Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 4
I (, DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981. Hvaðeráseyðium helglua? Eþiópisk stúlka hlustar með athygli. Sums staðar i Eþiópiu flykkist æskan i' kirk.iurnar, þrátt fyrir ofsóknir virvalda. Í Konsó hafa tveir prestar setið i fanp- elsi um liríð. En crfiðleikarnir þjappa söfnuðunum betur saman. Kristniboðsvikan hefst á sunnudagskvöld —samkomur á hverju kvöldi f húsi KFUMogK „Komdu með orð frá Kristni” eru einkunnarorð kristniboðsviku Sambands íslenzkra kristniboðs- félaga að þessu sinni. Hún hefst nú á sunnudagskvöldið með samkomu í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg í Reykjavík. Þar verða haldnar sam- komur öll kvöld vikunnar, fram á þarnæstasunnudag. Efni kristniboðsvikunnar verður fjölbreytt og annast það bæði ungt fólk og fullorðið. Á fyrstu sam- komunni flytur Katrín Guðlaugs- dóttir kristniboðsþátt. Hún starfaði um árabil í Konso í Eþiópíu. Hug- vekjur flytja þeir Olafur Jóhannsson háskólanemi og Gunnar J. Gunnars- son lektor. Karlakór KFUM syngur undir stjórn Geirlaugs Árnasonar og einnig verður almennur söngur. Meðal annars efnis á kristniboðs- vikunni má nefna að Jóhannes Tómasson blaðamaður sýnir myndir er hann tók í Vestur-Kenya er hann heimsótti íslenzku kristniboðana sem þar starfa. Þá verða fluttir kristniboðsþættir, til dæmis frá Kína og Mið-Ameríku. Fluttar verða hug- vekjur á hverri samkomu og mikið sungið. • Á kristniboðsvikunni verður tekið á móti frjálsum framlögum til kristniboðsins. Fjárhagur sambands- ins byggist eingöngu á gjöfum vina þess ogvelunnara. Þann 8. mars lýkur sýningu Gunnars R. Bjarnasonar on hefur hún vcrið vel súll. ras Tycir Ijósmyndarar. þeir Flnnur P. Fróðason o« Kmil l»6r SÍKurðsson sýna landslausmyndir að Kjar- valsstöðum. TORFAN, veitinnaliús: Messiana Tómasdótlir. Icik myndatcikningar. GALLERÍ GUÐMUNDAR, Begstaðastræti 15: Kristján Guðmundsson, málverk. Weissaucr. grafík. Opið 14— 18 alla virka daga. MOKKA-KAFFI, Skólavörðustíg: Gunnlaugur Johnson, teikningar. Opið 9—23.30 alia daga. LISTASAFN ÁSMUNDAR SVEINSSONAR:Opið þriðjud.. fimmlud., laugard. & sunnudag kl. 13.30— 16. LISTASAFN ÍSLANDS, v. Suðurgötu: Málvcrk. grafík, höggmyndir & leikningar clir innlcnda og crlenda listamcnn. Opið þriðjud.. fimmtud.. laugard. & sunnud. kl. 13.30-16. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR, Skóla vörðuholti: Opið miðvikud. & sunnud. kl. 13.30— 16. ÁRBÆJARSAFN: Opið samkv. umtali. Sími 84412 milli 9 og 10 alla virka daga. ÞJÓDMINJASAFNIÐ, v. Suðurgötu: Opiö þriðjud.. fimmlud., laugard. & sunnud. kl. 13.30—16. RAUÐA HÚSIÐ, Akureyri: Ólafur Lárusspn mynd verk mcð blandaðri tækni. Opið til 8. mars. KLETTAGERÐI 6, Akureyri: Gunnar örn Gunnars son. málverk og teikningar. Opið lil 8. mar/. kl. 16- 22. Kvikmyndir Kvikmynd Kúrosawa um Dersú Úzala i MÍR-salnum Hin fræga sovézka vcrðlaunamynd Dcrsú Úzala frá ár inu 1975 verður sýnd í MIR-salnum, Lindargölu 48. 2. hæð. laugardaginn 7. marz kl. 15. Lciksljóri cr Akira Kurosawa, cn mcðaðalhlulvcrkin fara Maksim Munzúk og Júri Soloiííin. Aögangur ókcypis og öllum hcimill mcðan húsrúm lcyfir. LITLA-UÓT VERÐUR FRUMSÝND í KVÖLD Úr sýningu Leikfélags Vestmannaeyja á Litlu-Ljót. Leikritió veröur frumsýnt í kvöld, önnur sýning á morgun og hin þriðja á sunnudag. Ljósm.: Hlynur Ólafsson. Næsta viðfangsefni Leikfélags Vestmannaeyja er barnaleikrit. Það er hið sívinsæla ævintýri um indíána- stúlkuna Litlu-Ljót, sem Edda Antonsdóttir og Halldóra Magnús- dóttir færðu i leikbúning. Frum- sýning á verkinu er í kvöld. Alls koma fram átján leikarar i Litlu-Ljót. Meiri hluti þeirra er börn og unglingar, sem mörg hver hafa sótt leiklistarnámskeið á vegum Leikfélagsins. Leikstjórn og hönnun búninga er í höndum Eddu Antons- dóttur og Halldóru Magnúsdóttur. Leikmyndin er eftir Magnús Magnús- son, Eiríkur Guðnason samdi söng- texta og Þorvaldur Halldórsson æfði söng. Ólöf Heiða Elíasdóttir aðstoðaði við dansatriði. Mikil gróska hefur verið í starf- semi Leikfélags Vestmannaeyja að undanförnu. Á síðasta ári frum- sýndi félagið til dæmis hvorki meira né minna en þrjú verk. Svo mörg urðu þau í tilefni af því að þá átti félagið sjötíu ára afmæli. -ÁT- Tónleikar Skilíhelg- ardagbók Vegna vinnslutíma helgardag- bókar Dagblaðsins skal bent á að þeir sem hyggjast koma að efni í hana skulu skila því í síðasta lagi klukkan fimm á miövikudags- eftirmiðdögum. Ekki er tryggt að tilkynningar sem berast síðar komist inn þá vikuna. Varðandi efni í helgardagbók- ina skal tekið fram að hún á ein- göngu að fjalla um atburði sem eru að gerast um helgina. Annað efni fer í fasta dagbók blaðsins. Háskólatónleikar Fimmlu Háskólatónleikar vetrarins vcrða i Félags stofnun stúdcnta við Hringbraut laugardaginn 7. marzkl. 17. Flytjcndur eru. blásarakvintett scm skipa: Lárus Svcinsson trompet, Jón Sigurðsson trompct. Þorkell Jóclsson horn. William Gregory básúna og Bjarni Guðmundsson túba. Flytjendur eru allir félagar i Sin- fóniuhljómsveit íslands og sumir þeirra eru þckktir scm cinleikarar. Á efnisskránni eru tónvcrk frá barokktímanum cfiir Johann Sebastiari Bach. Johann Pezel og Samucl Scheidt. Einnig siðari tima lónlist eftir Paul Dukas. Victor Ewald. Fisher Tull og Pál P. Pálsson. Jazz og Ijósmyndir á Kjarvalsstöðum Efnt verður til jazztónleika á Ijósmyndasýningu Emils Þórs Sigurðssonar og Finns P. Fróðasonar í veslursal Kjarvalsstaðar nk. laugardag. Trió Kristjáns Magnús sonar pianólcikara mun leika þar. cn auk Kristjáns cru þcir Friðrik Theodórsson sem leikur á bassa og Sveinn Óli Jónsson scm leikur á trommur. Tónlcikarnir hcfjast kl. 14.30. Ákvcðið hefur verið að framlengja sýninguna til mánudagskvölds 9. niarz. Iþróttirumhelgina: Gróska f blakinu víða úti á landi Kvenna- og unglingalandslið ís- lands í blaki leika um helgina í Fær- eyjum. Meðal unglingalandsiiðs- manna eru nokkrir leikmenn úr ÍMA og B-liði Þróttar. Af þeim sökum hefur tveim leikjum sem áttu að vera um helgina verið frestað, leik ÍMA og UMSE og leik Hveragerðis og B-liðs Þróttar. ÍBV, sem nú stefnir hraðbyri á 1. deildar sæti, leikur tvo leiki uppi á landi um helgina. Á morgun, laugar- dag, verður viðureign ÍBV og HK í Vogaskóla og hefst hún kl. 13. Á sunnudag halda Eyjamenn til Hvera- gerðis og mæta þar Samhygð. Takist Eyjamönnum að sigra í báðum leikj- unum hafa þeir tryggt sér sæti í úr- slitakeppni 2. deildar. í Neskaupstað verða tveir leikir um helgina. UMSE kemur í heimsókn á laugardag og leikur við heimamenn. Hefst sú viðureign kl. 13 en hún er liður í íslandsmótinu, Norðaustur- landsriðii 2. deiidar. Á sunnudag fá Norðfirðingar að spreyta sig á 1. deildar liði ÍS en liðin drógust saman í bikarkeppninni. Verður þetta í 2. sinn í vetur sem Stúdentar heimsækja Neskaupstað því í haust léku þeir tvo vináttuleiki á staðnum í boði heimamanna. Mikil gróska hefur alltaf verið í íþróttalifi á Austfjörðum. Þessi landsfjórðugnur hefur alltaf verið nokkuð sér á parti hvað snertir íþróttaáhuga og fer fram öflugt starf innan UÍA. Jafnvel um hávetur er spriklað á fullu því Austfirðingar láta ekki erfiðar samgöngur hafa áhrif á sig. Hefur blakið m.a. átt vaxandi fylgi að fagna í fjórðungnum, sér- staklega í Neskaupstað og Eiðum. Reyndar virðist blakið vera að festa rætur víða á stöðum úti á landi þar sem íþróttir hafa ekki hingað til verið stundaðar mikið um vetur. Má nefna þorpin á norðausturhorni landsins en heyrzt hefur að Norður- Þingeyingar hyggist senda lið til þátt- töku í mótum á vegum Blaksam- bandsins. -KMU Úr leik Hveragerðis og Samhygðar fyrr i vetur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.