Dagblaðið - 06.03.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1981.
Hvað er á seyðiumhelgina?
Messur
Gudsþjónustur í Reykjavikurprófastsdæmi sunnu-
daginn 8. marz 1981, fyrsta sunnudag f föstu.
ÁRBÆJARPRESTAKALL:Barnasamkoma í safn-
aðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd. Guðsþjón-
usta I safnaðarheimilinu kl. 2. Altarisganga. Sr. Guð-
mundur Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL: Messa Norðurbrún 1 kl. 2. Sr.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl
10.30 í Breiðholtsskóla. Messa kl. 2. Sr. Lárus Hall
dórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Guðs
þjónusta kl. 2. Dr. Esra Pétursson flytur stólræðuna
og leiðir umræður í safnaðarheimilinu á eftir. Organ
leikari Guðni Þ. Guðmundsson. Miðvikudagur 11
marz: Félagsstarf aldraðra kl. 2 og föstumessa kl
20.30. Sr. Ólafur Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma i safn
aðarheimilinu við Bjarnhólastig kl. II. Guðsþjónusta i
Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson.
DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Óskar J. Þorláks-
son fyrrv. dómprófastur. Kl. 2 föstumessa. Litanian
sungin. Þess er vænzt að fermingarbörn og aðstand-
endur þeirra komi til messunnar. Sr. Þórir Stephensen.
FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL: Laugard.:
Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kL 2 e.h. Sunnud.:
Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 f.h. Guðsþjónusta í
safnaðarheimilinu að Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Sr. Hreinn
Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. II: Guðs-
þjónusta kl. 2. Altarisganga. Sr. W. Dennis Pederson
lútherskur prestur frá Minneappolis, predikar. Al
menn samkoma nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr
Halldór S. Gröndal.
HALLGRtMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigur
björnsson.Messa kl. 2. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Kvöldbænir og lestur Passíusálma virka daga nema
miðvikudaga kl. 18.15. Þriðjud. 10. marz: Fyrirbæna
guðsþjónusta kl. 10.30. Beðiðfyrirsjúkum. Miðvikud.
11. marz: Föstumessa 'kl. 20.30. Sr. Ragnar Fjalar
Lárusson. Kirkjuskóli barnanna er á laugardögum kl.
14. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar
Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr.
Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Sr. Arngrímur Jónsson.
Föstuguðsþjónusta fimmtudaginn 12. marz kl. 20.30.
Sr. Arngrimur Jónsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Kárs-
nesskóla kl. 11. Messa kl. 11 fellur niður. Sr. Árni
Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11,
söngur, sögur, myndir. Guðsþjónusta kl. 2. Organ-
leikari Jón Stefánsson. Prestur sr. Sig. Haukur Guð-
jónsson. Samkoma á vegum Kvenfélagsins fyrir fatl
aða kl. 3. Munið samkomur kórsins um helgina.
Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. II.
Messa kl. 2. Altarisganga. Mánud. 9. marz: Fundur
með aðstandendum fermingarbarna kl. 20.30 i fundar-
sal kirkjunnar. Þriðjud. 10. marz: Bænaguðsþjónusta
á föstu kl. 18. Kirkjukvöld kl. 20.30. Biskup lslands,
herra Sigurbjörn Einarsson, flytur ræðu. Kirkjukórar
Ássafnaðar og Laugarnessafnaðar syngja saman
nokkur lög. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjón-
usta kl. 2. Sr. Frank M. Halldórsson. Kirkjukaffi.
Föstuguðsþjónusta fimmtudagskvöld kl. 20.30.
SELJASÓKN: Barnaguðsþjónusta að Seljabraut 54
kl. 10.30 árd. Barnaguðsþjónusta i Ölduselsskóla kl.
10.30 árd. Guðsþjónusta að Seljabraut 54 kl. 2 e.h.
Sóknarprestur.
FRtKIRKJAN í REYKJAVÍK: Hátíðarmessa kl. 2 i
tilefni af 75 ára afmæli Kvenfélagsins. Konur aöstoða
við guðsþjónustuna. Frú Auður Guðjónsdóttir
predikar. Organleikari Sigurður tsólfsson. Sr. Kristján
Róbertsson þjónar fyrir altari.
FRlKIRKJAN 1 HAFNARFIRÐI: Kl. 10.30 barna
tíminn. Kl. 14 guðsþjónusta í-Skálholtskirkju. Ferðir
verða frá Fríkirkjunni um hádegisbilið á sunnudag.
Þátttakendur vinsamlegast skrái sig hjá Jóni Mýrdal i
síma 53805. Safnaðarstjórn.
NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háaleitisbraut 58:
Messa sunnudag kl. 11 og 17.
KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐARINS: Messa sunnu
dagkl. 14.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Kirkjuskóli barn
anna kl. 10.30 laugardag. Messa sunnudag kl. 14. Alt-
arisganga.
Kirkjustarf
Alþjóðlegur
bænadagur kvenna
Guðsþjónusta í Dómkirkjunni í kvöld kl. 20.30. Allir
velkomnir.
Helgi- og bænastundir í
Haf narfirði á föstu
1 kvöld, föstudaginn 6. marz, kl. 20.30 verður haldin
helgi- og bænastund í kapellu St. Jósefssystra í Hafn-
arfirði. Verður svo á hverju föstudagskvöldi fram að
páskum. Helgistundirnar verða í umsjá presta
kaþólska safnaðarins og Þjóðkirkjusafnaðarins í Hafn-1
arfirði og er liður í einingarviðleitni kirkjunnar á
kristniboðsári.
Á föstu er kristnum mönnum ætlað að íhuga bar-
áttu Jesú Krists við öfl myrkurs og dauða. Við getum
Kvikmyndasýningar um helgina:
Myndavíxl hjá
Fjalakettinum
— kvikmyndin Kvöldstund hjá hennar
hátign náði ekki til íandsins
Félagar í Fjalakettinum, kvik-
myndaklúbbi framhaldsskólanna,
verða ekki þeirrar ánægju aðnjót-
andi að eiga Kvöidstund hjá hennar
hátign um þessa helgi. Kvikmynd
Amnesty International með þessu
nafni náði ekki til landsins í tæka tið,
svo að myndin Begging The Ring,
sem átti að vera á dagskránni að viku
liðinni, færist fram.
í sýningarskrá Fjalakattarins segir
svo um myndina Begging The Ring:
„Begging The Ring” gerist árið
1916 í einangruðu sveitarfélagi í
North-Cornwall. Hún fjallar um
ungan glímukappa, Jack Bryant.
Jack er að halda upp á átján ára
afmæii sitt og er það að tvennu leyti
merkur dagur. Hann getur nú i fyrsta
sinn tekið þátt i glímukeppninni
„Allar þyngdir”. Faðir hans, sem er
fyrrverandi, hefur lengi þjálfað hann
fyrir hana. En um leið á Jack að skrá
sig í herinn.
Myndin sýnir þann þrýsting sem
fólk verður fyrir og eyðandi áhrif
hans á fjölskyldubönd og
hefðbundna tryggð. Jack er
þröngvað til að skoða stöðu sína sem
einstaklingur.”
Aukamynd með Begging The Ring
verður Bréfberinn, Special Delivery.
Þær verða sýndar á morgun og á
sunnudaginn. -ÁT-
þar leitað huggunar og styrks, fundið tihþess að hann
er enn að verki, falið honum erfiðleika og þrautir i
trausti þess að upprisan og sigurinn séu hans.
I>ess er vænzt að einhver finni hjá sér hvöt til að
njóta þessara stuttu en góðu stunda I kapellu systr-
anna því þar ríkir mildur blær friðar og blessunar.
IJstasötn
Sýningar
Figst Kjarvalsverk eru til sýnis að Kjarvalsslöðum.
LISTASAFN ALÞVÐU, Grensásvegi 16: Sýning á
verkum I eigu safnsins. Opið 16—20 virka daga. 14—
:20 um helgar.
GALLERl LANGBRÓK, Amtmannsstfg 1: Graffk.
.textfll, keramík o. fl. Opið 12— 18 alla virka daga.
ÁSGRtMSSAFN, Bergstaðastræti 74: Ný sýning á
verkum Ásgrlms. Opið þriðjud.. fimmtud. &
laugardagkl. 13.30—16.
GÁLLERl KIRKJUMUNIR, Kirkjustræti 10:
Sigrún Jónsdóttir. batlk, kirkjumunir o. fl. Opið 9—18
virka daga, 9—16 um helgar.
GÁLLERt LÆKJARTORG, Hafnarstræti 22:
Jóhann G. Jóhannsson. málverk. Islenzkar
hljómplötur og Ijóðabækur. utsala. Opið á venjul.
verzlunartima.
KJARVALSSTAÐIR: Kjarvalssalur: Úr fórum
Grethe og Ragnars Ásgeirssonar. Myndir eftir Kjar-
val. Gunnlaug Scheving. Höskuld Björnsson. Ásgrim
Jónsson, Guðmund Einarsson frá Miðdal o. fl.
Vestursalur: Finnur P. Fróðason og Emil Þór
Sigurðsson. Ijósmyndir. Opið 14—22 alla daga.
DJÚPIÐ, Hafnarstræti (Hornið): Karl Júliusson —
Finngálkn og flygildi, skúlptúr. Opið 11—23.30 alla
daga.
GALLERt SUÐURGATA 7: Engin sýning um
helgina.
NORRÆNA HÚSIÐ: Kjallari Gunnar R. Bjamason.
málverk. pastel. teikningar. Lýkur 8 niais Opið 14—
22 alla daga.
LISTMUNAHÚSIÐ: Lækjargötu 2: Engin sýnig um
helgina.-
Sýning Karls Júllussonar er óvenjulcg fvrir marga
hluta sakir, ekki sfst fyrir hugkvæmni listamannisns.
Hana er að finna I Djúpinu.
Um þessa helgi er engin ástæða til
aö láta sér leiðast heldur drifa sig út
og niður á Miklatún því á morgun,
laugardag, gengst DB fyrir Skíðadegi
fjölskyldunnar á Miklatúni við Kjar-
valsstaði. Þar er ætlunin að kynna
fyrir fólki ágæti skíðagöngu og jafn-
framt að sýna fram á að ekki þurfi að
leita langt yfir skammt til að komast
á skíði.
Skíðaganga er heppileg fyrir þá
sem njóta vilja útiveru að vetrarlagi,
svo framarlega að snjór sé nægur.
Miðað við margar aðrar greinar
iþrótta þarf heldur ekki að kosta
miklu til þess að koma sér upp á-
gætum búnaði til að iðka
skíðagöngu.
Skíðadagur fjölskyldunnar hefst
með því að Lúðrasveit Reykjavíkur
blæs til leiks við Kjarvalsstaði
klukkan tvö. Á eftir leik lúðrasveit-
arinnar klukkan 14.15 flytur borgar-
stjórinn í Reykjavík, Egill Skúli
Ingibergsson, ávarp og um klukkan
14.30 hefst skíðadagurinn af alvöru.
Þá verða til taks leiðbeinendur úr
Skíðafélagi Reykjavíkur. Þeir munu
veita fólki kennslu I undirstöðuat-
riðum skiðagöngunnar og ganga með
fólki á merktum brautum á Mikla-
túni.
Fyrir gesti og gangandi verður
veitt heitt kakó og kex úr
pylsuvagninum, sem verður við Kjar-
valsstaði þegar skíðagangan hefst.
Fjölskyldan
sameinist í
skíðagöngunni
Skíðaganga er mjög heppileg fyrir
unga, sem aldna, og hér er upplagt
tækifæri fyrir alla fjölskylduna að
drífa sig niður á Miklatún og ganga
saman.
Útbúnaður til skíðagöngu er
einfaldur og allir geta gengið á
skíðum, jafnvel þótt skiðin séu
komin til ára sinna og séu ekki
sérstök gönguskíði. Margir eiga niðri
í geymslu gömul skíði og skó sem
geta hentað ágætlega til að prófa að
hreyfa sig á skíðum. Fólk þarf að
athuga að klæða sig vel, en vera þó
léttklætt, þannig að fötin hindri ekki
hreyfingarnar.
Nú er bara að drífa sig út á
morgun, koma niður á Miklatún og
sýna það að borgarbúar kunni enn að
hreyfa sig og komast að raun um að
að viða er hægt að stunda útiveru
innan borgarlandsins.
-JR.
Þegar snjórinn er fyrir hendi eru næg tækifæri til að iðka skiðagöngu innan borg-
arinnar eins og þessi mynd frá Miklatúni sýnir. DB-mynd: Sigurður Þorri.