Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.03.1981, Qupperneq 3

Dagblaðið - 18.03.1981, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1981. Likan af DC-10 véi, merkt Loftleiöum Grátbroslegur skrípa- leikur hjá Flugleiðum — leigumál f iugvéla félagsins eru oröin að aðhlátursef ni ræðis fyrir þá sem þurfa að senda hann til ættingja eða annarra eriendis sem vilja kynna sér ferðatíðnina sam- kvæmt bæklingnum. Sama dag og fréttin birtist í Mbl. um hina nýju sumaráætlun með hinni nýju Boeing-vél er svo önnur frétt í sama blaði. Hún er um það að nú ætla Flugleiðir í skaðabótamá! við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli vegna tjóns sem varð á vélinni í óveðrinu í síðasta mánuði! Áður var búið að tilkynna frá félaginu að við- gerðin gæti tekið mánaðartíma eða meir þannig að ekki fer þessi vél í um- ferð við upphaf sumaráætlunar félagsins. Hún hefur meira að segja verið umrædd sem ein þeirra véla sem á að selja vegna óhagkvæmni í rekstri, að sögn eins forráðamanna Flugleiða! Hvers vegna skyldi þessi flugvél þá hafa verið keypt í upphafi ef hún er ári síðar orðin óhagkvæm? En það er nú eftir öðru hjá þessu félagi að krefjast skaÁabóta af varnarliðinu sem það á alla sína til- veru að þakka! Þar er átt við flugvöll- inn sjálfan og allt viðhald hans og rekstur. En það eru ekki þessi atriði ein sem vekja furðu fólks varðandi flugfélag sem nú krefst þess að samkeppnis- hörnlur verði settar svo landsmenn eigi engra kosta völ í samgöngum við útlönd. Hinar tíðu bilanir á innanlands- farkostum félagsins vekja spurn- ingar, t.d. þá hvers vegna þurfti að leita alla leið til Suður-Kóreu til kaupa á þessum farkostum og hvers vegna þær þurftu svo mikillar endur- nýjunar við áður en þær voru taldar boðlegar hér á landi. Og hvers vegna var skipt á þeim og vélum sem fyrir voru með fullkominn útbúnað? Ennfremur mætti spyrja unt hvað mikið Flugleiðir hafa eignazt i DC-10 vélinni sem leigð var til Bandaríkj- anna. Hún var á sínum tíma talin af félaginu sjálfu vera til að auka við fjárfestingu félagsins. Er þessi vél kannski ekki lengur í eigu félagsins? Þessi leigumál flugvéla félagsins eru orðin að aðhlátursefni. Sjónvarp: Flóttamannatónleikar Rifjaði upp gamlar minningar — aðsjákempureins ogPeterTownshend Rokkari skrifar: Það gladdi gamalt hjarta rokkara að sjá flóttamannatónleikana í sjón- varpinu sl. laugardagskvöld. Sjónvarpið er að vísu með ágætis- þátt, sem er Skonrokk Þorgeirs Ást- valdssonar, en það hreyfir gamlar taugar að sjá kempur eins og Pete Townshend á sviði. Ég hef aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi Paul McCartneys en mér finnst hann sterkari eftir að hafa séð hann þarna á þessum hljómleikum. Sjónvarpið mætti gjarnan endur- sýna þessa tónleika. eru nú orðnar frægar fyrir að endem- um heldur líka allar þær fréttatil- kynningar sem þaðan koma, ýmist frá „Kynningardeild” eða þær sem hafðar eru eftir forráðamönnum félagsins. Ein fréttin er um sumaráætlunina. „9 ferðir á viku til New York og Chi- cago,” segir i Mbl. 13. þ.m. — Segir þar að tvær DC-8 vélar muni annast þessar ferðir og ein B-727-200 (nýjasta vélin) ásamt einni B-727-100 (önnur gamla Boeing-vélin) muni annast ferðir til Norðurlanda og Bretlands. Engin sumaráætlun er þó komin út ennþá hjá félaginu og samkvæmt símtali við þann aðila sem uppl. gaf á aðalskrifstofu er ekkert vitað hvenær slík áætlun verður til reiðu fyrir al- menning. Er spurt var eftir sumaráætlunar- bæklingi á söluskrifstofu félagsins var því svarað að hann myndi til staðar öðru hvoru megin við helgina (14.—15. þ.m.). Bæklingurinn er þó enn ekki til staðar, til mikils óhag- .................................. Siðumula 22 - Tjarnargötu 17, Sími31870 Keflavík Sími 2061 Vestri skrifar: í neðanmálsgrein Magnúsar Bjarn- freðssonar í Vísi í síðustu viku ræðir hann um þann grátbroslega skrípa- leik sem hið svokallaða Flugleiðamál er löngu orðið. Nú ráða Flugleiðir ferðum og far- gjöldum fyrir landsmenn en það virðist ekki nægja. Flugleiðir vilja nú fá það staðfest, sennilega hjá hinu opinbera, að engir aðrir en Flugleiðir haldi uppi samkeppni við félagið í nútíð og framtíð! En það eru ekki bara fargjöld og samkeppnishömlur sem Flugleiðir Pete Townshend á fullu á hljómleik- um. Spurning dagsins Borðarðu fisk? Kristín Guðmundsdóttir afgrm.: Já, ýsa er mitt uppáhald. Guðfinna Kristjánsdóltir: Já, já. Mér finnst ýsan bezt. Baldvin Halldórsson, vinnur við Prisma: Ég borða allan fisk. Sigriður Guðmundsdóttir húsmóðir: Já, aðallega ýsu. Konráð Baldvinsson trésmiðameistari: Já, ég borða allan góðan fisk. j - i Erla Ingimars húsmóðir: Já, mér þykir hann beztur steiktur. 1

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.