Dagblaðið - 18.03.1981, Page 1

Dagblaðið - 18.03.1981, Page 1
ÍljálSty úháð rlaijMafl 7. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1981 — 65. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÍILA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. ■■■■■■■■■■ Fiskileitúr gervitunglum Tækni til fiskileitar verður sífellt fullkomnari. Banda-. ríkjamenn eru komnir af stað með fiskileit úr gervihnöttum. Fyrirtæki auglýsa, að hafa megi upp á ákveðnum fisk- tegundum í Mexikóflóa með því að nota upplýsingar frá gervihnetti í 600 mílna hæð. Þessi tækni mun að líkindum ryðja sér til rúms. Pétur Guðjónsson fjallar um af- leiðingar þessara breytinga og nýrra upplýsinga, sem hann hefur aflað, á stöðuna í haf- réttarmálum i kjallaragrein i blaðinu í dag. Sjá kjallaragrein ábls. 12-13 Uppsögn Páls Björgvinssonar hjá Kópavogsbæ: Reglurlýðræð-1 isinsbrotnar - segir Guðmundur Oddsson „Fyrir mér eru það grund- vaílaratriði að ef einn yfir- manna bæjarins brýtur leik- reglur lýðræðisins, þá beri hann einn ábyrgðina í slíkum gjörningi, og það má alls ekki gerast að aðrir starfsmenn liggi undir grun að ósekju,” sagði Guðmundur Oddsson, bæjarráðsmaður í Kópavogi, í bókun á fundi í gær. Tilefnið var bréf sem bæjar- ráði barst frá stjórn Starfs- mannafélags Kópavogs þar sem mótmælt var bókun Guð- mundar á fundi á dögunum. Þar gerði hann að umtalsefni þátt Sigurðar Gíslasonar, starfsmanns tæknideildar bæjarins, í uppsögn annars starfsmanns, Páls Björgvins- sonar húsasmiðs. ,,Að reka mann fyrirvaralaust og án mikils tilefnis er vítavert at- hæfi. Það lýsir vel hroka og stærilæti yfirmannsins. Fram- koma Sigurðar Gíslasonar I þessu máli er stórlega ámælis- verð,” sagði Guðmundur Oddsson m.a. í fyrri bókun sinni í bæjarráði. -ARH. Norskir konnaranomar hafa dváttzt i höfuðborginni undanfama daga og sett svip á manhttf moð fallegum þjóðbúningum. / gær heimsótd hópurinn Aiþingi og fylgdist með umræðum af þingpöttum. Á eftir gengu nemamir Víst er leynisamningur ríkisstjómarinnar til: „Ég veit að í stjóminni hafa allir neitunarvald” —ímeiri háttar málum og herstöðin hlýtur að flokkast undir meiri háttar mál, segir varaþingmaður Framsóknar „Mér var og er kunnugt um að á milli þriðjunganna sem rikisstjórnina mynda var gert ákveðið samkomulag í upphafi þess efnis að hver hluti hefur neitunarvald varðandi öll meiri háttar mál sem fram kynnu að koma. Það er svo auðvitað hægt að hártoga hvað telst meiri háttar mál og hvað ekki en í mínum huga er Keflavíkur- stöðin meiri háttar mál,” sagði Finn- bogi Hermannsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, í samtali við fréttamann DB í morgun. Eins og fram hefur komið urðu um það miklar umræður utan dagskrár á Alþingi I gær hvort „leynisamkomu- lag” stjórnarflokkanna þriggja væri til varðandi herstöðina I Kefiavík. Þrættu stjórnarsinnar þar hver af öðrum (nema Alþýðubandalags- menn, sem tóku ekki þátt í umræðunum) fyrir að nokkurt „leynisamkomulag” hefði verið gert. Nú hefur varaþingmaður flokks utanríkisráðherra stigið fram fyrir skjöldu og viðurkennt að til sé sam- komulag um „neitunarvald varðandi öll meiri háttar mál.” „1 þessu plaggi,” sagði Finnbogi Hermannsson I morgun, „er ekkert sérstaklega tekið fram um hermál eða frekari þróun Keflavíkurstöðvar- innar en ég held að það hljóti að flokkast undir meiri háttar mál. Það er að minnsta kosti mín skoðun, ef þarna á að byggja enn öflugra vig- hreiður en orðið er, auk þess sem á að fjölga radarstöðvum í landinu.” Finnbogi sagði að það væru ekki einungis Alþýðubandalagsmenn sem litu þróunina syðra alvarlegum augum. „Ég held að þetta gangi þvert á alla flokka, að minnsta kosti hér á Vestfjörðum,” sagði hann. „Mér er kunnugt um að fjölmargir Framsóknarmenn eru afskaplega uggandi yfir gangi mála og eru sam- mála þeirri skoðun minni að þróunin í alþjóðastjórnmálum sé það alvarleg að málið sé hafið yfir flokkakryt á fslandi. Á þeirri forsendu læt ég hafa þessi orð eftir mér,” sagði Finnbogi Hermannsson, varaþingmaður Fram- sóknarflokksins. -ÓV. TillögurSteingríms: VERÐBÓTAHÆKKUN1. JÚNÍ TAKM ARKIST VIÐ 8 PRÓSENT Steingrímur Hermannsson, for-, maður Framsóknarflokksins, hefur borið fram I stjórnarliðinu tillögur um, að verðbótahækkun 1. júní næstkomandi verði takmörkuð við 8 prósent. Með því yrði ekki um mikla skerðingu að ræða frá því, sem verðbætur yrðu óskertar. Sér- fræðingar spá nú, að hækkun verðbóta ætti að óbreyttu að verða 8—9 prósent 1. júní. Steingrímur vill hafa vaðið fyrir neðan sig, því að oft hefur verðbólgan reynzt meiri, þegar upp var staðið, en sérfræðingar höfðu ætlað nokkrum mánuðum fyrr, og þar með stefnt I meiri verðbótahækkanir en ráð var fyrir gert. Steingrímur vill nú fá Alþýðu- bandalagið til að samþykkja að hækkunin 1. júní verði bundin við 8%. Komi til verulegrar skerðingar verðbóta, hafa framsóknarmenn hugmyndir um að mæta megi kjara- skerðingu hinna lægstlaunuðu með frekari skattalækkunum og ef til vill vaxtalækkunum. Róttækari framsóknarmenn leggja til, að verðbótahækkun 1. júní verði bundin við lægri tölu en 8 prósent. Alþýðubandalagið hefur tekið þeim hugmyndum fálega. Verðbótahækkun 1. júní á sam- kvæmt gildandi lögum að miðast við hækkun verðlags frá 1. febrúar til 1. maí. -HH.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.