Dagblaðið - 13.03.1981, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981.
17
' Hvað er á seyði um helgina ?
Urslitaleikur deildabikarsins á Wembley í dag:
West Ham á Wembley
íþriðja sinn á ári
í dag kl. 15 hefst leikur West Ham
og Liverpool á Wembley í úrslitum
ensku deildabikarkeppninnar. Leikur
liðanna hefur alla burði til að verða
góður því bæði hafa sýnt góða leiki
undanfarið — einkum þó Liverpool.
West Ham leikur á morgun í þriðja
skipti á aðeins 10 mánuðum. West
Ham lék til úrslita um bikarinn í maí i
fyrra og fór með sigur af hólrni gegn
Arsenal. Síðan mælti West Ham
Liverpool í keppninni um góðgerðar-
skjöldinn i ágústbyrjun og nú mætir
West Ham ensku meisturunum á ný
— i úrslitum enska deildabikarsins.
West Ham hefur einu sinni áður
leikið til úrslita í þessari keppni, rétt
eins og Liverpool. West Ham mætti
Wcst Bromwich Albion í úrslitunum
1966 og þá var í síðasta skipti leikið
heima og að heiman. West Ham
sigraði 2—1 á Upton Park en fékk
1—4 skell í hausinn á útivelli. Albion
vann því bikarinn. Liverpool lék hins
vegar við Nottingham Forest 1978 og
tapaði eftir aukaleik. Fyrst varð
jafnt, 0—0, á Wembley, þar sem
ungur varamarkvörður Forest,
Woods að nafni, hélt Forest á floti. í
aukaleiknum var það vítaspyrna
Jolin Robertson sem tryggði Forest
sigurinn.
Það var ekki fyrr en með úrslitaleik
QPR og WBA árið 1967 að einhver
virðingarblær fór að færast yfir
deildabikarinn. Úrslitaleikur liðanna
var i fyrsta sinn háður á Wembley og
hefur farið fram þar æ síðan. Fram
að þeim tima höfðu mörg stærri
félögin, þ.á m. Liverpool, litinn sent
engan áhuga á keppninni en um leið
og Wembley kom inn i myndina
opnuðust augu forráðamanna lið-
anna.
Liverpool hefur komizt i undanúr-
slil þessarar keppni þrivegis á sl.
fjórum árunt. Naumur sigur gegn
Man. City í undanúrslitum (2—1
samanlagt) fleytti liðinu i úrslitin í ár.
í fyrra féll Liverpool út í undanúrslit-
unum fyrir Forest (1—2 samanlagt)
og það voru enn tvær vitaspyrnur
Robertson sem fleyttu Forest áfram.
Arið 1979 komst Liverpool lítt áleiðis
en vorið 1978 lapaði liðið 0—I fyrir
Forest í úrslitum eins og áður sagði.
West Hant hefur hins vegar ekki átt
eins ntikilli velgengni að fagna i þess-
ari keppni undanfarin ár.
Búast má við að fjöldi manna
fylgist með útvarpslýsingu frá leikn-
um i BBC i dag. Ef að líkunt lætur
verður öllum leiknum lýst. Bezt er að
ná sendingum BBC á stuttbylgju á 19
eða 25 metrunum á jtessum tima. El
menn hafa góð miðbylgjutæki er
hægt að ná BBC 2 með herkjum á
330 metrunum eða 433 metrunum.
- SSv.
I
Árshátíðir
Borgfirðingafélagið
heldur árshátíð sína i Domus Medica laugardaginn 14.
marzkl. 19.30.
Miðasala á sama stað fimmtudag og föstudag kl. 17—
19. Uppl. ísima 86663.
Bazarar
Kvenfélag Breiðholts
með basar og kaffisölu
Kvenfélag Breiðholts hcldur basar og kaffisölu i
Safnaðarheimili Bústaðakirkju sunnudaginn 15
marz kl. 15. Tekið verður á móti kökum og basar-
munuin á sama stað kl. 13.
Allur ágóði af kaffísölunni rennur til Brciðholts-
kirkju.
Köku- og blómabasar til
styrktar meðferðarheimili
einhverfra barna
Umsjónarfélag einhverfra barna var stofnað árið
1977. Eitt af aðalmarkmiðum félagsins hefur verið
stofnun mcðferðarheimilis fyrir einhverf (geðvcik)
börn. Þau þurfa flest ævilanga meðferð. sem for-
cldrar einir gcta ckki vcitt.
Rikið hefur nú fest kaup á húseigninni Trönu-
hólum 1 og verður þar starfrækt meðfcrðarheimili
fyrir einhvcrf börn, fyrsta sinnar tegundar á
landinu. Umsjónarfélag einhverfra barna er að hluta
til ábyrgt fyrir lokaframkvæmdum við hcimilið.
Félagið aflar fjár með ýmsu móti i þessu skyni og
hcfur mcðal annars fengið viðurkenningu skatlyfír-
valda á skattfrelsi framiaga til hcimilissjóðs félags-
ins.
Giróreikningur félagsinser nr. 41480-8.
Margir hafa stutt félagið með framlögum, bæði
einstaklingar og hópar. nú siðast hefur Kvenfélagiö
Hríngurinn hcitið rikulcgum stuðningi við fclagið.
Félagskonur hafa alltaf haft það á stefnuskrá sinni
að hlúa að veikum börnum, cins og Barnaspitali
Hringsinsog gcðdcild Bamaspitala bera vott um.
Sunnudaginn 15. marz heldur Umsjónarfélag ein-
hverfra barna köku- og blómabasar. Ágóðinn
rennur til meðferðarheimilisins. Basarinn hefst kl.
14 að Hallveigarstöðum við Túngötu. Þeir sem
tcggja leið sina þangað á sunnudaginn munu vafa-
laust láta freistast af gómsætum kökum og cfnilcg-
um pottablómum.
Kvenfélag og kirkjubygging
í Breiðholti
í sumum söfnuöum höfuðborgarinnar eru kirkju-
kvenfélög, sem árlega safna milljónum til kirkju-
byggingar sinnar, cða til kaupa á kirkjumunum, sem
hverjum söfnuði eru nauðsyn. Breiðholtssöfnuður
er elztur safnaða i rúmlega tuttugu þúsund manna
„borg i borginni" — en þar er engin nothæf kirkja
ogekkert ..kirkjukvenfélag" heldur.
Nú á sunnudaginn kcmur, 15 .marz, cfnir Kven-
félag Breiðholts til kaffísölu og basars i safnaöar-
heimili Bústaöakirkju að lokinni guðsþjónustu þar.
Út fyrir hverfið þarf að leita til góðra granna um
hentugt húsnæði til kaffiveitinga, þar sem engin
notalcg aðstaða er til þeirra hluta i Bökkum cða
Stekkjum.
Ágóöi af þessu framtaki kvennanna fer i kirkju-
byggingu safnaðarins. En aðdragandi þeirrar bygg-
ingar cr þegar orðinn nokkur, cinkum þó af þvi. að
gleymzt hafði i upphafi að ætla henni staö i skipu-
'lagi hverfísins. En nú cr hún að rísa. Veturinn hefur
að vísu valdið þvi að siðasti áfangi við steinsteypu cr
ekki búinn. Þar mun þó aðeins um fá dagsvcrk að
ræöa. En á þessu ári þarf kirkjan að komast undir
þak. Það cr lifsnauðsyn þessa safnaðar.
Tilkynningar
Kaffiboð fyrir aldraða
Skagfirðingafélagið i Reykjavik heldur sitt árlega
kaffiboð fyrir aldraða í Hreyfilshúsinu sunnu-
daginn 15. marz kl. 14:30. Jón Helgason alþingis-
maður flytur ræðu.
Opið hús
Laugardaginn 14. marz verður skemmtun fyrir
þroskahcfta I Þrótlheimum við Sæviðarsund
(Félagsmiðstöð Æskulýðsráðs) frá kl. 15—18. Allir
þroskaheftir cru hvattir til að mæta.
Dansklúbbur
Heiðars Ástvaldssonar
Dansæfing laugardaginn 14. marz kl. 21 að Brautar-
holti 4. Kökukvöld.
Árnesingamót 1981
verður haldið í Fóstbræðraheimilinu við Langholts-
veg laugardaginn 14. marz og hcfst með borðhaldi
kl. 19.
Heiðursgestir mótsins verða þau Guðrún Lofls-
dóttir og Pálmar Þ. Eyjólfsson tónskáld og organisti
á Stokkseyri. Árncsingakórinn syngur, Elisabct
Eiriksdóttir syngur cinsöng og hljómsveit Hreiðars
Ól. Guðjónssonar leikur fyrir dansi.
Miðar fást í Bókabúð Lárusar Blöndal, Skóla-
vörðustig 2, simi 15650.
Skemmtikvöld í
Félagsgarði í Kjós
Nú i vetur hefur Karlakórinn Stefnir i Mosfellssveit
haldið skemmtikvöld i kabarettstil. Skemmtanirnar
hafa farið fram I Hlégarði og verið frábærlega vel
tekið af þeim er sótt hafa enda hafa færri komizt að
cn vildu.
Næstkomandi laugardagskvöld. 14. marz. bregða
Stefnismenn sér upp i Félagsgarð í Kjós, meö úrval
af skcmmtiatriðum frá fyrri kvöldum i Hlégarði.
Skcmmtunin í Félagsgarði hcfst kl. 21.00. Mosfcll-
ingum gefst kostur á rútuferð kl. 20.00 á laugardags-
ikvöld frá Þverholti.
Þess ber að geta að Stefnismenn hafa notið aö-
stoöar eiginkvenna sinna við gerð og flutning
skcmmtiefnisins og er þeirra hlutur si/t minni en
karlanna.
Sýningum fækkar á Gretti
Söngleikurinn Grettir eftir þá Þórarin Eldjárn, Ólal
Hauk Simonarson og Egil Ólafsson fer nú scnn að
renna sitt skeið á enda. Leikfélag Reykjavikur hefur
staöið fyrir sýningum á leiknum siðan i nóvembcr.
Fyrir nokkru voru miðnætursýningar aflagðar og nú
er vcrkið sýnt klukkan 21 á miövikudags- og
Jföstudagskvöldum. — Næsta sýning er cinmitt i
kvöld.
Alls koma sextán leikarar, söngvarar og dansarar
fram i Gretti. Stærstu hlutverkin eru i höndum
Kjartans Ragnarssonar, Jóns Sigurbjörnssonar.
Ha.ralds G. Haraldssonar, Ragnheiöar Stcindórs-
dóttur, Hönnu Mariu Karlsdóttur, Sigurvcigar Jóns-
dóttur og Egils ólafssonar. — Á myndinni má sjá
Gretti — Kjartan Ragnarsson — ásamt nokkrum
vinum sinum úr pönkarastétt. Þcir cru lciknir af
Soffíu Jakobsdóttur, Andra Clausen og Aðalsteini
Bergdal.
Stjórnmálafundir
Alþýðubandalagið í
Suðurlandskjördæmi
Kjördæmisráðsfundur Alþýðubandalagsins i Suður-
landskjördæmi verður haldinn laugardaginn 14.
marz kl. 14 i Verkalýðshúsinu á Hellu. Fundarcfni:
Atvinnumál. Framsöguerindi flytja Guðrún Hall-
grimsdóttir og Sigurjón Erlingsson.
Selfoss — nágrenni
Sjálfstæðisfélagiö Óöinn boðar til almenns stjórn-
■málafundar að Tryggvagötu 8, Sclfossi, sunnu-
idaginn 15. marz kl. 15. Frummælendur vcröa Geir
Hallgrimsson og Albert Guðmundsson. Allir sluðn-
ingsmenn Sjálfstæðisflokksins velkomnir.
Hellissandur
Viðtalstimar þingmanna i Vesturlandskjördæmi
;verða i Röst Hellissandi 14. marz kl. 16—18 og
•mættir veröa Alexander Stefánsson og Davið Aðal-
Isteinsson.
Skilíhelg-
ardagbók
Vegna vinnslutíma helgardag-
bókar Dagblaðsins skal bent á að I
þeir sem hyggjast koma að efni í |
hana skulu skila því í siðasta lagi
klukkan fimm á miðvikudags-1
eftirmiðdögum. Ekki er tryggt að I
tilkynningar sem berast siðar |
komist inn þá vikuna.
Varðandi efni i helgardagbók-1
ina skal tekið fram að hún á ein-
göngu að fjalla um atburði sem
eru að gerast um helgina. Annað |
efni fer í fasta dagbók blaðsins.
-ÁT.
Ráðstefna um
landbúnaðarmál
ihaldin i Valhöll Reykjavik 13.—14. marz 1981.
jFöstudagur 13. marz:
! 16.00 Ráðstefnan sett: Geir Hallgrimsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins.
; 16.15 Landbúnaðurinn — vandamál og mögu-
! leikar. — Stefán Aðalsteinsson búfjárfræð-
ingur.
16.30 Aðgerðir til að stjórna framlciðslu og áhrif
þeirra. a) Kvótakerfí. b) Fóðurbætisskattur.
c) Aðrar leiðir. — Egill Jónsson al-
i þingismaður, Óðinn Sigþórsson bóndi.
i 17.00 Fjármagn til uppbyggingar og rekstrar í bú-
skap og vinnslustöðvum. a) Lögbundin fjár-
framlög vcgn^ jarðræktar- og búfjárræktar-
laga. b) Fjármagn úr fjárfestingarlána-
sjóðum. — Guðmundur Sigþórsson, fulltrúi i
landbúnaðarráðuneyti, Matthias Á.
' Mathiesen alþingismaður.
17.30 Verðmyndun á búvöru. a) Framleiðslu-
ráðslögin, visitölubúið og störf sexmanna-
nefndar. b) Niðurgreiðslur og útfíutnjgns-
bætur. c) Bcinir samningar bænda við rikis-
valdið. — Brynjólfur Bjarnason framkvslj..
Gcir Þorsteinsson. fulltrúi i scxmannancfnd.
Þórarinn Þorvaldsson bóndi.
i 18.15 Þörf fyrir búvöruframleiðslu. a) lnnlcndur
| markaður fyrir matvæli og iönaðarhráefni. b)
Erlcndur markaður fyrir búvörur. — Kctill
Hanncsson ráðunautur.
Umræður og fyrirspurnir.
19.00 Fundarhlé.
'Laugardagur 14. marz:
j09.00 Framleiðniaukning i landbúnaði og vinnslu-
stöðvum. a) Möguleikar á framleiðniaukn-
ingu og afleiðingar hennar. b) Dreifíng og af-
I urðasala. — Lárus Jónsson alþingismaður.
'09.15 Búsctuþróun. a) Fækkun bænda — grisjun
byggðar. b) Ný atvinnutækifæri i sveitum. —
Jón Guðmundsson bóndi, Sigurjón Bláfeld
i ráðunautur, Þórður Þorbjarnarson borgar-
verkfræðingur.
10.00 Landið og nýting þess. — Pálmi Jónsson
landbúnaðarráðhcrra.
j 10.15 Almennar umræður.
i 12.00 Hádegisverður.
Ávarp: Steinþór Gestsson alþingismaður.
13.00 Almcnnar umræður.
,16.00 Ráðstefnuslit.
| Ráðstefnustjóri: Bjarni Bragi Jónsson hagfræðing-
iur. Ritarar ráðstefnunnar: Árni Jónsson landnáms-
jstjóri og Tryggvi Gunnarsson laganemi.
Ferðalög
Útivistarferöir
Sunnud. 15.3 kl. 13: Grimmansfell — Reykjafell,
létt fjallganga eða skiðaganga á sama svæði. Verð 40
kr., fritt fyrir börn með fullorðnum. Farið frá BSÍ.
vestanverðu.
Páskafcrðir: Snæfellsnes, gist á Lýsuhóli. Noröur-
Sviþjóð. ódýr skiða og skoðunarlerð.
Samvinnubankinn
Sparivelta
Nú getur þú stoftiað verðtryggðan spariveltureikning í
Samvinnubankanum. Um leið og þú verðtryggir pening-
ana þína tryggir þú þér rétt til lántöku, - Samvinnu-
bankinn skuldbindur sig til að lána þér sömu upphæð og
þú hefur sparað að viðbættum vöxtum og verðbótum!
Sparivelta Samvinnubankans er jafngreiðslulánakerfí,
sem greinist í þrennt: Spariveltu A, skammtímalán;
Spariveltu B, langtímalán; og Spariveltu VT, verðtryggð
lán.
Láttu Samvinnubankann aðstoða þig við að halda í við
verðbólguna. Fáðu nánari upplýsingar um spariveltuna
hjá næstu afgreiðslu bankans.
VERÐTRYGGÐ
Sparivelta
Fyrirhyggja í fjármálum