sunnudögum vegna erfiðrar fjárhags- stöðu sjónvarpsins. Verður mynda- flokkurinn fluttur yfir á miðvikudaga en verður þó ekki lengi þar því aðeins þrír þættir eru eftir. Ekki er þó víst, að Húsið á sléttunni hverfi endanlega af dagskrá því að sögn þýðandans, Óskárs Ingimarssonar, var ennþá verið að framleiða þættina á síðasta ári en þeir sem sjónvarpið hefur verið að sýnaeru fráárinu 1976. Þátturinn á sunnudag nefnist Sóttkví. Farsótt kemur upp á smábæ sem ekki er langt frá Hnetulundi og hann er settur i mjög stranga sóttkví. Læknirinn í Hnetulundi er sendur til aðstoðar en mikill ótti grípur að vonum um sig meðal fólks í ná- grenninu. Einn íbúi Hnetulundar veikist og hræðslan magnast. Edwards er í nokkuð sérstæðri aðstöðu því hann hafði fyrir mörgum árum fengið þessa veiki og er því ónæmur gagn- vart henni. Hann getur því farið um að vild. Ýmsir atburðir gerast í kringum þetta og kemur Lára nokkuð viðsögu. -KMU. Enn gefst okkur kostur á að sjá fréttamynd frá El Salvador. 22.25 Ný fréttamynd frá El Salva- dor. Bandaríkjastjórn telur að erlend kommúnistariki styðji við bakið á skæruliðum í E1 Salvador, og kveðst munu girða fyrir aukin áhrif kommúnista í Suður- Ameríku. Myndin er ekki við hæfi barna. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.50 Dagskrárlok. BÆJARINS ESTU Stutt kynning á því athyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarínnar sýna Brubaker Leikstjórí: Stuart Rosenberg. Leikendur Robert Redford, Tim Mclntyre, Yaphet Kotto. Sýningarstaður Nýja Bíó. Meðan kvikmyndahátíðin stendur yfir hafa bíóin í bænum frekar hljótt um sig, en þó hefur Nýja Bíó ákveðið að frumsýna nýja mvnd. Brubaker. Hér er á ferðinni nokkurs konar endurbóta-kvikmvnd. þ.e. í myndinni er stungið á mörgum kýlum í þjóðfélaginu. Brubaker (Redford) er skipaður yfirmaður fangelsis í Suðurrikjunum. Hann reynir sjálfur aðbúnað fanganna og kemst að raun um að aðeins villimenn lifa við aðstæður sem lýst er í myndinni. Hann reynir úr- bætur og gengur vel allt þangað til hann kemst upp á kant við kerfið. Myndin er dæmigerð kvikmynd um spillinguna í amerísku þjóðfélagi og minnir mjög á kvikmyndir Frank Capra á fjórða áratugnum t.d. Mr. Smith Goes to Washington. Þaðer langt siðan maður hefður séð' Robert Redford á hvita tjaldinu, en Brubaker er nokkurs konar come- back mynd fyrir hann frá annarri spillingarmynd All the President’s Men. Brubaker er þægilegasta afþreying, sem tekur á kýlum með silkihönsk- um, en er þó krydduðspennu meiri en í meðallagi. The Elephant Man Loikatjóri: David Lynch. Loikondur: Anthony Hopkins, John Hurt, Anne Bancroft, John Gieigud. Sýningarstaður: Regnboginn. Fílamaðurinn er kvikmynd sem allir ættu að sjá, hún á erindi til allra. Eins og flestum er eflaust kunnugt fjallar Fílamaðurinn um John Merrick, mann sem var svo herfilega vanskapaður að fólk’ skelfdist við að sjá hann. Merrick er þrátt fyrir öll herfilegu likams- lýtin mjög fágaður og listrænn persónuleiki, sem mestalla ævi sína hefur verið farið með sem skrímsli. Kvikmyndin segir frá síðustu árum „Fílamannsins” og raunum verndara hans við að koma fólki í skilning um að Merrick sé mannleg vera. Það er ekki ósennilegt að margir muni telja að hér sé á ferðinni venjuleg hryllingsmynd, en til að forðast allan misskilning þá vil ég ítreka það hér að svo er ekki. Fílamaðurinn er kvikmynd um mannlega virðingu, einnig sýnir hún okkur vel mannlega lágkúru. John Merrick er skrímsli í útliti, en öfugt við fíflin sem ofsækja hann er hann heilbrigður á sál. Þetta er kvikmynd sem fólk ætti að sjá, þvi að Fílamaðurinn hreyfir við einhverju inni i manni sem síðan lætur mann ekki í friði. Blúsbræðurnir Leikstjóri: John Landis. Leikendur: John Belushi, Dan Aykroyd og aðrir kunnir gestir. Sýningarstaður: Laugarásbíó. Nýjasta vitleysan frá John Landis (Animal House og „Kentucky Fried Movie”) og hans félögum er „The Blues Brothers” og er það; skelfileg afturför frá síðustu kvikmynd. Hér hefur átt að hrista nýjan kokkteil úr gömlu og óunnu efni: Belushi-plús-bullfyndni- plús-göðir músíkantar-samasem-rosagróði. Þessi formúla gengur bara alls ekki upp. Kvikmyndin er hreinlega alveg hrútleiðinleg og þá sjaldan sem grínið var beitt gat ég aldrei gert betur en brosgrettu á andlitið. Mestan part myndarinnar (sem er alltof löng) er maður dreginn á asnaeyrum, kappakstrar við löggunaverða fastir liðir ogj skringilegar uppákomur með blökku listafólki koma eins og skrattinn úr sauðar —æ, hvað var það nú? Það má þósegjaBlús- bræðrunum til hróss, að margir af helstu, gömlu, svörtu tónlistar- mönnunum fá að spreyta sig í myndinni. Ef áhugi ykkar beinist að tónlistarfólkinu James Brown og Arethu Franklin, þá er allt í lagi að sjá „The Blues Brothers”, en ef þið ætlið að kitla hláturtaug- arnar sleppið þá þessari mynd. Viltu slást? Leikstjóri: Jamos Fargo Loikondur: Clint Eastwood, Sondra Locko, Geoffrey Lewis. Sýningarstaður: Austurbœjarbíó. Ein vinsælasta kvikmynd síðastliðinna ára í Bandaríkjunum er „Viltu slást?” og segir mér svo hugur að myndin eigi eftir að verða mjög vinsæl hér á landi. Kemur hér margt til. í fyrsta lagi leikur Clint Eastwood aðalhlutverkið og gerir þokkalega. í öðru lagi er kvikmyndin góð blanda af áhyggjuleysi og líkamlegum húmor — vitsmunalega hliðin er í aftursætinu. Síðast en ekki síst skartar kvikmyndin apa nokkrum Clyde að nafni. Clyde þessi er einhver mesta uppgötvun Hollywood síðan vitsmunaveran Lassímalaði gull á fjórða áratugnum og á Clyde mikinn þátt i að gera kvikmyndina jafn skemmtilega og raun ber vitni. „Viltu slást?” er fyrsta kvik- ,mynd Eastwoods sem telst hreinræktuð gamanmynd, en nú þegar aldurinn færist yfir kappann er vissulega rétt að leita út fyrir mið aksjónmynda. Að mörgu leyti minnir þessi frumraun Eastwoods mig á seinni ára kvikmyndir Burt Reynolds, t.d. „Smokey and the Bandit”. „Viltu slást?” er kvikmynd sem óhætt er að mæla með, víst er aðjafnáhyggjulausaafþreyingu finnur maður ekki í bænum og ósjaldan hristist maður af hlátri. Kvik myndir ÖRN ÞÓRISSON

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.